Heimasíða Ásgarðs

22.03.2007 02:44

Ungfrú Lopi 2007?

Þá er kvennatöltið hjá Mánakonum framundan og skráning hafin á fulu og ekki seinna vænna að drífa sig í Höllina með Hrókinn í kvöld og ákveða svo á síðustu stundu hvort við tökum þátt.
Við hrókur stóðum okkur ágætlega í tímanum hjá Trausta Þór í gærkveldi og fengum hrós:) Reyndar hefði ég mátt hafa pískinn með því að Hrókurinn var svolítið saddur og vildi helst liggja á meltunni heima og hafa það næs.Þetta var eiginlega fullmikið fannst honum að láta þenja sig svona áfram á yfirferðatölti hring eftir hring!Kannski ég láti hann ekki éta svona svakalega fyrir æfinguna í kvöld:)Aumingja hesturinn stóð hreinlega á öndinni!
En þá er það stóra spurningin?Vantar einhvern fallega Lopapeysu á sig fyrir helgina??? Eins og allir vita þá er þemað á Kvennatöltinu Lopi
Kolla systir hans Hebba er að prjóna svo svakalega fallegar lopapeysur og eru þær hérna hjá mér í Ásgarðinum og líka pínulitlar krúttlega Lopapeysur utanum pelana td fyrir kvennareiðina:)Peysurnar kosta 7500 þær stærri og litlu pelapeysurnar kosta 1500.
Ef þú hefur áhuga á að versla þér fallega lopapeysu hafðu þá samband í síma 869-8192 eða í netfangið  herbertp@simnet.is
20.03.2007 21:14

Karlatölt Mána og Árshátið Byssuvinafélagsins

Það voru engin smá átök hjá köllunum á Mángrundinni síðastliðinn Föstudag! Ég hef aldrei séð eins spennandi karlatölt áður og engin smá hross heldur! Hún stóð langt uppfyrir önnur hross hryssan hans Jóa hún Ása frá Keflavík.Þvílik skepna þarna á ferð! Engin smá fótlyfta og kraftur í einu dýri! Það kítlar mann alveg svakalega að fara með eins og eina hryssu undir hann Oríon frá Litla-Bergi sem er faðir hennar og vita hvað skeður:) Alveg synd að þessi hestur fái ekki meiri notkun með þessar fínu einkunnir og orðinn hundgamall blessaður kallinn.

Hvernig skildi afkvæmi hennar og Glampa koma út? Það myndi nú bara bora í nefið á sér held ég!

Boggi og Hervör náðu örðu sæti með mjög örugga sýningu þrátt fyrir mikil læti og harða baráttu í höllinni.Klikkuðu sko ekki á því.Til hamingju Boggi minni.
Mummi stóð sig heldur betur líka á nýju hryssunni sinni henni Ástu frá Herríðarhóli og endaði í 4 sæti.Ekki slæmt hjá Mumma og vini hans honum Birki sem var í þriðja sæti á Ögra frá Akureyri.Því miður þá var cameran orðin batterýlaus og á ég ekki mynd af honum Birki.En til hamingju strákar mínir:)

Búin að borða og best að halda áfram með bloggið:) Mmmmnammi namm.........var að renna niður steiktum Humar í rjómahvítlaukssósu *rop*.Svo er maður hissa á því að vigtaræfilinn stynji þegar að maður stígur á hana:)
En góðir hálsar,við Hebbi minn fengum okkur smá frí frá bústörfunum og renndum austur fyrir fjall um hádegið síðastliðinn Laugardag en hið Íslenska Byssuvinafélag hélt þar annað sinn í röð sína árlegur árshátið á Hótel Geysir á Skeiðunum.Þetta er eina fríið sem ég tek á ári en ég er ekkert mikið fyrir að fara langt að heiman.En það er alltaf gaman að hitta hinar konurnar sem mæta þar með mönnunum sínum.Á meðan þeir halda Aðalfundinn þá fara þær sem vilja annað hvort í nudd eða í heita pottin eða hvorttveggja og síðan söfnust við saman uppá einu af herbergjunum á Hótelinu og fáum okkur snakk og eitthvað gott að drekka *hikk* you know:) En bara pínulítið smá,helst ekki neitt því að næst er komið að skotkeppni kvenna og þar hef ég komið heim með verðlaunapening um hálsinn frá upphafi eða 2 gull 3 silfur og 2 brons.En núna brást mér bogalistin enda orðin pressa á mér að standa mig og svo fór að ég endaði í 7 unda sæti.Sú sem var í fyrsta sæti náttúrulega skaut af þvílíkri nákvæmni að það var ekki fyndið! Enda hafði ég heyrt það að hún væri búin að vera í ísraelska hernum síðastliðin 4 ár og handleikið byssur daglega!! í öðru sæti var hún Helga hans Ödda og stóð hún sig eins og hetja og var með sama skor og Öddi sjálfur en Öddi og Hebbi fengun að spreyta sig eftirá.Frábært hjá henni Helgu,hún átti þetta sko sannarlega skilið! Í þriðja sæti var hún frúin hans Steina Stál en því miður þá er mér algerlega fornumað að muna hvað manneskjan heitir?Þeir höfðu orð á því kallarnir að við værum orðnar óvenjugóðar og hittnar skyttur,ekki minna hittnar en kallarnir barasta:)Við vorum 7-8 sem skutum 30 stig og yfir og þykir það bara nokkuð gott hjá köllunum sem eiga að heita þrælvanir en við konurnar ekki mikið vanar:)

Jóna hans Bóbó að fá leiðbeiningar frá Ödda og Hebba.Það vantaði ekki að þeir eru duglegur að sjá um Skotkeppnina kvenna ár eftir ár þessir tveir:)
Maturinn var ágætur en samt er svínakjöt ekki í miklu uppáhaldi hjá mér og grrrr.....urrrr......það vantaði sultutauið með! Ég bara verð að fá sultu með kjöti,það er algert MÖST! Og grænmeti líka!En það var nást ekkert slíkt með kjötinu.En þetta slapp allt saman vel og hugsaði ég fallega uppá herbergi en þar beið mín harðfiskur og eitt og annað gott í kropinn yfir sjónvarpinu:)
Eftir matinn var happadrætti og þar höfum við Hebbi gert góða hluti undafarin ár en hvað skeði! Ekki einn lítill vinningur???Svona er lífið,stundum blæs á móti,stundum með.
Þá voru það skemmtiatriðin eftir en nokkrar konur voru teknar upp og þar á meðal ég og við áttum að blása í Andaflautur og keppa um hver næði best hljóðunum.Ekki myndi skemma ef við myndum reyna að leika Endurnar líka.Þarna varð ég að standa mig! Nú var að duga eða drepast!Þær flautuðu og flautuðu hinar konurnar og voru eitthvað pínu ragar við að leika önd en þarsem ég á Aliendur þá vissi ég sko alt um það hvernig þær hegðuðu sér:)Svo þegar að röðin kom að mér þá bað ég hana Helgu að beygja sig aðeins niður(vera Mínu önd:) og ég var Andarsteggur og lék þegar að endur eru að ..............do do og salurinn sprakk alveg og ég fékk fullt hús stiga hjá öllum þremur dómurunum og vann með glæsibrag:)
Það var mikið stuð á öllum og entist ég til 3 um nóttina og fór þá uppá herbergi í Harðfiskinn minn en Hebbi varð eftir í þvílíku stuði með vinunum og var ég ekkert að trufla það enda maðurinn kominn langt yfir 18 árið og má bara alveg vera úti alla nóttina:)
Hann skreiddist svo inná herbergið um 6 leytið alveg búinn að fá nóg af skemmtunum:)
Við vöknuðum ekki fyrren um hádegið og skiluðum af okkur herberginu um eittleytið.Hebbi minn afhenti mér bíllyklana og setti líf sitt í mínar hendur yfir hálfófæra Hellisheiðina og við á litlu bíltíkinni með ónýt sumardekk að aftan.Á leiðinni austur þá missti kallinn vald á bílnum í hringtorgi og fórum við heilann hring og lentum sem betur fer ekki á öðrum bílum! Tveir af Byssuvinunum misstu vald á sínum fjallatrukkum á Skeiðunum og enduðu útí móa.
Ég puðaðist þetta í 3ja gír niður að þjóðvegi 1 en þar var aðeins hægt að anda léttar þó að skafrenningurinn hafi verið ansi mikill á köflum.Við stoppuðum í Eden í Hveragerði og fengum okkur að borða og biðum þar í smá stund til að vita hvor ekki rofaði til en veðurguðirnir voru í ham.
Upp Kambana puðaði bíllinn og sáum við bíla hingað og þangað utan vegar.Það var svo dimmt á köflum að ég var við það að stoppa en þorði samt varla að stoppa af ótta við að fá einhvern aftaná okkur.Við sluppum niður Hellisheiðina ósködduð en fyrir aftan okkur varð aftanákeyrsla og slys.Ég varð mikið fegin að komast inná Reykjanesbrautina vel saltaða og tvöfalda með Hebba minn alveg glærann af þynnku (eða var það hræðsla:)
Ég held að það hafi verið einskær heppni að við komumst þetta í þessum litla bíl okkar en þetta er í annað sinn sem ég fer yfir Hellisheiðina lokaða á litlum bíl og langar ekki til að gera það aftur!

Lagsi frá Bár kom aftur í  í Ásgarðinn í gær en hann var í tamningu hjá honum Alla blinda.Þarsem allt þarf að ske með ofurhraða svo stóðhestur nái góðum einkunnum og athygli þá var hann Lagsi kall sendur heim með þeim orðum að hann væri klárhestur og það myndi taka einhvern tíma að fá hann í töltið.En hesturinn er þægur og meðfærilegur og góður að öðru leyti.Hann er til sölu fyrir þá sem hafa áhuga á að ná sér í stóðhest með þennan lit og af ágætis kyni.Endilega hafið samband við mig í þetta netfang herbertp@simnet.is  og gerið tilboð í klárinn.

Dímon frá Neðra-Skarði að heilsa uppá Lagsa vin sinn.


12.03.2007 23:25

Bloggþyrst eða ???

Jæja kæru blogg lesendur mínir.Þið eruð víst orðin langþreytt á að bíða eftir þessari færslu og hér kemur hún:)
Það gekk mikið á hjá okkur hér síðastliðinn Föstudag en eins og þið vissuð þá var Halla Eygló væntaleg hingað að örmerkja og taka strokusýni úr nös á helling af hrossum.
Halla birtist hress og kát um hádegið og var mikið gaman að spjalla við hana og vinna með henni.Það var tekið Dna úr hátt í 40 hrossum hér og var þetta mikil vinna.Sem betur fer þá kom hún Magga mín og hélt fast um pennann og ritaði niður upplýsingar í gríð og erg.Takk æðislega fyrir alla hjálpina Magga!
Iðunn örmerkt,hún var alveg yndislega stillt eins og flestir:)
Iðunn er til sölu fyrir þá sem vilja geðgott og mátulega gæft folald! Langar varla til að selja hana en ef einhver hefur áhuga þá endilega hafa samband.Ég nefnilega get ekki átt allt þó mig langi til:)
Allir fóru út í dag að virða sig í frábæru veðri.Meira að segja gibburnar fengu að leika lausum hala í smá stund.Fyrst hleypti ég kjúklingunum nýklipptu út og var mikið gaman að sjá æðiskastið sem rann á þau þegar að þau voru búin að átta sig aðeins:)

Kjúklingarnir á harðahlaupum hehehehehehehe.........

Hrókur passaði vel uppá folöldin fyrir ig á meðan ég mokaði og gerði fínt hesthúsið.Það þurfti að kljást við þau og allt.


Pjakkur varð alveg steinhissa í dag þegar að hann sá í fyrsta sinn kindur!!!Ég held að honum hafi ekkert litist á útlitið á þessum ullahnorðum sem spýttust um allt hesthús ef hann hreyfði sig hehehehehehe.....
En hann stækkar og stækkar og er mjög duglegur að borða heyið sitt.Hrikalega krúttlegur og bræðir hjörtu allra sem hingað koma:)
Þori ekki að blogga meir í bili,kerfið er soldið leiðinlegt eftir að því var breytt.


08.03.2007 22:15

Dna sýnataka á morgun!

DNA-greining

Búnaðarsamband Suðurlands býður upp á DNA-sýnatöku úr hrossum til staðfestingar á ætterni. Sýnatakan er unnini af Búnaðarsambandinu en greining sýnanna er á vegum líftæknifyrirtækisins Prokaria. Niðurstöður DNA-greininganna eru síðan lesnar inn í Worldfeng að lokinni greiningu.

Mælt er með því að láta DNA-greina kynbótahross til staðfestingar á ætterni þeirra.

Tekið er við pöntunum hjá Búnaðarsambandi Suðurlands í síma 480-1800, einnig er hægt að senda tölvupóst á netföngin halla@bssl.is og petur@bssl.is.

Sýnataka fer þannig fram að tekið er stroksýni úr nös sem er einföld og örugg aðferð. Einungis eru tekin sýni úr einstaklingsmerktum hrossum, þ.e. ör- eða frostmerktum.

Gjaldskráin er eftirfarandi:
Tímagjald fyrir sýnatöku og frágang 3.000 kr/klst + vsk
Komugjald 2.100 + vsk
Greining á sýni 1.750 kr + vsk
Sýnaglas 250 kr + vsk

Folöld fædd frá og með árinu 2007 fá ekki A-vottun án DNA-greiningar til sönnunar á ætterni.

Jæja er þetta ekki nóg blogg fyrir gott fólk hehehehehehehe.........held ekki barasta!

Gáfum útiganginum einhvern tímann um daginn,man það ekki en allir líta flott út.Er það ekki aðalmálið að allir líti út svona cirka eins og ég? Minnsta kosti er það æskilegt ef þú ert hross:) Ég er flottust,flottust flottust!!!!!
Ég er í einhverju þreytukasti núna:) Var að koma inn frá að hugsa um þessi óþekku folöld ykkar:) Byrjaði í heimahesthúsinu en þar hafði hann (mjög líklega hann:) Kóngur náð að opna hliðið á stíunni og Sif og Vænting voru sko alveg til í að fara um allt hesthús og fikta í ÖLLU! OG skíta um ALLT! Ég tók til og gerði fínt aftur og fór svo í stærra hesthúsið.Ekki tók betra við þar!
13 folöld laus þar og búin að háma í sig af rúllunni og skíta því út um allann ganginn og hrinda hinu og þessu niður!!!! Hvernig gátum við Hebbi gleymt því í gær að loka einu hliðinu inní stíu hjá þeim! Ég sem ætlaði sko að njóta þess í dag að gera extra fínt fyrir morgundaginn.En svona er lífið gott fólk:)
Hér eru myndir af Kóngi stíuopnara:)

Ekkert smá stór og stæðilegur hann Kóngsi!

Kóngur fór ekkert smá hjá sér þegar að Boggi ætlaði að raka nærri því allra heilagasta og varð hún Eygló að taka við og þá stóð hann kyrr.Mjúkar konuhendur voru eitthvað sem hægt að treysta fyrir nafna sínum:) Lol:)))

Kóngur um stund...............berstrípaður:)


Pamela Náttarsdóttir sefur í matnum sínum alsæl blessunin.

Hjálpið mér að finna nafn á albinóa merfolaldið mitt í einum logandi hveli fyrir morgundaginn!!! Páll Imsland og dóttir hans eru búin að litgreina folaldið og á morgun verður leiðrétt litanúmerið á henni í Veraldarfeng en þar er hún skráð leirljós.Flott nafn á hana í grænum hvelli elskurnar mínar og skellið því inná álit hér fyrir neðan:)))

03.03.2007 23:50

Folöld tekin undan og rökuð


Þá er búið að gera þennan fína varnargarð niður á bakka hjá okkur.Frábærlega vel unnið hjá gröfumanninum og á hann hrós skilið fyrir.Hann meira að segja gerði sliskju fyrir Æðarfuglinn að labba upp eftir og nú er að vona að Æðarkollurnar verði ánægðar með nýju gönguleiðina sem er búið að gera fyrir þær.Það er alveg merkilega mikið af fugli fyrir neðan hjá okkur og gleðilegt að sjá svona fallega hópa í góða veðrinu.Gott að Wilson Muga er ekki búin að gera útaf við allan fuglinn.

Fíni flotti varnargarðurinn "okkar":) Nú ætti foksandurinn úr fjörunni að stoppa og hætta að flæða yfir beitina á bakkanum og kaffæra allt gras langt frameftir sumri.

Æðarfuglinn farinn að huga að því að koma sér í land svo hann endi ekki allur í olíu! Nei"ætli hann viti nokkuð hvað tvífætlingarinr eru að aðhafast og menga út sjóinn fyrir þeim.Held bara ekki.Vonum bara að fleiri fuglar drepist ekki.


Hebbi fór í Víðdalinn síðastliðinn Föstudag og sótti Rjúpu en tamningunni á henni er lokið í bili.Hún er alþæg,ekki hrædd við neitt og sullast alveg áfram á brokkinu.Töltið er laust en ekki var hreyft við því núna.Fín fótlyfta og mikið framgrip.Hún fer framúr öðrum hestum í reið og mætir óhikað hrossum.Hilmar er hrifinn af henni og mikið hissa á því hve auðveldlega gekk að temja hana.Við erum mjög ánægð með vinnubrögðin á henni og langar helst til að fara með systur hennar til Hilmars líka en drengurinn er umsetinn og verður það líklegast að bíða betri tíma.

Jæja gott fólk,ég þori ekki að pikka mikið meira í bili því að það var verið að breyta vinnslukerfinu á blogginu og allt hverfur af og til sem ég er að pikka! Myndir eru óratíma að koma inn og er ég barasta búin að fá nóg í bili! Ég sem er með svo skemmtilegar myndir af folaldarakstrinum frá í gær! Reyni aftur á morgun:) Og það voru 3 folöld tekin undan í dag og er ein móðirin núna alveg brjál......hneggjar og hneggjar á folaldið sitt útí nóttinni!!!! Best að fara út og kíkja hvort það sé í lagi með greyin svona berrössuð niður í hesthúsi!:)

Næsti dagur áframhald á pikki:)

Það var í lagi með alla niður í hesthúsi og allt í orden eins og sagt er.
Ég ætla að halda áfram að blogga um folaldaraksturinn og vita hvort kerfið er ekki hraðvirkara en í gær.

Fyrst var hún Sif Hróksdóttir rökuð hátt og lágt.Gaman að sjá hve fallega þau koma út í skjónumynstrinu undir.Fyrst er mynd af henni fyrir rakstur:)

Hálfrökuð blessunin.Hún át bara hey á meðan á rakstrinum stóð.Verður góð einn daginn þessi held ég bara.Ef ég passa mig á því að vera ekki að kjassa hana um of,hún er svo rosalega fljót að spekjast!

Alveg orðin berrössuð.............Algjör kjúklingur!

Pálmi að tala við Hebba heyverkandann sinn.Tuggan er bara ágæt að sögn Pálma með móðurmjólkinni en nú er hún ekki lengur til staðar.

Næst var hann Pálmi frá Höfnum tekinn og rakað undan faxi og rönd eftir bakinu.Hann fer svo útí stærra hesthúsið en það er ekki upphitað og þá er nú eins gott að vera ekki berrassaður kjúklingur.Eygló og Boggi afar einbeitt á svip að raka "barnabarnið" sitt:)

Þá var það aðalgellan í hópnum hún Vænting frá Ásgarði (fyrrum Skinfaxa:).Ég varð alveg heilluð af litnum á henni þegar að farið var að raka hana og undir hárunum kom nokkuð skemmtilegt í ljós! Set hér inn myndasyrpu af henni og fleiri orð eru óþörf.

Boggi byrjaður að raka af skvísunni:)

Er maður ekki langflottastur með hringamynstur!!!!!Klikkuð á litinn!!!

Litla gellan berstrípuð.Hún var alveg svakalega stillt og þæg.Merkilegt hvað folöldin eru þæg og róleg á meðan þau eru rökuð þrátt fyrir að hafa bara verið handleikin í ormalyfsgjöf:)28.02.2007 01:30

Reiðhrossin mín:)

Hringur fór með okkur Hrók inná Mánagrund en það var námskeið í kvöld hjá Trausta Þór.Högni járnaði Hring að aftan en hann var búinn að missa undan sér afturfótaskeifu og á meðan við Hrókur voru að læra hitt og þetta hjá Trausta þá fór Eygló hring á Hring og um leið og hann var krafinn þá fann hún að hann kveinkaði sér.Þá er bara eitt um að ræða,hvíld og svo röntgenmyndir af drengnum fljótlega.Hrókur og ég stóðum okkur eins og hetjur á námskeiðinu,klárinn kann allar þessar kúnstir og má með sanni segja að hann er algjör öðlingur þessi klár.Þvílíkur lúxus að þurfa ekki að berjast við hann eins og ég þarf að gera við Biskup bróðir hans.Það er líka tími kominn til að ég fái einn rólegann sem er þægilega viljugur og gerir það sem beðið er um:)Fyrrverandi reiðhestar hafa verið upp og ofan.

Funi minn fyrsti var náttúrulega bara brandari.Nenni ekki að eyða pikki í hann blessaðann hér:) Lærði samt ýmislegt af honum og þá aðalega hvað mig langar EKKI að rækta:)

Næstur kom Losti og hann var bara taugaveikluð púðurtunna sem varð svo hauglatur loksins þegar að hann tamdist.Hann var skotinn á færi eftir að hafa lent manna á millum í hestakaupum.

Svo kom hann Neisti sem var undan Stokkhólma-Rauð þægur hestur sem ég hafði þónokkra ánægju af en seldi og fór hann undir unglinga á sveitabæ sem tók að sér vandamála börn.Þar var hann í miklum metum í mörg ár.

Síðan eignast ég Sprota undan Gáska frá Hofstöðum.Lítill,kvikur og óútreiknalegur hestur en með afbrigðum fótviss.Hann var með stag og lét ég skera það og þá fyrst varð hann vitlaus og fór að sýna hvað í honum bjó loksins þegar að ekkert hefti hreyfingar hans:)Stagið var svo slæmt að það sást vel hvernig hann hálfdró annann afturfótinn á eftir sér og risti hann rák í snjóinn.Eftir uppskurðinn bar ekki á þessu.Hann var of lítill fyrir mig og leiðinlega kvikur.

Næst kemur Forkur frá Sandfelli,hreinræktaður Hornafjarðarhestur.Hörkuduglegur,góður í ferðalögin og mjög skynsamur hestur.Hann var alltaf eins og lamb þegar að við Sigrún vorum að vinna við tamningartrippin.Taumléttur,fínn og rólegur.En ef ég var td í samreið þá átti hann það til að læsa sér í beislinu og reyna að taka völdin og rjúka með mig.Hann var með tungubasl og með bólgur í baki sem ollu helti ef hann var járnaður "rétt".Annar hófurinn á afturfætinum varð að vera skakkur þá fann hann minna til í bakinu! Þorvaldur Dýralæknir fékk hann tvisvar lánaðann í ferðir Fjallabaksleið og var mikið hrifinn af klárnum og klárinn af Þorvaldi.Hann treysti honum yfir allar þær ár sem fara þurfti yfir og svokallað Nautavað sem var þá búið að taka 18 mannslíf.Ekki var hann svona ánægður þegar að frúin hans Þorvaldar skellti sér á bak honum í seinni ferðinni en þá rauk Forkur svo svakalega að aumingja Anna Lauga hélt að þetta væri sitt síðasta!Hann blindrauk með hana meðfram Láxárgljúfrum og var víst þverhnýpt niður á aðra hönd!!! Þessi roka endaði svo inní miðjum rekstri og sem betur fer varð ekki slys.
Ég átti Fork í tíu ár og oft lá við að hann ryki með mig.
Í síðasta Vigdísavallartúrnum okkar missti hann stjórn á sér blessaður og rauk af stað og framundan var bratt fjall og ég hafði svosem engar stóra áhyggjur og hélt mér bara fast.Hann lét sig vaða á stökki yfir Festarfjallið og áfram hélt hann og alla leið að rimlahliðinu fyrir ofan Hraun.Þar var sem betur fer bíll stopp í rimlahliðinu og ég náði að stoppa hann og stökk af baki öskuill og  sagði við hann að nú væri SS framundan og ekkert annað! Þremur vikum síðar fóru pístólurnar af honum blessuðum til Ítalíu. Við mældum þessa leið eitt sinn sem klárinn rauk og eru þetta cirka 5 kílómetra roka og það sem mér fannst leiðinlegast við þetta var að fólk var að æpa á mig að vera ekki að hleypa svona innanum börnin! Ég sem var að reyna að sveigja framhjá fólki og kallaði til þeirra að fara frá!!!!

Næst eignast ég Djákna frá Bakka í Vatnsdal.Hann var úr ræktuninni hans Lárusar í Grímstungu og svar sig vel í þá ætt.Harðduglegur á við 3 hesta í ferðalögum en leiðinlegt skap var í þessum hesti.Var með dynti og stæla við mann.Ég náði þó að gera hann sæmilega reiðfærann og fór á honum Hamradalinn og inní Krókamýri og þvílíkt brokk í einum hesti! Ég var með kúkabragð í munninum í marga daga á eftir!!!Vinkona mín hún Gudda verslaði hann af mér eftir að ég ákvað að ég og Djákni ættum ekki skap saman.

Næst er það Mömmustrákurinn hann Biskup minn:)Ég gæti endalaust pikkað um hann en hann er sá draumahestur sem allir þyrftu að fá að kynnast.Hann var sjálftaminn,þurti ekki að gansetja hann neitt sérstaklega því hann lyfti bara hausnum í 7 unda reiðtúrnum og fór að tölta svona fallega.Frábærlega ásetugóður og þolinn hestur.Brokkið er geggjað,yfirferð mikil og draumur að sitja því maður haggast ekki í hnakknum.Óskapleg yfirferð á töltinu líka.Notaður sem reiðhestur,tamningarhestur,smalahestur og keppnishestur í léttari keppnir.Hann hefur alltaf komið heim með pening um hálsinn á kellingunni sinni:)Hann er frábær karakter og skilur meir en önnur hross.
EN ég eyðilagði þennan góða hest.Hann er í dag orðinn kvíðariðinn og mun ég aldrei framar lána hann eða láta hann fara að heiman.Hann verður notaður bara við tamningar og kannski í létta reiðtúra inn á milli.
Eitt ráð frá mér til ykkar.Ef þið eignist svona góðan hest þá endilega hafið hann fyrir ykkur sjálf.

Skjóna er fyrsta reiðhryssan mín og var auðtamin og strax fyrir alla hvort sem það voru óvanir eða börn.Svakaleg fótlyfta á tölti og brokki og gaman að sjá fæturna á henni lyftast.Rosaleg yfirferð á töltinu og brokkinu.Frábær í allar tamningar og ekkert mál að stilla hana á annaðhvort hægt tölt,milliferð eða yfirferð.Sama átti við með brokkið.Svo gat maður bara vesenast í teymingarhestinum sem trippin voru bundin utaná.Skjóna vann áfram á þeim hraða sem hún var beðin um þangað til það kom önnur skipun frá knapanum.Hún var hrein snilld og stálörugg en því miður þá skaddaðist hún á afturfæti í ferðalagi.Núna er hún komin í folaldseignir og verður ekki sýnd eins og til stóð.
Reyndar átti ég aðra hryssu á sama tíma og Skjónu en það var hún Glódís undan Halastjörnu (móður Hrings) gömlu.Glódís var ágæt og tamdist vel og hratt eins og Skjóna.Var fyrir alla en sá sem ekki var alveg vanur gat átt í basli með að láta hana tölta hreint.Brokkið var mjög gott og líklegast átti hún til rífandi skeið en það var ekki hreyft við því.Hún var undan næst hæðst dæmda Náttfarasyninum sem er löngu farinn út.Ég sé alveg svakalega eftir því að hafa selt hana en hún gjöreyðilagðist í höndunum á nýjum eigendum og fór að rjúka og vera með læti.
Þetta er orðinn heillangur pistill um hrossin mín en fleiri hross hef ég átt en þetta eru helstu reiðhestarnir mínir.
Engar myndir í kvöld gott fólk .

27.02.2007 01:08

Busla bomm!!!!


Silfri að koma og fá klapp hjá kellingunni sinni:)

Allt gengur sinn vanagang hér á bæ.Vor í lofti og Busla búin að kubba sig saman við hann Kubb frá Norðukoti:)Semsagt orðin hvolpafull.Hænurnar fá að fara að liggja á eggjum þrátt fyrir kulda en við blásum nú bara á kuldabola og bolum honum í burtu.Fashanarnir eru líka byrjaðir að verpa og þá hlýtur að vera að styttast í vorið,segjum það.
Magga og Inga voru hér allann Laugardaginn að hjálpa til við búverkin en það var útigjafadagur og þeir eru alltaf strembnari en aðrir dagar.


Toppa Náttfaradóttir með vinkonum sínum.Lítur vel út sú gamla þrátt fyrir að verða 23 í vor.Smá söðulbökuð.......hva.....:)
Toppa aftur að úða í sig heyinu:)

Völusteinn að prakkarast:)

Það gekk heldur betur mikið á í dag þegar að Völusteinn og vinir fóru út.Ég setti stóra bróður hann Glófaxa út með þeim þremur því það er alltaf gott að hafa eldra hross sem stuðning fyrir þau yngir sérstaklega þegar að þau þekkja ekki alveg nógu vel svæðið sem þeim er hleypt inná.Völustein fannst hann ekki þurfa á svona "barnapíu" að halda og fór mikinn um allt hólfið með tvö folöld á eftir sér á harðaspretti.Sá var nú aldeilis öruggur með sig! Enda endaði það með því að hann hljóp á girðinguna og hvolfdist yfir hana og Skjóna litla hvolfdist á eftir honum og henni brá svo að hún tættist yfir girðinguna til baka þrátt fyrir strauminn á henni! Völusteinn hinsvegar spratt á fætur og tættist um allt alveg rígmontinn með þetta allt saman og nýfengið frelsi.Mér varð svo um þetta að ég náði engum almennilegum myndum enda umhugað að koma folaldinu innfyrir aftur og vonaði að ekkert amaði að því. Sem betur fer þá var það innan girðingar en ansi stórrar girðingar! Völusteinn þrammaði þarna um alveg blísperrtur með taglið uppí loftið og ég stillti cameruna á videó en titraði svo mikið að ég gat ekki tekið neitt upp!

Fylgið mér.......hlaupum eins og fætur toga!

Sem betur fer þá gat ég náð hinum tveimur folöldunum innfyrir réttina og lokað.Svo var að reyna að sansa hann Völustein til en nei"ekki að ræða það að láta ná sér,nú var gaman hjá kauða hehehehehe......ef ég reyndi að nálgast hann þá hljóp hann bara fjær mér.Ég fór og sótti bróður hans hann Glófaxa sem hefur áður verið mér mjög hjálplegur með folöldin og teymdi ég hann að girðingunni og lagði hana niður með tveimur þungum steinum.Ekki kom hann Völusteinn.Það var ekki fyrren að helv.......Mótorcrossari kom æðandi eftir veginum með þvílíkum óhljóðum að honum brá og þá kom hann grengjandi til okkar dauðhræddur:) Og yfir fór hann og beint inní hesthús á eftir stóra bróður:).
Hann var alheill og ekki sá á honum né hinum folöldunum sem betur fer.

Síðan gat ég hleypt út rest af folöldum sem biðu spennt inni að fá að spretta aðeins úr spori á meðan ég tók til í stíunum og bar hálm og sag undir þau.
Allt er gott sem endar vel og dagurinn endaði á því að Busla fékk sér gott í kroppinn hjá honum Kubb sínum og heim vorum við komin um ellefuleytið.Þannig að eftir cirka 63 daga verða hér fæddir hvolpar.Vona að það verði sem mest af tíkum,mér finnst þær skemmtilegri.

23.02.2007 01:07

Hrókasamræður og Völusteinn kominn

Loksins fann ég tíma til að tylla mér niður og blogga smá gott fólk. 

Ég dreif mig á námskeiðið hjá Trausta Þór og stóð Hrókur sig vel með kellinguna sína giktveiku,hvað annað.Þá er hann búinn að fulvissa mig endanlega að hann sé langflottastur í ræktunina hjá mér.Traustur og þægur hestur fyrir alla.Töltið er ágætt en samt þarf að laga hann aðeins til með höfuðburð og fá hann betur á rassgatið eins og sagt er.

Meðan við biðum fyrir utan Reiðhöllina með þeim hestum og kvinnum sem voru með okkur á námskeiðinu skeði svolítið krúttlegt að mér fannst.Þarna var skjóttur hestur sem stúlka hélt í sem ég þekki ekki neitt og sá skjótti var svo vinalegur við mig að ég var alveg hissa á því!Hann margtróð hausnum í fangið á mér og vildi bara vera þar og láta mig kjassa sig.Þetta var að verða hálfvandræðalegt þegar að eigandinn að hestinum kom en hún skrapp frá og önnur hélt í klárinn en þá kom í ljós hversvegna hesturinn lét svona við mig.Þetta var hann Guddu-Skjóni sem heitir reyndar Máni og var hann hjá mér í sumar og haust og þekkti klárinn mig svona vel en ég gat ekki áttað mig á því hversvegna þessi hestur lét svona við mig.Eitthvað hefur honum líkað vistin hjá mér því eftir reiðkennsluna þá teymdi ég Hrók út og Hrefna teymdi Mána í aðra átt og Máni ætlaði með okkur Hrók hehehehehe.Þannig að við Hrókur lentum í Hrókasamræðum við Mána áður en námskeiðið hófst.Hrikalega krúttlegt eða hvað!

Allt gott að frétta af honum Pjakk og Glennu.Merin er farin að mjólka miklu meira og allt lítur vel út.Hún hefur aukið átið alveg svakalega og er hún flutt útí stærra hesthúsið því ég hafði ekki lengur undan að moka undan henni flórinn:)

Pjakkurinn að viðra sig í dag.Hann var ekki að skilja hvar öll hin folöldin voru og enginn til að leika við?

Viltu koma út að leika við mig???

Völusteinn að þenja sig útí stóra leikhólfi.Sá hljóp þegar að hann var búinn að skanna allt svæðið! Montprik......verst að cameran brást mér á ögurstundu en það var kalt og batterýið að stríða mér.Sá ljósi gat sko spriklað en ég missti af mesta spriklinu þegar að ég fór inn til að ná í fullhlaðið batterý!Svona er nú lífið.

Í gær kom hann Völusteinn Álfasteinsson í Ásgarðinn og þá eiga öll hross að vera komin sem ég var búin að lofa að taka að mér.Kannski einn stóðtittur eftir:) Völusteinn var alveg hissa á öllum þessum skara af folöldum,sum voru vond við hann og á endanum var ég búin að snúast í marga hringi hvar hægt væri að hafa drenginn og á endanum var hann settur hjá jörpu hesfolaldi og henni Skjónu sem er nýlega komin frá Ægissíðunni.Þar loksins gat hann sýnt hvað í honum og bjó og belgdi hann sig allan út og þóttist vera voðalega merkilegur enda alveg hreint meiraháttar merkilegt folald ekki satt:)

Ég verð bara að drífa mig niður á fjörubakkann á morgun og taka myndir af nýja fína hlaðna grjótvarnargarðinum sem kominn er hér fyrir neðann!Alveg snilld hvernig maðurinn getur raðað steinunum svona vel með gröfunni.

Ekki meira í bili gott fólk,komin helgi og væntir maður þess að gestir kíki hingað í kaffi um helgina.Nú ef ég er úti að sprikla eitthvað þá farið þið bara inn og lagið kaffi handan MÉR!!!! Ein góð með sig hehehehe.......í sveitinni er alltaf nóg að gera og verðum við að nýta tímann vel ef veður er gott og þá tökum við bara gestina með okkur í útiverkin ef þau eru ekki fullkláruð.Þannig að þið sem eruð ekki alveg undir það búin að fara að slíta ykkur hér út í vinnu komið þegar að það er rigning.

20.02.2007 01:15

DNA sýnataka!

Falleg mynd sem Ragnheiður Elfa tók hér eitt sumarið:)

Jæaja gott fólk.

Við erum búin að vera svo iðin og dugleg síðustu daga að það hálfa væri nóg.Hesthúsið að vera miklu fínna en til stóð útfrá en við skelltum okkur í málningargalla líka og máluðum veggi þannig að folöldin og stóðhestarnir héldu að þetta væri allt annað hesthús en þau voru vön að labba inní.

Glenna er meira að segja mætt þangað með hann Pjakk sinn en það var alveg orðið tímabært fyrir þauu að komast innanum fleiri hross áður en Pjakkur væri orðinn fullviss um að hann væri maður en ekki folald:)

Núna í byrjun Mars kemur Halla Eygló frá Búnaðarsambandi Suðurlands til að taka DNA sýni úr ræktunarmerunum hér á bæ og flestum folöldunum.Þeir sem eiga hér folöld eru beðin um að láta mig vita hvort þeir vilji taka þátt í þessari sýnatöku en þetta er nauðsynlegt að gera við að minnsta kosti merfolöld og merar sem verða notuð í framtíðinni sem ræktunargripir.Nú þeir sem eiga hér stóðhesta eða ungfola (punga:)þurfa ekki frekar en þeir vilja að láta taka strokusýni því að þegar að folarnir þeirra verða td byggingardæmdir eða sýndir þá þurfa þeir hvort sem er að fara í blóðprufu sem send verður út til Svíþjóðar til að staðfesta rétt faðerni.Hér eru allar upplýsingar um skýrsluhald í hrossaræk ef þið viljið lesa ykkur betur um það:

  Skýrsluhald í hrossarækt


Bændasamtök Íslands halda utan um miðlægan gagnagrunn á netinu um íslenska hestinn. Þessi gagnagrunnur hefur fengið nafnið WorldFengur enda aðgengilegur öllu áhugafólki um íslenska hestinn hvar sem er í heiminum. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um alla kynbótadóma, ætterni, kynbótamat, uppruna, ræktendur, eigendur, afdrif og einstaklingsmerkingar. Inn í þennan gagnagrunn senda hrossaræktendur upplýsingar um sín ræktunarhross gegnum skýrsluhald í hrossarækt. Í dag eru öll aðildarlönd FEIF aðilar að WorldFengnum, að Frakklandi, Færeyjum og Kanada undanskildum.

Skýrsluhald í hrossarækt er lykilatriði í ræktun íslenska hestsins en með því er haldið utan um mikilvægustu upplýsingarnar, ætternið. Án þeirra væri ekki um neitt ræktunarstarf að ræða. Bændasamtök Íslands hafa yfirumsjón með skýrsluhaldinu í samvinnu við búnaðarsamböndin.

Hvað þarf til að gerast þátttakandi?
Hafa samband við viðkomandi búnaðarsamband eða Bændasamtök Íslands og óska eftir því að fá senda folaldaskýrslu. Ræktandinn fær úthlutað númeraröð sem hann notar síðan á sín hross. Ef viðkomandi á hross sem ekki eru grunnskráð er nauðsynlegt að byrja á því að skrá þau. Það er hægt að gera með því að fylla út grunnskráningareyðublöð sem hægt er að nálgast undir eyðublöð hrossaræktarinnar hér undir áhugavert. Grunnskráningarblöð má einnig nálgast hjá búnaðarsamböndunum eða BÍ. Hrossaræktarráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands veitir aðstoð við grunnskráningar ef þess er óskað. Þátttakendur fá síðan senda folalda- og afdrifaskýrslu á hverju hausti.

Hvað segir fæðingarnúmerið okkur?
Út úr fæðingarnúmerinu má lesa fæðingarár, kyn, landssvæði og bæjarnúmer. Bæjarnúmer er það númer sem viðkomandi ræktanda er úthlutað um leið og hann gerist þátttakandi í skýrsluhaldinu. Hér fyrir neðan eru tekin tvö dæmi:

Hvað má lesa úr eftirfarandi númeri IS1999187106?

Fæðingarland Fæðingarár Kyn Landssvæði Bæjarnúmer
IS (Ísland) 1999 1 (hestur) 87 (Árnessýsla) 106 (ræktandi)

Hvað má lesa úr eftirfarandi númeri IS2001285810?

Fæðingarland Fæðingarár Kyn Landssvæði Bæjarnúmer
IS (Ísland) 2001 2 (hryssa) 85 (V-Skaft) 810 (ræktandi)

Gæðaskýrsluhald
Árið 1998 var tekið upp gæðavottað skýrsluhald til að koma til móts við þær kröfur að auka öryggi á ætternisupplýsingum. Folöld fædd 1999 voru fyrstu gripirnir sem komu til skráningar í þessu nýja kerfi. Enn sem komið er er aðeins lítill hluti hrossastofnsins með þessa vottun, af folöldum fæddum 2001 eru aðeins um 30% með A-vottun. Hér á eftir verður gerð grein fyrir því hvað þarf til að fá folald A-vottað en þetta er í raun einfalt ferli. Í stuttu máli eru það þrjár skýrslur sem þurfa að berast fyrir ákveðinn tíma til skráningar. Nánari útlistun á hverri fyrir sig er að finna hér fyrir neðan.

1) FANGVOTTORÐ/ STÓÐHESTASKÝRSLUR
Fangvottorðið fyllir hryssueigandinn út en lætur síðan umsjónarmann stóðhestsins undirrita þannig það sé staðfest að hryssan hafi verið hjá viðkomandi stóðhesti. Ef hryssan er ómskoðuð vottar dýralæknir það með sinni undirskrift. Ef ræktandi leigir stóðhest sem er í öllum hans hryssum getur hann valið þá leið að fylla út stóðhestaskýrslu. Einstaka umsjónarmenn stóðhesta skila inn slíkum skýrslum en það er alfarið á ábyrð hryssueigandans að kanna hvort það sé gert. Þessum skýrslum ber að skila fyrir 31.12 árið sem hryssan fékk.
2) FOLALDASKÝRSLA
Næsta skýrsla er folaldaskýrslan en hún er send þeim sem eru þátttakendur í skýrsluhaldinu. Þessi skýrsla kemur hálfútfyllt og þar eru listaðar allar hryssur viðkomandi ræktanda, auk þess kemur fram nafn og númer þess stóðhests sem hryssan var leidd til (sbr. fangvottorð síðasta árs). Það eina sem ræktandinn þarf að gera er að merkja við hvort hryssan hafi verð geld, látið eða kastað. Ef hryssan hefur kastað er gert grein fyrir kyni, lit, einstaklingsnúmeri (sem ræktandinn getur valið úr sinni númeraröð) og afdrifum folaldsins. Þessi skýrsla þarf að berast BÍ eða búnaðarsamböndunum fyrir 31.12 árið sem folaldið fæðist.
3) SKÝRSLA UM EINSTAKLINGSMERKINGU
Lokastigið er síðan einstaklingsmerking folaldsins og eru þá jafngildar örmerkingar- og frostmerkingar. Folaldið skal merkja þegar við móðurhlið. Þegar um er að ræða folald í gæðavottuðu skýrsluhaldi er nóg að fram komi á vottorðinu fæðingarnúmer, nafn og uppruni folaldsins auk frost- eða örmerkis. Mikilvægt er að bæði merkingamaður og eigandi/ umráðamaður skrifi undir skýrsluna. Þessi skýrsla verður að berast til BÍ eða búnaðarsambandanna fyrir 1. mars árið eftir að folaldið fæddist. Lista yfir frost- og örmerkingarmenn á Suðurlandi má finna undir "Áhugavert" hægra megin á síðunni.

Hafi þessar þrjár skýrslur skilað sér á réttum tíma fær folaldið gæðavottun á ætternisupplýsingar og er það tekið fram á upprunavottorði ef til útflutnings kemur. Haustið 2002 fengu öll A-vottuð folöld útprentað eignarhaldsskírteini en það skírteini á að fylgja hrossinu sé það selt.

Er hægt að fá gæðavottun eftir öðrum leiðum?
Ef hross hefur af einhverjum ástæðum ekki fengið A-vottun er hægt að fara þá leið að sanna ætternið með DNA-ætternisgreiningu. Dýralæknir tekur þá blóðprufu úr hrossinu og það er síðan sent til greiningar í Svíþjóð. Kostnaður við þetta er þó nokkur, greiningin kostar um 5.000 kr og eitthvað tekur dýralæknirinn fyrir blóðtökuna. Algengt verð fyrir blóðtöku og greiningu er 10.000 kr.

Afdrifaskýrsla
Hvort sem þátttakendur í skýrsluhaldi eru virkir í gæðaskýrsluhaldi eða ekki fá þeir allir senda afdrifaskýrslu. Á afdrifaskýrslunni koma fram öll hross viðkomandi ræktanda og þar er hægt að gera grein fyrir hvað verður um hvert hross, s.s. sölu, geldingu og förgun. Brýnt er að nafn og kennitala kaupanda komi skýrt fram þegar eigendaskipti eru gerð.
Eigendaskiptablað
Eigendaskipti á skýrslufærðum hrossum eru skráð eftir tveim jafngildum leiðum, á afdrifaskýrslu eða á eigendaskiptablað. Eigendaskiptablöðin hafa þann kost að þeim má skila inn til skráningar hvenær sem er ársins en það er eðlilegast að gengið sé frá eigendaskiptum strax og sala hefur átt sér stað. Hægt er að sækja eigendaskiptablað undir eyðublöð hrossaræktarinnar.

Við Hrókur erum að fara á námskeið á morgun og var ekki seinna vænna að príla á bak drengnum í kvöld en hann hefur ekki verið notaður sem reiðhestur í bráðum 2 ár.Auðvitað fann ég ekki eitt eða neitt og fyrir rest lá mér svo á að ná að komast á bak fyrir myrkur að ég var að fara að þræða band í mélin sem taum en sem betur fer var ég ekki búin að því þegar að tveir Jónar duttu inní hesthús skælbrosandi með hest sem ég var að fá til mín.Auðvitað ákvað ég að fá annann Jóninn í hnakkinn en nei"........ekkert svoleiðis stóð til boða ég skildi fyrst fara á bak Hrók til að sýna þeim að hann myndi nú eftir öllu saman .Auðvitað var mömmustrákurinn minn ekkkert nema gæðin við kellinguna sýna,hvað annað .Nú vildi ég fá Jón Gísla til að fara á bak Hróknum mínum svona til að fá að sjá einhverja takta hvað annað! Vá"ég var eitt bros þegar að hann kom á klárnum til bara nánast vinkilhágengum og bara flottum í höfuðburði! Bara venjulega sveitajárnaður og ekkert vesen .

Ég er enn að jafna mig á því sem ég sá um daginn og því sem ég sá í dag! Daginn eftir að það kom frétt í RUV um Hrafnager í RVK þá komu þessis svörtu hrægammar fljúgandi hér yfir í flokkum og settust á kindur vinafólks okkar og byrjuðu að kroppa ullina af bakinu á þeim! Ég hringdi strax í þa og þegar að féð var komið á hús þá voru 3 svona kropaðar en ekki tókst þeim þó að blóðga þær.

Í dag var ég að keyra út rúllum í merarnar og þá komu þessir andsk...ar og gerðu sér lítið fyrir og settust á bakið á merunum,fikruðu sig svo alveg aftast á þær og reyndu hvað þeir gátu að kroppa í endagörnina á skepunum!!!!! Einn hékk í taglinu á Snót gömlu sem var nú ekkert að hreyfa sig mikið enda öllu vön úr Reiðskólanum en hann rann alltaf niður taglið á henni en upp flaug hann ítrekað aftur og reyndi allt hvað hann gat til að gogga í hana undir taglinu!Ógeð!!!! Svo eru þessi kvikindi á Válista!!!!!

En endilega að senda mér póst þeir sem vilja fá DNA test á hrossið sitt.Eina sem þarf að vera er að hrossið sé skráð og örmerkt.Örmerkingarmanneskja verður sama dag á svæðinu.Hér er netfangið okkar herbertp@simnet.is

Þeir sem vilja fá Höllu Eygló í sín stóð eða hesthús endilega láta líka vita og ég kem þeim upplýsingum til hennar.

17.02.2007 22:40

Busla að lóða

Þá er ballið að byrja,vorið á næsta leyti og Buslan farin að lóða.Hún hefur það svakalega gott og er öll hin brattasta.Eftir helgina fer hún í læknisskoðun og röngten og þá verður það ákveðið hvort henni er ekki óhætt að kynnast honum Kubb frá Norðurkoti sem er mjög gæflyndur og góður hundur þrátt fyrir að breytast í hið svakalegasta veiðidýr þegar að hann er á minkaveiðum.Hann er með mjög svipaða kosti og hún Busla en bæði eru afar þrjósk og finna minkinn á miklu dýpi og þá er best að hlýða og fara að moka.Bæði eru mjög geðgóð og þægileg í umgengni.Þannig að það verður mjög líklega got í vor.Þeir sem vilja fá hvolp er bent á að panta sem fyrst.Hvolparnir koma til með að kosta einhverja peninga einsog vanalega.Reyndar eru tveir líklega strax pantaðir en dýralæknirinn hennar Buslu sem reddaði henni alveg fær tíkarhvolp og svo verður náttúrulega eigandi hans Kubbs að fá folatoll fyrir lánið á Kubb.Hann á fyrsta val og vonandi að það komi fleiri en ein tík því ég vil endilega að dýralæknirinn hennar Buslu fái tík undan henni .

Kubbur kom í heimsókn í dag með eiganda sínum svona rétt til að Busla fengi að sjá herrann áður en að alvörunni kæmi en hún getur verið erfið með að parast við hvaða hund sem er.Buslu fannst Kubbur ekkert voðalega hættulegur hundur og verður spennandi að vita hvort þetta smellur ekki allt saman þegar að hún er alveg tilbúin.

Tobba Anna alltaf á öðru hundraðinu!!!!Kubbur alveg steinhissa á látunum í henni:)

Kubbur vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar að hann sá allar tíkurnar fjórar á bænum! Sú sem mest hafði gaman að leika við hann var hún Móna sem breytti um nafn nýverið.Hún hlýddi ekki nafninu sínu þannig að við urðum að breyta aðeins hvolpakallinu sem hún hlýðir svo vel.Við höfum alltaf kallað í hvolpana á sama hátt en við köllum "poppana"og þá koma allir popparnir (poppy) hlaupandi.Þannig að við endurskýrðum hana upp og núna heitir hún Tobba Anna.Alveg snilld því að hún kom frá Tobba og Önnu:)

Skvetta Busludóttir tók ekki vel á móti Kubb greyinu sem tókst á loft þegar að hún rauk í hann!Flott moment hehehehehehehe........Kubbur lifði það nú af:)

Annars er allt við það sama hér.Enn verið að moka út skít en á morgun klárast hesthúsið ef það verður ekki gestagangur mikill.Nú ef það koma gestir þá er bara að virkja þá einsog ein góð sagði og láta þá hafa skítagaffla í hönd .

Núna sit ég og bíð eftir að frétta hvernig Suðurnesjadömunum gekk á svellkaldar konur en það fóru minnsta kosti 4 af Suðurnesjunum á svellið.Tinna Rut,Sunna Sigga, Ólöf Rún og Elva Björk.Ef einhver hefur fréttir þá endilega láta vita hérna fyrir neðan!!!!

15.02.2007 19:43

Mokstur að verða búinn!

Frigg Ögradóttir (Glampasonur) og Dímon Glampasonur eru mjög góðir vinir.

Það er búið að flug ganga að moka með Skítavélinni hehehehehe. Hrossin eru  búin með tvær rúllur og standa alveg á blístrinu.Tími kominn líka til að fá að koma inn aftur í nýmokað hesthúsið og fá lýsið,steinefnin og vítamínið sitt útá heygjöfina inni sem ekki var hægt að gefa úti.

Glófaxi í miðjunni,Frigg og Þór sitthvoru megin við hann.

Við tókum okkur til í dag og ákváðum að skella okkur í Bónus en kotið var orðið ansi tómlegt hvað varðaði mat.Það er líka miklu betra að versla í Bónus heldur en í td Samkaup sem er miklu dýrara og svo var ég næstum gengin inní mitt rán þar um daginn! Það voru 3 Lögreglubílar þar fyrir utan og þorði maður varla þarna inn! Sem betur fer þá náðust þjófarnir og enginn slasaðist í ráninu þó kassadömunum hafi verið mjög svo brugðið.Best að fara bara í Bónus,það er allt svo ódýrt þar að það tekur því ekki að standa í að ræna þar .

Góðar fréttir af honum Pjakk litla folaldi.Hann er orðinn svo sterkur að ég ákvað í dag að ég tek hann ekki oftar í hesthúsið með handafli .Hann er orðinn svo hrikalega sterkur og ræð ég ekki lengur við að hemja hann svona þannig að ef hann ætlar að vera óþekkur að koma inn þá verður hann bara að dúsa útí rétt þartil honum fer að leiðast."Amma" úr Reykjavík kom í dag með brjóstakem handa Glennu og var Pjakkurinn ekki lengi að sjúga það af merinni.Ekki slæmt að honum skildi finnast í lagi með breytt bragð af spenunum:)Kannski er þetta bragðlaust krem! Ég verð bara að kreista úr túpunni og smakka hehehehe.

Jæja þá gott fólk.Þá er ég búin að meðhöndla og skoða hana Óskýrðu Hróksdóttur (dökkjörp) og er hún vel söluhæf og fer hérmeð á sölulistann.Ég ætla að bíða eftir því að 50 kjósi um nafn á henni í skoðanakönnunni og þá fær hún það nafn sem flesta kosningu fær.Það eru firnaflottar hreyfingar í henni og gaman að vinna með hana þrátt fyrir að hún sé stygg ennþá.Veður um á hágengu brokki og er hin montnasta.Virkilega vakandi og spennandi folald/trippi.

Mikil yfirferð á brokkinu og stingur hún flest hinna folaldanna af.

Verð að skella hér inn mynd af honum Snúð litla sem er algjört krúttípútt og var hann settur í einn stallinn svo Pjakkur hreinlega hlypi hann ekki niður.Ekki var hann Snúður neitt hrifinn af því og setti upp stúrinn Snúðasvip! Krúttlegur !!

13.02.2007 16:02

I love it!

Nú er mokað og mokað hér á bæ með fína apparatinu sem við erum með og fluggengur þetta alveg.I love it einsog segir í Dalalífi.Skíturinn fer í rás meðfram veginum sem kom þegar að vegurinn var gerður í gegnum Ásgarðinn fyrir fjöldamörgum árum.Þá var ekki verið að keyra efni í vegina heldur kom bara Jarðýta og ýtti jarðveginum saman og skildi eftir sig djúp sár sitthvormegin sem við erum að verða búin að græða síðustu árin.Þetta verður fínasta mold,blanda af hrossataði,hálm og spónum.Nú svo ég tali ekki um allann kanínuskítinn sem sprettur ekkert smá fallega upp af!

Óðinn Hróksson sofandi í rúllu:)

Hestarnir í húsinu eru útí rúllu á meðan á mokstrinum stendur og get ég ekki betur séð en að þeir hafi það bara gott með tvær rúllur til að velta sér um í og borða og sofa.

Ahhhhhh.........verð að stökkva af stað og vinna ! Blogga meir í kvöld!

12.02.2007 01:50

Hringur kominn og Skjóna litla

9 Febrúar.

Hringur kallinn er kominn heim og ég get ekki séð að hann sé neitt haltur og ekkert virðist ama að klárnum.Hann er bara óskaplega fallega feitur og pattaralegur þannig að ég setti hann útí rúllu hehehehehe.Eins gott að hann fari nú ekki að missa nein kíló klárinn!

10 Febrúar

Congratulation Karin! Your Skjóna is looking great!

Skjóna hennar Karinar í Sviss er komin heim í Ásgarðinn og er stór miðað við að vera September folald.Ekki til að hún sé stressuð,aðalega reið yfir því að finna ekki mömmu sína og sopann sem þar er.Þá eru þau folöld sem ég var búin að lofa að taka í vetur að verða búin að skila sér í Ásgarðinn.Allir regnboganslitir og gaman að líta yfir hópinn:)

Við gerðum rúllutalningu í dag og held ég barasta að heyið dugi framá græn grös og þá er ég ánægð.Eins gott að heyið er vel á borið og innihaldið reyndar í sterkara lagi því í haganum eru sums staðar lellur svipaðar og koma úr kúm.Talandi um áburðinn! Við fengum ásamt svo mörgum öðrum gallaðan áburð í fyrra sem vont var að bera á vegna þess hve kekkjóttur hann var.Stundum dreifðist vel úr dreifaranum og stundum kom ekkert.Túnin urðu svolítið skringilega röndótt á köflum en allt gekk þetta þó upp fyrir rest og allur áburður komst á þó með harmkvælum frá bóndanum:) Við fengum afsökunarbréf í haust frá þeim sem seldi okkur áburðinn og núna um daginn fengum við inneignarnótu með ásættanlegri upphæð á og ætlum ekkert að vera að kvarta meir .Bara gott mál!

Busla var dugleg í dag og stökk sjálf uppá rúllu sem búið var að taka plastið af.Síðan kom "pabbi"og tók rúlluna og hún dinglaði þarna aftaná himinlifandi með þetta allt saman .Kannski ekki sniðugt en varlega fór "pabbi" með Busluna:) Busla er að fara í myndatöku fljótlega og þá verður úr því skorið hvort að platan og skrúfurnar verða ekki teknar úr beininu en það eru miklar líkur á því að það sé að valda því að hún á bágt með að stíga í fótinn sinn.Hún reynir að nota hann reglulega en finnur til blessunin.Annars er hún svakalega hress og kát og hæstánægð með lífið .Ég er óskaplega fegin að ég missti hana ekki þegar að hún var sem mest veik.Að sjá þessa dúllu á morgnana brosa með augunum þegar að ég er að skrölta framúr rúminu,alltaf í góðu skapi.Það er ekki slæm byrjun á deginu fyrir mann .

Merarnar að úða í sig heyinu.

Boggi og Eygló komu færandi hendi frá Kanarí! Ég bókstaflega hrundi í það og stend í Tobleroni þessa dagana.Nammi namm........svo fékk maður líka öl til að skola súkkulaðinu niður með .Og ég tala nú ekki um styttuna af hestinum Blesa sem er klukka með pendúl en pendúllinn er sterturinn sem dinglar fram og tilbaka hehehehehehehehehe........takk æðislega fyrir okkur!

Veðrið er búið að vera með eindæmum gott og ekki amalegt að taka myndir af hrossum og öðrum ferfætlingum.Hér er ein hressileg af litum á fleygiferð!

Það eru góðar fréttir af honum Pjakk litla.Bara ef ég ætti vigt sem vigtaði hann! Ég ætlaði að gera einsog ég er vön þegar að hann er óþekkur að koma inn og tók ég í hnakkadrambið (faxið) á honum og ég réði illa við hann og hann er að verða svo sterkur og mikill tappi! Hann hefur greinilega þyngst og svo er maður farinn að skila þessum fínu folaldaspörðum og allt! Hann er búinn að vera að dunda sér við það síðustu dagana að éta skítinn úr mömmu sinni og þótti einhverjum nóg um hjá honum en þetta er allt í stakasta lagi og flest ef ekki öll folöld gera þetta til að koma reglu á þarmaflóruna hjá sér.Einhverjum sem var hér og sá þetta vidli endilega eignast svona hest því þá þyrfti hann/hún ekki að moka hesthúsið hjá sér hehehehehehe.

Hérna er myndasyrpa af drengnum sem á virkilega bágt með að stoppa!!!!

Lagt af stað! Flottastur!!!!!

Hlaupa hlaupa.......

Það er eins gott að vera ekki fyrir drengnum!

Og hvernig endar þetta alltaf hjá krökkunum! Hann datt kylliflatur og hljóp skælandi til mömmu .Auðvitað var hann kominn á fullt eftir örfáar sekúndur!

 

09.02.2007 14:26

Rjúpa heimsótt

Askur Stígandasonur liggur á meltunni í sólinni.

Veðrið er búið að vera glæsilegt síðustu dagana þó kalt sé.Frábært veður fyrir útiganginn að belgja sig út af heyi og leggjast svo á meltuna.Það er búið að vera ótrúlega rólegt hjá okkur hér í Ásgarðinum síðustu dagana og erum við þá náttúrulega farin að skipuleggja önnur verkefni einsog að moka útúr stóðhestahúsinu og kanínuhúsinu.Upplagt að nota veðurblíðuna til þess því hrossin þurfa að bíða úti við á meðan mokað er.

Við skelltum okkur því í Helgadalinn til að sækja okkur Agro Mac liðstýrða vél sem er hreint út sagt frábært tæki til að nota við bústörfin.Þetta apparat ætti hver bóndi að eiga því það er hægt að fá allan fja......framaná og meira að segja bacho aftaná til að grafa skurði.Þetta tæki nýtist sem götusópari,staurabor,skítamokari og margt margt fleira.Verst að svona apparat kosta marga peninga og þá eigum við ekki í augnablikinu þannig að við "leigjum"tækið einu sinni á ári og erum himinlifandi með það .

Rjúpa er ekkert smá ástfangin af tamningarmanninum sínum! Elti hann á röndum um allt .

Við kíktum í leiðinni á Rjúpu Hróksdóttir sem var nú reyndar búin að fara í reiðtúr en aðalatriðið var nú að borga manninum fyrir vinnuna sína við merina.Það gengur alveg svakalega vel með hana og lyginni líkast hreinlega.Merin er ekki nema 3ja á fjórða vetur og kom hún til Hilmars þegar að allt var á kafi í snjó og hann komst ekki í hringgerðið með hana því það var fullt af snjó.Þá notaði hann bara gerðið fyrir utan hjá sér og svo götuna og áður en hann vissi þá var hann farinn að ríða henni um allann Víðidalinn! Hún brokkar vel,töltið er laust en ballansinn er ekki góður því hún er svo hrikalega stór og mikil lengja.Henni er alveg sama þó hann fari nýjar reiðleiðir,hann segir hana svo örugga með sig að það skipti ekki máli.Sem betur fer þá sagði ég Hilmari það að hann mætti eiga von á því að merin myndi sunka saman á fyrstu dögunum því ég hefði tekið hana inn í fyrra úr rúllu og eftir fjóra daga þá blöskraði mér svo hvernig hún leit út að ég henti henni aftur útí rúllu! Hún gerði þetta sama hjá honum en hún er svo svakalega bollétt að hún lítur út fyrir að vera grönn sem hún er alsekki.Hilmar tók á það ráð að gefa henni 4 sinnum á dag og var hún frekar óþekk fyrstu dagana að borða hjá honum og vill hann meina að hún sé vön að geta valið úr að vild í rúllu sem er alveg rétt .Hún er sami matargikkurinn og ég var hehehehehehe.Hún er svakalega flott hjá honum og er farin að rjúka úr hárum og breyta um lit.Grái liturinn er að breiðast yfir hana og þá sést það svart á hvítu að hún er litförótt en ekki bara sótrauð.Ég er svaka spennt að finna mér tíma til að komast inneftir í góðu og björtu veðri með cameruna og mynda Rjúpuna mína í reið.Næsta skref er að fara með hana til hans Agnars Þórs og þar verður svo ákveðið með framhaldið.Mig grunar að ég fari bara með merina í byggingardóm í vor og jafnvel setji hana undir stóðhest og láti hana eiga eitt folald svona til að þroska hana aðeins hvað varðar skrokkinn sem er ansi fínlegur og mætti alveg við því að styrkjast og þroskast meir.Ég ætla ekkert að flýta mér með hana í kynbótabrautina,það borgar sig ekki.Góðir hlutir gerast hægt ekki satt?

08.02.2007 00:36

Meeeee.......gott fólk!

Meeee.......Flanki frá Flankastöðum og Hrauna frá Hrauni að biðja um meira brauð.Rosalega er maður eitthvað takmarkaður í nöfnum hehehehe.En þessi nöfn eru bara ágæt ekki satt.Fjárbúskapurinn gengur vel enda er ég með svo góðan fjármálastjóra sem stýrir mér í gegnum þetta allt saman.Valgerður segir,fjármálastjórinn minn, að ég eigi að gefa bara nógu mikið hey og það gott hey og þá verði allt í lagi með allt.Þetta gerum við samviskusamlega og bættum reyndar pínu brauði við og ef ég fæ ekki 3 lömb úr hverri á í vor þá verð ég bara að reka hana Valgerði og fá mér nýjan fjármálastjóra .Eða þannig sko:)

Sóley á fleygiferð á eftir traktornum.Skil ekkert í þessum ljóskum:)Ef það er ekki Kapella (ljósaskjótt) að hlaupa á eftir traktornum eða móðir hennar Hera (ljósaskjótt) þá var það hún Sóley í dag sem hljóp og hljóp með mér á meðan ég týndi inn rúllurnar í hólfið þeirra.Semsagt algjörar ljóskur þessar snúllur .

Pálmi frá Höfnum og Vænting (Skinfaxa) frá Ásgarði og úða í sig heyinu.

Ég gaf útiganginum í dag og var voðalegt stuð á öllum.Reyndar er ein unghryssa í bullandi látum og flestar hryssurnar farnar að rjúka úr hárum! Ekki alveg tíminn í það strax finnst mér.Vonandi þær verði ekki berrassaðar í vor:)

Ég vil ekki vera bundin! Arg..........meiri asnarnir þessir tvífætlingar!

Við Herbert ákváðum í dag að laga aðeins múlinn á folaldi sem er í heimahesthúsinu en hann var runninn fram af nefinu á því og hékk um hálsinn.Sú var spræk! Við vorum næstum viss um að folaldið hefði öðlast vængi því það flaug útúr fína tökubásnum og yfir nýja fína hliðið sem Hebbi gerði í fyrradag og urðum við að beita öðrum klækjum við það svo hægt væri að skipta um múl á því og skella því í smá kennslustund í góðum folaldasiðum .Allt gekk þetta vel að lokum og sú "stutta"var hamin og bundin en var EKKI glöð með þessa meðferð á henni blessaðri.Bara gaman ef enginn slasar sig .

Það er ekki hægt annað en að blogga smá um hann Pjakk litla:) Hann fór aftur út með mömmu sinni í dag og sprændist um alla rétt með látum.Núna gekk betur að ná kauða inn enda orðinn þreyttur á útiverunni enda fékk hann að vera í cirka hálftíma úti í dag.Hann þykist vera alveg oboðslega duglegur og étur hey með mömmu sinni,krúttlegt að sjá hann týna í sig stráin.Sjá þenna litla sprella borða úr stöllunum en hann étur sko ekki heyið sem ég set fyrir hann á gólfið því hann er svo stór að hans "sögn" að hann nær alveg uppí stallana:)

Ég get alveg fengið mér strá og strá úr stallinum! Maður borðar ekki það sem er á gólfinu! Langsætastur hann Pjakkur .

Og svo að lokum,nokkuð gott frá Færeyjum sem ein góð sendi mér hehehehehehe............ég var lengi í hláturskasti! Það er bara eitt orð sem ég skil ekki alveg en það er P....a bannað innan 18!!!!!!!!!!!

Nú þarf að hyggja að dekkjum og ljósum fyrir veturinn eins og þeir í Færeyjum........

Lyktakanningin 2007 - er peran í lagi? At lyktirnar lýsa, er tín ábyrgd!

Tað er rætt og slætt vandamikið, at bilar koyra við ljósum, sum ikki eru í lagi. Tað skal ikki nógv meira til enn at ganga eina ferð rundan um bilin og hyggja eftir, um øll ljósini lýsa, sum tey eiga.Best er at vera tvey um uppgávuna:

annað situr í bilinum og tendrar fjarljósini, blunkljósini og bakkiljósini og traðkar á bremsuna, so bremsuljósini lýsa.So er tað aftur píkatíð

Frá sunnudegnum 15. oktober er aftur loyvt at brúka píkur.

Tað kann hugsast, at sumir verða freistaðir at seta píkurnar upp undir komandi vikuskiftið, en ikki ráðiligt at seta píkarnar undir til dømis fríggjadagin ella leygardagin, bara frá sunnudegnum.

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 775
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208460
Samtals gestir: 23186
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 15:18:02