Heimasíða Ásgarðs

18.01.2009 21:21

Járna og á námskeið

Þetta er nú búið að vera meira ruglið með austurferðina til að ná í trippin mín og annarra.
Bóndinn sagðist verða heima báða dagana þannig að ég lét hestabílstjórann ráða hvort hann færi austur á Laugardegi eða Sunnudegi og hann valdi Laugardaginn.
Þegar að Laugardagsmorguninn rann upp þá mundi bóndinn að hann var á leið í jarðaför þennan dag.
Hestaflutningarbílstjórinn var við það að leggja af stað en ég náði að stoppa hann af á síðustu stundu.
Á Sunnudeginum var hann að flytja hross fyrir aðra þannig að ég verð bara að bíða eftir næstu helgi til að sækja trippin.

En að öðru,ég tók tvö folöld inn í síðustu viku.Toppa gamla sem er orðin háöldruð var ekki að mjólka nægilega ofaní folaldið sitt og var farin að leggja verulega af.

Drottning og Snót saman.

Þá var ekkert um annað að ræða en að kippa Askdótturinni henni Drottningu undan og inní hesthús með öðru folaldi.
Ég er búin að vera að frumvinna þær og kenna þeim það sem er öllum hrossum nauðsynlegt en það er að vera bundin stillt á bás.
Núna þakkar maður fyrir að vera með bása við að vinna ungviðið.
Ég hef undanfarin ár verið að fá hross sem eru alin uppí stíum til mín og það er ekkert smá óþægilegt að eiga við þau sum.

Þau kunna litla siði og vaða bara á mann að vild og ekki er þorandi að binda sum þeirra því þau geta farið sér að voða bundin föst á básnum.

Þessvegna bind ég alltaf ungviðið (gúmmíkallinn er frábært tæki til þess:) og kenni þeim góða siði td víkja fyrir manninum í staðinn fyrir að þrykkja manni uppað vegg eða traðka á tánum á manni.

Hrókur og Snót í dag.

Ég er búin að fara tvo spretti á hann Hróksa minn og er ég himinánægð með beislisvinnuna á klárnum!
Það er einsog klárinn hafi ALDREI átt við vandamál að stríða í munni! Og hægt að nota venjuleg mél uppí hann án þess að hann verði vitlaus og hristi hausinn og maldi í móinn.
En hann er reyndar aðeins múkkaður og er hann kominn í smá hvíld vegna þess.
Hann á bágt með að beita sér á yfirferðartöltinu og fann ég þegar að ég ætlaði að þrykkja honum áfram á því á heimleiðinni þá stakk hann aðeins við á öðrum framfætinum.

Ég tek bara þá næsta hross og læt járna núna á næstum dögum og skrái mig á námskeið hjá Mána í nýju höllinni okkar en skráning er á morgun eða annað kvöld í Mánahöllinni á milli 20:00 og 21:00.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 405
Gestir í dag: 94
Flettingar í gær: 521
Gestir í gær: 192
Samtals flettingar: 301296
Samtals gestir: 35021
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 06:22:35