Heimasíða Ásgarðs

24.02.2008 23:50

Gestagangur og Hesting farin


Veðjar vel varinn í kuldanum.

Gestagangur í dag einsog alla daga.Við erum ekki beint einmana hér í Ásgarðinum,hátt í 20 manns þessa helgina.
Verst að ég átti ekkert almennilegt með kaffinu OG er að muna það núna að kallinn keypti tvöfalt Vöfflujárn um daginn!Úpppsss....
Hefði getað skellt í það einsog einni soppu!Man það næst eða öllu heldur minnið mig bara á það næst elskurnar mínar .

Melódía nýja hryssan mín hefur það gott og leggur sig í matnum.

Embla Hróksdóttir-Heilladísardóttir dafnar vel.

Rosalega hefur veðrið mikil áhrif á útigangshrossin.
Holdin hreinlega sópast af þeim þegar að rignir og slyddar en svo á aðeins örskömmum tíma þegar að þornar með kólnandi veðri þá hauga þau aftur á sig holdum.Ég hef margtekið eftir þessu.
Tvö hross fóru í dag en það voru þau Hesting vinkona mín og Stormur Tinnu"son".

Stormur og Tinna Rut.

Stormur var leystur út með risastórum Rósavendi með hjarta í og það á sjálfum Konudeginum:)Takk kærlega fyrir Tinna mín,bara rosalega krúttlegt:)

Hesting að bíða eftir Gunna og Krissu.

Hesting hafði engan til að skjótast útí blómabúð fyrir sig þannig að ég fékk bara knús frá henni og nægir það mér alveg:)
Þegar maður er ánægður á maður þá ekki að láta það í ljós.Ég verð að hrósa Gunna og Krissu fyrir það hve allt er lítið mál og þægilegt að hafa samskipti við þau þegar að útflutningi á hrossi kemur.
Það eru orðin nokkur hross sem hafa farið héðan í gengum þau og er ég ánægð með öll samskipti við þau.

Veðrið er búið að vera yndislegt í dag þrátt fyrir að það hafi kyngt niður snjó af og til.Bara allt svo miklu hreinna og fallegra við það en snjórinn má alveg vera bara ef hann fer ekki að blása til og frá um hlaðið og mynda skafla einsog síðast.
Ég er að hugsa um að taka Biskupinn og setja hann í stíu uppí stóðhestahúsi!Átið á einum hesti!Ég sé ekert eftir heyinu ofaní klárinn EN þetta er bara ekki hægt.......
Við vorum búin að finna út hvernig best væri að gefa í hólfin 3 svo að allir væru búnir á svipuðum tíma en það gjörbreyttist við að setja hann Biskup í stærsta hópinn!
Hann er einsog Heyblásari klárinn!Ryksugar allt upp á einni svipann og stillir sér svo upp og mænir á mann saklausum augum til að láta vita að allt sé búið!
Hann er nefnilega þægilegur að einu leyti en hann lætur alltaf vita ef að eitthvað er að í hólfinu sem hann er í.
Ef það er heylaust,vatnslaust,þarf að færa randbeitarþráðinn eða meira að segja ef eitthvað er að hrossi þá stendur hann tímunum saman og mænir á íbúðarhúsið og bíður eftir því að einhver taki eftir honum.Svona getur klárinn staðið alveg endalaust þartil maður aðgætir hvað sé að.Þá verður hann voðalega ræðinn ef það liggur mikið við og þá "muldrar" hann við mann og hnykkir hausnum upp og niður:)Stundum finnst mér klárinn óþægilega vitur og þarf maður að gæta sín á honum.

HALLÓ.......það vantar fleiri rúllur í hólfið"

Hann snýr stundum tamningunni við og temur mig í staðinn fyrir að ég tem hann.Hann lærði að heilsa með framfæti fyrir mörgum árum og núna eftir að hann varð eldri,viturri og reyndari þá notar hann það óspart að ganga að mér og heilsa.....þá á ÉG að gefa honum verðlaun hehehehehehe..........Svona sneri hann dæminu við en vaninn var að ég segði sæll og þá kom fóturinn upp og þá fékk hann verðlaun:)
Ég þakka bara fyrir það að Hrókur bróðir hans er ekki svona "klókur"einsog stóri bróðir hann Biskup.

Skelli hér inn tveimur gömlum myndum af Biskup aðstoðar tamningarhesti.Teknar árið 26-08-04.



Biskup með Hnotu í tvöfaldri gjörð og Jón Steinar í hnakknum.

Það hafa nokkur hross fengið að dingla utaná gamla mínum,þau fara nú ekki langt með hann .

Þartil næst,farið varlega inní næstu vinnuviku .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 597
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296854
Samtals gestir: 34162
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 18:13:54