Heimasíða Ásgarðs

24.02.2008 02:31

Litaspöguleringar og enn að æfa mig á cameruna:)


Vænting Hróksdóttir undan Toppu Náttfaradóttur.

Ég er búin að vera bilað dugleg inni í dag.........sko eftir að ég var búin að rölta út með cameruna en hann Páll Imsland kom í dag að "háreyta"hér nokkur hross.

Ég held að hann langi til að eiga sum hrossin hér og ég tók eftir því að hann reytti sérstaklega mikið af henni Rjúpu minni Hróksdóttur og ef hann heldur svona áfram með hana þá tekur það hann ekki nema örfáar heimsóknir í viðbót að klára hana og koma henni heim með sér í nokkrum umslögum hehehehehe..........

Það er alltaf gaman þegar að Palli kemur,þá er nú skrafað og pælt í litum og ættum hrossa fram og tilbage:)

Páll á orðið að ég held 30% í Veðjari.......sko í hársýnum heima hjá sér .

Hitt og þetta kom í ljós,td er það komið á hreint að hann Veðjar kallinn er ekki litföróttur.Því miður en það hefði verið hrein snilld:)

Annað trippi náði Palli að seilast í og tróð hann vænum slurk af hárum í poka til nánari skoðunar þegar að heim kæmi.

Það kom fljótt svar til baka,líklega er trippið litförótt!Gaman fyrir þann sem á það en það er ekki í minni eigu.

Undri frá Hrauni Dímonarsonur.

Palla leist alveg svakalega vel á hann Undra Dímonarson frá Hrauni enda afar sérstakur á litinn og vindhárin á honum öll hvít og það er svo flott að sjá hann svona líkt og hann sé hrímaður á skrokkinn.

Undri laglega liðugur...........

Páll gat sagt mér ýmislegt um cameruna og komið mér niður á jörðina en ég er þannig gerð að ég þarf alltaf að geta allt strax og ekki um annað að ræða en að taka STRAX myndir sem eru ekki síðri en hjá alvöru cameruköllum og konum:) Verð að róa mig aðeins hehehehehe........

Set hér inn eitthvað af myndum frá í dag og kvöld en ég er óspart að æfa mig.Reyndar held ég að þær séu soldið stórar og vilja þær annaðhvort teygjast upp eða út til hliðanna ef ég set þær á desktopið.......?

Heljar Ögrason og Móli Hróksson að fá sér salt.

Askur Stígandasonur (til sölu:)Frekari fyrirspurnir í herbertp@simnet.is

Þið verðið bara að afsaka ef að hrossin eru eitthvað teygð á myndunum,ég er enn að reyna og gefst ekki upp:)
Knús til ykkar allra  !

Smá við bót við þessa færslu.Var að útbúa TIL SÖLU hér fyrir ofan og er að byrja að vinna í því að koma söluhrossum þar inn.
Fyrsta hross þar inn er folald Sem vinkona mín Sabine Sebald á.
Kíkið á hana Stóru Bögu þar .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1287
Gestir í dag: 228
Flettingar í gær: 521
Gestir í gær: 192
Samtals flettingar: 302178
Samtals gestir: 35155
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 23:01:54