Heimasíða Ásgarðs

12.09.2006 23:55

Fjárkaup og heyi keyrt heim.

Nú er mín gengin af göflunum endanlega! Ég verslaði mér eitt stykki hrút í gær og er það annar perrinn sem er búinn að vera að perrast hérna í gimbrunum mínum síðustu vikurnar,en einsog ein góð vinkona mín segir "enginn er verri þó hann sé perri nema að hann sé óþverri".Nú vona ég bara að þetta eigi við hann Flanka frá Norður-Flankastöðum.

Við hjónin náðum heim tveimur vögum af rúllum í gær eftir að bóndi minn fór í Reykjavíkina til að versla varahlutinn sem vantaði í ámoksturstækin.Við slepptum því um helgina að láta kalla út mann í Véla..... en útkallið átti að kosta 9200 krónur fyrir utan VSK og svo varahluturinn sem kostaði sem betur fer bara 2400 krónur.Auðvitað náðu krakkarnir að gata einar 10 rúllur fyrir okkur um helgina og voru rúllurnar svo illa farnar að ég þurfti að pakka þeim aftur inn .

Ég bíð spennt eftir að fá aftur traktorinn lánaðann hjá vini okkar svo við getum haldið áfram að keyra heim rúllunum áður en fleiri rúllur fara svona.Djö......er þetta dýrt spaug að vera fátækur og geta ekki verslað sér traktor með ámoksturstækjum og rúllugreip.En við erum nú alltaf með augun opin fyrir svona græjum og einn daginn finnum við græjurnar sem passa við budduna okkar:))

Við vorum bara nokkuð dugleg í dag hjónin,gerðum að fiski sem okkur var færður:)) Ég skar hann niður í passlegar pakkningar og þarf því ekki að vera með neitt vesen þegar að kemur að því að elda hann,bara þíða hann og elda:)) Næst var að færa heimalningana útí stóðhestahús og nýja hrússann.Þá eru þau hætt að drulla hér um allt hlaðið.Toppa "skemmtilega"var útí húsi ein í stíu vegna þess hve óþekk hún er en hún brussaðist tvívegis yfir þráðinn og fékk því að dúsa inni í stóru folaldastíunni og var hún ekki par hrifin af því.Það lak af henni svitinn,hún var sko búin að hlaupa fram og tilbaka sú gamla og komið hestlag á kerluna hehehehehe.Við skelltum henni um borð í hestakerruna og beint aftur til Hróks sem varð ekkert smá spenntur að fá "nýja"hryssu til sín.Toppa brást hin versta við og barði hann sundur og saman en hann sem ætlaði að vera svo góður við hana og fylja hana í einum grænum án þess að spyrja hana áður hvort hún væri í hestlátum?Hún svarði honum því að hún hefði nú bara skroppið frá í smátíma og hann væri líklega búinn að fylja hana:))

Næst var brunað með Biskupinn inná Mánagrund en hann er að fara með kellinguna í smalið í Grindavíkinni á næstu helgi.Ég hafði sett hann inn í gærkvöldi til að drulla því mesta úr sér en hann hefur fengið að vera með tittunum í 3 daga og lifað í vellystinum með þeim.Þetta var ekki alveg að ganga upp því kauði blés út einsog loftbelgur og sá ég framá að þurfa að senda hann á Heilsuhælið í Hveragerði ef ég stoppaði ekki þetta át á honum.Hann ásamt Glóa fékk að vera inni í sólarhring og var mikill munur að sjá hestinn en vömbin var mun minni:)) Högni járnaði hann en varð að smíða til skeifu undir hann og gerði það með miklum stjörnustæl en við Eygló héldum á tímabili að það væri komið Gamlárskvöld þegar að Högin var með slípurokkinn að laga til skeifu á Biskup belg.Svo er bara að ríða "út"innan dyra í reiðhöllinni vegna veðurs og hreyfa gæðingana eitthvað svo maður geri nú ekki útaf við þá í smalinu.

Busla og Biskup á sínum yngri árum:))

Buslufréttir:

Busla sýnir hægfarann bata,stígur ekki í fótinn nema spari spari.Þetta var heljarinnar aðgerð sem gerð var á tíkinni og grær allt rétt og vel að manni sýnist.Ég hef ekki sett skerminn á hana vegna skurðarins á ofanverðum framfæti þarsem beinkurl var tekið og fært í afturfótinn en Buslan er svo góð og dugleg að hún snertir ekki saumana í lærinu á sér en sporin eru alls 13 þar.

Ég hef margverið spurð að því afhverju í ósköpunum við lóguðum bara ekki tíkinni.Mitt svar er einfalt,Busla er með afbrigðum geðgóð tík og vinnusöm.Hún er alveg svakalega húsbóndaholl og vill allt fyrir mann gera,hún myndi vaða yfir eld og brennistein fyrir mann! Ég get alveg ómögulega lógað hundi sem er öllum þeim kostum prýdd sem þessi tík er.Ég kem til með að gera allt fyrir hana sem á mínu valdi er sett svo hún eigi gott ævikvöld framundan,ég skulda henni það margfalt fyrir alla vinnuna sem hún hefur lagt á sig fyrir okkur hér í Ásgarðinum.

Mér er alveg sama þó hún eigi ekki eftir að ná mink eða hjálpa mér við hitt og þetta sem hún hefur gert en hún er ágætis smalahundur og frábær að fanga td staka Önd úr hóp eða Aligæs á meðan þær voru hérna.Núna er komið að mér að dekra við þessa dúllu og það mun ég gera þartil yfir líkur.

Busla að láta sér líða vel,algjör dekurdúlla .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 993
Gestir í dag: 202
Flettingar í gær: 521
Gestir í gær: 192
Samtals flettingar: 301884
Samtals gestir: 35129
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 21:02:46