Heimasíða Ásgarðs

20.05.2010 19:10

Tíðindin úr/í sveitinni

Allt fullt að gerast og ég læt ykkur bara bíða!

Nú er kjellan að verða fræg,komin með bloggið sitt á Tíðindin en sú fréttaveita er að koma sterkt inn í netheimum enda alltaf eitthvað nýtt að ske þar.
"Litla" fænda mínum datt þetta í hug að framlengja mér þangað en hann er alveg snillingur í heimasíðugerð og öskufljótur að vinna við tölvur.
Hann hannaði síðuna og líst mér bara þrælvel á hve mikið efni er þar inni og margt skemmtilegt að skoða.

En að sveitastörfunum er það að frétta að ég er orðin ansi mikil Moldvarpa eftir að ég fékk alvöru dótakall með alvöru dótatraktor í garðholuna mína til að tæta þar fyrir mig.


Össssss...............Enginn smá traktor að troðast um í garðholunni minni!

Apparatið sem vann aftaní traktornum er nú kannski ekki hefðbundinn garðtætari heldur miklu öflugra tæki og notað til að gera td reiðvegi og tæta upp vegi.

Enda ef að steinn endaði í apparatinu þá muldist hann niður í duft á svipstundu.

Mín er búin að vera á kafi að pota niður kartöflum og eru þær í öllum regnbogans litum sem komnar eru niður í jörðina en ég er stoltust af að eiga ennþá Blálandsdrottninguna síðan að ég var lítill krakki að setja niður hinar ýmsu matjurtir uppí Skorradal.

Nýtt kanínublogg á leiðinni.........:)

17.05.2010 12:21

Landnámshænuungar til sölu




Nú er allt að verða vitlaust í útungunarvélununum hjá nágrannanum og ungarnir poppa út og allt að gerast.
Ef ykkur vantar spræka íslenska landnámshænu unga þá hringið í grænum hvelli í síma 8957411 og fyrstur kemur fyrstur fær.
Reyndar eru einhverjir fráteknir af elsta hollinu sem bíða eftir eigendum sínum.
Vélarnar hjá okkur eru að unga út allt öðru en íslenskum hænum því nú fer Fasahana uppeldið að hefjast með tilheyrndi skrækjum í mér þegar að ég er að bita niður lifandi mjölorma í þá.............hrollur.........!

En hvaða nýja fuglategund skildi þetta vera hjá kjellunni í Ásgarðinum:)?

Auðvitað er þetta dúfa að baða sig.......lítil friðardúfa:)

Nýtt kanínublogg á nínusíðunni!

14.05.2010 18:35

Góðir og slæmir dagar

Þessi vika sem er að líða er svo sannarlega búin að vera viðburðarrík.

Krissan mín og Busla

Á Mæðradaginn fékk ég hringingu frá einkadótturinni sem bannaði mömmu sinni að elda því hún var á leiðinni að hertaka eldhúsið en það er eitthvað sem henni leiðist nú ekki að gera.


É hélt bara áfram hin rólegasta í útiverkunum og þegar að heim kom þá blasti við dýrindis humarforréttur,flottur kjötréttur í aðalrétt og Banasplitt af bestu gerð í eftirrétt.
Auðvitað fékk mamman líka blómvönd og sætt kort frá dóttlunni sinni:)

Takk æðislega Krissa mín,eitthvað hef ég gert rétt í uppeldinum:):):)

Næsti dagur var ekki alveg svona yndislegur.

Ég dreif mig til tannlæknis en þetta átti að vera síðasti tíminn í bili og bara ein tönn sem gera átti við og svo frí í eitt ár.

Ég skelli mér hress og kát í stólinn fæ deyfisprautuna einsog vanalega en eitthvað fór lyfið vitlausa leið því eftir einhvern tíma þá fölnaði mín upp og fór að svima og kúgast með tilheyrandi leiðindum:(

Ég varð svo rosalega veik að ég vissi hvorki í þennan heim né annan og eftir að búið var að kalla í Hebba niður á tannlæknastofu þá var ákveðið að hringja á sjúkrabíl.

Ég man ekki mikið en þó svona gloppu hér og þar.

Td man ég það vel og skammaðist mín mikið að ég skildi ekki muna hvað ég væri gömul!

Eina talan sem kom upp í hugann var 23 en ég þorði ekki að segja það því að það gat eiginlega ekki passað.

Það var alveg sama þó ég væri spurð aftur (man ekki hvar eða hvenær) aftur kom upp talan 23 en engin önnur tala kom uppí hugann.

En ég gat sagt alla kennitöluna mína var mér sagt (man ekki eftir því) en ég man að ég gat sagt fæðingardag og ár.

Á tímabili hætti ég að anda og mér var alveg sama og fann engin óþægindi heldur bara yfirþyrmandi þreytu.

Eftir að sett var upp nál með vökva,súrefni og einhverju sprautað í mig í sjúkrabílnum auk annars lyfs sem tók ælutilfinninguna í burtu þá fór allt að skýrast hægt og rólega í kringum mig og ég fór að átta mig á fólki sem var í kringum mig og gat farið að hreyfa höfuðið án þess að mig svimaði eins.

Mér var sagt seinna um kvöldið að í deyfilyfinu sem ég fékk hjá tannsa hafi verið Adrenalín og það hafi óvart farið beint inní æð og/eða í taug sem að gefur þau skilaboð að láta mann falla í yfirlið.

Það sem kom fyrir er víst afar sjaldgæft og heitir "play dead" og er svipað og kemur fyrir fólk/dýr sem verða fyrir miklu áfalli og detta stjörf niður.

Ég er ekkert hrædd við að fara aftur til tannlæknisins míns enda frábær maður og gerir vel við.

Er búin að fara niður á tannlæknastofu með gjafakörfu frá Kaffitár í þakklætisskyni fyrir alla hjálpina þennan glataða dag.

Vona að ég sé ekki búin að hræða ykkur svo að þið þorið ekki til tannsa hehehehehe................:)

Þetta er afar sjaldgæft að komi fyrir er mér sagt og afskaplega vond tilfinning að ráða ekki lengur við líkama sinn eða aðstæður.

Farin út að slá blettinn og anda að mér vorilminum:)


07.05.2010 03:29

Tittasprikl......!


Váli Hróksson í vetrarlopanum sínum og Borgfjörð Aðalssonur tískuklipptur.

Ég er farin að ganga með veggjum af ótta við allar skammirnar sem ég er farin að fá eftir langa pásu frá blogginu.
Össss.........Ekki gott að fara svona með ykkur elskurnar mínar.

En hér koma örfréttir úr Ásgarðinum:)

Tittirnir fjórir sem eru uppí stóðhestahúsi fengu að fara í leikhólfið um daginn og sprettu svo úr spori að jörðin skalf.

Nú þarsem þetta gekk svona glimrandi vel með aðstoð Bogga og Eyglóar sem stóðu á sitthvorri hliðinni og ég á þriðju hliðinni   með prik og lömdum í vírinn til að láta þá vita af girðingunni þá ákvað ég að leyfa þeim að vera í réttinni yfir nótt þessum elskum.

Mér var ekki skemmt næsta morgun þegar að ég vaknaði standandi útá gólfi með hárið í allar áttir eftir að hafa verið vakin upp með háværu hneggi!

Helv.......djö......andsk.......!

Skjónusonur var búinn að brjóta sér leið í gegnum tvö hlið og var kominn öskrandi vitlaus útá veg og gerði ítrekaðar tilraunir til að komast aftur í stóðið til mömmu fyrir neðan veg.

Ef ég hef verið nærri því að ná í hólk og freta á hross þá var það í þetta skipti.

Hann var einsog sápustykki í ólgusjó að eiga við og þurftum við að beita öllum brögðum til að ná honum aftur innfyrir girðinguna en mamma hans var notuð sem beita í verkið.

Loksins tókst að tjónka við hann og búið er að gera meiri og betri ráðstafanir til að koma í veg fyrir svona uppákomur í framtíðinni.

Annars er allt gott héðan að frétta,ég er einsog grár köttur í fjárhúsum nágrannanna að fylgjast með sauðburði og fæ aldrei nóg af því að taka þátt svona óbeint í öllu umstanginu í kringum féð.

Það er næsta víst að ég verð með fleiri óléttur næsta vor að huga að og það er ágætt.

Ég er greinilega ekki búin að fá nóg en þetta er skemmtilegur tími og gaman að sjá ungviðið koma í heiminn:)

Sendi öllu fjárbændum mínar bestu óskir og óska ykkur öllum velfarnaðar í sauðburðinum sem stendur núna sem hæst á landinu.

24.04.2010 22:47

Sauðburði senn að ljúka/lokið:)

Gleðilegt sumar öllsömul.

Forysta með lambadrottningarnar sínar.

Þær hafa fengið nöfnin Unnur og Krissa í höfuðið á aðstoðardömunum sem voru hér heila nótt að aðstða mig í sauðburðinum.

Ég er búin að vera meira og minna útí fjárhúsum að sitja yfir kindunum mínum sem eru að bera þessa dagana/næturnar og ég tek þessu svo alvarlega öllu saman að það mætti ætla að þær væru 900 en ekki 9:)

6 eru bornar og eru allar tvílembdar og staðan er þessi að það eru 3 hrússar og 9 gimbrar.

Næst bar Hermína tveimur gimbrum.

Enn sem komið er lifa allir og ég krossa bara putta og vona að það gangi jafnvel hjá þessum 3 kindum sem eftir eru að bera.
tók myndir í dag af gripunum og vonandi að það fari að hlýna og grænka meira svo hægt sé að koma þeim aðeins út á kroppið á næstu dögum.

Næst bar Sibba Gibba tveimur gullfallegum Forksdætrum.

Hin Sibbu Gibbu dóttirin.

Reyndar er komið aðeins kropp og allt lítur þetta vel út á meðan að við fáum ekki öskuna yfir okkur líkt og aumingjans fólkið og skepnurnar fyrir austan.

Hrútakóngurinn hennar Kráku og Forks:)

Hinn hrússinn og í uppáhaldslitnum mínum:)!

Næst bar hún 007 tveimur gimbrum.

Hin 007 dóttirin.

Brynja Beauty kom með gimbur og hrút.

Farin útí fjárhús því að hún Dóra er við það að bera ef ekki borin!
Mynd kemur á eftir:)

Já..........sæll!
Dóra kom með 3 lömb,tvo hrússa og eina gimbur og öll jafnstór og falleg.
Nú er bara að dekstra við þá gömlu og kaupa nýja fóðurbætinn og dúndra í hana Dóru svo hún ráði við að mjólka í þennan skara af krökkum:)

Hauskúpa bar þann 28-04 tveimur gimbrum.

Mynd kemur von bráðar......!


Karen borin fyrsta lambinu.

Og sú sem var síðust í ár er hún Karen kind en hún bar 1 Maí þrílembingum,tveimur gimbrum og einum hrút.

Þá telst mér að lömbin séu orðin 20 úr 9 kindum þar af eru 7 tvílembdar og 2 þrílembur.
Kynjaskiptin eru,5 hrútlömb og 15 gimbrar:)

Ég hef oft hugsað til þess síðustu dagana en þarna er sauðburður byrjaður og á eftir að ná hámarki uppúr næstu mánðarmótum.
Sendi bændum og búaliði mínar bestu óskir um betri tíð og vona að þessum ósköpum fari nú að ljúka.


Og takk kærlega fyrir öll commentin,mér þykir vænt um hvað þið eruð dugleg að kvitta fyrir ykkur á síðuna mína:)

20.04.2010 15:13

Váli og Forseti teknir undan mæðrum sínum



Váli Eðju/Hróksson vindóttur/litföróttur.
Eðja mamma á bakvið drenginn sinn:)

Það var orðið tímabært að taka þá Vála og Forseta undan mæðrum sínum en þeir voru að verða óþolandi og þá sérstaklega hann Váli sem var að fá náttúruna.

Hann var stundum ekki alveg viss hvort hann ætti að fá sér mjólkursopa úr mömmu sinni henni Eðju eða að gera do do á henni!

Ég hef verið drjúg við að segja öðrum hvernig best sé að taka undan folöld og það má með sanni segjast að ég hef ekki verið beinlínis að hlusta á mig sjálfa því hér brotnuðu nokkrir staurar í látunum við þessa tvo stráka og það endaði með því að þeir voru látnir elta mæður sínar útí stóðhestahús og önnur þeirra varð að gista þar yfir nótt því að þrátt fyrir að Skjóna mín væri nýhætt að mjólka ofní Forseta þá varð sorgin þvílík yfir móðurmissinum að Forseti ætlaði að henda sér yfir allt ef mamma hans hreyfði sig!

Eðja og Váli voru engu betri en Eðja var stútfull af mjólk og var ekki tilbúin að missa af "litla" drengnum sínum og hann ekki af henni.

En eftir eina viku útí húsum þá voru þeir búnir að jafna sig og eru farnir að hlaupa um og ærslast úti við án þess að ætla að henda sér yfir alar girðingar og varnir sem þar eru.

Ég verð nú að segja að ég hef líklega ekki séð jafnstór folöld og hann Váli er á þessum aldri en hann er líklega jafnstór móður sinni ef ekki stærri!

Veturinn er búinn að vera yndislegur veðurfarslega séð og heygæðin eru frábær eftir síðasta sumar og ég tala nú ekki um hvað "nýja" rúlluvélin og kallinn unnu vel saman en það er svakalega vel troðið í rúllunum af heyi og meðalviktin er cirka 450 kg í rúllunni af þurru heyi.

Eitthvað er það þyngra í útigangsheyrúllunum en okkur rétt tókst að rúlla því heyi tæplega fullþurrkuðu en okkur finnst betra að hafa það aðeins hrárra því þá er það bæði kraftmeira og fýkur síður frá hrossunum ef gerir rok.

Eigendurnir að henni Glampadís Glampadóttur komu hingað um daginn og rökuðu dömuna.

Henni var svo heitt með allt þetta hár á sér að hún var ekki að ná að borða jafn mikið hey og hin folöldin sem voru rökuð.

Hún kom feit og pattaraleg undan feldinum sínum og þvílíkur léttir fyrir hana en næstu daga á eftir er hún búin að vera einsog raketta um alla rétt þegar að hleypt er út:)
Bara gaman:)

Ég er svo heppin að eiga góðann frænda sem er að yfirfara tölvuna og setja hana uppá nýtt fyrir mig og þið verðið að sýna mér smá biðlund ef ég svara ekki alveg strax póstinum en þetta er nú allt að koma samt hjá mér.
Nýja fína kerfið lítur vel út og gaman að vinna í tölvunni en það tekur allt saman tíma hjá mér gömlu konunni að læra uppá nýtt á hitt og þetta:)

12.04.2010 14:46

Páskaferð til Þýskalands:)


Skelltum okkur til Þýskalands yfir Páskana...............:)


Búin að blogga á Kanínublogginu um ferðina og blogga mjög fljótlega hérna megin líka þegar að ég hef betri tíma.
En eitt er víst............!:)
Þýskaland er gott land að heimsækja og gestrisnin og dekrið við okkur var algjört:)

Við eigum frábæra vini þarna ytra og ég tók margar myndir sem ég á eftir  að setja inní albúm.

Eina  sem skyggði á ferðina var að Hebbi minn var veikur fyrstu tvo dagana og svo tók ég við og var hrikalega veik í 3-4 daga en reyndi að halda andlitinu.

Feita bloggið sem ég lofaði:)

Eftir alltof langt flug (hata að sitja í flugvél) í loftlausum spúandi bakteríuhólk þá loksins lentum við á Frankfurt Flugvelli.

Íris og Vilhelm biðu þar erftir okkur og það urðu fagnaðafundir hjá okkur vinkonunum.

Á heimleiðinni til þeirra sáu við Sirkus og risastóra fíla í rafmagnsgirðingu og auðvitað urðum við íslendingarnir að fá að fóðra fílana.

Gaman að fá að sjá þessi risastóru dýr svona örfáa sentimetra frá sér og einn af þeim þakkaði mér svona fallega fyrir grastugguna með því að snýta úr rananum yfir mig!

Kannski ég hafi fengið kvefpestina þannig hehehehehehe..............:)

Við fengum höfðinglegar móttökur hjá Íris og fjölskyldu,glæsileg morgunverðarhlaðborð og flottir fiskréttir á kvöldin sem að Vilhelm hristi frammúr erminni einsog hendi væri veifað.

Auðvitað kíktum við á hestana þeirra Írisar og Vilhelms sem voru meira en til í að glensast fyrir gestina:)

Þarna var íslenskt folald,Kjetill frá Lágafelli sem gaf stóru hestunum ekkert eftir og þegar að allt var sprungið uppá stökk þá gaf sá stutti allt í botn á brokkinu og hélt í við þá!

Vilhelm með vini..........:)

Ég með Connemara fola sem er að verða 3 vetra.

Vilhelm að færa hestana úr haganum í hesthús fyrir nóttina:)

Næsta dag fórum við að skoða mjög gamalt og glæsilegt þorp sem er verið að endureisa og voru sum húsin frá 1650 takk fyrir!

Næst kíktum við á hana Jessicu sem að keypti hana Báru frá Ásgarði en Jessica er með reiðhrossin sín á nýjum og rosalega flottum hestabúgarði sem er verið að reisa.

Síðan fórum við að skoða gamlann Kastala sem að er verið að endurgera en hann fannst eða rústir hans og er verkið komið ansi langt á veg og gaman að ganga þarna um og skoða.

Kirsten með súkkulaði labradortíkina.

Karsten með Einstein.

Næst fórum við til Kirstenar og Karsten en það var 4 tíma keyrsla fram og tilbaka og stóð hún Íris sig vel á hraðbrautinni og stóð bensínið í botn og þutum við áfram á 160 km hraða!
Kallinn minn hafði á orði að eitthvað hefði heyst í mér ef hann hefði keyrt svona heima.
Ekki sama að jafna hvað varðar vegina:)


Ég var orðin ansi lasin þegar að við vorum komin til Kirstenar og ég var ekki alveg að ná áttum og
því miður þá á ég ekki margar góðar myndir frá veru minni hjá þeim.

Ömurlegt að vera í útlandinu,stútfull af kvefi,illt í eyrunum með bullandi hita og beinverki og óglatt ofaní allt saman:(

Ég muldi í mig öll þau lyf sem hægt var að fá við þessum fjanda en allt kom fyrir ekki,ég varð bara veikari og veikari.

Kalllinn var orðinn hress og fær í flestan sjó og var hann strax við komuna drifinn útí skóg á Villisvínaveiðar.
Þetta voru hans fyrstu Villisvínaveiðar og var kallinn mikið spenntur og viti menn!

Hann var rétt búinn að bíða í 30 míntútur þegar að hans fyrsta Villisvín lá í valnum.

Eftir þetta var kallinn óstöðvandi,eyddi hann mestum tíma sínum útí skógi við vinnu með Karsten en þeir fóru á hverjum morgni að fóðra Villisvínin en það er gert á sérstökum fóðurstöðvum sem voru hátt í 20 talsins en svínin fá maís daglega og svo fóru þeir að vitja um gildrur hingað og þangað ásamt fleirum verkefnum sem sinna þarf en Karsten er skógavörður að atvinnu.
Draumastarf fannst mínum kalli og munaði ekki miklu að hann yrði bara eftir þarna útí skógi og sendi mig eina heim!

Bleika með kvöldverðinn sinn sem samastendur af Gulrótum,Rauðrófum og sérstakri fóðurblöndu ásamt heyi að vild og bunka af hálmi til að lúlla í.

Ég hitti hana Bleiku sem er líklega elsta íslenska hross veraldar en við erum jafngamlar og báðar fæddar árið 1966 og verðum við 44 vetra í vor.
Hún er hress en stirð á morgnana einsog ég en við erum báðar með gigt og liðkumst upp þegar að við erum komin nokkur skref inní daginn:)
Hin hrossin bera virðingu fyrir Bleiku sem kom mér á óvart en hún er nú samt ekki látin vera í girðingu með öðrum hrossum heldur er hún á daginn í girðingu með annari hryssu sem er hátt í þrítug.
Það er alveg greinilegt að það er sérstakt samband milli hryssunnar og Kirstenar og Bleika skilur hvert orð sem Kirsten talar til hennar.

Anna Sievers á fylfullri Oríon dóttur.

Við Íris og Jessy dóttir hennar keyrðum áfram og heimsóttum Önnu Sievers en hún er mjög fær söðlasmiður og reiðkennari með meiru og gaman að heimsækja hana.
Móðir hennar keypti af okkur hana Freyju Hróks/Manardóttur og kítkum við á hrossin hjá þeim mæðgum.

Í bakaleiðinni kíktum við á hana Nikolu og Skinfaxa sem er altaf jafn yndislegur og skemmtilegur karakter.

Við áttum frábærar stundir hjá Kirsten og Karsten og ég verð ég sérstaklega að þakka þeim fyrir allt sem þau gerðu fyrir okkur.


Við fengum tvær 100 Fermetra íbúðir,ein handa mér og Hebba mínum og aðra handa Íris og dóttur hennar Jessy ásamt þvílíkum morgunverðarhlaðborðum og kvöldverðum sem slógu allt út,td Villisvín,Gæs og fleira góðgæti með úrvali af meðlæti og Rauðvín,Hvítvín eða hvað maður vildi drekka með.
Ekki var viðlit að fá að borga eina einustu krónu fyrir allt saman!
Takk kærlega fyrir okkur Kirsten og Karsten:)!
Heimasíðan hjá þeim hjónum brokelohermoorhof


Síðasta daginn gat ég aðeins skroppið á hestbak en það var alveg nýtt fyrir mér að fara á bak í útlandinu.
Alt orðið iðagrænt og fallegt yfir að líta.

Takk kærlega fyrir okkur Íris og fjölskylda.
Frábæra gistingu og meiriháttar mat,alla keyrsluna og dekrið við okkur:)
Ég hef ekki komið til Þýskalands síðan ég fór á HM í Austurríki árið 1987 en þá fórum við nokkur saman úr Fáki og leigðum okkur 3 húsbíla og ferðuðumst frá Þýskalandi,Austurríki,Ítalíu og Sviss og tilbaka.
Þá talaði nánast enginn ensku og urðum við stundum fyrir verulegum óþægindum vegna þess en í dag tala allir ensku í Þýskalandi og allir svo yndislegir,kurteisir og ekkert stress í gangi.

En eitt er víst!
Næst þegar að ég kem til Þýskaland ætla ég ekki að vera svona lasin.

31.03.2010 00:26

Gibbufréttir


Kátur Flankason á von á meðlagsrukkunum von bráðar:)

Þá er rúning hér á bæ lokið en ekki var hann Jón bóndi lengi að svipta af þeim ullinni enda bara 20 hausar í húsinu.

Þetta gekk á ofurhraða enda ullin við það að detta af þeim og gibburnar dauðfengnar að losna við ullakápurnar sínar.

Búin að sprauta þær með bóluefninu góða og nú mega þær bara hafa það gott framað sauðburði sem hefst hér seinni partinn í Apríl.

007 sposk á svip, sú sem hélt framhjá Kát með Fork.

Mikið hlakkar mig til að fá litlu lömbin í heiminn og vonandi gengur það vel hjá okkur í ár.


Gráhyrna frá Hrauni,búttaður og vænn gemsi:)

Ég er nú svo heppin að hafa marga góða nágranna sem að ég má hnippa í ef að vandamál með burð verður og sagði einn að ég mætti hringja í hann jafnt sem að nóttu sem degi.


Maður er soddann byrjandi í þessu og kannski hálfragur við að hjálpa sérstaklega þegar að tvö lömb reyna að troðast í einu og allt er komið í flækju.

Gleðilega Páska kæru lesendur mínir.


26.03.2010 23:01

Nýtt kanínublogg:)

Var að blogga feitt á nínublogginu.

Kanínubúið Ásgarði

23.03.2010 00:46

Stóðið litaglaða í Ásgarði


Laufey "litla" og Hefring.
Ég stökk út með cameruna um daginn þegar að við vorum að gefa stóðinu vikulegann rúlluskammtinn sinn.
Hefring er orðin afar sérstök á litinn á afturendanum.

Stór svartur blettur einsog skjóna á henni.

Þetta er ekki óalgengt í rauðum hrossum en ég hef ekki séð svona stóran blett áður.
Frekar sérstakt finnst mér og gaman væri að vita hvort það sé til litaheiti yfir þetta.......Yfir til ykkar lesendur kærir ef þið hafið einhver skemmtileg comment um málið:)

Hann nær nánast alveg niður að hæklum.

Hér eru myndir af stóðinu síðan 18-03-10

21.03.2010 03:30

Gos hafið í Eyjafjallajökli!

Eruption has started in Eyjafjallajökull.
Gos er hafið í Eyjafjallajökli en hann hefur ekki gosið í ein 189 ár eða síðast árið 1821.

Nú búast fræðingarnir við því að Katla taki að gjósa í kjölfarið og hafa beint vefmyndavélinni að henni.

Take a look at the vebcam here below:

Katla í beinni

Tekið af DV

Girðingar opnaðar fyrir dýrum: "Þau eiga að geta bjargað sér"

Suðurland er miðstöð hestafólks og er fjöldi bænda á svæðinu með 
búfénað.

Suðurland er miðstöð hestafólks og er fjöldi bænda á svæðinu með búfénað. Mynd Sigtryggur Ari Jóhannsson.

Sunnudagur 21. mars 2010 kl 03:01

Höfundur: Einar Þór Sigurðsson (einar@dv.is)

"Það sem er gert, ef það er almenn rýming, er að það eru opnaðar girðingar," segir Íris Marelsdóttir, hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, aðspurð hvað verður um allan þann búfénað sem er á svæðinu í nágrenni Eyjafjallajökuls. Suðurland er miðstöð hestafólks og er fjöldi bænda á svæðinu með búfénað.

Þegar gaus síðast í Eyjafjallajökli árið 1821 drapst búfénaður og er viðbúið að slíkt muni einnig gerast núna. Íris segir að í neyðarástandi eins og nú ríkir séu allar girðingar og öll hús opnuð þannig að dýrin geti farið sína leið.

"Þau eiga að geta bjargað sér en það er alltaf þannig að fólk er í fyrsta sæti, dýrin í öðru sæti og svo koma eignir og tæki," segir hún.




20.03.2010 20:11

Ný síða Hestamanna í Grindavík:)


Dugleg Grindvísk hnáta í haustsmali á hestbaki:)

Grindvíkingar voru að senda í loftið nýja heimasíðu fyrir sína hestamenn og óska ég þeim til hamingju með síðuna:)

Heimasíðan Kóngur

15.03.2010 14:53

Nýtt á kanínublogginu:)

Fannar og Fönn komin með börn/unga:)!

Klikkið hér fyrir neðan og sjáið litlu krílin:)

Kanínubúið Ásgarði

13.03.2010 23:40

Allt er nú til!


 
Var að "rölta" um á youtube og athuga með hvernig maður getur hjálpað sér sjálfur með æfingar og annað tengt gigt og rakst þá á þetta myndband með kisunni sem er með að mér skilst fjölvöðvagigt!

Svei mér þá ef ég bruna ekki bara austur fyrir fjall og skelli mér á vatnsbretti hjá Hólaborg og læt svo hrista mig duglega á víbragólfinu hjá þeim.

Héðan er ekkert að frétta nema að ég er að berjast ennþá við þrifin útí kanínuhúsi en ég er að detta inn svakalega sterk og er að langt frammá kvöld og er svo einsog drusla næsta dag.

En alltaf rís ég aftur upp og kem tvíelfd tilbaka og þá skeður alveg heill hellingur:)

Hafiði það gott um helgina dúllurnar mínar og hér er eitt gamalt og gott handa ykkur að hlusta á sem ég er alveg að fíla í ræmur:)



10.03.2010 00:33

Svangi langi Mangi?

Hér er allt að gerast og meira að segja meira heldur en ykkur og okkur grunar!

Fyrst og fremst erum við að gera vorhreingerningu í kanínusalnum og auðvitað fylgja svo hin hefðbundnu störf einsog að fóðra folalda prakkarana og gefa útiganginum.

Sofandi minkaveiðihundar ekki á verði.....:(

En það sem skeði hér um daginn er alveg með ólíkindum.


Ég ætlaði að fara útí frystkistu og ná mér í tvo heimagerða hamborgara,vacumpakkaða og flotta.

Þið munið þessa fínu sem ég var að pressa í haust!

Hvað haldiði að ég hafi séð?

ENGA hamborgara í frystikistunni minni og ekki heldur megnið af hakkinu og svo vantar líka Gúllasið góða!

Einhver glorhungraður hefur komið hér í skjóli nætur og laumast í frystikistuna og haft með sér á brott verulega mikið magn af kjötinu okkar!

Fyrir stuttu var í fréttablöðum hér á svæðinu klausa um að á vappi væri gluggagægir og kannski þetta hafi verið hann??

Hrikalegt til þess að vita hvað fólk er orðið hungrað hér á landi að það steli uppúr frystikistum frá öðru fólki.

Vona að sá/sú/hann/þeir sem þetta gerðu séu saddir og sælir með fenginn.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 330
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 284
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 502410
Samtals gestir: 55217
Tölur uppfærðar: 7.2.2025 21:16:05