Heimasíða Ásgarðs |
||
18.01.2009 21:21Járna og á námskeiðÞetta er nú búið að vera meira ruglið með austurferðina til að ná í trippin mín og annarra. En að öðru,ég tók tvö folöld inn í síðustu viku.Toppa gamla sem er orðin háöldruð var ekki að mjólka nægilega ofaní folaldið sitt og var farin að leggja verulega af. Þau kunna litla siði og vaða bara á mann að vild og ekki er þorandi að binda sum þeirra því þau geta farið sér að voða bundin föst á básnum. Þessvegna bind ég alltaf ungviðið (gúmmíkallinn er frábært tæki til þess:) og kenni þeim góða siði td víkja fyrir manninum í staðinn fyrir að þrykkja manni uppað vegg eða traðka á tánum á manni. Ég er búin að fara tvo spretti á hann Hróksa minn og er ég himinánægð með beislisvinnuna á klárnum! Ég tek bara þá næsta hross og læt járna núna á næstum dögum og skrái mig á námskeið hjá Mána í nýju höllinni okkar en skráning er á morgun eða annað kvöld í Mánahöllinni á milli 20:00 og 21:00. Skrifað af Ransý 14.01.2009 22:48Reiðholtið smalað næstkomandi Laugardag!Enn meiri breyting.Erum hætt við að fara austur vegna fljúgandi hálku,ofankomu og skafrennings. Ég "á" 7 stykki þarna og af þeim eru 3 dömur á þriðja vetur sem sýna manni bara afturendann þegar að maður ætlar að sýna þeim múlinn. Nei sko kelling................Þetta setur þú ekki á minn haus,man alveg hvað skeði síðast. Maður var bara fastur og einhverju ógeði sprautað uppí munninn á manninn! Djö.................hlakkar mig að fá þær dömur aftur á hús.Reyndar fer ein þeirra fljótlega norður til síns heima hún Yrja frá Ægissíðu,Raketta Hróksdóttir fer til nýs eiganda (best að leyfa nýjum eiganda að blogga því sjálfum:) en Snót verðu hér áfram í Ásgarði í frumtamningu/meðhöndlun þartil hún fer undir stóðhest í sumar og flýgur svo fylfull út til Sviss. Þannig að þeir sem eiga hross í Reiðholti geta komið næstkomandi Laugardag klukkan 12:00 á hádegi með kerrur og eða flutningarbíla og sótt sín hross. Stóðinu verður smalað í rétt við Meiritungu og verða þar í fáeina tíma í réttinni en verður svo smalað til baka. Bóndinn í Reiðholti byrjaði að gefa út um áramótin og er því mánuðurinn kominn uppí 5000- með heygjöf. Sumar/haust gjaldið var 2000-á mánuði. Verum dugleg að rífa upp veskin og borga kalli svo við getum fengið að koma aftur að vori með hross til hans Skrifað af Ransý 13.01.2009 23:59Deidrie Ann Pierce where are you??Árið 2006 seldi ég tvö folöld henni Deidrie Pierce og átti ég að hugsa um folöldin hennar tvö þartil um vorið en þau átti að flytja þá út til Ameríku. Allt gekk einsog smurt,folöldin bæði staðgreidd,öll pappíra vinna unnin samviskusamlega og gott betur, því miður (kem að því seinna). Deidrie borgaði samviskusamlega fyrir folana hér þartil síðastliðið vor þá var einsog hún gufaði bara upp!!! Ég sit uppi með 2 fola ógelta og það er alveg sama hvað ég geri,sendi netpóst og eins hef ég haft samband við Utanríkisráðuneytið sem gaf mér samband út í Sendiráðið þar en þá er það eina sem ég má vita um Deidrie er heimilisfang en ekki sími! Ég gerði þau reginmistök að setja þá á hennar nafn í Veraldarfeng sem þýðir það að ég get ekkert gert. Ég má ekki selja þá eða gefa,eða hætta að hugsa um þá.Auðvitað hætti ég ekki að hugsa um þá greyin,ekki geta þeir gert að því hvernig málum er háttað. Enda yndisleg grey og ekkert vesen á þeim þrátt fyrir kúlurnar. Ég skelli þessu bloggi hér inn af einni ástæðu og það er sú von mín að Deidrie lesi þetta blogg og láti mig vita hvað hún vill gera í stöðunni þ.e.a.s ef hún er á lífi! Þið sem þetta lesið getið lært það af mínum mistökum að færa ALDREI hross af ykkar nafni yfir á útlendinga fyrren hrossið er farið úr landi!!! Heljar,Pálmi and we here in Ásgarði are wondering if you are ok and a live! Please contact me and let me know what you like to do with your 2 stallions here. Your horses are healthy and fine,still waiting for his owner to export them to there new home.If you don´t want to keep them please hand them over to me so I can give/sell them away before next spring. ransy66@gmail.com Deidrie A Pierce 77 Letchworth Ave Columbus, OH 43204-1924 Linkurinn sem þetta fannst á: [tinyurl.com] Því miður er ekkert símanúmer þarna enda er það ekki opið (leyninúmer?). Ef þú hringir í International Directory assistance þá gætirðu kannski fengið það uppgefið, þar sem þú hringir frá öðru landi. Gætir allavegana reynt það ef þú þarft símanúmer. Vonandi virkar þetta ![]() Með því að birta þessa færslu og auglýsa eftir henni á veraldafengnum þá er ég búin að sýna framá að ég er að leita að henni.Þannig geri ég stöðu mína betri er mér sagt af fróðari mönnum. Úti í Þýskalandi er það þannig að ef þú er með hross í umsjón annars aðila og greiðir honum fyrir umhirðu alla og fórðun og ef þú stendur ekki í skilum með greiðslur þá getur hinn sami sem hirðir um hrossið auglýst á td veraldarvefnum eða í blöðum eftir eigandanum og ef hann kemur ekki fram þá má umsjónaraðilinn með hrossinu selja það fyrir áföllnum kostnaði eftir 3 mánuði þ.e.a.s ef eigandi gefur sig ekki fram og borgar. Svona þyrfti þetta að vera hér á Íslandi líka!En það virðast engin lög vera til sem ég gæti stutt mig við í þessu máli ![]() Skrifað af Ransý 10.01.2009 17:15Vænting heimsótt í Víðidalinn
Nú gerði ég ykkur alveg orðlaus með þessu textalausa bloggi gott fólk! Merin má nú alveg losna við nokkur aukakíló enda hefur aldrei verið lagt hart að henni í reið og hún fengið hálf slitrótta tamningu og notið þess að éta bara og éta á sig gat. Skrifað af Ransý 08.01.2009 01:20Útflutningur og MánahöllinJæja þá eru síðustu seldu hrossin farin í bæinn til Gunna og Krissu og bíða þar eftir flugi. Ég er orðin rosalega þreytt á þessu hálvitalega vetrarveðri með rigningu endalaust og myrkri. Gras er farið að spretta og útigangurinn fer úr heyinu að krafsa eftir rótum og nasli líkt og vor sé komið. Svo geisa kuldar útí Evrópu með frosti allt að 30 stigum td í þýsklandi hjá vinkonu minni henni Írisi! Það væri frábært að reyna að jafna þessu eitthvað út,þá fengjum við kannski smá snjó svona til að lýsa upp skammdegið og kulda með stillum og góðu útreiðaveðri. Ég opnaði upphitaða hesthúsið um daginn fyrir útigangshryssurnar og folöldin til að reyna að þurrka þau aðeins. Það var ekki að virka skal ég segja ykkur því vatnsveðrið er alveg gríðarlegt. En samt er nú alltaf gaman að fá þau inn og kíkja yfir þau og skoða
Hópur af fólki hefur unnið þarna sleitulaust um helgar og langt framá kvöld í fleiri vikur og mánuði og allir lagst á eitt með að gera þetta myndarlega. Enda stendur maður bara á öndinni þegar að inn er komið í herlegheitin,frábær aðstaða til ýmiskonar vinnu með hross hvort sem er að temja eða bara þjálfa. Enn er samt eftir að klára það sem viðkemur okkur mannfólkinu en það er bara alltílagi.Róm var ekki byggð á einum degi og þessum frábæra áfanga er núna náð að hægt er að fara inn með hross og vinna undir þaki í öllum veðrum. Risastórt klapp á bakið á ykkur öllum sem gerðu það að veruleika að koma Höllinni í það horf sem hún er í dag!!! Skrifað af Ransý 02.01.2009 21:32ÁramótaheitinNúmer 1-2 og 3 er að kaupa íslenskar vörur og styrkja þarmeð við bakið á okkur sjálfum á nýju ári. Við erum hætt að mestu að versla innflutt fóður í skepnurnar okkar og nú eru allir komnir á íslenskt ræktað Bygg. Kanínurnar eru algerlega komnar á Bygg frá vini mínum Svan í Dalsmynni http://www.123.is/dalsmynni/page/14689/ ásamt smávegis af heyi svona til að þær hafi eitthvað að gera sér til dundurs en hey nota þær ekki bara sem fóður heldur leika þær sér líka að því! Íslensku Landnámshænurnar eru líka á Byggi og svo fer allur afgangsmatur í þær aukreitis og svo fá þær einnig allskonar gómsæti frá bakaranum. Ekki er ég heldur undanskilin en þegar að ég fer í höfuðborgina þá kem ég EKKI til með að styrkja sjoppur með innfluttu fóðri í menn heldur fer ég beint á http://nings.is/ og versla þar alíslenskan hollan skyndibita sem er unnin úr íslensku lífrænt ræktuðu byggi frá Eymundi bónda í Vallanesi. Þannig að nú er ég búin að setja þetta á netið fyrir framan almenning og ekki aftur snúið og ef ég mun klikka í einhverri bæjarferðinni og þið munið sjá mig inná einhverri búllunni að gúffa í mig innfluttri óhollustu vinsamlegast pikkið í mig hehehehehe.................. Dúddamía!Nú sný ég mér við í hvert skipti sem ég er úti að borða og fæ allan matinn í hnakkann! Hvaða áramótheit gafstu þér? Skrifað af Ransý 31.12.2008 01:30Gleðilegt nýtt ár og þökkum liðið
James Bóas Faulkner tamingarmaðurinn hans og þjálfari kíkti svo í gær og brá sér á bak honum svona til að sýna breytinguna á klárnum. Svei mér þá ef að það er ekki kominn heim nýr og sáttari Hrókur! Allt annað að sjá klárinn en aðalvandræðin voru hve hvekktur hann var í beisli en allt er þetta á góðri leið með að vera gleymt og grafið það sem skeði í frumtamningunni. Ég bjóst nú við að fá klárinn góðann til baka en ekki svona góðann! Núna þarf ekki að setja sérstök mél uppí hann,nánast hægt að nota hvað sem er Viljinn er allt annar og núna þorir hann og getur hugsað áfram en það var voðalega mikið vandamál að fá hann til að hætta að hugsa um tunguna sem var á flótta uppí kok af og til og núna horfir klárinn fram en ekki uppí loft! Gleðin skín af honum í reið hvort sem er frá húsi eða heim Takk æðislega James fyrir að koma til baka með nýjan hest handa mér Og takk fyrir allt hrósið um klárinn og frábæra tamningu og umhirðu Nú er bara að drífa sig í Mosfellsveitina og sækja hnakkinn úr viðgerð til Helgu Skowronski og fara að ríða út af alefli þegar að veður leyfir. Gleðilegt Nýtt ár elskurnar mínar og takk kærlega fyrir allt gamalt og gott á því gamla. Skrifað af Ransý 24.12.2008 15:45GLEÐILEG JÓL
Skrifað af Ransý 20.12.2008 21:59Hrókur að koma heim og hestakúnstirHér er allt í rólegheitunum,kallinn búinn að vera inni lasinn í heila viku og ég séð um öll verk úti á meðan. Skrifað af Ransý 17.12.2008 15:03Jólabakstur og snjór:)Ég og dóttirin tókum okkur til um daginn og bökuðum nokkrar sortir svona til að fá smá jólafíling í sálina. Nú er snjór yfir öllu og allt miklu bjartara þrátt fyrir skammdegið og finnst mér altaf miklu skemmtilegra að fara út og gefa útiganginum í snjó en þegar að snjólaust er í haganum þeirra. Allt er svo miklu hreinna og fallegra. Farin út að gefa blessuðum skepnunum. Hafið það gott þartil næst elskurnar mínar. Skrifað af Ransý 14.12.2008 20:04Nýtt netfang/new e-mail adress!!
Skrifað af Ransý 14.12.2008 00:28Kalt en stillt veður
Annars er ekkert yndislegra en að vera vel klæddur í kuldanum innanum stóðið og heyra hvernig marrar í snjónum undan fótunum á mönnum og skepnum. Eitt hrossið enn var að seljast og nú var það hún Vænting Hróksdóttir en hún fer til Ameríku. Þetta kom nokkuð óvænt upp en það droppaði hér inn ein amerísk dama og þó Vænting hafi ekki verið á sölulistanum þá endaði þetta svona. Vona að hryssan verði okkur til sóma í það hlutverk sem henni er ætlað og efast ég ekki um það. Þæg hross og geðgóð er það sem stærsti hluti markaðarins biður um,ekki verra ef það er líka með flottan lit. Annars er lítið að frétta,jú allar kindur eru búnar að fá gott í kroppinn og sumar báðum megin Eða gott báðum megin segja þeir sumir/ar en hrússi gaf sér lítinn tíma til að éta á meðan kindurnar röðuðu sér á garðann í ilmandi tugguna hehehehehe.............. Skrifað af Ransý 10.12.2008 16:12First prize mares (pregnant:) for sale!
Hún er fylfull við Glotta frá Sveinatungu. Möguleiki er að kaupa helminginn í hryssunni eða alla. Very beautiful 1.prize breeding mare for sale. Her father is Þokki from Garði. Her riding abilities is 8.40 and total 8.35 In foal by from Glotta from Sveinatungu. It is possible to buy half share. Glæsileg brún 1. verðlauna alhliða hryssa til sölu undan Andvara frá Ey. Er með 8.34 fyrir hæfileika og 8.09 aðaleinkunn. Hún er fylfull við Ægi frá Litla landi. Möguleiki er að kaupa helminginn í hryssunni eða alla. Very beautiful 1.prize breeding mare for sale. Her father is Andvari from Ey. Her riding abilities is 8.34 and total 8.09 In foal by from Ægi from Litla landi. It is possible to buy half share. Skrifað af Ransý 07.12.2008 22:41Fengitíminn hafinn í Ásgarðinum
Hann þurfti nú að hafa svolítið fyrir þessu fyrst strákurinn því það var biðröð eftir þjónustu hans og kindurnar slógust um athyglina. Dóra var langflottust og varð hún þess aðnjótandi að svipta hann drengdómnum,næst var hún Karen kind,næst 26 gamla og þá varð hann aðeins að fá að pústa á meðan ég tók þær frá. Þær hegðuðu sér einsog konur á kjólaútsölu! Hringhyrna fékk svo gott í kroppinn og var tekin frá en þá var hún Forysta ein eftir og hún var sko vitlaus! Stillti sér svo voðalega fínt með afturendann útí horn og dillaði dindlinum með vonarblik í augum! Hún vissi ekki hvað hún var að biðja um enda aldrei fyrr verið við hrút kennd Við urðum að gefa þeim hey og smá fóðurbæti í stall svo hún sneri nú rétt og hrússi gæti nú komið lambi í hana. Þetta gekk ekki alveg jafnvel og með hinar,hrússi orðinn hálfþreyttur og Forysta alveg skelfilega háfætt! En það gekk (að ég tel:) og Flankasonur fékk að hitta allar dömurnar fimm og þá varð nú veisla skal ég segja ykkur! Á morgun fær hinn helmingurinn af kindunum hrút en þá verður búið að lemba 10 ær skulum við ætla og er það flott tala. Nú svo erum við með 4 ungar dömur sem ætla að hugsa bara um að stækka áður en þær fá hrút. Skrifað af Ransý 04.12.2008 22:42Bubbi byggir í Ásgarði:)Jæja elskurnar mínar.Eruð þið ekki orðin "svöng" í hestablogg Þetta er nú ekki besti árstíminn til að fara út með cameru og taka myndir. Djö..........var nú kalt! Puttarnir voru næstum dottnir af mér! Hrossinn eru öll komin á fulla gjöf.Við byrjuðum að hára í þau þann 16 Nóvember en þá fengu þau eina rúllu útrúllaða svo allir kæmust vel að heyinu. Ég hef mikið gaman af því að fylgjast með hegðun þeirra í heyinu,sum hafa nóg pláss í kringum sig og passa vel uppá sína tuggu á meðan aðrir standa þétt saman og deila henni með sér. Þau eldri eru yfirleitt síðust að eða þau sem hafa ekki alveg kjarkinn í lagi. Þá er um að gera að hafa gott bil á milli rúllanna og stoppa aðeins og fylgjast með. Hér á hlaðinu eru fullt af Bubba Byggjum þessa dagana! Hebbi byggir,Óskar Byggir og Addi Byggir hamast sem mest þeir mega við að klára frágang við Verkstæðið sem nú er orðið fokhelt og farið að nýtast við allskonar verkefni einsog að svíða sviðin og gera við tól og tæki hér á bæ. Haltur dregur blindann Stóra Grafan er komin í lag en þær báðar biluðu um daginn. Óskar Byggir var nú ekki lengi að laga hana og sækja hina litlu sem nú kúrir inní hlýjunni í verkstæðinu og bíður viðgerðar. Allir Bubbarnir eru nefnilega á fullu að laga til í kringum verkstæðið.Gera aðkomuna snyrtilega og útbúa flott plan. Það eru komin útiljós! Vei.........og þau nýtast mér vel við hesthúsið á veturnar í myrkrinu. Bubbarnir eru líka búnir að grafa fyrir nýrri lögn fyrir vatnið niður eftir til hestanna í vetrarhaganum. Sú gamla var orðin léleg og gott að vita af nýrri lögn. Nú svo er verið að henda á fullu allskonar drasli sem enginn hefur not af. Gaman gaman...................... Hrossin halda áfram að seljast og í dag seldist eitt af trippunum hans Vals vinar okkar sem kennir sín hross við Víðihlíð. Hér er síðan sem ég er að klambra saman fyrir hann í rólegheitum. Kvitta takk fyrir í gestabókina elskurnar mínar
Skrifað af Ransý |
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is