Heimasíða Ásgarðs

24.02.2006 23:59

Blíða er þetta!

Blíða er þetta dag eftir dag.Ég eyddi nú samt fyrri hluta dagsins inni og baðaði þær Bulsu og Töru gömlu.Síðan var allsherjar hreingerning á baðinu eftir það og ryksugað yfir húsið.Tinna kíkti á mig og fræddi mig á því að Hringur sé að verða betri og berti með hverjum deginum sem líður.Hann er farinn að stimpla á hægu og nú er um að gera að drífa hann Bjögga sæta á Suðurnesin og skera stagið úr klárnum svo hann geti nú farið að sprikla aðeins hraðar með Tinnu.

Næst fór ég myndahring sem byrjaði á hvolpunum sem að viðruðu sig í dag í góða veðrinu.Síðan tók ég nokkar myndir af útigangninum sem sagði mér að það vantaði hey á morgun.Best að hlýða þeim og skella sér í heygjöf á morgun svo að alir séu sáttir og saddir.Ég fékk mér góðan göngutúr og endaði í kanínu/hesthúsinu þarsem að allir fengu að fara út að sprikla.Nema náttúrulega ekki kanínurnar ´því ég nenni nú ekki að elta þær uppi allar saman:))) Folöldin tóku svaka syrpu og Fönix hinn nýji var ekkert nema fótlyftan og lætin þegar að hann fór út.Það munaði engu að ég pakkaði honum Hrók ofaní pappakassa og setti hann uppá loft!Hann var ekkert að eyða sinni fótlyftu á mig og cameruna þannig að ég var ekkert að eyða megabætum í tölvunni á hann hehehehe.

Ég varð eina ferðina enn "amma" í dag því ég heyrði í hænunugum hjá einni sem var að liggja á.Ég þorði ekki að trufla hana og tek bara myndir af krílunum seinna.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 296998
Samtals gestir: 34177
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 00:04:19