Heimasíða Ásgarðs

11.03.2008 01:49

Ístöltið og hross að leik

Fór á ístöltið og skemmti mér lengi vel "konunglega" við að stilla cameruna.Eða þannig............Ég ætlaði sko að ná einhverjum myndum af Suðurnesjagellunum þeim Ólöfu og Sunnu Siggu og rétt tókst að finna sæmilega stillingu þegar að þær riðu inná svellið.


Úppss.....nú skeit ég laglega á mig!Þetta er EKKI Ólöf og Glampi en flott par engu að síður!

Sunna Sigga og Meiður frá Miðsitju.

Þær voru auðvitað langflottastar á svellinu þó þær hafi ekki farið í úrslit í þetta skiptið.Alltaf gaman að vera með eða það segi ég alltaf.............gamli góði keppnisandinn frá því ég var á honum Funa mínum að fylla í flokka hjá Mána í den þegar að allir voru svo feimnir að þeir þorðu eki inná völinn hehehehehe......................Blessuð sé minningin hans Funa gamla:)

Á ísnum voru líklega ein 4 hross sem heilluðu mig og af þeim stóð eitt sérstaklega uppúr en það var gullfallegur leirljós hestur undan honum Oddi frá Selfossi.

Efstu dömurnar í meira vanar og sá leirljósi Skattur Oddson og þarna er líka flott brúnskjótt meri sem heillaði mig líka ........

Alveg magnað að horfa uppá þennan klár svona fjaðrandi fallegan á tölti,allt svo átakalaust bæði hjá hesti og knapa.

Svo beið maður náttúrulega spenntur eftir því að sjá aðra knapa sem maður þekkir og þá einna helst kennarann minn hana Sigrúnu Sigurðar og vita hvort hún gæti setið einsog hún er að kenna okkur dömunum á Laugardagsmorgnunum í vetur .

Vita hvort maður næði nú ekki að nappa hana þó það væri ekki nema pínku ponsu hehehehehe................og skjóta svo á hana í næsta tíma !

EN VITI MENN OG KONUR.................Sigrún reið inní salinn,hnarreist í hnakknum og allt einsog það átti að vera!

Bein í baki með þumlana upp!

Þar fór það................ég verð bara að læra þetta með þumlana upp og get ekkert skotið á kennarann í næsta tíma .

Sigrún og hryssan svifu um svellið í feikna dansi og ekki eitt einasta sekúndubrot af allri sýningunni klikkaði.

Glæsilegt segi ég nú bara..................

EN þegar að ég verð stór,þá ætla ég að sitja einsog Sigrún Sigurðar..............

Í dag sá ég að Biskup var í einhverjum vandræðum með hross sem elti hann á röndum og beit hann og barði.Ekki líkt klárnum að verja sig ekki þannig að ég tók upp kíkinn og sá fljótlega hvað var að ske.

Feilstjarna var í bullandi látum og hékk í hálsinum á honum og nagaði hann og setti stertinn upp og stillti sér á alla kanta og gerði allt hvað hún gat til að koma honum til við sig.Beit,sló og barði svo þegar að hann rölti frá henni án þess að sýna nokkurn áhuga.

Svo allt í einu ruku trippin af stað á eftir þeim og úr urðu þessar líka flottu kappreiðar sem ég náði að mynda!

Frá vinstri,Feilstjarna,Biskup,Stóra Baga,Sóley,Vordís og Freyja.

Biskupinn alveg að springa úr monti,gamli skápurinn á bænum .

Feilstjarna að flippa..................

Stóra Baga flaug á hliðina í öllum látunum......!

Þartil næst elskurnar mínar,farið varlega .

08.03.2008 15:07

Hani ,hæna ,hestur ,kind..........

Fengum okkur bíltúr í fyrradag inn á Mánagrund og kíktum á Rjúpuna.Var ekki verið að járna dömuna!

Hún var nú kannski ekkert voðalega dömuleg við hann Högna en þetta var önnur járningin hjá henni á lífsævinni og nú skildi hún sko ekki ætla að láta plata sig aftur í svona æfingar.
En þarna hitti Rjúpa járningarmann sem kallar ekki allt ömmu sína og merin endaði á hvolfi á ganginum:)

Þarmeð tappaðist mesta loftið af henni.

Hún var svooooo..........þver í skapinu yfir þessu að hún gat varla þegið tuggu úr hendi!

Fæ ég ekki verðlaun?????

Veðrið er búið að leika við okkur síðustu dagana og við drifum í að klára að hreinsa Gróðuhús leifarnar þegar að snjórinn vék fyrir hlýjundunum og við sáum hvar glerbrotin voru.

Hrossin liggja einsog hráviði hér um alla hagana og steinsofa í snjónum.

Ég var að sækja lamb/gemsa sem ég átti í Grindavík í gær.

Forysta á daman að heita............

Algjör dúlla og flott á litinn:)Með sokka á öllum fótum en ég er voðalega viðkvæm þegar að kemur sokkum á hrossum ,kindum og jafnvel Hænum!

Nú veð ég úr einu í annað hehehehehe..........

Er að flýta mér að blogga áður en ég fer á Ístöltið!

Haninn á bænum..............

Þannig er að við erum búin að vera að rækta hinu einu sönnu Íslensku Landnámshænu að við héldum.

Skráðum okkur í félagið og allt hvað eina,hófum ræktun á þessum bráðskemmtilegu fuglum og einsog hver annar ræktandi þá ákváðum við að okkar ræktunarmarkmið og það er fyrst og fremst gott geðslag og að rækta betur fram Hænur og Hana með fiður á fótum,toppskúf og Rósakamb!

Flott skildi það vera og erum við búin að leggja mikinn metnað í þetta með flottu hanavali og alles.

Svo var okkur sagt það á einum Hænu Hana fundinum að þetta væri ekki hin eina sanna íslenska hæna!!!

Fiður á fótum væri ekki íslenskt fyrirbrigði og hana nú!

EN þarsem við erum með á þessu bloggi gott aðgengi að snilldar Hænu/Hana sérfræðingi þá ætla ég að spyrja hana Freyju um þetta mál með fiður á fótum.

Okkar fuglar komu upphaflega frá Skúla Steins og úr Mosfellssveitinni af gamla góða stofninum sem var endur vakinn úr eggjum sem safnað var hvaðanæva af landinu til að fyrirbyggja að íslenska Landnámshænan yrði útdauð!

Freyja" Er fiður á fótum á hænum/Hönum íslenskt fyrirbrigði eður ei???

05.03.2008 23:16

Rjúpa,Lukka og Kapella teknar á hús


Vænting Hróks að spranga um í snjónum......

Feilstjarna Nökkvadóttir-Smárasonar (til sölu:)
Alveg stáltaugar í þessu þriggja vetra trippi! Og mjög skemmtileg í umgengni .

Freyja Prinsdóttir að montast um í snjónum......

Sleipnir hinn hárprúði og Sága hin sótrauða á harðaspretti.......


Hefring Hróks montprik.......

Það var aldeilis stuð á stóðinu síðastliðinn Mánudag en þá tókum við 3 hryssur úr hópnum sem var verið að taka á hús.

Rjúpa Hróks er komin til Eyglóar í áframhaldandi tamningu.

Rjúpa að skima eftir vinum sínum .........Hvar eru allir vinir mínir?
Ó.........hvað ég á bágt!

Það sem merin grenjaði þegar að hún var komin í gerðið og þekkti engann þar.Reyndar var Lukka vinkona hennar með en Lukka var komin heim og hin ánægðasta með það. Vorkenni henni Rjúpu ekki neitt,hún getur bara kynnst hinum hrossunum .

Fylgdi ekki stigi með henni Ransý mín ........?

Ertu komin heim Lukkan mín ......

Svo héldum við áfram inní Víðidalinn en hún Kapella var að fara þar í hesthús og dekur.

Kapella frá Katanesi komin í kerruna .

Rosalega munar á hitastiginu enn og aftur á milli Suðurnesja og Reykjavíkur!!! Brrrrrr......ég hélt að við bæði frysum í hel!

Vegalengdin er ekki nema rétt rúmir 60 km.

Við drifum okkur svo heim í hlýjuna en stoppuðum í Skíthoppara búllunni í Hafnarfirði og fengum okkur Skíthoppara bita og Skíthoppara hamborgara.Alltaf gott að fá svoleiðis einstaka sinnum:)

Veðrið er búið að vera frábært og ömurlegt til skiptis.

Það var ekki skemmtilegt veðrið í gær og ekki var það til að bæta daginn að vinur okkar hringdi í okkur og bað okkur um að flytja uppáhalds hestinn sinn fárveikann í snarhasti inní Reykjavík.

Því miður þá var það of seint,hesturinn var orðinn of veikur og lagstur niður og svo af honum dregið að það var ekkert annað í stöðunni en að linar þjáningar hans með aflífunar sprautu.

Það var agalega sorglegt að þurfa að horfa uppá bæði hrossið og eigandann við þessar aðstæður.

Og er það ekki alveg týpískt að þegar að svona skeður þá þurfa það alltaf að vera bestu hrossin sem fara!

02.03.2008 22:36

Syfjuð hross zzzzzzzzzzzzzzz.................


Gná Skjónu/ Hróksdóttir er seld! Og fengu færri en vildu....

Innilega til hamingju með hana Gná þína Unnur og vona ég að hún verði til sóma í framtíðinni,efast nú reyndar ekki um það:)Hlakkar bara til að fá að fylgjast með henni í framtíðinni:)

Það var mikil værð yfir stóðinu loksins þegar að sú gula fór að skína og læddist ég með cameruna inná milli þeirra þegjandi og hljóðalaust og tók nokkrar myndir.


 Takið eftir Sleipnir sem var að suða í Freistingu mömmu um sopa .

Mamma stattu upp!!!!

Geisp....

Best að leggja sig bara líka......

Krúttleg saman mæðginin.......

Lukka svaf á hvolfi.........eða þannig .

Við Suðurnesjadömurnar fórum á Knapamerkja námskeiðið síðastliðinn Laugardagsmorgunn í glimrandi veðurblíðu en það var kalt í henni Reykjavík!

Rosalega munar á hitastigi hér við sjóinn suðurfrá eða innfrá í höfuðborginni.

Við gerðum allskonar æfingar og krúsíndúllur í höllinni og Sigrún gaf okkur ekki eftir eina tommu frekar en fyrridaginn.

Við Hrókur stóðum á öndinni og hélt ég á tímabili að ég myndi sprengja klárræfilinn.

Honum veitti ekki af því að losna við hárin af kviðnum og upp brjóstkassann og er næst á dagskrá að raka hann ræfilinn því ég sé mikinn mun á þeim hestum sem eru rakaðir á kvið og hinum sem eru með lubbann á sér.

Reyndar er ég að gefast uppá því að hafa hann í upphitaða hesthúsinu hér heima því hann fer alltof mikið úr hárum og honum líður ekki vel.Er allur að verða mattur og með mikið af lausum hárum og flösu.

Þannig að á morgun er ætlunin að flytja hann í stóðhestahestahúsið aftur en þar er kaldara og ferskara fyrir hann að vera.

Ég er búin að vera veik síðustu daga,þó ég hafi ekki beint verið að átta mig á því.
Svimi og ónot í höfðinu ásamt hita að ég held.

Ég hata það að vera inni en ég fór ekkert út í gær og ekki heldur í dag en á morgun ætla ég að fara aftur af stað.Tek bara Íbúfen og klæði mig vel:)

Rjúpan að sóla sig........

Rjúpa mín er að fara í áframhaldandi tamningu til Eyglóar og hlakkar mig til að vita hvort Rjúpan nær að halda ballans með hana Eygló en stærðin á henni var að trufla hana aðeins í reið í fyrra.

Hana vantar að safna vöðvamassa og verða styrkari í skrokknum.

Ég læt svo Eygló um það hvernig tamningunni á henni verður háttað en hún hefur mjög góða innsýn og þekkingu á hrossum þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af Rjúpunni minni í hennar höndum .

Agalega var veðrið leiðinlegt í dag.Skafrenningur og skaflar hreinlega um allt!

Kallinn var einn í útiverkunum en það var útigjafadagur í dag og ég stúrin yfir því að geta ekki verið að vasast í hrossunum með honum.

Kapella og Biskup í vonda veðrinu í dag.

En allt blessaðist þetta og allir fengu gott í gogginn í dag þrátt fyrir hálfgerða ófærð og skafrenning.

29.02.2008 00:06

Stóðhestaskot.......


Hrókur og Súsý á fullri ferð í snjónum.....

Þá er maður búinn að taka prófið í fyrsta stiginu,sko bóklega prófið.Grunar að ég nái en samt er metnaðurinn að ná að skora fullt hús mikill en því miður þá gerði ég klaufalega villu...........arg.Og kannski ekki eina .........

Þannig að ég ætla að spyrja ykkur sömu spurningar og ég "klaufaði"á ......

Hér kemur hún:Hvaða gangtegund er tvítakta með fjórum hreyfistigum? OG KOMA SVO...... með svörin ófeimin .

Maður er svo gamall í hettunni að maður kann ekki á svona nýyrði og hefði frekar átt að nota eitthvað í líkingu við td.

Hvað er bitill?

Eða hvað er meint með því þegar að sagt er að Ransý hafi riðið SKILVINDUREIÐ þegar að Gustkonur heimsóttu eitt sinn Fákskonur að vori og við allar hleyptum á harðasprett á Kjóavöllum?

Annars var ég að rölta um netið og rakst á þessa líka skemmtilegu grein http://www.sogusetur.is/Greinar/GO1.htm um tamningu hesta hér á árum áður.

Það má segja að nánast allt í þessari grein sé "inn" í dag og gaman að sjá hve tamning á hesti er svipuð í dag og var í denn.

Annars er allt gott að frétta héðan og ég get vart hreyft mig úr húsi nema að hafa með nýju cameruna með og svo dúndra ég bara niður takkanum og vola!!!!

Hér er árangur síðustu daga en stóðhestar eru núna í uppáhaldi hjá mér og Súsý litlu sem hjálpar mér óspart .


Glófaxi Parekersson var í algjöru kasti í dag...... 

Flottur...............

Sveifla á kappanum......

Fljúgandi á brokkinu drengurinn og hefur ekki mikið fyrir því.

Og Völusteinn "litli" bróðir eitthvað að glenna sig við Súsý litlu .
Ja"hérna hvað hann er liðugur!

27.02.2008 00:21

Mugg og Stóru Bögu vantar nýjar eigendur:)


                                     Muggur er kominn á gott heimili!!!.......

Hann Mugg vantar gott heimili og ábyrgann eiganda.Hann kom í Ásgarðinn í dag í myndatöku og líst mér bara vel á gripinn.Hann er tveggja ára gamall fæddur 17 desember 2005 og er kominn frá Gunnarsholts ræktun
http://asp.internet.is/schafer/inngang.htm.

Mjög kurteis og barngóður hundur,vinnuglaður og var mikið til í að fá mig til að henda einhverju fyrir sig niður í fjöru.Þægur í bíl og var kyrr afturí en smá spenna í honum þegar að hann fann það á sér að hann ætti að fá að fara út að leika.Skiljanlega,hvaða hundur verður ekki spenntur að fá að spretta úr spori og leika sér.
Ekki fór hann langt frá manni og var duglegur að gegna því að koma og fara aftur í bílinn.
Þannig að ef einhver þarna úti hefur tíma,húsnæði og fjárráð í að ala svona stórann og fallegan strák,vinsamlegast hafið samband við Sigurjónu í síma 898-3743.


Stóra Baga hennar Sabine er til sölu.

Hér eru myndir af dömunni og ættin hennar ásamt lýsingu frá eiganda.


Fallegt, stórt mertryppi til sölu, fífilbleik stjörnótt, microchipped, mjög flott fimmgangstryppi, sýnir gott tölt og brokk og er með gott geðslag!

Ætt:
F: Snær von Bakkakoti
FF: Orri von Þúfu (8.34)
FM: Sæla von Gerðum (8.11)
M: Muskunótt von Reykjahlíð
MF: Safír von Viðvík (8.35)
MM: Von von Hemlu

Hún er staðsett í Ásgarði.

Hafðu samband í info@gaedingur.com
Sabine skilur íslensku mjög vel og skrifar hana líka þannig að verið ekki feimin við að senda henni fyrispurnir .

24.02.2008 23:50

Gestagangur og Hesting farin


Veðjar vel varinn í kuldanum.

Gestagangur í dag einsog alla daga.Við erum ekki beint einmana hér í Ásgarðinum,hátt í 20 manns þessa helgina.
Verst að ég átti ekkert almennilegt með kaffinu OG er að muna það núna að kallinn keypti tvöfalt Vöfflujárn um daginn!Úpppsss....
Hefði getað skellt í það einsog einni soppu!Man það næst eða öllu heldur minnið mig bara á það næst elskurnar mínar .

Melódía nýja hryssan mín hefur það gott og leggur sig í matnum.

Embla Hróksdóttir-Heilladísardóttir dafnar vel.

Rosalega hefur veðrið mikil áhrif á útigangshrossin.
Holdin hreinlega sópast af þeim þegar að rignir og slyddar en svo á aðeins örskömmum tíma þegar að þornar með kólnandi veðri þá hauga þau aftur á sig holdum.Ég hef margtekið eftir þessu.
Tvö hross fóru í dag en það voru þau Hesting vinkona mín og Stormur Tinnu"son".

Stormur og Tinna Rut.

Stormur var leystur út með risastórum Rósavendi með hjarta í og það á sjálfum Konudeginum:)Takk kærlega fyrir Tinna mín,bara rosalega krúttlegt:)

Hesting að bíða eftir Gunna og Krissu.

Hesting hafði engan til að skjótast útí blómabúð fyrir sig þannig að ég fékk bara knús frá henni og nægir það mér alveg:)
Þegar maður er ánægður á maður þá ekki að láta það í ljós.Ég verð að hrósa Gunna og Krissu fyrir það hve allt er lítið mál og þægilegt að hafa samskipti við þau þegar að útflutningi á hrossi kemur.
Það eru orðin nokkur hross sem hafa farið héðan í gengum þau og er ég ánægð með öll samskipti við þau.

Veðrið er búið að vera yndislegt í dag þrátt fyrir að það hafi kyngt niður snjó af og til.Bara allt svo miklu hreinna og fallegra við það en snjórinn má alveg vera bara ef hann fer ekki að blása til og frá um hlaðið og mynda skafla einsog síðast.
Ég er að hugsa um að taka Biskupinn og setja hann í stíu uppí stóðhestahúsi!Átið á einum hesti!Ég sé ekert eftir heyinu ofaní klárinn EN þetta er bara ekki hægt.......
Við vorum búin að finna út hvernig best væri að gefa í hólfin 3 svo að allir væru búnir á svipuðum tíma en það gjörbreyttist við að setja hann Biskup í stærsta hópinn!
Hann er einsog Heyblásari klárinn!Ryksugar allt upp á einni svipann og stillir sér svo upp og mænir á mann saklausum augum til að láta vita að allt sé búið!
Hann er nefnilega þægilegur að einu leyti en hann lætur alltaf vita ef að eitthvað er að í hólfinu sem hann er í.
Ef það er heylaust,vatnslaust,þarf að færa randbeitarþráðinn eða meira að segja ef eitthvað er að hrossi þá stendur hann tímunum saman og mænir á íbúðarhúsið og bíður eftir því að einhver taki eftir honum.Svona getur klárinn staðið alveg endalaust þartil maður aðgætir hvað sé að.Þá verður hann voðalega ræðinn ef það liggur mikið við og þá "muldrar" hann við mann og hnykkir hausnum upp og niður:)Stundum finnst mér klárinn óþægilega vitur og þarf maður að gæta sín á honum.

HALLÓ.......það vantar fleiri rúllur í hólfið"

Hann snýr stundum tamningunni við og temur mig í staðinn fyrir að ég tem hann.Hann lærði að heilsa með framfæti fyrir mörgum árum og núna eftir að hann varð eldri,viturri og reyndari þá notar hann það óspart að ganga að mér og heilsa.....þá á ÉG að gefa honum verðlaun hehehehehehe..........Svona sneri hann dæminu við en vaninn var að ég segði sæll og þá kom fóturinn upp og þá fékk hann verðlaun:)
Ég þakka bara fyrir það að Hrókur bróðir hans er ekki svona "klókur"einsog stóri bróðir hann Biskup.

Skelli hér inn tveimur gömlum myndum af Biskup aðstoðar tamningarhesti.Teknar árið 26-08-04.Biskup með Hnotu í tvöfaldri gjörð og Jón Steinar í hnakknum.

Það hafa nokkur hross fengið að dingla utaná gamla mínum,þau fara nú ekki langt með hann .

Þartil næst,farið varlega inní næstu vinnuviku .

24.02.2008 02:31

Litaspöguleringar og enn að æfa mig á cameruna:)


Vænting Hróksdóttir undan Toppu Náttfaradóttur.

Ég er búin að vera bilað dugleg inni í dag.........sko eftir að ég var búin að rölta út með cameruna en hann Páll Imsland kom í dag að "háreyta"hér nokkur hross.

Ég held að hann langi til að eiga sum hrossin hér og ég tók eftir því að hann reytti sérstaklega mikið af henni Rjúpu minni Hróksdóttur og ef hann heldur svona áfram með hana þá tekur það hann ekki nema örfáar heimsóknir í viðbót að klára hana og koma henni heim með sér í nokkrum umslögum hehehehehe..........

Það er alltaf gaman þegar að Palli kemur,þá er nú skrafað og pælt í litum og ættum hrossa fram og tilbage:)

Páll á orðið að ég held 30% í Veðjari.......sko í hársýnum heima hjá sér .

Hitt og þetta kom í ljós,td er það komið á hreint að hann Veðjar kallinn er ekki litföróttur.Því miður en það hefði verið hrein snilld:)

Annað trippi náði Palli að seilast í og tróð hann vænum slurk af hárum í poka til nánari skoðunar þegar að heim kæmi.

Það kom fljótt svar til baka,líklega er trippið litförótt!Gaman fyrir þann sem á það en það er ekki í minni eigu.

Undri frá Hrauni Dímonarsonur.

Palla leist alveg svakalega vel á hann Undra Dímonarson frá Hrauni enda afar sérstakur á litinn og vindhárin á honum öll hvít og það er svo flott að sjá hann svona líkt og hann sé hrímaður á skrokkinn.

Undri laglega liðugur...........

Páll gat sagt mér ýmislegt um cameruna og komið mér niður á jörðina en ég er þannig gerð að ég þarf alltaf að geta allt strax og ekki um annað að ræða en að taka STRAX myndir sem eru ekki síðri en hjá alvöru cameruköllum og konum:) Verð að róa mig aðeins hehehehehe........

Set hér inn eitthvað af myndum frá í dag og kvöld en ég er óspart að æfa mig.Reyndar held ég að þær séu soldið stórar og vilja þær annaðhvort teygjast upp eða út til hliðanna ef ég set þær á desktopið.......?

Heljar Ögrason og Móli Hróksson að fá sér salt.

Askur Stígandasonur (til sölu:)Frekari fyrirspurnir í herbertp@simnet.is

Þið verðið bara að afsaka ef að hrossin eru eitthvað teygð á myndunum,ég er enn að reyna og gefst ekki upp:)
Knús til ykkar allra  !

Smá við bót við þessa færslu.Var að útbúa TIL SÖLU hér fyrir ofan og er að byrja að vinna í því að koma söluhrossum þar inn.
Fyrsta hross þar inn er folald Sem vinkona mín Sabine Sebald á.
Kíkið á hana Stóru Bögu þar .

22.02.2008 01:12

Nýja cameran prufukeyrð:)


Súsý stopp eitt augnablik.................

Þá er best að blogga smá með myndum úr nýju camerunni.

Loksins fann ég tíma og einnig kom svo glæsilegt veður með góðri birtu (þýðir ekkert að taka myndir nema í góðri birtu segir Sabine ).
Fyrst notaði ég minni linsuna en var ekki ánægð.Fannst myndirnar vera eitthvað ekki einsog þær áttu að vera!Td voru hausarnir á Buslu og Súsý líkt og þeir væru samanþjappaðir!

Stærri linsan var miklu miklu skemmtilegri að vinna með og eftir að Boggi sagði mér af stillingunni með hlaupakallinum þá fór þetta allt saman að virka betur og hrossin hlupu sem óð um öll hólf!


Kátína og Týr á fleygiferð.

Og samtaka nú.....................

Þartil ég skipti um stillingu auðvitað............trúðir þú þessu hehehehehehe..........nei"alveg satt,mest gaman að setja á hlaupakallinn og dúndra svo puttanum á takkann og þá er vélin einsog hríðskotabyssa og tekur upp viðstöðulaust myndir.
Uppáhalds takkinn minn í framtíðinni .Fótlyftutakkinn!

Enda tók ég nærri 300 myndir í dag en megnið af þeim fóru nú í The Recycle bin.Ekki minn klaufaskapur sko! Birtan hefði mátt vera stöðugri og meiri á köflum.

Doreen kom í dag einsog alla daga og mokaði útúr hesthúsinu og lét folöldin út að viðra sig í leikhólfinu.Hér eftir verður hún kölluð yfirhirðirinn í heimahesthúsinu .
Ég var búin að gleyma því hvað það er gott að fá svona mikla hjálp
..........Takk æðislega fyrir Doreen!

Ég átti að vera að moka upp glerinu eftir að gróðurhúsið sprakk hér um allt hlað en átti voðalega bágt og endaði á því að hlaupa eftir camerunni og "skjóta"nokkrum skotum á folöldin.

Útigangs trippin hreinlega sprautuðust um hagann í dag í góða verðinu.ALLT AÐ VERÐA VITLAUST! Hné hné hné...........

Ég má ekki vera að því að blogga mikið meira í bili,stórar konur eiga að vera sofnaðar .

Er að fara á hestbak á morgun á Hrók og með verður sonur hans sem er að stíga sín fyrstu skref sem reiðhestur.

Endilega skjótið á mig leiðbeiningum með td hvaða stilling er best fyrir hestamyndtökur úti!
Sko á mannamáli en ekki proffamáli sem ég sveitavargurinn skil ekki hehehehe.....

SMÁ VIÐBÓT .......

Smá viðbót til að fá álit sérfræðinganna en það virðist sem Auto stillingin dugi mér ekki hehehehehe......
Lukka frá Höfnum.
Eru þessar myndir af hrossunum í snjó yfirlýstar vegna þess að ég breytti ISO úr 100 og fór uppí 800!??

Hvað er besta ISO fyrir svona snjómyndir???

Ég er ekki sátt við þessar myndir,þær eru ekkert breyttar í tölvunni en stundum laga ég til og skerpi þær í Picasa áður en ég birti þær.

Hætt að leika mér í dag og er að fara að taka til í kofanum,ekki veitir af .........Græjurnar í botn! Over and out.......


18.02.2008 01:31

Hross að seljast


Von frá Einholti seld.

Blíða frá Víðihlíð að kveðja.

Þá eru 8 hrossum færra í Ásgarðinum.3 seld og 5 felld.
Það er alltaf leiðinlegt að láta ungviðið fara en það verður líka ánægjulegra og auðveldara að meðhöndla og temja það sem sett var á.
Hrímfaxi,Kvöldroði,Rán og Moldusonur voru felld ásamt tveimur í viðbót sem ekki eru í okkar eigu.

Von frá Einholti er á leið til Svíþjóðar á allra næstu dögum og Blíða frá Víðihlíð er seld ásamt jarpskjóttu folaldi frá sama bæ.

Eitt folaldanna hér á bæ tók sig til og át stertinn af honum Hróksa mínum!Kannski það hafi verið að mótmæla folaldaátinu í okkur?


Hrókur með styttur í taglinu.

Hrókur er ekkert voðalega flottur svona en sem betur fer þá lét folaldið stellið hans vera .Taglið mun vaxa aftur og sem betur fer þá verður hann fljótt aftur kominn með sítt og fallegt tagl eða það ætla ég að hugga mig við.

Það gengur svakalega vel á námskeiðinu og mikið stuð á okkur stelpunum:)

Einstaka vitleysu er maður nú samt að gera og eftir síðasta tíma er ég handviss að ég kem ekki til með að ríða Dívu prógrammið á næstu árum:)

Hrókur gerir allt sem ég bið hann um og er það ekki við klárinn að sakast ef einkunnirnar verða ekki í lagi!

Ég get sjálfri mér um kennt ef illa fer:)

En svona má maður ekki hugsa!

Fyrsta prófið er að skella á og er það sem betur fer skriflegt.Smá skrekkur í manni en það sýnir bara að manni er ekki sama hvernig fer:)

Nú er búið að rigna eldi og brennistein síðustu daga og ekki er gaman að taka hestamyndir í þessu veðri.

Ég heimsótti stóðin í dag með Eygló og vorum við að skoða hrossin og auðvitað mynda þau í leiðinni.

Sokkadís alveg sprungin á því .....

 Gammur sendir mér auga  Er ekki flassarinn mættur!

Miklu skemmtilegra þegar að kalt og stillt er en Gammur gamli sem vinkona mín á er orðinn vægast sagt hvekktur á þessari glampandi kellingu sem æðir um allt og hrekkur glampi öðru hverju úr hausnum á henni! Skrítinn haus á þessari kellu .

Enn hef ég ekki gefið mér almennilegann tíma í að handleika nýju cameruna.Þori varla að taka hana upp eða gera nokkurn skapaðann hlut .
Ætla að skrá mig á námskeið strax á morgun í Keflavík.
Þetta verður líkt og að fara yfir á Bens af Trabant!Gamla cameran er samt mjög góð og verður áfram í vasa mínum.

Eitt finnst mér samt alveg frábært.Hebbi á gamla Canon myndavél og smellpassar flassið af henni á nýju vélina!Held meira að segja að kallinn eigi tvö svona flöss.Þá má nú Gammur fara að sofa með opin augun hehehehehehe.......

Súsý að æfa framtíðarvinnuna sína.

Súsý litla fékk að æfa sig með dauðann Mink um daginn.Sú var dugleg að hrista hann og tæta þrátt fyrir að hann vigtaði næstum helminginn af henn sjálfri:)
Sú á nú samt eftir að góla þegar að hún lendir með trýnið í fyrsta Minknum sínum hehehehehe.......
Annaðhvort gugnar hún eða herðist við það.Í 99% tilvikum þá herðast bara hundarnir en passa betur uppá trýnið sitt:)

Súsý sér alfarið um daglegt erobik fyrir Buslu móður sína.
Tuskast alveg óspart í gömlu en sú gamla hefur nú lúmskt gaman af hvolpinum sínum .

14.02.2008 14:33

Loksins logn og blíða


Listaverk veðurguðanna.

Loksins kom langþráð blíða með stillulogni.

Ég var ekki lengi að drífa mig út og fá mér göngutúr til hrossanna á bænum og vita hvernig allir hefðu það eftir fárvirðið sem gekk hér yfir um daginn.

Sága Hróks og Gammur að svala þorstanum.

Allir voru sælir og ánægðir með lífið og tilveruna.

Það kom meira að segja smá vorfílingur í mann þegar að ég heyrði Mávana garga!Hlakkar ekkert smá til vorsins:)

Veðjar Dímonarsonur þyrstur eftir tugguna.

En enn voru skaflar hér um allt himinháir og bíð ég spennt eftir því að þeir bráðni svo ég komi folöldunum í stóra hesthúsið úteftir en það er erfitt að hafa þau í heimahesthúsinu hjá hinum.
Það þýðir ekkert að hafa þau saman í stíunni því það verða bara slagsmál útúr því.

Úpppsss........verð að hætta þessu bulli og koma mér að verki hið snarasta!

Ná saman stóðinu og taka aðeins til í því.

Vorum að kaupa áburð og hnífurinn var kominn á loft þegar að við sáum hvað við borgum fyrir hann í ár miðað við í fyrra!

Það sem við greiddum fyrir 11 sekki í fyrra fáum við ekki nema 6 sekki í ár!

Þannig að ekki þýðir að láta lifa það sem ekki kemur til með að borga fyrir tugguna sína.

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.

Ég ætla ekki að standa uppi með með x hross næsta haust og x rúllur og vera á taugum.Það er ekki minn stíll.

Viðbót fyrir Freyju að skoða og líka okkur hin .


Móli Hróksson.Mynd Sabine Sebald.

Mynd eftir Sabine Sebald http://www.hestamyndir.com/index.html

13.02.2008 01:33

Folaldasýning hjá Andvara

Við skelltum okkur í bæinn síðastliðinn Laugardag í heldur kuldalegu veðri.

Ætlunin var að ná á útsöluna í Byko en kallinn þurfti nauðsynlega að versla þar Loftpressu fyrir tækin útí bílageymslu.Það kemur fyrir að dekkin á traktorunum og heyvinnuvélunum eru vindlaus þegar að síst skildi.
Hver mínúta er verðmæt þegar að þurrkur er.

Eftir að kallinn var búinn að æða um allt í Byko (og hann týndist ekki og ég ekki heldur:) þá drifum við okkur á Folaldasýninguna hjá Andvara.

Gná Trymbilsdóttir frá Víðihlíð Jarpvindótt.

Þar voru folöld sem við könnuðumst við,hana gná undan Trymbli Rósinkranssyni hennar Stellu.

Silfra frá Víðihlíð,móvindótt.

Við hittum Sillu og Nonna við stíurnar þarsem gersemarnar biðu spenntar eftir að fá að sýna sig í salnum.

Töltmylla frá Útverkum ........þartil Silla leiðréttir mig !

Silla var ekkert að tvínóna við þetta og mætti með 3 folöld og skemmst er frá að segja að Gná Trymbilsdóttir lenti í úrslitum á móti geysilega fallegu folöldum undan Keilir og Orra.

Sérstaklega stungu þau í auga afkvæmin undan Keilir en þau voru gríðarlega hreyfingarfalleg og glæsileg byggingin á þeim.

Eitt vil ég setja útá þessa annars góðu sýningu og það  var að tvö folöld voru yfirleitt sett saman í salinn og sýndust þau ekki eins vel einsog þau sem sett voru ein.

Tvö saman fóru yfirleitt á stökki og skondruðu áfram og fífluðust.Gaman hjá þeim en erfitt að dæma þau.

Þegar að eitt folald var sett í salinn þá fór það um á tilþrifa miklu brokki eða tölti oft með stertinn á lofti og sýndi sig mun betur:)

Við gáfumst reyndar upp vegna kulda áður en sýningin var búin og kallinn bauð mér á Hróa Hött í heita súpu og lambasteik ummmm........nammi namm.

Síðan héldum við heimáleið á flughálli Reykjanesbrautinni!

Ég hef sjaldan séð eins mikla hálku þarna og er skýringin líklega sú að daginn/kvöldið áður var brautin lokuð vegna óveðurs og salt/skafbílarnir hafa ekki haft undan þennan dag.

Rétt þegar að við vorum komin framhjá Vogaafleggjaranum komu 3 lögreglubílar æðandi og einn lagði þvert fyrir okkur og á eftir þeim komu 2 Sjúkrabílar.

Það hafði orðið 3ja bíla árekstur í þrenginu og einn bílinn á hliðinni.

Tek það fram að enginn slasaðist alvarlega í þessum árekstri.

Þarna biðum við með blá blikkandi ljósin í augun í rúma klukkustund og fylgdumst við með því sem fram fór.

Einn bílstjórinn aftar í röðinni missti þolinmæðina og keyrði framúr allri halarófunni og ætlaði að troðast meðfram þarsem sjúkraflutningmennirnir voru að bera slasað fólkið um borð í sjúkrabílana!!!

Við áttum ekki til orð yfir frekjunni í manninum!

Lögreglumennirnir þustu í veg fyrir hann og sneru honum við.

Þetta var rútukálfur sem utaná stóð Þingvellir og var bílstjórinn einn í bílnum.Honum lá ekkert á inní heitum bílnum og gat alveg gefið sjúkraflutningsmönnum frið við að ná fólkinu útúr bílhræjunum í blindhríð sem skall reglulega á.

Reyni að blogga meir á morgun elskurnar mínar:)

Ps.Er við það að verlsa mér Canon EOS 400D myndavél með tveimur linsum 18-55 mm f/3,5-6,5 og 55-200 mm f/4,5-5,6 og batterý grip með.

Ég mun aðalega nota þessa vél við að ná hestamyndum,hvað annað  .

Hér er hún:
http://www.canon.nyherji.is/html/eos-400d.html

Og ALLIR að commenta um það! Líka þeir sem ekki eru vanir,þeir geta bara notað dulnefni .

08.02.2008 23:00

Nú er fokið í flest skjól!


                                    Stóðið stendur í höm.

Veðrið er búið að vera hrikalegt vægast sagt.

Skaflar uppá þök og bílarnir okkar að lokast inni hvað eftir annað.

Litli bíllinn má alveg lokast inni en verra er ef Black Beauty kemst ekki með okkur útí stóru hús en það er heldur langt að labba þangað í gegningarnar en í heimahesthúsið.

Ég er líka búin að hugsa oft hlýlega til hans Ragga sem gerði bílinn svo voðalega öruggan fyrir veturinn og ekki spillir hvað miðstöðin er öflug og góð.Knús til þín Raggi minn:)

Við komumst semsagt í húsin í gær en ekki var mokað út úr heimahesthúsinu en það má svosem bíða.

Við vorum fljót og drifum svo bílinn í skjól en á aðeins einni klukkustund hafði fennt svo rosalega að það var ekki viðlit að komast inná hlaðið hjá okkur aftur!

Veðrið fór uppí 67 metra á Sekúndu í hviðum við Garðskagavita þennan dag!

Busla stökk út í 2 mínútur og var nóg boðið!

Ég átti bágt með að sofa síðastliðnu nótt vegna veðursins en svo loksins sofnaði ég.
Klukkan 7:30 um morgun vaknaði ég við skrítinn skruðning og kannaðist ekki við þetta hljóð fyrir utan?

Ég rak upp stór augu þegar að ég sá Jarðýtu brölta í gengum skaflana hjá okkur og gera einbreiða rönd inn hlaðið!

Mikið vorum við ánægð að fá mokað hjá okkur en vanalega hefur Hebbi þurft að kalla til mann í verkið eða séð um að moka sjálfur.

Sandgerðisbær fékk stórann + í kladdann fyrir verkið hjá okkur:)

Enn vitlausara varð veðrið í dag og með herkjum komumst við niður í heimahesthúsið labbandi,gáfum,ýttum skítnum út flórinn og sagbárum undir skepnurnar.

Hrikalegt að geta ekki hleypt þeim út að velta sér og sprella smá.

Ekki var betra að komast til baka og heim en vindurinn var á móti og svo sterkur að rigningardroparnir voru einsog ísnálar í andlitið!

En heim komumst við og nú var bara að bíða og sjá hvort eitthvað fyki hér í Ásgarðinum meir en farið hefur í vetur.

Ljósin fóru að blikka og ég var ekki lengi að kveikja á kertum til að vera viðbúin ef rafmagnið færi.

Næst heyrði ég skruðninga úti og þá fór eitthvað af stað tengt gróðurhúsinu sem var orðið ansi illa farið eftir öll hin veðurlætin.

Aftur heyrði ég skruðninga úti og núna sýndist mér að gróðurhúsið væri farið að lyftast!

Nei"nei Ransý mín sagði Hebbi og maldaði í móinn sallarólegur við Imbann.Alltaf sama stressið í þessum kellingum.......

Eftir smá stund þá kom hvellur og ég þaut upp og þá var gróðurhúsið lagst á hliðina!

Síðan brotnaði það í mél og fór að dreifast úr því hitt og þetta um allt hlað.

Þá var mér nóg boðið þessi rólegheit í kallinum og skipaði ég honum að ræsa út Björgunarsveitina áður en brakið myndi brjóta stofugluggana með tilheyrandi leiðindum.

Datt svona í hug að þakið færi þá mjög auðveldlega af kofanum!

Líklega hefði kallinn bara beðið um Regnhlíf og ríghaldið sér í stólinn við imbakassann.Karlmenn..........

Það komu 3 bílar fullir af vöskum strákum úr Björgunarsveitinni Ægi í Garði og voru þeir ekki lengi að pakka leyfunum af gróðurhúsinu saman og fergja það upp við íbúðarhúsið!


Takk æðislega strákar,þið eruð nú meiri hetjurnar:)

Ég verð að fá að monta mig smá pínku pons .
Mér var bent á svo skemmtilega frétt á http://hestafrettir.is/ að mér bara varð orða vant og svo fór að ískra í manni einsog smá stelpu hehehehe.........Meiri pí....uskrækirnir í manni á gamals aldri .

Hér er fréttin:http://hestafrettir.is/Frettir/3716/
Takk fyrir hlýleg orð í minn garð Danni og skemmtilegt að vita að einhver hefur gaman af bloggbullinu í mér .
Og til lukku með nýja útlitið á þinni síðu,fersk og skemmtileg síða.

Ég vil líka nota tækifærið og þakka þeim sem kíkja hér inn fyrir öll commentin(líka þið sem ekki commentið:) og gaman að vita að stór hópur fólks skuli geta hist hér og "spjallað" saman á vinsamlegum og skemmtilegum nótum.

Þangað til næst elskurnar mínar,farið varlega og haldið ykkur innan dyra á meðan mestu veðulætin ganga yfir.

Ps.Var að gera link fyrir Hrók hér uppi.Hann er undir stóðhestar.
Ég vil fá smá comment á þá vinnu.......Bæði + og -.

07.02.2008 00:41

Kátína,Klökk og Týr tekin undan


Kátína,Týr og Klökk.

Það var stuð í gær þegar að allt stóðið kom heim í hesthús og ég ein að reyna að ná 3 folöldum undan mæðrum sínum.
Ekki nema brot af hrossunum komust inní hesthúsið en ég var svo heppin að folöldin sem ég vildi ná komu öll inn í rólegheitum og var þetta minna en ekkert mál.

Kátína Röskdóttir-Illingsonar.

Skondin á litinn stelpan .

Kátína,Klökk og Týr voru þau sem fyrst eru tekin undan hér í Ásgarðinum og eru þau öll mjög væn að vexti en stærst er hún Klökk af þeim.

Klökk kunni sko alveg á brynningargæjuna .
Þetta er gríðarlega vænt og myndarlegt folald og vonandi litförótt.

Enn er allt á kafi í snjó og erfitt að koma hestakerru að  heimahesthúsinu til að flytja þessi 3 uppí stóru hesthús.
Hebbi pikkfesti traktorinn með hestakerruna í skafli og varð ég að draga hann upp á Black Beauty sem munaði nú ekki um það:)
Við verðum víst að taka gröfuna eina ferðina enn út og moka þessum skafli frá hesthúsinu svo folöldin komist nú í rétt hesthús.

Ég rak augun í frétt af hvalreka og haldiði ekki að þessi gríðarlega stóra skepna sé ekki í fjörunni okkar .....
http://www.vf.is/frettir/numer/34700/default.aspx
Verð að fara niðureftir á morgun og festa flykkið á mynd og skella hér inn ef hann verður þarna ennþá.
Líklega verður hann dreginn út á sjo og sprengdur upp því annars verður víst ólíft hér af fnyk næstu mánuðina.

05.02.2008 00:21

Salfisk á diskinn minn:)

Hrossin voru hissa í dag þegar að við komum á traktornum með kör af salti handa þeim.Ég ætlaði að salta Síld sem ég á en hætti við þegar að ég leit í karið og sá að það var hellingur af Saltfisk afskurði með.

Von Sleipnir og Freisting að smakka saltið.

Eldri hrossin voru samt fljót að átta sig á því að í karinu var eitthvað sem átti að smakka á.

Vá.....þetta smakkast alveg dýrlega! En fáum við ekki kartöflur og Hamsatólg með???

Ungviðinu þótti körin meira spennandi en innihaldið hehehehe.....

"Passaðu þig Felix"! Hefurðu ekki heyrt kellinguna tala um hve henni þyki gott saltað hrossaket og ekki verra af feitu!
Ætlarðu bara að detta ofaní karið eða.....?
Hugur var alveg að missa sig af æsing yfir körunum .

Það var snusað og potað í þau með litlu snoppunu og var ég hreinlega að gefast upp á því að taka mynd af þeim þegar að þau myndu uppgötva saltið ofaní körunum.

Embla að fá sér smakk....

En loksins tókst henni Emblu Hróks að koma hausnum utanaf karinu og koma því ofaní karið og þá varð hún meira en lítið hissa á innihaldinu.Þetta var ekki einsog venjulegu saltsteinarnir heldur margir,alveg ofsalega margir pínku ponsu steinar!

Eftir mikil rassaköst,slagsmál og hví þá misstu hrossin áhugann á körunum og fóru aftur í rúllurnar sínar.

Ég ætlaði að skella mér á hestbak í dag og gallaði mig upp.EN hætti við þegar að ég kom út,skítkalt og ROK!
Fyrir nokkrum árum hefði ég ekki látið það stoppa mig af.

Dagurinn var því bara eins einfaldur og hægt var,skepnurnar fóðraðar og þrifið hjá þeim og sett sag undir þær:)

Við vorum komin inn óvenju snemma eða um 18:00.

Núna langar mig alveg svakalega í Bollur!!!!
Held ég hendist bara útí búð og kaupi nokkrar:)

Nokkrum tímum síðar...............

Vá"afhverju át ég svona margar bollur??? Púfff.....græðgin í manni alltaf:)

Farin í bælið gott fólk .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 751
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208436
Samtals gestir: 23186
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 14:56:40