Heimasíða Ásgarðs

13.02.2008 01:33

Folaldasýning hjá Andvara

Við skelltum okkur í bæinn síðastliðinn Laugardag í heldur kuldalegu veðri.

Ætlunin var að ná á útsöluna í Byko en kallinn þurfti nauðsynlega að versla þar Loftpressu fyrir tækin útí bílageymslu.Það kemur fyrir að dekkin á traktorunum og heyvinnuvélunum eru vindlaus þegar að síst skildi.
Hver mínúta er verðmæt þegar að þurrkur er.

Eftir að kallinn var búinn að æða um allt í Byko (og hann týndist ekki og ég ekki heldur:) þá drifum við okkur á Folaldasýninguna hjá Andvara.

Gná Trymbilsdóttir frá Víðihlíð Jarpvindótt.

Þar voru folöld sem við könnuðumst við,hana gná undan Trymbli Rósinkranssyni hennar Stellu.

Silfra frá Víðihlíð,móvindótt.

Við hittum Sillu og Nonna við stíurnar þarsem gersemarnar biðu spenntar eftir að fá að sýna sig í salnum.

Töltmylla frá Útverkum ........þartil Silla leiðréttir mig !

Silla var ekkert að tvínóna við þetta og mætti með 3 folöld og skemmst er frá að segja að Gná Trymbilsdóttir lenti í úrslitum á móti geysilega fallegu folöldum undan Keilir og Orra.

Sérstaklega stungu þau í auga afkvæmin undan Keilir en þau voru gríðarlega hreyfingarfalleg og glæsileg byggingin á þeim.

Eitt vil ég setja útá þessa annars góðu sýningu og það  var að tvö folöld voru yfirleitt sett saman í salinn og sýndust þau ekki eins vel einsog þau sem sett voru ein.

Tvö saman fóru yfirleitt á stökki og skondruðu áfram og fífluðust.Gaman hjá þeim en erfitt að dæma þau.

Þegar að eitt folald var sett í salinn þá fór það um á tilþrifa miklu brokki eða tölti oft með stertinn á lofti og sýndi sig mun betur:)

Við gáfumst reyndar upp vegna kulda áður en sýningin var búin og kallinn bauð mér á Hróa Hött í heita súpu og lambasteik ummmm........nammi namm.

Síðan héldum við heimáleið á flughálli Reykjanesbrautinni!

Ég hef sjaldan séð eins mikla hálku þarna og er skýringin líklega sú að daginn/kvöldið áður var brautin lokuð vegna óveðurs og salt/skafbílarnir hafa ekki haft undan þennan dag.

Rétt þegar að við vorum komin framhjá Vogaafleggjaranum komu 3 lögreglubílar æðandi og einn lagði þvert fyrir okkur og á eftir þeim komu 2 Sjúkrabílar.

Það hafði orðið 3ja bíla árekstur í þrenginu og einn bílinn á hliðinni.

Tek það fram að enginn slasaðist alvarlega í þessum árekstri.

Þarna biðum við með blá blikkandi ljósin í augun í rúma klukkustund og fylgdumst við með því sem fram fór.

Einn bílstjórinn aftar í röðinni missti þolinmæðina og keyrði framúr allri halarófunni og ætlaði að troðast meðfram þarsem sjúkraflutningmennirnir voru að bera slasað fólkið um borð í sjúkrabílana!!!

Við áttum ekki til orð yfir frekjunni í manninum!

Lögreglumennirnir þustu í veg fyrir hann og sneru honum við.

Þetta var rútukálfur sem utaná stóð Þingvellir og var bílstjórinn einn í bílnum.Honum lá ekkert á inní heitum bílnum og gat alveg gefið sjúkraflutningsmönnum frið við að ná fólkinu útúr bílhræjunum í blindhríð sem skall reglulega á.

Reyni að blogga meir á morgun elskurnar mínar:)

Ps.Er við það að verlsa mér Canon EOS 400D myndavél með tveimur linsum 18-55 mm f/3,5-6,5 og 55-200 mm f/4,5-5,6 og batterý grip með.

Ég mun aðalega nota þessa vél við að ná hestamyndum,hvað annað  .

Hér er hún:
http://www.canon.nyherji.is/html/eos-400d.html

Og ALLIR að commenta um það! Líka þeir sem ekki eru vanir,þeir geta bara notað dulnefni .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 281
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 521
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 285513
Samtals gestir: 33384
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 14:22:00