Heimasíða Ásgarðs

08.01.2009 01:20

Útflutningur og Mánahöllin

Jæja þá eru síðustu seldu hrossin farin í bæinn til Gunna og Krissu og bíða þar eftir flugi.
Kannski ekki alveg síðustu seldu hrossin hér á bæ því enn er verið að spyrja um hross þó að það hafi aðeins dregið úr fyrirspurnum enda spilar þar inní hátíðirnar að undanförnu.


Snæugla
fer til þýskalands.



Dúfa
 frá Ásgarði fer til Sviss.


Hávi
 er að fara til Hollands.

Ég er orðin rosalega þreytt á þessu hálvitalega vetrarveðri með rigningu endalaust og myrkri.

Gras er farið að spretta og útigangurinn fer úr heyinu að krafsa eftir rótum og nasli líkt og vor sé komið.

Svo geisa kuldar útí Evrópu með frosti allt að 30 stigum td í þýsklandi hjá vinkonu minni henni Írisi!

Það væri frábært að reyna að jafna þessu eitthvað út,þá fengjum við kannski smá snjó svona til að lýsa upp skammdegið og kulda með stillum og góðu útreiðaveðri.

Ég opnaði upphitaða hesthúsið um daginn fyrir útigangshryssurnar og folöldin til að reyna að þurrka þau aðeins.

Það var ekki að virka skal ég segja ykkur því vatnsveðrið er alveg gríðarlegt.

En samt er nú alltaf gaman að fá þau inn og kíkja yfir þau og skoða emoticon .


Rjúpa Hróksdóttir alveg gegnvot.

Himinglæva frá Ásgarði For sale!

Mánahöllin.
Síðastliðinn Laugardag var nýja stórglæsilega Mánaöllin okkar opnuð og verð ég að hrósa öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn og gerðu það með miklum myndarskap í formi vinnuframlaga/peningaframlaga og bæði til að koma Höllinni á koppinn.

Hópur af fólki hefur unnið þarna sleitulaust um helgar og langt framá kvöld í fleiri vikur og mánuði og allir lagst á eitt með að gera þetta myndarlega.

Enda stendur maður bara á öndinni þegar að inn er komið í herlegheitin,frábær aðstaða til ýmiskonar vinnu með hross hvort sem er að temja eða bara þjálfa.

Eygló og Merkúr að prófa méllausa beislið í höllinni emoticon .

Enn er samt eftir að klára það sem viðkemur okkur mannfólkinu en það er bara alltílagi.Róm var ekki byggð á einum degi og þessum frábæra áfanga er núna náð að hægt er að fara inn með hross og vinna undir þaki í öllum veðrum.

Risastórt klapp á bakið á ykkur öllum sem gerðu það að veruleika að koma Höllinni í það horf sem hún er í dag!!!
emoticon 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 694
Gestir í dag: 87
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296951
Samtals gestir: 34172
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 21:28:10