Heimasíða Ásgarðs

30.09.2006 00:04

Best að byrja bara aftur gott fólk.........allt sem ég var búin að pikka eyddist út arg.......

Einhver vildi sjá allann kroppinn á nýju merinni minni henni Von en hér er gellan komin upp fyrir veg en þar vorum við hjónin að girða land um daginn sem við eigum en höfum ekki notað hingað til.Það veitti ekki af að bæta því landi við enda með afbrigðum gaman að rækta hross .Ég fékk þær upplýsingar með henni Von að hún sé slysafang og fæddist hún um haust árið sem hitasóttin banvæna geisaði hér um landið.Hún slapp vel enda hugsuðu fyrrum eigendur hennar vel um folaldið og móðurina.Von er undan Streng frá Einholti sem er undan Kolfinni frá Kjarnholtum.Samkvæmt dómi Strengs á merin að geta tölt en brokkið þá að vera síðra.En hún brokkar vel en á bágt með að tölta en þá vill hún skella sér í hliðar saman hliðar .Hér er dómur Strengs:

Sköpulag

Höfuð 8.5
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 8
Samræmi 8
Fótagerð 8
Réttleiki 6.5
Hófar 8
Prúðleiki 8.5
Sköpulag

7.94

Kostir

Tölt 8
Brokk 7
Skeið 8
Stökk 8.5
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8
Fet 6
Hæfileikar

7.97

Hægt tölt 7.5

Aðaleinkunn 7.96

Ég er ekki allskostar sátt við Hrafnagerið sem birtist hérna um daginn og er að byrja að kroppa í okkar fínu flottu rúllustæðu.Ekki nóg með það þá bauð sér einn í mat hér en hann át heilt læri af Gæs sem að hann Hebbi minn skaut fyrir mig og hann var svo lunkinn við að gera þetta þarsem gæsin hékk á snúrustaurnum.Ég fæ kallinn minn yfirleitt til að ná 1-2 Gæsum handa mér í kistuna í staðinn fyrir alla beitina sem þær eru að éta hér upp.Það er algjört lágmark að fá í einsog tvo Sunnudagamata fyrir allt grasið sem þær blessaðar éta hér á haustin.Ein gæs er búin að vera hér í nokkurn tíma en hún er vængbrotin greyið og ætlaði kallinn minn að farga henni um daginn en hún var búin að vera með öndunum okkar í nokkra daga niður við tjörn en viti menn,Gæsin var horfin og einsog jörðin hefði bókstaflega gleypt hana! Við leitum hér um alla haga en fundum hana ekki.En í kvöld þegar að ég fór að huga að hrossunum þá gekk ég framá hana í andatjörninni og var hún hin ánægðasta með Öndunum okkar.

Þessir fallegu kanínuungar verða til sölu eftir cirka 3-4 vikur og eru þeir undan Sauðnesvitalæðu og honum Risa frá Ásgarði en hann vegur einn 5 kíló! Það er von á að þessi kríli verði stóð og stæðileg einsog pabbi gamli .

Buslufréttir:

Busla er búinn að eignast góðan vin sem ætlar að reyna hvað hann getur að hjálpa henni að læknast.Henni bauðst þessi aðstoð óvænt og nú verður allt lagt í sölurnar svo beinið grói saman.Tíkin stígur nefnilega enn ekki í fótinn og finnur til.Við fórum til hans xxx og var tíkin röntgenmynduð og því miður þá er beinið sem var brotið enn ekki gróið.Og því miður þá er þessi seinni stóra aðgerð sem var gerð á tíkinni ekki alveg eins vel heppnuð og maður hélt og vonaði,beinendarnir ná ekki alveg saman en platan og skrúfurnar eru föst og ekkert los á því sem betur fer.Á næstunni verður sett einhverskonar geislar á beinið til að flýta fyrir beinmyndun og verður tíkin líka sett á sérstakt fóður sem á að gera það að verkum að beinvöstur eykst.En tíkin er þolinmóð og fer sér hægt og rólega.Reyndar hreyfir hún sig voðalega lítið,fer lengst niður að hesthúsi með mér einu sinni á dag,hlammar sér þar niður og fylgist með mér labba minn daglega rúnt í hólfin hjá hrossunum.Svo röltir hún þetta í rólegheitum aftur með mér heim þegar að ég er búin að setja aftur rafmagnið á girðingarnar niður í hesthúsi.Hér er þessi elska á sínum feita rassi að bíða eftir kellingunni sinni .

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 325
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296582
Samtals gestir: 34136
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 08:36:56