Heimasíða Ásgarðs

22.02.2008 01:12

Nýja cameran prufukeyrð:)


Súsý stopp eitt augnablik.................

Þá er best að blogga smá með myndum úr nýju camerunni.

Loksins fann ég tíma og einnig kom svo glæsilegt veður með góðri birtu (þýðir ekkert að taka myndir nema í góðri birtu segir Sabine ).
Fyrst notaði ég minni linsuna en var ekki ánægð.Fannst myndirnar vera eitthvað ekki einsog þær áttu að vera!Td voru hausarnir á Buslu og Súsý líkt og þeir væru samanþjappaðir!

Stærri linsan var miklu miklu skemmtilegri að vinna með og eftir að Boggi sagði mér af stillingunni með hlaupakallinum þá fór þetta allt saman að virka betur og hrossin hlupu sem óð um öll hólf!


Kátína og Týr á fleygiferð.

Og samtaka nú.....................

Þartil ég skipti um stillingu auðvitað............trúðir þú þessu hehehehehehe..........nei"alveg satt,mest gaman að setja á hlaupakallinn og dúndra svo puttanum á takkann og þá er vélin einsog hríðskotabyssa og tekur upp viðstöðulaust myndir.
Uppáhalds takkinn minn í framtíðinni .Fótlyftutakkinn!

Enda tók ég nærri 300 myndir í dag en megnið af þeim fóru nú í The Recycle bin.Ekki minn klaufaskapur sko! Birtan hefði mátt vera stöðugri og meiri á köflum.

Doreen kom í dag einsog alla daga og mokaði útúr hesthúsinu og lét folöldin út að viðra sig í leikhólfinu.Hér eftir verður hún kölluð yfirhirðirinn í heimahesthúsinu .
Ég var búin að gleyma því hvað það er gott að fá svona mikla hjálp
..........Takk æðislega fyrir Doreen!

Ég átti að vera að moka upp glerinu eftir að gróðurhúsið sprakk hér um allt hlað en átti voðalega bágt og endaði á því að hlaupa eftir camerunni og "skjóta"nokkrum skotum á folöldin.

Útigangs trippin hreinlega sprautuðust um hagann í dag í góða verðinu.ALLT AÐ VERÐA VITLAUST! Hné hné hné...........

Ég má ekki vera að því að blogga mikið meira í bili,stórar konur eiga að vera sofnaðar .

Er að fara á hestbak á morgun á Hrók og með verður sonur hans sem er að stíga sín fyrstu skref sem reiðhestur.

Endilega skjótið á mig leiðbeiningum með td hvaða stilling er best fyrir hestamyndtökur úti!
Sko á mannamáli en ekki proffamáli sem ég sveitavargurinn skil ekki hehehehe.....

SMÁ VIÐBÓT .......

Smá viðbót til að fá álit sérfræðinganna en það virðist sem Auto stillingin dugi mér ekki hehehehehe......
Lukka frá Höfnum.
Eru þessar myndir af hrossunum í snjó yfirlýstar vegna þess að ég breytti ISO úr 100 og fór uppí 800!??

Hvað er besta ISO fyrir svona snjómyndir???

Ég er ekki sátt við þessar myndir,þær eru ekkert breyttar í tölvunni en stundum laga ég til og skerpi þær í Picasa áður en ég birti þær.

Hætt að leika mér í dag og er að fara að taka til í kofanum,ekki veitir af .........Græjurnar í botn! Over and out.......


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 48
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296305
Samtals gestir: 34092
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 02:17:16