Heimasíða Ásgarðs

15.09.2006 00:33

Hross þjálfuð fyrir smal.

Þá fer að líða að smalinu í Grindavíkinni.Við Hebbi keyrðum Biskup inná Mánagrund í fyrradag og þar var hann járnaður upp.Í gær fórum við Eygló svo niður í Reiðhöll með Biskupinn og Vindu mömmu Dímon Glampasonar sem er hjá mér í merum.Biskupinn er orðinn svo frekur og leiðinlegur í beisli að ég átti bara ekki til orð yfir framkomu hans við mig í gær! Hann reif af mér tauminn einsog hann hefði eytt öllu sumrinu í Reiðskóla.Djö.......var ég fúl útí hann arrrrggg.En þarsem ég er ekki smákrakki sem lætur rífa af mér tauminn þá varð ég að gera eitthvað í málunum og í kvöld þá batt ég hnút á tauminn og nelgdi svo klárinn niður í hornunum í Reiðhöllinni (með hóinu sem hann á að þekkja) og þegar að hann reif tauminn af mér með hnútnum á þá gat hann ekki rifið mig uppúr hnakknum með (ég er nú ekkert smá flykki:) heldur setti ég bara hendurnar fast ofaní makkann á honum og þá var hann bara farinn að rífast að mestu við sjálfan sig hehehehehe.Þetta virkaði svona vel að í reiðtúrnum sem við fórum í myrkrinu í kvöld þá var hann miklu betri en í gær (lentum líka í myrkri í gær:) Hann var allt annar og sáttari við að knapinn væri að stjórna honum en ekki hann knapanum.

Biskupinn við uppáhalds iðju sína BORÐA:))))

Ég prófaði hann Hring minn og er hann þægur og rólegur reiðhestur.Hann þarf reyndar ákveðinn knapa og þá er hann flottur annars er hann bara venjulegur reiðhestur og ekkert til að snúa sig úr hálsliðnum útaf:))En hjá henni Eygló er hann sko flottur og þvílík yfirferð í klárnum á töltinu! Hún vefur hann alveg uppí þetta keppnislúkk sem ég hrífst svo af.Ég er mikið spennt að vita hvernig hann kemur út hjá honum Sigga Matt en þangað er hann að fara eftir helgina.Þá verða sko báðar Camerurnar teknar með:))

Ég má nú ekki gleyma henni Hervöru keppnishryssunni hjá Bogga og Eygló en ég fékk að fara á hana í gær og þvílíkt skemtilegt reiðhross úfff.........hún fleytti nánast kerlingar áfram með mig á yfirferðartöltinu! Það var einsog hún svifi áfram og snerti ekki jörðina og ekki eitt feilspor þrátt fyrir allt myrkrið í gærkveldi! Svona eiga hross að vera:))

Hervör og Boggi á fleygiferð.

Ég má ekki gleyma að blogga um gærdaginn! Hingað komu fullt af skemmtilegu fólki og þar má nefna Sigrúnu Tangó eiganda og Deidrie en þær smullu saman og gátu blaðrað heil ósköpin öll:)) Enskan hennar Sigrúnar er alveg aðdáunaverð og þagði ég bara hehehe.Sigrún"áttir þú heima í útlöndum einhverntímann???

Ég hitti hressa skvísu inná Mánagrund í kvöld en það er hún Sunna Sigga ofurhestagella.Hún var að ríða út með honum Bogga og sá ég þau af Garðveginum þegar ég brunaði á mínum kagga þar og fannst mér eitthvað skrítið með útlitið á henni Eygló þarna á Vindu sinni?Það var einsog Eygló hefði farið í heiftarlegt fitusog frá því ég hitti hana deginum áður???Hún var öll svo mjónuleg á hrossinu en svo kom hið rétta í ljós þegar að ég stillti mér upp með cameruna og beið eftir þeim.Var ekki Eygló og Eymundur uppá kaffistofunni og upp veginn komu Boggi og Sunna Sigga.Ég smellti myndum af þeim tveimur þrátt fyrir óhagstætt cameruveður.

Hér er hún Sunna Sigga á Vindu og hægt að vinda af henni svitann:) Sunna tjáði mér það að ef ég vissi um einhvern sem langaði til að kaupa keppnishestinn hennar þá væri hann Ástríkur Orrasonur (Orra Þúfu hvað annað:)) til sölu hjá henni.Ástríkur er liðugi hesturinn aftar í blogginu sem er að teygja sig svo snilldarlega eftir Fífli undir gerðið.Virkilega fallegur klár!

 Fæðingarnúmer IS1998184344             
 Nafn Ástríkur
 Uppruni í þgf. Bólstað
 Upprunanúmer 163849  Svæði 84
 Litarnúmer 2500 Brúnn/milli- einlitt
 Litaskýring Brúnn
 Land staðsett IS
 Gelding  Dagsetning 2004-03-09 09:25:09.0
 Afdrif Lifandi  Dánardags.  
 Faðir IS1986186055 - Orri frá Þúfu
 Móðir IS1987284342 - Lipurtá frá Bólstað
 Eigandi IS0307902279 - Sunna Sigríður Guðmundsdóttir       
 Ræktandi IS2101492019 - Halldóra Ólafsdóttir       

1998-12-31

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 296134
Samtals gestir: 34062
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 05:36:58