Heimasíða Ásgarðs

07.03.2006 15:09

Ferming,brúðkaup og jarðaför.

Þá er maður loksins sestur niður og búinn að jafna sig á önnum síðustu daga.Er þá ekki best að blogga um það helsta sem skeð hefur en um helgina var ekki um annað að ræða en að bæta við vír í fína hólfið við stóra hesthúsið og setja veiturafmagn á það svo að folöldin geti nú áttað sig á því að þau geti ekki troðist út eftir eigin geðþótta.Þannig að hólfið er orðið þriggja víra rafmagshólf með lituðum streng efst svona til að allir sjái betur að það er eitthvað á milli stauranna.En í dag ætla ég að gera aðra tilraun til að setja þau í þetta hólf og vita hvort að þau læra ekki eitthvað sniðugt um rafgirðingar:)))

Sunnudagurinn 5 Mars var ósköp léttur í skepnunum enda var ég búinn að forvinna hann einsog hægt var vegna fermingar sem við mættum í klukkan 17:00.Eftir þessa fínu fermingarveislu þarsem maður át á sig gat og sukkaði svo rækilega í sykurjukkinu fékk hálfgert sykursjokk þá keyrði ég honum Hebba mínum í Brúðkaup hjá vini sínum og vinnufélaga.Fór ég til hennar stóru systur minnar í "pössun" á meðan.Um ellefuleytið um kvöldið hringdi minn maður og bað um að hann yrði sóttur og var hann ekkert voðalega veislulegur að sjá heldur var brúðkaupið sem hann fór í einskonar forbrúðkaup sem var allsherjar partý og allir góðglaðir og hressir.Ég var í 3 tíma að slökkva á kallinum mínum en hann átti að mæta í vinnu 5 um morguninn og veitti ekkert af þessum þremur tímum í svefn áður en vinnubíllinn sótti hann.En hann var sprækur á fætur en ansi þreyttur um kvöldið þegar að hann kom heim:)))

Mánudaginn 6 Mars var jarðaför í Reykjavík en hann Björn hennar Dæju frænku var að deyja.Þetta er sú fallegasta og persónulegasta jarðaför sem ég hef farið í.Ræðan var löng og falleg en presturinn var vinur þeirra hjóna og sagði vel frá ævi hans Björns sem var frábær maður og hjálpaði mörgum unglingnum á rétta braut með handleiðslu sinni í gengum sitt smíðastarf en hann var smíðakennari í Hlíðarskóla til margra ára.

Eftir erfidrykkjuna fórum við Anna til Elísu mágkonu okkar í kaffi og skraf en ég hef ekki komið til hennar í mörg ár.Það var gaman að sjá litla Guðmund frænda sem að stækkar óðum og verður kannski lítill vinnukall hjá frænku sinni í sveitinni einn daginn:)))

Jæja gott fólk,nú er best að fara að kíkja á hvort að kanínurnar eru nokkuð að fara að gjóta en það líður að því að þær fari að sýna þess merki að vilja fá til sín hreiðurkassana sína.

03.03.2006 21:33

Kanínuræktin

Þessi myndarlega kanína á heima fyrir austan og finnst mér hún vera ansi myndarleg og feit.Ég seldi nokkrar læður á þennan bæ og paraði þær fyrst með mínum bestu högnum sem betur fer því ég var að missa einn af þeim um daginn.Ég ætla rétt að vona að sá högni hafi parast vel við læðuna því nú langar mig að vita hvort ég geti fengið keyptann einn högna undan honum og læðunni frá mér.Það var eins gott að ég notaði bestu högnana mína en fólk hefur verið svolítið hissa á mér að gera þetta en ég hef svarað því þannig til að ég geti þá seinna meir sótt gott blóð inní mína ræktun aftur eða reddað  mér ef að ég missti gott dýr einsog skeði núna.

Folöldin voru ekkert voðalega þakklát okkur í dag að fá að fara í nýja fína hólfið sem að stóðhestefnin hér á bæ eru í en þeir fóru inn í dag svo að Hrókur gæti viðrar sig og "börnin" sín og sprett svolítið úr spori.Hleyptum við þeim út í hólfið í svona cirka klukkustund og unnum róleg við annað við Hebbi.

Síðan fór ég út til að teyma Hrók inn og láta þessi 7 folöld elta hann inn en þá voru bara 5 folöld hjá honum en 2 búin að troðast undir girðinguna og lékum lausum hala um allt! Ég verð nú að viðurkenna að það er ekki komið rafmagn á girðinguna en okkur grunaði ekki að þau færu að troðast undir neðri vírinn en þeim fannst það nú ekki mikið mál.Nú voru góð ráð dýr.Sem betur fer þá er Hrókur svo innilega rólegur og þægilegur að hann bjargaði okkur alveg með þægð sinni.Setti ég múl á hann og teymdi hann inn með einhvern hlutann af folöldunum, þurfti svo að hlaupa með hann til baka því að það sem eftir varð varð alveg vitlaust og þá var að spretta aftur úr spori með hann og svo aftur út þegar að þessi 5 voru kominn inní stíurnar sínar.Þá voru þessi tvö eftir sem voru orðin hrædd og vitlaus ein úti og komust náttúrulega ekki tilbaka undir vírinn þó svo þau hafi komist undir hann og út!

Enn eina ferðina var Hrókur teymdur og hlaupið hingað og þangað með hann svo að þau myndu nú elta hann rétta leið en á tímabili voru þau mikið að spá í að láta sig bara hverfa útí buskann frá okkur.Þau komu sem betur fer með þvílíkum rassaköstum og látum að honum og eltu hann loksins inní girðinguna aftur.Alltaf hélt hann ró sinni sama hvað þau prumpuðust í kringum hann með þvílíkum sprelli og látum.Mikið er gott að eiga einn svona rólegann og stabílann hest sem smitast ekki af ólátunum í öðrum hrossum.En eitt er víst að annað folaldið sem slapp endar í frystikistunni okkar eftir örfáa daga.Enda með afbrigðum leiðinlegt og lundfúlt.Og annað er víst og það er það að á morgun verður settur enn einn vírinn á girðinguna og veiturafstöðin sett á.Þetta skulu folöldin ekki fá að gera aftur.

Nú er ég farin að éta kjúklinginn sem var að grillast í ofninum.Fer þetta ekki að verða með síðustu fuglunum sem að maður lætur ofaní sig?Hvaða bóndi fyrir austan var að slátra öllum fuglunum sínum vegna fuglaflensuótta? Eru allir að verða vitlausir? Fuglaflensan er búin að greinast hér í fuglum fyrir nokkrum árum og enn erum við Íslendingar uppistandandi.Við erum svo hraust þjóð!

02.03.2006 21:26

Stóðhestefnin á fljúgandi ferð og hægfara útigangur.

Það var ekkert smá stuð á stóðhestefnunum hér á bæ þegar að þeir loksins fengu að spretta almennilega úr spori í stóra nýja hólfinu sem að við vorum að klára.Þeir fóru að á öllum mögulegum gangtegundum og ómögulegum líka.Það vantaði ekki fótlyftuna í Rösk Illingsson og sýndi hann flotta takta.Annað var að segja um útiganginn sem fékk rúllurnar sínar í dag.Þar voru allir miklu meira hægfara og reyndar voru alir sofandi hingað og þangað um hagann frameftir deginum.En hrossin vöknuðu af værum blundi þegar að ég og tíkurnar komu á traktornum og fórum að dreifa rúllunum um allt.Busla sat sem fastast á rúllunum meðan ég keyrði þeim út og hossaði hún stundum næstum af þegar að ég fór af túninu og útí þúfurnar.Það var frekar fyndið að sjá hana halda sér sem fastast með klónum íbyggin á svip.Meira að segja fór hún ekki af þegar að ég slakaði rúllunum af og reisti þær upp heldur prílaði hún bara eftir rúllunni.

Busla dugleg að hjálpa til við útigjöfina.Set inn videóbrot af henni þarsem hún er að hossast með á traktornum.

Hvernig er það með fylfullar merar sem er komin "slagsíða"á? Hvort er hestfolald eða merfoald ef bumban er öll hægra megin?Var mikið að spá í þessu í dag í góða veðrinu.

Halastjarna er öll hægra megin.Fengin við Ögra Glampasyni.

Villimey er öll vinstra megin líka.Fengin við Ögra Glampasyni.

 

 

 

 

 

Heilladís er öll hægra megin með sína bumbu.Fengin við Sokkadís er afturámóti pen en hún var sónaskoðuð fylfull við hinum eina og sanna Glym frá Innri-Skeljabrekku og fékk frekar seint fylið í sig.Það verður spennandi að sjá hvaða græja kemur útúr þeirri blöndu!Kannski er kynbótabomba á leiðinni!

01.03.2006 21:25

Örmerkingardagur.

100%

Í dag var mikið að gerast og margir upprennandi gæðingar örmerktir.Valgerður vinkona á Hrauni mætti galvösk með græjurnar og lágu 9 gripir í "valnum"þegar að hún var búin að örmerkja eftir daginn.Tvö upprennandi stóðhestefni,ein hryssa og restin folöld.Gekk þetta allt einsog í sögu hjá okkur hvað annað þegar að þrjár sprækar kellingar hittast.Magga kom úr Reykjavíkinni til að fylgjast með að við færum nú ekki að örmerkja allt sem að hönd á festi:))

Síðan hleyptum við Magga Hrók með folaldahópnum sínum (7 stykki) í nýja fína hólfið sem við Hebbi erum búin að girða og það voru sko rassaköst og læti um allt hólfið.Freyja hljóp á vírinn en sem betur fer ekki alvarlega.Við fengum sýningu af bestu gerð og ekki leiðinlegt að horfa á.Þegar að við vorum búnar með öll verkin í stóru húsunum fórum við heim og gáfum stóðhestefnunum hey en þeir fá að vera inni í nótt.Ekki leiðist þeim það Silfra,Stirni og Ask að úða í sig heyinu innandyra í hlýjunni.Næst fórum við niður á tún og gáfum merunum eina rúllu til að friða þær þartil ég kemst á traktornum á morgun og gef þeim fulla gjöf.Nýja jarpa hryssan samlagast vel að hópnum og kemur sér í heyið.einhver slagsmál voru samt en aðalega sömu breddurnar að láta í sér heyra.Alveg óskiljanlegar þessar hryssur að slást svona og nóg til handa öllum.

Ég gleymi alveg aðalatriðinu..............þarsem ég er svo feikilega skemmtileg manneskja þá bauð ein vinkona mín mér á .............MONTY ROBERTS námskeiðið!!!!!!!!!!!!!! Hún Gudda mín er svo frábær að ég átti ekki til orð,reddaði miðunum og alles!Og auðvitað á fremsta bekk fyrir okkar fínu rassa! Þetta er náttúrulega toppurinn á tilverunni og er maður ekkert smá spenntur:)))))))

28.02.2006 23:55

Gestagangur og Mjölnir farinn.

Fullt af skemmtilegu fólki kíkti við hjá mér um helgina og í nógu var að snúast.Einna helsta sem ég man voru Boggi og Eygló færandi hendi með guðaveigarnar í Ásgarðinn.Síðan hef ég setið að sumbli og vart geta stunið upp orði.............eða þannig hehehe got ya people! Ekki þýðir að hafa nóg að drekka en systir mín og mágkona sáu um það að ég og Hebbi horféllum ekki og komu færandi hendi með Kentucy sjálfann og Pepsi Max.Það eru nefnilega svo miklar líkur á því að við séum að horfalla hérna í Ásgarðinum eða þannig sko......skilurrru.Ohhhhh.....ég er komin með þessi Silvíu heilkenni einsog næstum því hver einasti Íslendingur.Er ekki hægt að fá pillur við þessum óþverra eða á maður bara að borða eitt sápustykki eða svo og málið er afgreitt!

Við erum svo yfir okkur glöð með nýjustu gestina hér á bæ en það eru vælandi Smyrlar sem eru að taka til í Staragerinu sem að svífur hér um og étur brauðið frá Öndunum og sefur í útihúsunum okkar okkur til mikillar mæðu og ama.Smyrlarnir tveir eru alveg snillingar þegar að þeir sitja fyrir Störunum sem að reyna að leynast allstaðar fyrir þeim.Eltingarleikurinn er alveg rosalegur þegar að Stararnir komu úr felum og fljúgja þá fuglarnir svo hátt á loft að maður varla kemur auga á þá.Þetta kemur sér vel að fá svona sjálboðaliða til Staraeyðingar en Starinn er allstaðar að troða sér með sína hreiðurgerð og lúsafaraldri sem honum fylgir.Hver kannast ekki við það.

Loksins kláruðum við Tittahólfið við stóra hesthúsið og Hrókur fékk að fara út og vígja það.Ekki þótti honum þetta neitt voðalega spennandi sem við vorum búin að gera heldur fór hann bara að kroppa grænu nálarnar sem eru hér um allt eftir hlýjindakaflann.Mér tókst að reka hann til með allskonar skrækjum og látum og náði að mynda einhver spor hjá kauða áður en hann setti niður hausinn til að kroppa meir.En lyktin sem kom frá honum...... mmmmmm nammi grænt gras lykt einsog að sumri:)))

Ég fékk alveg nóg í dag að horfa uppá kallinn minn sveittann að gera Virðisaukaskattskýrsluna í höndunum uppá gamla mátann.Allt skrifað með blýanti og reiknað samviskusamlega á reiknivél í fleiri klukkustundir.Ekker má klikka eða reikna vitlaust.Mín skellti sér í símann og pantaði DKBúbót og núna skal gera þetta rafrænt í gegnum tölvuna og skila öllu heila klabbinu sjálfur.Við verðum á háu tímakaupi við að gera skattaskýrsluna sjálf því að reikningurinn síðustu árin frá Endurskoðandanum okkar en alveg hreint himinnhár.Vel á annaðhundraðþúsund takk fyrir!

 

24.02.2006 23:59

Blíða er þetta!

Blíða er þetta dag eftir dag.Ég eyddi nú samt fyrri hluta dagsins inni og baðaði þær Bulsu og Töru gömlu.Síðan var allsherjar hreingerning á baðinu eftir það og ryksugað yfir húsið.Tinna kíkti á mig og fræddi mig á því að Hringur sé að verða betri og berti með hverjum deginum sem líður.Hann er farinn að stimpla á hægu og nú er um að gera að drífa hann Bjögga sæta á Suðurnesin og skera stagið úr klárnum svo hann geti nú farið að sprikla aðeins hraðar með Tinnu.

Næst fór ég myndahring sem byrjaði á hvolpunum sem að viðruðu sig í dag í góða veðrinu.Síðan tók ég nokkar myndir af útigangninum sem sagði mér að það vantaði hey á morgun.Best að hlýða þeim og skella sér í heygjöf á morgun svo að alir séu sáttir og saddir.Ég fékk mér góðan göngutúr og endaði í kanínu/hesthúsinu þarsem að allir fengu að fara út að sprikla.Nema náttúrulega ekki kanínurnar ´því ég nenni nú ekki að elta þær uppi allar saman:))) Folöldin tóku svaka syrpu og Fönix hinn nýji var ekkert nema fótlyftan og lætin þegar að hann fór út.Það munaði engu að ég pakkaði honum Hrók ofaní pappakassa og setti hann uppá loft!Hann var ekkert að eyða sinni fótlyftu á mig og cameruna þannig að ég var ekkert að eyða megabætum í tölvunni á hann hehehehe.

Ég varð eina ferðina enn "amma" í dag því ég heyrði í hænunugum hjá einni sem var að liggja á.Ég þorði ekki að trufla hana og tek bara myndir af krílunum seinna.

23.02.2006 23:48

Stelkur fór og Fönix hinn nýji kom.

Jæja gott fólk,þá er einn enn skemmtilegi dagurinn kominn að kveldi.Ég byrjaði á því að skutla kallinum á námskeið hjá IGS inní Keflavík.Reglulega eyðileggja þeir daginn hjá starfsfólki sínu með því að skylda þá til að mæta á frídögum sínum og hlusta á sömu tugguna aftur og aftur og flestir sofna yfir ræðunni.

 

Næst var að kíkja á hvolpa og tíkur en hvolparnir eru búnir að ?taka til? í hesthúsinu þannig að ekki finnst einn einasti hlutur þar.Þeir höfðu náð í gamlann poka af kúlunammi sem hefur tíðkast hér sem nammi handa hrossunum og voru ekki vel hressir í maganum eftir átið.Vonandi læra þeir af reynslunni litlu ormarnir.Á morgun fá þeir að djöflast útivið að vild í góða veðrinu sem að á að halda áfram.

 

Eftir hádegið skellti ég kerrunni aftan í Blakk hinn Fagra og náði í Stelk sem að fékk far inní Gust með mér.Stelkur hefur náð að slasa sig í andliti en hann var með stóra kúlu fyrir ofan nefið sem að gróf í.Hann fór beint af kerrunni hjá Björgvin dýralækni í Gusti sem að doktoraði hann á staðnum.Það var leiðinlegt að afhenda hestinn svona en stundum ske slysin og grunar mig að hann Stelkur verður gróinn sára sinna áður en hann giftir sig.Minnsta kosti vona ég það.

 

Ég hitti fullt af skemmtilegu fólki inní Gusti fyrsta og gamla félaginu félaginu mínu.Hulda Geirs kom burrandi með börnin sín og var virkilega gaman að hitta hana.Var hún að fara að viðra börnin sín og hvar er betra en að viðra þau innanum skepnurnar.

 

Næst var að sækja hann Fönix hennar Möggu en hann var að útskrifast frá Agnari Þór tamningarmanni og er nú háskólamenntaður hestur.

Reyndar var ég í vafa þegar að við komum heim með hann hvort þetta væri réttur hestur! Svei mér þá ef að Magga hefur bara ekki fengið annan rauðskjóttann hest afhentann inní Gusti! En minnsta kosti þá líst mér mjög vel á þennan hest og til hamingju með hann Magga og látum Agnar ekkert vita að hann lét okkur hafa vitlausann hestJ.Þessi er svo rólegur og yfirvegaðurJ.

22.02.2006 23:56

Með öndina í hálsinum og maganum:)

 
Maður er þvílíkt gleyminn,bloggar endrum og eins og er svo að gleyma hinu og þessu.Ég man ekkert hvað ég var að gera í gær.................jú"þetta venjulega að gefa öllum að borða.Hrókur fékk að fara í annað sinn út með stóðhestefnunum hans Agnars og geri ég það ekki aftur að hleypa þeim út saman.Ætlunin var að þeir hreyfðu Hrók fyrir mig sem að þeir voru voðalega duglegir við, einsog líka núna.
En það kom að því að það fauk í hann gamla og þegar að ég var búinn að fylgjast með þeim í nokkurn tíma og einn af folunum var búinn að hanga svolítið lengi á hálsinum á honum þá fauk í hann og ég fékk að sjá hann reiðann í fyrsta skipti á ævinni að verða 8 vetra gamall.Hann borgaði fyrir sig og beit í hinn þannig að hann gat sér enga björg veitt.Ekki var hann nú lengi að sleppa þegar að ég lét prik vaða í rassgatið á honum.En svo hristi ég framan í hann plastpoka sem ég var með í vasanum og þá var hann fljótur að gleyma öllu öðru.Skellti ég honum inn og leyfði folunum að vera aðeins lengur útí rigningunni.
Folarnir voru fegnir þegar að ég hleypti þeim inn í nýspónaðar stíurnar og gaf þeim vel af heyi.Þeir eru að springa út og verða ansi flottir á búkinn.Leiknissonurinn er langflottastur af þeim og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.
 
Núna erum við að bíða eftir honum Bjarna sem að er að koma og sækja sér endur.Vel tókst að veiða þær greyin enda eftir að Hebbi stækkaði og dýpkaði tjörnina þá var einsog tappi hafi verið tekinn úr baðkari og seytlar vatnið að mestu niður úr jarðveginum og bara smá pollur fyrir þær að synda á.
Og svo kom Bjarni:
Bjarni og Þura komu og sóttu 5 andarkellingar og hrafninn sem að fyrirfór sér hérna fyrir nokkrum vikum á klaufalega hátt.Hentugt því Bjarna vantaði svona fínann hrafn í uppstopp.
Ekki stoppuðu þau lengi en kíktu þó á hvolpana og völdu sér eina tík og þá er öllum hvolpunum ráðstafað.Sú feita og stærsta fer að Torfastöðum eftir tvær vikur.Sú á eftir að vera í dekri þar:)))
 
Við hjónin vorum framí myrkur að mæla bilið á milli stauranna í titta/folalda hólfinu.Sóttum við staura og settum niður síðasta hornstaurinn og lögðum einn vír þannig að þetta er allt að komast á skrið.Reyndar verð ég að fara í húsasmiðjuna og kaupa hitt og þetta sem vantar uppá svo að þetta verði einsog kallinn vill hafa það.Það er sko ekkert verið að gera þetta fyrir næstu árin heldur næstu öldina:)) Hann vill gera þetta vel og er það hið besta mál.
Síðan löguðum við rafmagnsþráðinn á milli stíanna þannig að folöldin séu ekki að vesenast á milli með hausinn og éta frá hvort öðru.Ég tók nefnilega eftir því að hún Feilstjarna var alltaf pakksödd en samt alltaf hey hjá henni.Hún nefnilega bauð sér í veislu í næstu stíu með hausinn sinn og át með Freyju og bróður hennar.Feilstjörnu brá heldur betur þegar að nýji fíni þráðurinn gaf henni þetta rokna stuð og reyndi hún ekki að bjóða sér í matarboð í næstu stíu eftir það.Engil færði ég yfir til hennar í gær og er hann í rokna fýlu yfir því að hafa verið færður frá Kapellu vinkonu sinni.Hann étur ekki einu sinni heldur hengir haus útí horni.Hann þarf ekki að kvarta yfir stíufélaganum því hún er ekkert að ybbast við hann á nokkurn hátt.
 
Alltaf er maður að heyra eitthvað nýtt um fuglaflensuna.Núna er hún komin í Húsdýragarðinn og er veiran eitthvað óhraust og lélegt eintak af henni þar.Hún á að hafa fundist þar líka í fyrra og hitteðfyrra.Þannig að ég er óhrædd við að éta mína fugla enn sem komið er en ætla að skella þeim inn hið fyrsta.Reyndar vorum við hjónin að gúffa í okkur heimaalinni önd að hætti hússins hehehehe og ég stend enn upprétt og allsgáð.Þær eru ekkert smá góðar á bragðið og ég er stolt af því að geta framleitt í mig og mína hollan mat sem er ekki fullur af allskyns rotvarnarefnum og óþverra.Enda blómstar maður (í allar áttir).

21.02.2006 12:21

Flott hross á Mánagrundinni!

20 Febrúar.
 
Við fórum austur í gær með bílinn okkar hann Black Beauty og Raggi og Hebbi kláruðu að gera við það sem vantaði uppá að hann fengi fulla skoðun.Ég var í pössun hjá Jóhönnu á meðan og undi mér bara vel í vistinni og var heilmikið blaðrað um hin ýmsu mál.Alltaf tilbreyting í því að fara og heimsækja skemmtilegt fólk og tala um heima og geima.Við Hebbi mættum gera meir af því.
 
Jiiii............Ég sá eitt af gömlu "barnabörnunum" mínum í Reiðhöllinni ínná Mánagrund í kvöld.Það var risastór ýkt flottur Brúnblesasonur.Ung stúlka var að prófa hann og þvílíkir taktar í kvikindinu!Flott fótlyfta,mikil yfirferð,tölti sjálfur en brokkaði ef að beðið var um með flottum fótaburði og mikilli mýkt!
Þarna voru sko nokkrir hundaraðkallar á ferð ef ekki millur því folinn er ekki nema tveggja mánaða taminn.
Svo er bara hvað skeður með framhaldið..............þarna gæti verið stórstjarna á ferð á gríns!!!!!!!!
Ekki sko Stórstjarna systir hans hehehe.Hún er bara fylfull útí haga og ekkert að sprikla svona flott hér í Ásgarðinum.
 
Tinna og Hringur mættu í höllina á námskeið hjá Sigga Sig og gekk þeim mjög vel á nýju fínu járningunni.Klárinn virkilega sáttur og einsog hann á að sér að vera.Ekkert nema yndið eitt.Við Tinna erum sko ánægðar.Reyndar var klárinn svolítið þungur á sér enda tekinn beint úr rúllu í morgun en hafði þó daginn til að skíta úr sér það mesta:)))
 
Ég setti ekkert hross út í dag vegna veðurs.Reyndar var gott veður framanaf deginum en ég eyddi honum í Keflvík við að ná í brauð fyrir dýrin á bænum og svo meira segja þreif ég bílinn að utan þannig að hann er orðinn verulega svartur og fínn en ekki grár og gugginn.Kannski tek ég hann í gegn á morgun að innan.

18.02.2006 23:59

Gröfuvinna og tilhleypingar.

Ný aðferð var prófuð í dag við að gefa útiganginum.Hebbi fór á gröfunni niður í haga og náði efstu túllunum með henni niður af stæðunni og dreifði þeim um hagann.Ég tók plasið af og síðan söfnuðum við því saman og settum í boddýið gamla sem að er notað sem skjól og plastgeymlsa fyrir hrossin.Ekki veit ég hvenær þessir háu herrar geta tekið við plastinu og endurgreitt okkur bændum skattinn sem að Siv Friðleifs skellti á hér um árið.Það gekk nógu hratt fyrir sig en ekki gengur rassgat að koma hlutunum þannig fyrir að maður geti losað sig við plastið og fengið skilagjaldið greitt.
 
Hebbi var ekkert smá duglegur á gröfunni í dag.Eftir gjöfina í hrossin fór hann og dýpkaði andatjörnina okkar svo að blessaðar endurnar geti nú svamla um þessa síðustu metra í fínni tjörn áður en fuglaflensa drepur þær.Á ekki allt fiðrað að drepast í vor annars?Við fáum af og til símhringinar frá fólki sem er að losa sig við íslensku hænurnar sínar og vill að við tökum við þeim.Óttinn er orðinn svo mikill í fólki að hann er að drepa allann fiðurfénað í landinu!
 
Og enn hélt Hebbi minn áfram á gröfunni og næst fór hann uppfyrir stóra hesthús og gróf niður tvo staura og gerði holu fyrir þann þriðja.Mikið agalega verður folalda/titta hólfið flott þegar að það verður tilbúið.Mig hlakkar verulega til að hleypa greyjunum úta grænt nýsprottið grasið þegar að vora tekur og sól hækkar á lofti.
 
Verð að blogga um hana Snjóber kanínu................hún var að beiða í dag og skellti ég Hnoðra á hana! Þau eru bæði hvít Loop með lafandi eru og gaman verður að sjá hversu margir af ungunum fella eyrun.Pörun hefur gengið vel og er ég búin að para hátt í 10 læður en sumar af þeim eru að fara til nýrra eigenda.Fínt að þær fari með unga í sér svo að ég geti seinna meir sótt mér gæðadýr ef að mig skildi vanta á mitt bú:)))

18.02.2006 00:37

Folalda/stóðtitta hólfið!

Það sem ég vildi hafa sagt en gleymdi var það að Hebbi minn er að byrja að grafa fyrir staurum svo að hægt verði að gera stórt og gott hólf til að hleypa folöldum og stóðhestefnunum útí þegar að vel viðrar.Byrjaði hann á að færa til gamlan refa/minkaskítshaug sem að Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs er að nýta og færði hann hauginn til.Síðan er að grafa fyrir öflugum hornstaurum,pota niður fínum sívalningstaurunum úr Húsasmiðjunni og skella þrefaldöldum vír á.Einnig ætlum við að setja hvítann borða svo að hrossin sjái betur girðinguna og hlaupi hana nú ekki um koll.Aðalega eru það folöldin sem að geta verið svo miklir kjánar þegar að þeim er hleypt út á stærra svæði.Ætli maður kíki ekki á reglugerðina um stóðhestagirðingar svo að þetta verði nú löglegt allt saman. Gott að vera vitur fyrirfram ekki satt:)))

17.02.2006 23:59

Folalda/stóðhestahólf

Skemmtilegur dagur í dag.Magga og Inga komu og hjálpuðu mér við að hirða um folöldin,stóðhestefnin uppí stóra hesthúsi og gefa útiganginum á höndum!Ég nefnilega varð olíulaus rétt áður enn traktorinn komst útúr geymslunni.Við erum svoddann ógurlega kellingar við þrjár að við rúlluðum bara út einni rúllu í hrossin til að þau fengju nú eitthvað að borða í dag.Á morgun sæki ég olíu og klára að gefa greyjunum.Allir litu vel út eftir óveðrið sem að hefur verið hér undanfarna tvo daga.

Ég verð nú bara að monta mig pínu með hana Hemlu litlu frá Strönd.Hún sýnir óvanalega flottar hreyfingar og geysilega mikla fótlyftu.Ég hef aldrei séð annað eins í neinu ungviði og er ég spennt að vita hvernig hún verður þegar að hún stækkar meir.Feilsstjarna sú nýja undan Nökkva Smárasyni flýgur um á svifmiklu brokki og spyrnir vel í.Kannski ég skelli inn einsog nokkrum folaldamyndum:)))

15.02.2006 23:56

Er að breytast í frosk eða eitthvað!

Kannski var ég ekkert lasin eða þá með skrópusýki sem er nú reyndar ekki líklegt því mér finnst afar gaman í vinnunni minni sem eru bændastörfin hér á bæ.Þá er það hitt,kannski er ég stíga mín fyrstu spor á breytingarskeiði kvenna.Vildi nú miklu frekar að ég færi á breytingartölt og þá á breytingaryfirferðatölt með háum fótaburði:)) Ég sé mig alveg í anda töltandi hér um túnin kófsveitt og vitlaus með Hebba á eftir mér að reyna að róa mig niður hehehehe.Verða ekki konur annars eitthvað æstari í skapinu á meðan á þessu stendur?Gott að maður er geðgóður fyrir.

Jæja þá.......ég var að fá gullfallegt merfolald í kvöld frá Jóel vini mínum og er það undan Smárasyninum Nökkva frá Kjalarlandi sem að Siggi Ragnars var að eignast í haust.Það verður spennandi að vita hvað hún Feilstjarna Nökkvadóttir gerir í framtíðinni en ætlunin er að gelda hana ekki.Hahahahahahaha...........Þarna náði ég ykkur! En án gríns þá vonar maður að það leynist kynbótahryssa í þessu merfolaldi og hægt verði að sýna hana í framíðinni.Nógu er hún falleg byggingarlega séð og lofthá og bollétt.

Af Orku og Hring er það að frétta að þau eru á góðri leið með að ná góðum bata.Hringur svosem jafnaði sig strax eftir sjúkrajárninguna og er búinn að vera í dekri hér heima en nú er alvaran að byrja aftur og fer hann fljótlega aftur í vinnuna sína inná Mánagrund til Tinnu og Jóns Steinars tamningarmansins míns.Tinna stefnir með Hring á úrtökuna fyrir Landsmót og er byrjuð á námskeiði hjá Sigga Sig.Vonandi að allt gangi upp og klárinn standi sig með hana og verði okkur til sóma.Þau eru svo flott par saman hún og Hringur.

Ég bara man varla hvað ég er búin að vera að bardúsa síðstu daga nema auðvitað að láta stinga mig með nálum og sjúgja úr mér blóð fyrir hinar og þessar rannsóknir.Svo vældi maður heil ósköpin öll í voðalega sætum og góðum lækni sem vildi allt fyrir mann gera.Þess á milli sat maður inni í hitakófi og leit ég stundum út í andlitinu einsog Kalkúnn á fengitímanum,eldrauð með hitastrókinn uppúr hausnum! Hvað er að ske eiginlega stelpur? Og strákar.........jafnrétti milli kynja hehehe:)))

 

09.02.2006 23:59

Fúlt að vera lasin.

Eitt er það sem ég þoli ekki og það er að vera lasin með flensudrullu föst inni.Ég missti algerlega af gærdeginum og öllu fólkinu sem að kom og var að hrossast hérna.Boggi og Eygló komu og sóttu nokkur hross sem að ég var að passa fyrir þau á meðan þau spókuðu sig í löndunum.Svo kom Öddi og hann og Hebbi fylgdu Hring síðustu sporin niður á bakka þarsem hann var felldur í gröf.Tveir hestar voru felldir og ég lasin inni og gat ekki kvatt þá með brauðsneið sem ég er vön að gera.En svona er lífið og ekkert við því að gera.

Rasskellir-Rauður er seldur og fer hann norður í land til nýs eiganda og er það besta mál að klárinn fari að vinna fyrir mat sínum svona hraustur einsog hann er.Svo eru stelpurnar hjá Framtíðarræktun að koma í fyrramálið að versla sér Castor Rex kall fyrir hana Fríðu Opal Rex kerlingu.4 kanínur eru að fara á sveitabæ rétt fyrir utan Selfoss og einnig eru að fara kanínur á bæ á Skeiðunum.Endur í Fljótshlíðina og einn hvolpur undan Skvettu.Og svo ligg ég einsog drusla uppí rúmi og allt að verða vitlaust í sölu á dýrum!

Á morgun skal ég svoleiðis sparka í rassinn á mér og rífa mig uppúr þessum sleni.Taka inn lýsi og vola..........ný og hraustari manneskja:))))

07.02.2006 23:46

Röngen eða Röntgen?

Ég er nú meiri druslan þessa dagana.Fór í bæinn á Mánudag með Hebba mínum og vorum við í læknisleik frá 8:30 til 14:00.Hebbi var þó meira og minna myndaður inní Dómus Medica og fékk held ég að prófa allar græjurnar þar.Ég fékk líka myndatöku af flestum líkamspörtum í þessum líka flottu röngten græjum.Já"ég veit ég sagði "læknisleik"þið sem að þurftuð að miskilja þetta pillið ykkur útaf blogginu mínu perrarnir ykkar.Haldið þið virkilega að ég fari að blogga um mig og Hebba hér í fína dýra hjúkkugallanum mínum og hann með hlustunarpípuna um hálsinn!Skammist ykkar og sveiattann á ykkur.

Það voru fleiri í læknisleik,en Hringur og Orka fóru líka í röngten til Egils og fannst enginn aðskotahlutur í fætinum á Orku og Hringur var bara marinn í hófbotni.En hann Egill sá nú annað að klárnum en hann er með stag sem að verður að laga sem fyrst.Mikið verður gaman að sjá klárinn þegar að hann er orðinn laus við stagið sem að virðist hrjá hann í reið.Ég setti þau út í dag í rúllu með folaldinu hennar Sabine og myndaði þau öll í bak og fyrir.Maður var bara montinn að horfa á hann Hring en hann tók þarna þvílíkar brokksyrpur á nýju fínu sjúkrajárningunni sinni og sá gat nú teygt á því og lyft í vinkilinn.Orka sýnir vart helti og spændi með þeim um allt.Hún er búinn með lyfjakúrinn sinn og virðist hófurinn hennar vera í lagi og ekkert er að grafa í honum.Ég er búin að panta sérsmíðaða skeifu hjá Helga hjá Helluskeifum og verður hann ekki lengi að redda því þegar hann fær málin á hófnum.

Best að skella inn nokkrum nýjum myndum í albúmin.Á morgun verð ég aftur á ferðinni að gefa útiganginum með cameruna.Það er eins gott að maður á nóg af plássi hér inná þessu bloggi en ég er ekki búin með nema 126 megabæti af 1024 megabætum sem maður fær til umráða!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 187
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 284
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 502267
Samtals gestir: 55206
Tölur uppfærðar: 7.2.2025 06:26:34