Heimasíða Ásgarðs

02.11.2006 01:12

Norðurland-Austurland og Borgarfjörður

Við fórum vinkonurnar norður í land að mynda hross fyrir fólkið á Háleggstöðum.Sabine er að gera vefsíðu fyrir þau og eru þarna margir og skemmtilegir litir í stóðinu þeirra.Það var snjór yfir öllu og allt svo hvítt og hreint yfir að líta.Þetta var heilmikil en skemmtileg vinna.Verst var að Sabine var aftur komin með hálsbólgu og skemmdi það svolítið fyrir þó að hún hafi nú ekki verið að kvarta stelpan enda hörkukvendi og lét engann bilbug á sér finna.Ferðalagið tók þrjá daga og það munaði ekki miklu að við yrðum bara fyrir norðan vegna snjókomunnar sem var heilmikil og tafðist rútan sem átti að sækja okkur í Varmahlíð um hálftíma eða meir vegna þess að bílstjórinn þurfti að setja undir keðjurnar sem svo slitnuðu í látunum og stórskemmdu rútuna! En heim komumst við og náðum að "hvíla" okkur í einn dag hér heima og vinna aðeins upp það sem Hebbi minn hafði ekki ráðið við einn áður en við stungum hann aftur af en það var ferðinni heitið austur fyrir fjall.

Fyrst fórum við í Ægisíðuna og þar tók mamma hennar Sokkudísar hennar Sabine á móti okkur.Hún er svo yndisleg og sæt meri þrátt fyrir að vera alveg ótamin.Þarna voru fullt af flottum folöldum,Hróksafkvæmi sem voru voðalega falleg og flottar hreyfingar í þeim! Prins Oturssonar afkvæmin voru líka falleg en þar hafði Prins vinninginn framfyrir Hrók en Prins gefur afskaplega mikið af skjóttum folöldum.Hinsvegar að hinum ólöstuðum þá voru Hróksafkvæmin yfirleitt með fallegri hreyfingar og afskaplega stilltu þau sér flott upp!

Held að þetta sé strákur,er þó ekki viss en hann er ansi stór og stæðilegur þessi.Þessi sama meri kom með alveg eins folald í fyrra undan Hrók,svona risastórt og myndarlegt en þetta folald hreyfir sig mun betur en það frá í fyrra.

Móna og Félagi Barrasonur frá Fellskoti.Þessi er með kúlunum og á að sjá til með hann,spennó!

Við gistum hjá frábæru fólki á Selfossi og var mikið gaman að kynnast henni Mónu sem er þýsk en hefur búið hér á landi í ein fimm ár og er nánast orðinn Íslendingur .Hún fór með okkur á nokkra bæi að mynda en hún á þessa líka fínu cameru,svipaða vél og Sabine er með! Allstaðar var tekið vel á móti okkur en á einum bænum gafst ég upp vegna þess að ég er með eitthvað sem heitir hælspori (bein sem vex útúr hælbeininu) og beið ég í fjárhúsi á einum bænum og fylgdist með þegar að var verið að flokka lömbin á Sláturbílinn.Eftir það var ég drifin inní kaffi og kræsingar á bænum hjá fólki sem ég hvorki þekki né þekkir mig! Þetta var alveg ekta íslenskt sveitaheimili,konan búin að baka sjálf heilmikið og virkilega búmannslegt um að litast hjá þeim.Hvenær kemur að því að ég get orðið svona "ekta"bóndakona með svuntu,sveitt yfir vöfflujárninu og rjóð í kinnum .

Mér tókst nú reyndar að stórskemma (eyðileggja) cameruna mína í leiðangrinum fyrir austan en í einhverju óðagoti í skítakulda þá missi ég cameruna á steinsteypta stétt og hún fór alveg í klessu! Ég reyndi að notast við þá nýju sem er nú reyndar fín í að mynda smáhluti einsog blóm og pöddur og vídeóið á henni er bara nokkuð gott.En ég var ekki alveg að fíla mig með hana enda kann ég ekkert að stilla hana blessaða og ætti ég bara að reyna að selja hana einhverjum sem hefur meira vit á svona myndavél.Einhverjum sem hefur áhuga á að mynda td. pöddur á hægri ferð hehehehehehe.

EN það eru góðar fréttir að myndavélinni sem ég missti,þeir hjá Elkó ætla einfaldlega að láta mig hafa glænýja cameru í staðinn fyrir hina sem var dæmd ónýt en ég hafði sem betur fer tryggt hana til 3ja ára ef eitthvað skildi nú koma fyrir hana! Ég fæ reyndar ekki alveg sömu tegund en sambærilega vél og er ég hin ánægðasta með þetta allt saman.

Ferðin í Hvalfjörðinn var alveg með ólíkindum!Það gekk vel uppeftir en við fórum ég,Magga og Sabine á Fagra-Blakk með hestakerruna aftaní og var ætlunin að sækja tvo skjótta gæðinga fyrir hana Möggu en þeir voru nú ekki alveg á þeim buxunum að verða við ósk okkar um að koma með okkur,annar var vant við látinn lengst lengst í burtu að belgja sig út og ekki viðlit að ætla að reyna að ná honum enda birtan að hverfa.Hinn þáði gott úr hendi og lét það duga og vildi ekki meiri samskipti af okkur tvífætlingunm,í múlinn skildi hann sko ekki.Á endanum tókum við gamla þæga reiðskólameri og eitt þriggja vetra trippi leiðitamt með henni og settum á kerruna.Þá var bara að leggja í hann og fannst mér nú ekki vera vit í öðru en að hafa Fagra-Blakk í fjórhjóladrifinu að göngunum vegna hættu á hálku en hjá Verksmiðjunni þá kom brothljóð og högg undir honum og þegar að ég steig út þá flæddi olían undan honum af millikassanum! Sem betur fer þá var hægt að keyra hann aftur til baka og beint inná gryfjuna hjá Sveini í Katanesi sem var snöggur að finna útúr þessum vandræðum okkar kvennanna.Hann var að sníða til bót fyrir millikassan svo við gætum minnsta kosti komið hrossunum í bæinn og bílnum heim en hvað þá????? Fer ekki rafmagnið af öllum Hvalfirðinum! Við drifum okkur bara í hús og sló Sveinn bara upp veislu fyrir okkur og drukkum við ískalda mjólk og ruddum í okkur brauði og allskyns kökum.Þarna biðum við þrjár með Sveini í heila tvo tíma við kertaljós og voðalega rómó,vona bara að Sveinn bíði þess bætur eftir þetta ævintýri að sitja uppi með okkur í myrkrinu svona einhleypur á besta aldri! Held nú bara að hann hafi haft lúmskt gaman af þessu brölti öllu saman hehehehe.Ég hringdi í hann Hebba minn og kom hann á svipuðum tíma og rafmagnið en þá var Sveinn búinn að hita kaffi og gefa okkur Koníak og Opal snafs til að skerpa aðeins á okkur .Enda veitti okkur ekki af eftir allt þetta ævintýri.

23.10.2006 01:07

Góðar móttökur og fótlyftudagur!

Í gær fórum við á Grænuhól og heimsóttum Gunnar og Krissu. Þar var frábærlega vel tekið á móti okkur. Krissa fór með okkur stelpurnar í safaríferð og sáum við ca. 200 hestastóð. Sabine og Íris náðu frábærlegum myndum. Við fengum líka að sjá stóðhestana á bænum og voru þeir ekkert slor! Eftir kaffi og kökur var farið í hesthúsið þeirra og sáum við væntanlegar kynbótabombur og eigum við eftir að fylgjast vel með þeim í brautinni í vor.

Síðan fórum við í Reiðholt að skoða hrossin þar og ná myndum af Sóley fyrir Corinnu og fjölskyldu. Það var mjög kalt og sólin að setjast.

Næst fórum við á Ægisíðu III að skoða folöldin hans Hróks. Auðvitað var þarna folald sem við féllum fyrir. Við skýrðum hann/hana Aladdín. Aladdín óð yfir þúfurnar á hágengu yfirferðatölti! Hvað erum við búnar að koma okkur í?  .

Eftir að hafa tekið myndir í ískulda fórum við til Huldu á Hellu og var hún fljót að koma hitta í okkur aftur með capuccino.

Í dag 22.10. fórum við stöllurnar að taka fótlyftumyndir í Ásgarðinum. Það var mjög gaman að sprella í folöldunum og hlupu þau um allt skelfingu lostin .

Okkur fannst Skinfaxa flottust . Að öðrum ólöstuðum .

Gamla rörið mitt hann Biskup var alveg viss um að hann væri líka folald og montaði sig alveg ógurlega!!!!!!

19.10.2006 23:51

Enn verið að ormahreinsa!

EKKERT smá biluð þessi kelling skín úr augunum á Kóngi Hróksyni og Stórstjörnu Brúnblesadóttur! Enda engin furða þegar að maður tekur uppá því að borða heyið frá skepnunum á þessum síðustu og verstu tímum . Það gekk mun betur að koma inn folöldunum í gær en í fyrradag enda fengu þau núna að skoða hesthúshurðina í rólegheitum á meðan að mannfólkið fór að stússa í öðru. Kóngur var næstum því alveg til fyrirmyndar enda "amma" farin að hrósa honum í hástert og mala um að hann væri nú alveg einsog öll hin Hróksbörnin.Það var og............Maður á aldrei að hrósa fyrirfram,hvað er maður ekki búinn að brenna sig á því oft?Kóngur hélt nú að hann þyrfti ekki að láta  loka sig einsog smákrakka inná tökubás og mýla sig,þaðan skildi hann sko stinga af og með stæl! Það var hoppað og skoppað og prjónað uppum allt.En við Boggi náðum að mýla gæjann og ekkert múður við okkur Bogga sko!

 

Eina folaldið sem ekki kom inn og stóð útí rétt og hló að okkur var hann Heljar en hann hló ekki lengi þegar að Boggi snaraði sér inní réttina með þetta svakalega flotta net sem við strengdum á milli okkar og eftir smá stund þá var allt loft úr kauða og inn hentist hann.Hann fékk sitt ormalyf sá ormur og allar lappir teknar upp.

Þristdóttirin var alveg einsog (umferða:) ljós og gerði allt sem hún var beðin um enda alveg frosin greyið af hræðslu.Hún tók engann séns á að vera með neina vitleysu eða streð,lét bara gera allt við sig mótþróalaust þessi elska.Og á endanum borðaði hún bara heyið sitt og þarmeð var hún bara tamin . Já"hvert á hún Eygló að senda reikninginn fyrir tamningunni á henni Ragga mín? Hehehehehehehehehe...........

Þór Ögrasonur er minnstur í þessum hópi og alveg einstaklega mikil gunga greyið.Lét öllum illum látum í tökubásnum og þóttist geta sloppið við þetta allt saman.En ekki var það nú svo að hann slyppi við allann pakkann,ormalyf,strokur,settur í gúmmíkarlinn og allar fætur teknar upp.Alveg frábært að handleika folöldin svona og sleppa þeim svo.Það munar alveg svakalega um að vera búin að þessari vinnu því næst þegar að þau koma inn stærri og öflugri þá er nú gott að vita til þess að þau eru vel handleikin og eitthvað búin að læra.

Í dag voru svo stóðtittirnir teknir inn og mýldir og ormahreinsaðir.Þeir voru öllu auðveldari viðfangs.Allir voru spreyjaðir og puntaðir fyrir myndatöku svo þeir gljáðu á skrokkinn.Svo voru þeir settir í nýtt hólf og var ætlunin að þeir sýndu okkur fótlyftur og læti en eitthvað gekk það erfiðlega,líklega höfum við verið búnar að svæfa þá með öllu þessu dútli inní hesthúsi!

Hér er einn góður í lokin frá henni Sigrúnu hehehehehe.........

Fjölskyldan sat við matarborðið á sunnudagskvöldi.


"Pabbi, hvað eru margar gerðir af kvenmannsbrjóstum til ?"

Spurði sonurinn allt í einu.
"Þær eru þrjár, sonur sæll.

Þegar að konan er á þrítugsaldri eru
brjóst hennar eins og melónur, kringlótt og stinn.

Á fertugs- og fimmtugsaldrinum
eru þau eins og perur, enn falleg er farin að lafa svolítið.

Þegar að konan er komin yfir fimmtugt þá má líkja brjóstum hennar við
lauka." "Lauka ?" "

Já, þú horfir og þú grætur !"


Smáþögn.


"Mamma, getur þú sagt mér hve margar tegundir ef tippum eru til"

spurði dótturin.

Mamman brosti, leit á eiginmann sinn og sagði:"

Maðurinn gengur í gegnum þrjú stig.

Þegar að hann er á þrítugsaldri er limur hans eins og
eik, öflugur og harður.

Á fertugs- og á fimmtugsaldri er hann eins
og birki, sveigjanlegur en traustur og þegar að hann er kominn yfir
fimmtugt má líkja honum við jólatré!"
" HA, jólatré ?"
" Já hann þornar hratt upp og kúlurnar eru bara til skrauts

 

 

18.10.2006 00:43

Framhald á ormyfsgjöfinni

Það var sko tekið á gúmmíkarlinum í dag skal ég segja ykkur! Hann Fengur Ögrasonur ætlaði ekki að láta í minni pokann fyrir okkur þessum tvífætlingum sem voru að reyna að troða uppí hann sprautu með bleikum vökva í,ojjjjjjjbjakk! Þetta var nú meira skítapakkið sem þarna var á ferðinni.En ormalyfið fór allt ofaní hann og hann fékk að reyna sig við gúmmíkarlinn og allar fætur teknar upp. Fengur er orðinn stór og sterkur strákur enda er Molda mamma dugleg að mjólka ofaní drenginn sinn.

Iðunn var öllu rólegri og alveg búin á því eftir smá tog og hopp en þá áttaði hún sig á því að best var að vera stillt og góð stelpa.Það var ekkert mál að taka upp allar fætur á henni og ekkert mál að snerta hana alla.Mér líst vel á hana og er hætt að kalla hana Bananahausinn en hún hefur heldur betur lagast og er ekki með eins mikla merarskál einosg þegar að hún fæddist.Hún er líka orðin ansi stór og stæðileg.Íris og Iðunn voru orðnir hinir mestu mátar og lét Iðunn hana kjassa sig og klappa og stóð einsog tamið hross.

Við urðum að játa okkur sigruð á einum fjórum folöldum sem ekki voru á því að láta plata sig inní hesthús en þau fá að bíða með mæðrum sínum í litlu hólfi í nótt og áfram verður haldið á morgun.Þau voru alltof södd og sjálfstæðið orðið mikið og höfðu ekki áhuga á að fylgja mæðrum sínum inní hesthúsið.Þau kölluðu ekki einu sinni í mæður sínar og ekki þær í þau en vonandi hefst þetta á morgun en þau fá ekki strá í nótt að borða og ættu að verða fegin að finna tugguna í stöllunum á morgun.

Það var gestkvæmt í Ásgarðinum í dag en fyrir utan okkur Hebba mig,Sabine og Írisi þá komu Gro og dóttir hennar að sækja Bjössa sem kom með flugi frá Noregi í dag.Þeir náttúrulega gátu spjallað um allt sem viðkemur byssum og veiðibráð en Bjössi hafði verið á Dádýraveiðum í Noregi í heilann mánuð! Boggi og Eygló komu einsog hendi væri veifað til að aðstoða við folöldin og var mikið gaman að stússa í kringum hrossin og spá og spekúlera í væntanlegum "heimsmeisturum"hehehehehehe.......Það má nú pæla er þaggi  .

Eftir alla vinnuna í dag var ekki um annað að ræða en panta tvær 18 tommu ofaní liðið og eftir að við sporðrenndum þeim niður þá var auðvitað lagst í tölvuna og farið yfir myndir dagsins en Sabine og Íris gátu ekki sofið fyrir spenningi og voru komnar út klukkan 8:00 í morgun að taka myndir af hestunum.Þær náðu þessum fínu myndum enda birtuskilyrðin alveg frábær í morgun.Hún Sabine er náttúrulega snillingur á Camerunni og tók maður andköf af að horfa á sumar myndirnar!

16.10.2006 21:03

Þær eru að koma!

 Eftir cirka tvo tíma lenda þær Sabine og Íris og allt á hvolfi í Ásgarðinum! Eldhúsið enn í rúst enda er bóndi minn að gera það fínt og flott,enn flottara en ég bað um .Isssssssss........þetta er sko alltílagi,mig grunar að Sabine og Íris sé alveg sama bara ef þær geta séð hrossin sín hér og stússað í hesthúsunum.Við ætlum nefnilega að temja svolítið litlu pungana,þessa veturgömlu sem enn eru með kúlur.Ekki veitir af að kenna Hjartan og Stóra-Dímon meira um mannskepnuna en að hún komin bara færandi hendi með gott í gogginn.

Ég ætla að taka cameruna með á eftir og smella af gellunum þegar að þær koma þrammandi í gegnum tollinn! Skelli inn hér á eftir .

Þá eru þær komnar gellurnar alla leið frá Þýskalandinu .Ég þorði nú ekki að vera með cameruna á lofti við tollinn því að það var eitthvað lögguvesen þarna og ekki ætlaði ég nú að vera næsta forsíðumynd í DV! Þannig að ég var bara róleg og stillt og heim komumst við klakkalaust og auðvitað var strax brunað niður í hesthús að líta á þær gersemar sem sáust í ljósi inní hesthúsi.Allir trölluðu þeir inn veturgömlu tittirnir að sýna sig og sjá okkur stelpurnar.Á morgun verða miklar myndbirtingar héðan úr Ásgarðinum,því get ég lofað .

14.10.2006 00:22

Púlli geimhundur!

Þetta er hann Púlli minkaveiðihundur með meiru og er líkast því að kauði sé nýkominn frá annari plánetu! Við erum með hann í láni en hann er albróðir hennar Buslu okkar úr sama goti.Þetta er snilldarinnar hundur því hann ekki einungis leitar uppi mink heldur sækir hann í sjó Skarf og kemur með þá að landi fyrir eiganda sinn.Við ætlum að fara á minkaveiðar um helgina ef veður leyfir og förum við þá með Púlla,Töru mömmu hans og Skvettu dóttur Buslu.

Buslufréttir:

Busla er öll að koma til,hætt að finna mikið fyrir verknum í fætinum og farin að veiða Fiskiflugur með mér hérna heima!Hún fer alveg á límingunum þegar að kellingin tekur upp spaðann og slæ ég flugurnar niður til hennar og hún grípur þær og jóðlar þeim uppí sér og hrækir þeim svo út.Sú er montin af þessum veiðum sínum.Annars liggur hún nú bara á teppunum sínum og er að láta sér batna í rólegheitum.Hún fær Pencillín tvisvar á dag og svo er hún á einhverskonar lyfjum frá Hómópata sem eiga að gera henni gott.Það eru allir að leggjast á eitt með að koma tíkinni til hjálpar og meira að segja fólk frá útlöndum er að gera ýmislegt fyrir hana!

Ég var ekkert smá dugleg um daginn,tók til í öllum kanínubúrum sem í eru kanínur og þreif duglega og setti inn nýja hálm hjá öllum.Það er svo gaman að sjá hvað nínurnar verða glaðar að fá inn til sín nýjann hálm,þær þeyta honum um allt búr og skvetta til rassinum einsog beljur að vori:)) Síðan fyllti ég vel af hálmi í allar hestastíurnar og setti svo spænir undir þá líka.Ég nefnilega er komin með 4 hesta inn því að Tangó og Askur voru ekki alveg að geta torgað rúllunni nógu hratt áður en hún fór að skemmast þannig að ég náði í tvö átvögl þeim til aðstoðar við rúllurnar þá Biskup yfirátvagl og Glóa "minn". Samkomulagið er mjög gott útí gerði en fyrst þurfti náttúrulega hann Tangó að kyngreina Biskup og þótti Biskup nóg um hvað hann var marga klukkutíma að átta sig á því að hann væri hestur en ekki hryssa og það hvein og söng í honum gamla mínum hehehehehe.Tangó fannst þetta BARA sniðugt......hann gat látið Biskup syngja hvað eftir annað,bara rétt að snerta hann með snoppunni hehehehehe.Það heyrist hátt í Biskup og halda margir sem hann ekki þekkja að hann sé að ganga frá öðru hestum en sá gamli lyftir ekki löpp eða blakar við öðrum hestum,hann í mesta lagi skellir rassinum í þá og hvín einsog lúður á skipi!

Við erum búin að rústa eldhúsinu og nú skal sko koma því í lag á mettíma! Við byrjuðum í dag að tæta það niður og á morgun á svo að fara að smíða hærri sökkul undir svo að hægt sé að koma fyrir  uppvöskunarvélinni og líka svo það verði vinnalegt fyrir manneskju í venjulegri hæð við borðið.Mikið hlakkar mig til þegar að þetta er búið.

Og svo koma Íris og Sabine á Mánudagskvöldið!!!!!! Ég er að gera herbergið þeirra rosalega flott og næs svo þær njóti sín vel hér og komi aftur og aftur:))

10.10.2006 00:48

Fyrsta ormahreinsun

Sælt verið fólkið,ég er á lífi elskurnar mínar .Ég verð að vera duglegari að blogga því ég fæ orðið símhringingar og tölvupóst ef ég blogga ekki í nokkra daga og allir halda að ég hafi slasast eða eitthvað þaðan af verra.

En það sem helst er í fréttum er að hann Hringur kallinn minn elskulegi gekk ekki alveg heill til skógar á sölusýningunni um daginn,hann er múkkaður þessi ræfill og var hans svar við því að sýna ekki sitt besta og spara flottustu taktana sína í brautinni.Ég heimsótti hann í dag og Sigga Matt sem segir að þetta sé allt í rétta átt og hesturinn að lagast.Það er verið að doktora klárinn með öllum bestu ráðum og allt að gera sig .Hann fær reglulegar heimsóknir frá spenntu fólki sem er að spá og spekúlera í honum.Ég varð nú pínulítið montin þegar að einn af þjálfurum hans sagðist vera við það að versla hann sjálfur.Mér skilst að hesturinn seljist núna á allra næstu dögum,nú ef ekki þá kemur hann bara heim litli Englabossinn hennar "mömmu" sinnar í smá dekur fyrir átök vetrarins og hver veit nema að kellan skelli sér á honum í Kvennatöltið hjá Mána í vor!

Það er engin smá fótlyfta þarna á ferðinni! bara yfir vinkilinn .Nú er bara að krossleggja fingur og vona að hún Vænting frá Ásgarði sýni þessa sömu takta þegar að því kemur að hún verði reiðhross.Við Eygló tókum okkur til um daginn og ormahreinsuðum folöld úr tveimur hólfum af þremur og þvílíkur munur að vera ekki einn að þessu einsog ég hef verið í flest skiptin.Ég var ekki ánægð með hana Von hennar Röggu en það er fósturfolaldið hennar Heilladísar sem missti mömmu sína þegar að hún var cirka mánðargömul eða svo.Von var farin að líta út einsog hún væri ormaveik og ég var voðalega svekkt vegna þessa.Ég sem er svo samviksusöm að ormahreinsa öll hross reglulega og alltaf allar hryssur á vorin áður en þær kasta! Ég spurði dýralækni út í þetta og þá kom hið sanna í ljós og er maður alltaf að læra meira og meira í sambandi við hrossin.Þannig er að þrátt fyrir að Von hafi haldið áfram að fá mjólk úr Heilladís og hennar eigið folald hún Sif blæs út og blómstrar og er ekki ormaleg að sjá þá hefði Von þurft að fá mjólk úr sinni eigin móður í minnst 3 mánuði til að mótefnin gegn ormum frá móður virki almennilega! Semsagt Sif Heilladísardóttir nýtir vel mótefnin úr móðumjólkinni en Von getur það ekki því hún er ekki dóttir hennar Heilladísar!

Pálmi frá Höfnum var ormahreinsaður og bundinn í gúmmíkarlinn og var hann duglegur sá stutti að taka á kallinum hehehe.Hann lærði heilmikið um það hvernig er að vera bundinn og þurfa að sætta sig við það.

Ekki slapp hún Frigg frá Ásgarði við að fá ormalyf heldur og sú var dugleg á gúmmíkarlinum!Rosalega er þetta mikilvægt tæki þessi gúmmíkarl,hann sparar manni mikið vesen og óþarfa uppákomur við það þegar að hross taka sig til og slíta sig laus af manni þegar að þeim hentar.Og auðvitað voru allar lappir teknar upp og voru folöldin orðin svo þæg og góð eftir allar þessar kúnstir hjá okkur Eygló eftir daginn.

Við tókum okkur til um daginn og slátruðum þremur af heimalningunum.Hrússarnir voru ansi þungir og fínir,vógu 17 kg annar þeirra og hinn 17.5 kg.Nú er staðan þannig hjá okkur að við ætlum að vera með kindur og prófa okkur áfram með þetta og fáum við góða aðstoð frá vinkonu minni henni Valgerði sem er fjármálaráðfrúin mín .Það verða settar á 3 gibbur og einn hrússi hann Flanki frá Flankastöðum.Hann er svo mikil kótiletta að það er ekki fyndið!Ýkt langur og ætlar hann að framleiða falleg kótilettulömb með extra langan hrygg hehehehe.

Buslufréttir:

Busla er búin að fara tvisvar sinnum í geislana sína og er komin aftur á Pencillín því það er sýking í beininu og kannski ekki furða þó að hún hafi verið að kveinka sér og ekki viljað nota fótinn sinn.Svo er hún á Kalktöflum til að flýta fyrir beinmyndum og vinna geng beineyðingunni sem hefur orðið hjá henni.Hún stendur sig einsog hetja hjá XXX og þarf engin róandi lyf svo hægt sé að vinna með hana í öllum þessum tækjum.Hún bara snýr eða liggur kyrr einsog hún er beðin um.Litla hetjan mín er hægt og bítandi að sýna merki um að hún finni ekki eins til og er farin að gera ýmislegt sem ég hef ekki séð hana gera lengi.Sem betur fer þá reynir hún ekki að stíga í fótinn ennþá en það skiptir máli að hún geri það EKKI segir XXX á meðan beinið er að taka sig og ná einhverri festu.Hún er hætt á öllum verkjalyfjum og sefur hún vel og hreyfir sig sem minnst.Ég sá strax mikla breytingu á henni Buslu eftir fyrstu geislameðferðina því hún virtist geta slappað betur af og legið afslappað og sofið rólegar.Áður var hún alltaf að skipta um stellingu og svaf ekki vel.Ég get fylgst svo vel með henni því hún sefur á teppi við svefnherbergisdyrnar og þar getur hún sko sofið alveg endalaust þessi elska.

03.10.2006 23:48

Hringur og Siggi Matt í stuði

Við Hebbi fórum í bæinn í dag að heimsækja Hring og Sigga Matt.Ekki urðum við fyrir vonbrigðum með klárinn okkar sem er allur að blómstra enda enginn viðvaningur með klárinn í klofinu .En fyrst varð hún Eygló litla að fá að prufa hann Hring inná gangi en þegar að átti að taka hana af klárnum þá bara orgaði  sú stutta og fékk að sitja svolítið lengur.Sú ætlar að verða mikil hestakona einosg hún mamma sín Hulda Geirs.Mamma hennar reyndi meira að segja að múta henni af klárnum með sleikjó en það var EKKI að virka þó sleikjóinn freistaði.Eygló litla rétt bara út höndina og sat svo sem fastast með sinn sleikjó á klárnum og slefaði svo af ánægju yfir allan hnakkinn og það síðasta sem ég frétti af honum Sigga Matt var að að hann sæti fastur við hnakkinn sinn í hnakkageymslunni .Eða þannig sko.........kannski orðum aukið hjá mér hehehehe.

Hér ætla ég að sitja sem fastast!

Siggi og Hringur á fljúgandi tölti.Ekkert smá flott sýning sem við fengum og vil ég þakka henni vinkonu minni Huldu Geirs fyrir að koma og mynda klárinn með mér þrátt fyrir óhagstætt myndaveður í meira lagi.Ég bíð spennt eftir myndunum frá henni en ég tók þessa með minni litlu cameru og var bara nokkuð sátt miðað við aðstæður.

Þessi mynd var að berast frá henni Huldu og sýnist mér þetta vera nákvæmlega sama mómentið hjá okkur báðum með camerurnar:)

Og hér er önnur góð frá henni HGG  slef.......veit hvernig Cameru ég kaupi mér næst .

Verð að skella hér inn auglýsingu frá Víðidals-rétt" Hringur verður á þessari sölusýningu og hlakkar mig mikið til að mæta á svæðið og sýna mig og sjá aðra.

Hrossamarkaður í ?Víðidals-rétt?.
Haustið þykir oft hentugur tími fyrir hestakaup. Hrossin eru ennþá í góðu formi og rólegt hjá tamningamönnum eftir annríki sumarsins. Um helgina ætla nokkrir hestamenn á félagssvæði Fáks í Víðidal að efna til hrossamarkaðar. Nánar tiltekið verður hann laugardaginn 7. október.

Klukkan 12 á hádegi verður uppboð á ótömdum og/eða lítið gerðum hrossum. Uppboðið verður í stóru réttinni hjá félagsheimili Fáks í Víðidal.

Klukkan 13 verður síðan sölusýning á tömdum hrossum. Lögð verður áhersla á að bjóða til sölu efnileg og eiguleg hross. Hrossin verða sýnd í brautinni fyrir neðan félagsheimilið.

Nánari upplýsingar um hrossin, með umsögnum, munu birtast í netmiðlunum fljótlega.

Þeir sem standa að þessum markaði eru m.a.

Gummi Baldvins,
Robbi Pet,
Siggi Matt,
Tommi Ragg,
Og Viðar Ingólfs.

Huggulegar kaffiveitingar verða í félagsheimilinu meðan á markaðnum stendur.
 
 
Ps. Ég var að setja inn bestu myndirnar af honum Hring frá í gær á Dýragallerýið mitt.Döööö..................er maður smá stoltur af stráknum sínum  roðn!

http://www.dyrarikid.is/gallery/AlbumSkoda.aspx?A=5973





30.09.2006 00:04

Best að byrja bara aftur gott fólk.........allt sem ég var búin að pikka eyddist út arg.......

Einhver vildi sjá allann kroppinn á nýju merinni minni henni Von en hér er gellan komin upp fyrir veg en þar vorum við hjónin að girða land um daginn sem við eigum en höfum ekki notað hingað til.Það veitti ekki af að bæta því landi við enda með afbrigðum gaman að rækta hross .Ég fékk þær upplýsingar með henni Von að hún sé slysafang og fæddist hún um haust árið sem hitasóttin banvæna geisaði hér um landið.Hún slapp vel enda hugsuðu fyrrum eigendur hennar vel um folaldið og móðurina.Von er undan Streng frá Einholti sem er undan Kolfinni frá Kjarnholtum.Samkvæmt dómi Strengs á merin að geta tölt en brokkið þá að vera síðra.En hún brokkar vel en á bágt með að tölta en þá vill hún skella sér í hliðar saman hliðar .Hér er dómur Strengs:

Sköpulag

Höfuð 8.5
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 8
Samræmi 8
Fótagerð 8
Réttleiki 6.5
Hófar 8
Prúðleiki 8.5
Sköpulag

7.94

Kostir

Tölt 8
Brokk 7
Skeið 8
Stökk 8.5
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8
Fet 6
Hæfileikar

7.97

Hægt tölt 7.5

Aðaleinkunn 7.96

Ég er ekki allskostar sátt við Hrafnagerið sem birtist hérna um daginn og er að byrja að kroppa í okkar fínu flottu rúllustæðu.Ekki nóg með það þá bauð sér einn í mat hér en hann át heilt læri af Gæs sem að hann Hebbi minn skaut fyrir mig og hann var svo lunkinn við að gera þetta þarsem gæsin hékk á snúrustaurnum.Ég fæ kallinn minn yfirleitt til að ná 1-2 Gæsum handa mér í kistuna í staðinn fyrir alla beitina sem þær eru að éta hér upp.Það er algjört lágmark að fá í einsog tvo Sunnudagamata fyrir allt grasið sem þær blessaðar éta hér á haustin.Ein gæs er búin að vera hér í nokkurn tíma en hún er vængbrotin greyið og ætlaði kallinn minn að farga henni um daginn en hún var búin að vera með öndunum okkar í nokkra daga niður við tjörn en viti menn,Gæsin var horfin og einsog jörðin hefði bókstaflega gleypt hana! Við leitum hér um alla haga en fundum hana ekki.En í kvöld þegar að ég fór að huga að hrossunum þá gekk ég framá hana í andatjörninni og var hún hin ánægðasta með Öndunum okkar.

Þessir fallegu kanínuungar verða til sölu eftir cirka 3-4 vikur og eru þeir undan Sauðnesvitalæðu og honum Risa frá Ásgarði en hann vegur einn 5 kíló! Það er von á að þessi kríli verði stóð og stæðileg einsog pabbi gamli .

Buslufréttir:

Busla er búinn að eignast góðan vin sem ætlar að reyna hvað hann getur að hjálpa henni að læknast.Henni bauðst þessi aðstoð óvænt og nú verður allt lagt í sölurnar svo beinið grói saman.Tíkin stígur nefnilega enn ekki í fótinn og finnur til.Við fórum til hans xxx og var tíkin röntgenmynduð og því miður þá er beinið sem var brotið enn ekki gróið.Og því miður þá er þessi seinni stóra aðgerð sem var gerð á tíkinni ekki alveg eins vel heppnuð og maður hélt og vonaði,beinendarnir ná ekki alveg saman en platan og skrúfurnar eru föst og ekkert los á því sem betur fer.Á næstunni verður sett einhverskonar geislar á beinið til að flýta fyrir beinmyndun og verður tíkin líka sett á sérstakt fóður sem á að gera það að verkum að beinvöstur eykst.En tíkin er þolinmóð og fer sér hægt og rólega.Reyndar hreyfir hún sig voðalega lítið,fer lengst niður að hesthúsi með mér einu sinni á dag,hlammar sér þar niður og fylgist með mér labba minn daglega rúnt í hólfin hjá hrossunum.Svo röltir hún þetta í rólegheitum aftur með mér heim þegar að ég er búin að setja aftur rafmagnið á girðingarnar niður í hesthúsi.Hér er þessi elska á sínum feita rassi að bíða eftir kellingunni sinni .

 

26.09.2006 00:51

Myndarleg stæðan í ár!

Ohhhhhhhh.............er stæðan okkar ekki flott! Nú líður minni vel,allar rúllurnar komnar heim í stæðu.En hmmmm........hvað haldiði að kallinn minn geri í dag? Fer hann ekki í morgun að slá meira! En hvað um það,kallinn er í stuði og þá er ekkert við því að gera.Hann hafði lofað að hreinsa af tveimur túnum og við það stendur hann.Þannig að á morgun verður maður eina ferðina enn kominn á traktor að rúlla og pakka .Þetta hlýtur að taka enda ekki satt .

Pálmi frá Höfnum seldur!

Ég gleymdi alveg að blogga um daginn en hún Deidrie verslaði sér annað folald hér en hún keypti hann Pálmar frá Höfnum .Til hamingju Deidrie með hann Pálmar!

Svo erum við að fá nýja tegund fugla í Ásgarðinn (okkur vantar svo mikið af fuglum hehehe) en það eru Kalkúnar á leiðinni hingað.Hann Úlfar Finnbjörns Landliðskokkur er að hafa fuglaskipti við okkur enn hann fékk hér hænur í staðinn.Við kíktum í kaffi til Úlla og VÁ" hvað það var gaman að koma til hans! Svo er fólk að tala um að hér hjá okkur sé dýragarður og spennandi að koma! Hann er með geðveikt flotta tjörn í garðinum hjá sér og er hún full af flottum Koi fiskum.Hann er líka með fallegar kanínur,Holdadúfur og fleira og fleira spennandi! Svo var maður leystur út með þessum flottu kryddjurtum (lifandi í pottum) en það hefur alltaf verið draumur hjá mér að klippa sjálf mitt krydd ofaní mína potta .Fræin sem ég hef keypt hafa ekki ennþá náð því marki að komast ofaní potta til að spíra.Það vantar ekki að ég kaupi og kaupi kryddjurtafræ en fræpokarnir lenda iðulega inní skáp.

Þessa myndarlegu meri var ég að eignast en hún átti að fara í hundafrystikistuna fyrir þá sök að vilja ekki tölta.Ég var svo heppin að eigendur hennar voru alveg til í að leyfa mér að eiga hana á fæti og nota hana sem reiðhross eða til að hengja utaná hana trippadótið sem ég er að fara að frumtemja.Mér skilst að hún Von brokki ágætlega,er þæg frá húsi þó ein sé og hið þægilegasta reiðhross nema að hún leggst í skeiðbinding ef á að reyna við töltið.Frábært að hengja utaná hana því hún teymist svo vel.Hún ætti að passa flott á móti Biskup því þau eru svipuð að stærð og bera þá kellinguna vel og lengi.Ég er bara lukkuleg með nýju hryssuna mína og þakka bara pent fyrir mig .

Ég get bara ekki hætt að dáðst að henni Heilladís frá Galtarnesi.Hún er alveg frábær þegar að hún er að gefa báðum folöldunum í einu og ekki sést það á holdafarinu á henni að hún sé að mjólka tveimur! Það er nú samt stutt í að ég setji rúllu hjá henni en í dag setti ég til hennar hana Pamelu og Pálmar litla sem kom svo seint í þennan heim en hann er fæddur 20 Ágúst.Þessar tvær hefðardömur verða í algjöru dekri og fá sérmeðferð.Hinar breddurnar á bænum fá ekki strax rúllur til sín,enda eru þær ungar og frískar og bara með eitt folald hver,snemmköstuð.

Það var einhver að kvarta um að ég setti ekki inn myndir af folaldinu hennar! En þarsem sú manneskja hefur ekki verið dugleg að bera sólarvörn á vissan nábleikann líkamshluta á HEST folaldinu sínu þá er ég ekki viss um að það birtist myndir af hennar folaldi..........."Jú hehehehehehe,ég tók nokkrar myndir af Kónginum í dag í sólinni .

 

24.09.2006 23:09

Heyið að verða komið heim!

Jæja gott fólk.Nú man ég ekkert hvað ég var að gera undanfarna daga hehehe.Það sem fréttnæmast er finnst mér vera það að við erum að verða búin að keyra öllu heyinu heim.Þökk sé Friðbirni og hans Traktor og stóra heyvagni.Stæðan er alveg fjallmyndarleg og nú er bara á morgun að setja öfluga girðingu umhverfis hana svo ekkert komi nú fyrir.

Þær Sif Hróksdóttir og Von Ögradóttir blása hreinlega út þrátt fyrir að þær séu báðar að drekka úr sömu merinni.Heilladísin mjólkar alveg einsog belja handa þeim tveimur og er hún alveg sátt við fósturdóttur sína hana Von.

Ég var nú meiri kellingin í dag,gleymdi að hafa cameruna á mér og ekkert smá gaman hjá litlu frændsystkinum mínum sem komu að fá að hitta frænku í sveitinni og fara á hestbak.Auðvitað var Biskupinn söðlaður fyrir börnin sem skríktu af gleði og var klárinn burstaður í bak og fyrir áður en hnakkurinn var lagður á.Ég veit"hægann hægann gott fólk..........Biskupinn er alltaf svo góður við börnin þó hann láti einsog kjáni með fullorðna og er hann blessaður erfiðastur í samreið með öðrum hestum.Þið hefðuð átt að sjá litlu stýrin á baki! Fyrst vildi nú frænka ekki sleppa klárnum í réttinni og hafði ég langan taum í klárnum svona fyrstu skrefin.En Biskupinn rölti þetta hring eftir hring og meira að segja fór hann uppá tölt af og til eftir því hvað börnin þorðu.Það endaði með því að 6 manns fóru á bak honum í réttinni í dag en Siggi og Lilja foreldrar krakkanna urðu nú að prófa líka:)) Ég er ekki frá því að Siggi hafi verið farinn að íhuga að selja Mótorfákinn og fá sér grasmótorfák í staðinn hann varð svo hrifinn af klárnum.Deidrie fór líka nokkra hringi en hún hefur ekki farið á hestbak síðan hún lenti í einhverjum leiðindum á klár útí og varð hún víst hálfskelkuð eftir það.Með henni Deidrie voru tveir kanar og drifu þeir sig líka á bak og var ekki laust við þeir væru að smitast af hinni ógurlegu hestabakteríu sem herjar á svo margan manninn:)) Ég er semsagt búin að fyrirgefa honum Biskup mínum lætin í smalinu um daginn,hann er svo indæll í svona dúlluvinnu með krökkum og frábær í tamningar með folöldin og trippin.

20.09.2006 23:49

Hringur í bæinn og Busla að hressast.

Þá er hann Hringur farinn til Sigga Matt og verður gaman að fá að vita hvernig hann kemur út þar en ég ætla að kíkja á þá næsta Föstudag.Það virðist vera alveg brjálað að gera í sölu á hestum,nógu voru margir að prófa og skoða þegar að við komum þangað í gær.Kannski að klárinn finni nýjann eiganda þar,nú ef ekki þá á ég þarna hinn þægilegasta reiðhest,smalahest og skammlausann keppnishest á góðum degi:) Ekki slæm blanda í einum hesti.

Ég átti alveg að segja frá því helsta sem skeði í smalinu en það sem er minnistæðast er FJALLIÐ sem við þurftum að labba yfir! Kræstur hvað það dunaði hjartslátturinn í höfðinu á mér og blóðbragðið í munninum.....dúdda mía! Alltaf þegar að ég labba þarna upp (farið þetta tvisvar hehehe) þá spyr ég sjálfa mig "afhverju í ósköpunum át ég ekki gúrkur og grænmeti eingöngu frá síðasta smali og þessu? Allt er þetta svo gleymt þegar að upp er komið og maður er búinn að dæsa og hvæsa úr sér mesta móðnum hehehehe.EN ég er búin að panta skíðalyftu þarna upp fyrir næsta smal og verð ég bara einsog prinsessa....upp,upp,upp með Biskup brjál í taumi .

Annað er mér afar minnistætt og það eru þessi skærgulu vesti sem löðuðu að manni Hunangsflugur í öllum stærðum og gerðum.Þeim mun stærri sem þær voru þeim mun hraðar reyndi maður að ríða en ein elti mig hálfann Hamradalinn og á endanum þá trylltist ég alveg og stökk af hestinum og tætti af mér vestið með látum! Helv......flugan var á leiðinni uppí mig! Eygló stóð þarna í hláturskasti og fannst þetta bara fyndið.Hún var nú svo almennileg að taka vestið upp með flugunni á og troða því ofaní hnakktöskuna hjá Bogga en þá tók ekki betra við,flugan ætlaði alveg ofaní kok á Eygló og þá var komið að henni að stíga trylltann dans .Hehehehehehe..........þá fattaði ég afhverju þessar heavy ógeðslegur flugur voru alltaf framaní okkur,við vorum báðar að drekka sama drykkinn alveg dísætann sem þær voru svona hrifnar af.Þær (flugurnar)hafa séð okkur sem risastór gul blóm með himneskri Baileys lykt af og haldið að þarna fengju þær sko nóg af hunangi hehehehe.

Svana afmælis"barn",Inga,Jóna og Sæja í heita pottinum í blöðruleik!

Eftir að ég stakk af úr smalinu þá einsog ég var búin að blogga um fórum við í 60 ára afmælið hennar Svönu systur hans Hebba.Þar var nú aldeilis stuð á öllum og var farið í ratleik og var hann Óskar mágur alltaf jafn fundvís á næstu vísbendingar.Þær byrjuðu allar á "farið inn og fáið ykkur einn sjúss"og svo átti að gera eitthvað sniðugt syngja,dansa eða semja ljóð.Það var mikið skrafað og skemmtilegt að njóta samvista við þennan samheldna systkinahóp .

Skelli hér inn skemmtilegum myndum úr afmælinu:))

Dabba treysti sér ekki úti pottinn til hinna systranna enda aldrei að vita hverju þær taka upp hehehehe.Best að vera undir hlýrri sæng og sötra sinn kalda bjór:))

Inga gella OFFELY DRUNK! Eða þannig sko hehehehehehehe.Hún lemur mig!

Auðvitað var svo Brunch að hætti systranna,ekkert smá góð brauðin sem Inga bakaði!

Í dag erum við Hebbi búin að vea óvenjulega dugleg,drifum okkur útí góða veðrið að halda áfram að girða fyrir ofanveg.Við vorum búin að setja niður hornstaurana og styrktarstaurana um daginn þegar að við fengum gröfuna hans Tryggva lánaða og í dag rúlluðum við út vír og settum einangrana á og strekktum hana upp.Það varð smá töf auðvitað en hinir og þessir voru að stoppa okkur og þegar að Hebbi þurfti að sinna sprungnu dekki þá fór ég bara í að girða smá hólf af fyrir Freistinu og Rjúpu sem eru nánast búnar með sína beit.Ég setti líka út Tangó og Ask útí leikhólfið þeirra og þar bitu þeir gras þartil Tangó var orðinn saddur en þá þurfti hann endilega að taka eftir því að hross voru þarna einhverstaðar niðurfrá og þetta skildu sko vera merarnar hans! Hann æddi með girðingunni og hneggjaði og hneggjaði en enginn svaraði honum greyinu.Ég dreif mig bara í að setja þá inn svo Tangó fari nú ekki að missa hold af merarspenningi hehehe.Lömbin fengu líka að dandalast útí góða veðrinu í dag og voru þau hin ánægðustu.Hebba er búið að takast að gera þau að brauðrollum og þarf maður bara að opna hurðina og kalla í þau þá streyma þau inn og fá brauðmola að launum.Bara hið besta mál .

17.09.2006 23:04

Lúin og búin eftir smal.

Þá er smalinu þetta árið lokið.Við fengum frábært veður,eiginlega alltof gott veður.Ég er svo þreytt núna að ég ætla bara að pikka smá og fara svo að sofa gott fólk.Ég nefnilega sofnaði ekki fyrren 3:30 aðfaranótt Laugardagsins og vaknaði svo hálftíma á undan klukkunni 5:30 en ég var svo spennt að fara að smala . Ég var komin í hnakkinn klukkan 9:00 og stígin af baki klukkan 16:00 en þá kom Hebbi og sótti mig og brunuðum við austur fyrir fjall í segstugsafmælið hennar Svönu systir Hebba.Auðvitað var maður með aðeins í annari tánni í smalinu og ekkert stopp varð á því fyrir austan en systurnar voru með vel af veigum í veislunni og þegar að klukkan var orðin 1:00 um nóttina þá var mín orðin ansi framlág og þreytt.Þetta var heljarinnar matarveisla einsog þær gerast bestar hjá systrunum,hvað annað .

Ég ætla að setja inn myndir af mér (efst:) á Biskup og "mínum" smölum sem voru Boggi og Eygló.

Boggi á Hervöru og teymir Biskupinn minn.

Eygló á Hring mínum og teymir Vindu sína.Hringur stóð sig einsog hetja í smalinu.Ekki feilpúst hjá honum,Biskup mætti taka hann til fyrirmyndar:)

Ég setti inn nýtt myndaalbúm af smalinu í Grindavíkinni.Endilega kíkið á þær.Ein er nú svo flott af "litla"dekurbossanum mínum honum Biskup en ég stoppði í miðju fjalli til að ná andanum og tók þá eina mynd af honum.Reyndar er ég þarna nýbúin að detta af honum eða öllu heldur henda mér af honum en ég þrumaði honum upp fjallið bæði til að tappa af honum loftinu og látunum en þá altíeinu þegar að hann var kominn þónokkuð hátt upp þá snerist honum hugur í snarbrattanum og ætlaði kauði að snúa við og dúndra sér niður aftur með mig og þarsem ég er með afbrigðum lofthrædd þá lét ég mig fjúka af honum áður en hann náði að steypa sér niður brattann með mig á bakinu! Eina sem ég hugsaði um þegar að ég féll var að missa ekki tauminn!!!! Sem betur fer þá meiddi ég mig ekkert að ráði,pínu marin á herðablaði ekkert sem grær áður en ég gifti mig.

Biskupinn vel sveittur í miðri fjallshlíðinni og annað eins eftir að klífa upp!

15.09.2006 00:33

Hross þjálfuð fyrir smal.

Þá fer að líða að smalinu í Grindavíkinni.Við Hebbi keyrðum Biskup inná Mánagrund í fyrradag og þar var hann járnaður upp.Í gær fórum við Eygló svo niður í Reiðhöll með Biskupinn og Vindu mömmu Dímon Glampasonar sem er hjá mér í merum.Biskupinn er orðinn svo frekur og leiðinlegur í beisli að ég átti bara ekki til orð yfir framkomu hans við mig í gær! Hann reif af mér tauminn einsog hann hefði eytt öllu sumrinu í Reiðskóla.Djö.......var ég fúl útí hann arrrrggg.En þarsem ég er ekki smákrakki sem lætur rífa af mér tauminn þá varð ég að gera eitthvað í málunum og í kvöld þá batt ég hnút á tauminn og nelgdi svo klárinn niður í hornunum í Reiðhöllinni (með hóinu sem hann á að þekkja) og þegar að hann reif tauminn af mér með hnútnum á þá gat hann ekki rifið mig uppúr hnakknum með (ég er nú ekkert smá flykki:) heldur setti ég bara hendurnar fast ofaní makkann á honum og þá var hann bara farinn að rífast að mestu við sjálfan sig hehehehehe.Þetta virkaði svona vel að í reiðtúrnum sem við fórum í myrkrinu í kvöld þá var hann miklu betri en í gær (lentum líka í myrkri í gær:) Hann var allt annar og sáttari við að knapinn væri að stjórna honum en ekki hann knapanum.

Biskupinn við uppáhalds iðju sína BORÐA:))))

Ég prófaði hann Hring minn og er hann þægur og rólegur reiðhestur.Hann þarf reyndar ákveðinn knapa og þá er hann flottur annars er hann bara venjulegur reiðhestur og ekkert til að snúa sig úr hálsliðnum útaf:))En hjá henni Eygló er hann sko flottur og þvílík yfirferð í klárnum á töltinu! Hún vefur hann alveg uppí þetta keppnislúkk sem ég hrífst svo af.Ég er mikið spennt að vita hvernig hann kemur út hjá honum Sigga Matt en þangað er hann að fara eftir helgina.Þá verða sko báðar Camerurnar teknar með:))

Ég má nú ekki gleyma henni Hervöru keppnishryssunni hjá Bogga og Eygló en ég fékk að fara á hana í gær og þvílíkt skemtilegt reiðhross úfff.........hún fleytti nánast kerlingar áfram með mig á yfirferðartöltinu! Það var einsog hún svifi áfram og snerti ekki jörðina og ekki eitt feilspor þrátt fyrir allt myrkrið í gærkveldi! Svona eiga hross að vera:))

Hervör og Boggi á fleygiferð.

Ég má ekki gleyma að blogga um gærdaginn! Hingað komu fullt af skemmtilegu fólki og þar má nefna Sigrúnu Tangó eiganda og Deidrie en þær smullu saman og gátu blaðrað heil ósköpin öll:)) Enskan hennar Sigrúnar er alveg aðdáunaverð og þagði ég bara hehehe.Sigrún"áttir þú heima í útlöndum einhverntímann???

Ég hitti hressa skvísu inná Mánagrund í kvöld en það er hún Sunna Sigga ofurhestagella.Hún var að ríða út með honum Bogga og sá ég þau af Garðveginum þegar ég brunaði á mínum kagga þar og fannst mér eitthvað skrítið með útlitið á henni Eygló þarna á Vindu sinni?Það var einsog Eygló hefði farið í heiftarlegt fitusog frá því ég hitti hana deginum áður???Hún var öll svo mjónuleg á hrossinu en svo kom hið rétta í ljós þegar að ég stillti mér upp með cameruna og beið eftir þeim.Var ekki Eygló og Eymundur uppá kaffistofunni og upp veginn komu Boggi og Sunna Sigga.Ég smellti myndum af þeim tveimur þrátt fyrir óhagstætt cameruveður.

Hér er hún Sunna Sigga á Vindu og hægt að vinda af henni svitann:) Sunna tjáði mér það að ef ég vissi um einhvern sem langaði til að kaupa keppnishestinn hennar þá væri hann Ástríkur Orrasonur (Orra Þúfu hvað annað:)) til sölu hjá henni.Ástríkur er liðugi hesturinn aftar í blogginu sem er að teygja sig svo snilldarlega eftir Fífli undir gerðið.Virkilega fallegur klár!

 Fæðingarnúmer IS1998184344             
 Nafn Ástríkur
 Uppruni í þgf. Bólstað
 Upprunanúmer 163849  Svæði 84
 Litarnúmer 2500 Brúnn/milli- einlitt
 Litaskýring Brúnn
 Land staðsett IS
 Gelding  Dagsetning 2004-03-09 09:25:09.0
 Afdrif Lifandi  Dánardags.  
 Faðir IS1986186055 - Orri frá Þúfu
 Móðir IS1987284342 - Lipurtá frá Bólstað
 Eigandi IS0307902279 - Sunna Sigríður Guðmundsdóttir       
 Ræktandi IS2101492019 - Halldóra Ólafsdóttir       

1998-12-31

 

12.09.2006 23:55

Fjárkaup og heyi keyrt heim.

Nú er mín gengin af göflunum endanlega! Ég verslaði mér eitt stykki hrút í gær og er það annar perrinn sem er búinn að vera að perrast hérna í gimbrunum mínum síðustu vikurnar,en einsog ein góð vinkona mín segir "enginn er verri þó hann sé perri nema að hann sé óþverri".Nú vona ég bara að þetta eigi við hann Flanka frá Norður-Flankastöðum.

Við hjónin náðum heim tveimur vögum af rúllum í gær eftir að bóndi minn fór í Reykjavíkina til að versla varahlutinn sem vantaði í ámoksturstækin.Við slepptum því um helgina að láta kalla út mann í Véla..... en útkallið átti að kosta 9200 krónur fyrir utan VSK og svo varahluturinn sem kostaði sem betur fer bara 2400 krónur.Auðvitað náðu krakkarnir að gata einar 10 rúllur fyrir okkur um helgina og voru rúllurnar svo illa farnar að ég þurfti að pakka þeim aftur inn .

Ég bíð spennt eftir að fá aftur traktorinn lánaðann hjá vini okkar svo við getum haldið áfram að keyra heim rúllunum áður en fleiri rúllur fara svona.Djö......er þetta dýrt spaug að vera fátækur og geta ekki verslað sér traktor með ámoksturstækjum og rúllugreip.En við erum nú alltaf með augun opin fyrir svona græjum og einn daginn finnum við græjurnar sem passa við budduna okkar:))

Við vorum bara nokkuð dugleg í dag hjónin,gerðum að fiski sem okkur var færður:)) Ég skar hann niður í passlegar pakkningar og þarf því ekki að vera með neitt vesen þegar að kemur að því að elda hann,bara þíða hann og elda:)) Næst var að færa heimalningana útí stóðhestahús og nýja hrússann.Þá eru þau hætt að drulla hér um allt hlaðið.Toppa "skemmtilega"var útí húsi ein í stíu vegna þess hve óþekk hún er en hún brussaðist tvívegis yfir þráðinn og fékk því að dúsa inni í stóru folaldastíunni og var hún ekki par hrifin af því.Það lak af henni svitinn,hún var sko búin að hlaupa fram og tilbaka sú gamla og komið hestlag á kerluna hehehehehe.Við skelltum henni um borð í hestakerruna og beint aftur til Hróks sem varð ekkert smá spenntur að fá "nýja"hryssu til sín.Toppa brást hin versta við og barði hann sundur og saman en hann sem ætlaði að vera svo góður við hana og fylja hana í einum grænum án þess að spyrja hana áður hvort hún væri í hestlátum?Hún svarði honum því að hún hefði nú bara skroppið frá í smátíma og hann væri líklega búinn að fylja hana:))

Næst var brunað með Biskupinn inná Mánagrund en hann er að fara með kellinguna í smalið í Grindavíkinni á næstu helgi.Ég hafði sett hann inn í gærkvöldi til að drulla því mesta úr sér en hann hefur fengið að vera með tittunum í 3 daga og lifað í vellystinum með þeim.Þetta var ekki alveg að ganga upp því kauði blés út einsog loftbelgur og sá ég framá að þurfa að senda hann á Heilsuhælið í Hveragerði ef ég stoppaði ekki þetta át á honum.Hann ásamt Glóa fékk að vera inni í sólarhring og var mikill munur að sjá hestinn en vömbin var mun minni:)) Högni járnaði hann en varð að smíða til skeifu undir hann og gerði það með miklum stjörnustæl en við Eygló héldum á tímabili að það væri komið Gamlárskvöld þegar að Högin var með slípurokkinn að laga til skeifu á Biskup belg.Svo er bara að ríða "út"innan dyra í reiðhöllinni vegna veðurs og hreyfa gæðingana eitthvað svo maður geri nú ekki útaf við þá í smalinu.

Busla og Biskup á sínum yngri árum:))

Buslufréttir:

Busla sýnir hægfarann bata,stígur ekki í fótinn nema spari spari.Þetta var heljarinnar aðgerð sem gerð var á tíkinni og grær allt rétt og vel að manni sýnist.Ég hef ekki sett skerminn á hana vegna skurðarins á ofanverðum framfæti þarsem beinkurl var tekið og fært í afturfótinn en Buslan er svo góð og dugleg að hún snertir ekki saumana í lærinu á sér en sporin eru alls 13 þar.

Ég hef margverið spurð að því afhverju í ósköpunum við lóguðum bara ekki tíkinni.Mitt svar er einfalt,Busla er með afbrigðum geðgóð tík og vinnusöm.Hún er alveg svakalega húsbóndaholl og vill allt fyrir mann gera,hún myndi vaða yfir eld og brennistein fyrir mann! Ég get alveg ómögulega lógað hundi sem er öllum þeim kostum prýdd sem þessi tík er.Ég kem til með að gera allt fyrir hana sem á mínu valdi er sett svo hún eigi gott ævikvöld framundan,ég skulda henni það margfalt fyrir alla vinnuna sem hún hefur lagt á sig fyrir okkur hér í Ásgarðinum.

Mér er alveg sama þó hún eigi ekki eftir að ná mink eða hjálpa mér við hitt og þetta sem hún hefur gert en hún er ágætis smalahundur og frábær að fanga td staka Önd úr hóp eða Aligæs á meðan þær voru hérna.Núna er komið að mér að dekra við þessa dúllu og það mun ég gera þartil yfir líkur.

Busla að láta sér líða vel,algjör dekurdúlla .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 317
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 284
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 502397
Samtals gestir: 55217
Tölur uppfærðar: 7.2.2025 20:54:23