Heimasíða Ásgarðs

26.09.2006 00:51

Myndarleg stæðan í ár!

Ohhhhhhhh.............er stæðan okkar ekki flott! Nú líður minni vel,allar rúllurnar komnar heim í stæðu.En hmmmm........hvað haldiði að kallinn minn geri í dag? Fer hann ekki í morgun að slá meira! En hvað um það,kallinn er í stuði og þá er ekkert við því að gera.Hann hafði lofað að hreinsa af tveimur túnum og við það stendur hann.Þannig að á morgun verður maður eina ferðina enn kominn á traktor að rúlla og pakka .Þetta hlýtur að taka enda ekki satt .

Pálmi frá Höfnum seldur!

Ég gleymdi alveg að blogga um daginn en hún Deidrie verslaði sér annað folald hér en hún keypti hann Pálmar frá Höfnum .Til hamingju Deidrie með hann Pálmar!

Svo erum við að fá nýja tegund fugla í Ásgarðinn (okkur vantar svo mikið af fuglum hehehe) en það eru Kalkúnar á leiðinni hingað.Hann Úlfar Finnbjörns Landliðskokkur er að hafa fuglaskipti við okkur enn hann fékk hér hænur í staðinn.Við kíktum í kaffi til Úlla og VÁ" hvað það var gaman að koma til hans! Svo er fólk að tala um að hér hjá okkur sé dýragarður og spennandi að koma! Hann er með geðveikt flotta tjörn í garðinum hjá sér og er hún full af flottum Koi fiskum.Hann er líka með fallegar kanínur,Holdadúfur og fleira og fleira spennandi! Svo var maður leystur út með þessum flottu kryddjurtum (lifandi í pottum) en það hefur alltaf verið draumur hjá mér að klippa sjálf mitt krydd ofaní mína potta .Fræin sem ég hef keypt hafa ekki ennþá náð því marki að komast ofaní potta til að spíra.Það vantar ekki að ég kaupi og kaupi kryddjurtafræ en fræpokarnir lenda iðulega inní skáp.

Þessa myndarlegu meri var ég að eignast en hún átti að fara í hundafrystikistuna fyrir þá sök að vilja ekki tölta.Ég var svo heppin að eigendur hennar voru alveg til í að leyfa mér að eiga hana á fæti og nota hana sem reiðhross eða til að hengja utaná hana trippadótið sem ég er að fara að frumtemja.Mér skilst að hún Von brokki ágætlega,er þæg frá húsi þó ein sé og hið þægilegasta reiðhross nema að hún leggst í skeiðbinding ef á að reyna við töltið.Frábært að hengja utaná hana því hún teymist svo vel.Hún ætti að passa flott á móti Biskup því þau eru svipuð að stærð og bera þá kellinguna vel og lengi.Ég er bara lukkuleg með nýju hryssuna mína og þakka bara pent fyrir mig .

Ég get bara ekki hætt að dáðst að henni Heilladís frá Galtarnesi.Hún er alveg frábær þegar að hún er að gefa báðum folöldunum í einu og ekki sést það á holdafarinu á henni að hún sé að mjólka tveimur! Það er nú samt stutt í að ég setji rúllu hjá henni en í dag setti ég til hennar hana Pamelu og Pálmar litla sem kom svo seint í þennan heim en hann er fæddur 20 Ágúst.Þessar tvær hefðardömur verða í algjöru dekri og fá sérmeðferð.Hinar breddurnar á bænum fá ekki strax rúllur til sín,enda eru þær ungar og frískar og bara með eitt folald hver,snemmköstuð.

Það var einhver að kvarta um að ég setti ekki inn myndir af folaldinu hennar! En þarsem sú manneskja hefur ekki verið dugleg að bera sólarvörn á vissan nábleikann líkamshluta á HEST folaldinu sínu þá er ég ekki viss um að það birtist myndir af hennar folaldi..........."Jú hehehehehehe,ég tók nokkrar myndir af Kónginum í dag í sólinni .

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 62
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 334
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 294556
Samtals gestir: 33800
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 08:56:09