Heimasíða Ásgarðs

27.02.2007 01:08

Busla bomm!!!!


Silfri að koma og fá klapp hjá kellingunni sinni:)

Allt gengur sinn vanagang hér á bæ.Vor í lofti og Busla búin að kubba sig saman við hann Kubb frá Norðukoti:)Semsagt orðin hvolpafull.Hænurnar fá að fara að liggja á eggjum þrátt fyrir kulda en við blásum nú bara á kuldabola og bolum honum í burtu.Fashanarnir eru líka byrjaðir að verpa og þá hlýtur að vera að styttast í vorið,segjum það.
Magga og Inga voru hér allann Laugardaginn að hjálpa til við búverkin en það var útigjafadagur og þeir eru alltaf strembnari en aðrir dagar.


Toppa Náttfaradóttir með vinkonum sínum.Lítur vel út sú gamla þrátt fyrir að verða 23 í vor.Smá söðulbökuð.......hva.....:)
Toppa aftur að úða í sig heyinu:)

Völusteinn að prakkarast:)

Það gekk heldur betur mikið á í dag þegar að Völusteinn og vinir fóru út.Ég setti stóra bróður hann Glófaxa út með þeim þremur því það er alltaf gott að hafa eldra hross sem stuðning fyrir þau yngir sérstaklega þegar að þau þekkja ekki alveg nógu vel svæðið sem þeim er hleypt inná.Völustein fannst hann ekki þurfa á svona "barnapíu" að halda og fór mikinn um allt hólfið með tvö folöld á eftir sér á harðaspretti.Sá var nú aldeilis öruggur með sig! Enda endaði það með því að hann hljóp á girðinguna og hvolfdist yfir hana og Skjóna litla hvolfdist á eftir honum og henni brá svo að hún tættist yfir girðinguna til baka þrátt fyrir strauminn á henni! Völusteinn hinsvegar spratt á fætur og tættist um allt alveg rígmontinn með þetta allt saman og nýfengið frelsi.Mér varð svo um þetta að ég náði engum almennilegum myndum enda umhugað að koma folaldinu innfyrir aftur og vonaði að ekkert amaði að því. Sem betur fer þá var það innan girðingar en ansi stórrar girðingar! Völusteinn þrammaði þarna um alveg blísperrtur með taglið uppí loftið og ég stillti cameruna á videó en titraði svo mikið að ég gat ekki tekið neitt upp!

Fylgið mér.......hlaupum eins og fætur toga!

Sem betur fer þá gat ég náð hinum tveimur folöldunum innfyrir réttina og lokað.Svo var að reyna að sansa hann Völustein til en nei"ekki að ræða það að láta ná sér,nú var gaman hjá kauða hehehehehe......ef ég reyndi að nálgast hann þá hljóp hann bara fjær mér.Ég fór og sótti bróður hans hann Glófaxa sem hefur áður verið mér mjög hjálplegur með folöldin og teymdi ég hann að girðingunni og lagði hana niður með tveimur þungum steinum.Ekki kom hann Völusteinn.Það var ekki fyrren að helv.......Mótorcrossari kom æðandi eftir veginum með þvílíkum óhljóðum að honum brá og þá kom hann grengjandi til okkar dauðhræddur:) Og yfir fór hann og beint inní hesthús á eftir stóra bróður:).
Hann var alheill og ekki sá á honum né hinum folöldunum sem betur fer.

Síðan gat ég hleypt út rest af folöldum sem biðu spennt inni að fá að spretta aðeins úr spori á meðan ég tók til í stíunum og bar hálm og sag undir þau.
Allt er gott sem endar vel og dagurinn endaði á því að Busla fékk sér gott í kroppinn hjá honum Kubb sínum og heim vorum við komin um ellefuleytið.Þannig að eftir cirka 63 daga verða hér fæddir hvolpar.Vona að það verði sem mest af tíkum,mér finnst þær skemmtilegri.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 57
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 296144
Samtals gestir: 34063
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 06:36:28