Heimasíða Ásgarðs

23.02.2006 23:48

Stelkur fór og Fönix hinn nýji kom.

Jæja gott fólk,þá er einn enn skemmtilegi dagurinn kominn að kveldi.Ég byrjaði á því að skutla kallinum á námskeið hjá IGS inní Keflavík.Reglulega eyðileggja þeir daginn hjá starfsfólki sínu með því að skylda þá til að mæta á frídögum sínum og hlusta á sömu tugguna aftur og aftur og flestir sofna yfir ræðunni.

 

Næst var að kíkja á hvolpa og tíkur en hvolparnir eru búnir að ?taka til? í hesthúsinu þannig að ekki finnst einn einasti hlutur þar.Þeir höfðu náð í gamlann poka af kúlunammi sem hefur tíðkast hér sem nammi handa hrossunum og voru ekki vel hressir í maganum eftir átið.Vonandi læra þeir af reynslunni litlu ormarnir.Á morgun fá þeir að djöflast útivið að vild í góða veðrinu sem að á að halda áfram.

 

Eftir hádegið skellti ég kerrunni aftan í Blakk hinn Fagra og náði í Stelk sem að fékk far inní Gust með mér.Stelkur hefur náð að slasa sig í andliti en hann var með stóra kúlu fyrir ofan nefið sem að gróf í.Hann fór beint af kerrunni hjá Björgvin dýralækni í Gusti sem að doktoraði hann á staðnum.Það var leiðinlegt að afhenda hestinn svona en stundum ske slysin og grunar mig að hann Stelkur verður gróinn sára sinna áður en hann giftir sig.Minnsta kosti vona ég það.

 

Ég hitti fullt af skemmtilegu fólki inní Gusti fyrsta og gamla félaginu félaginu mínu.Hulda Geirs kom burrandi með börnin sín og var virkilega gaman að hitta hana.Var hún að fara að viðra börnin sín og hvar er betra en að viðra þau innanum skepnurnar.

 

Næst var að sækja hann Fönix hennar Möggu en hann var að útskrifast frá Agnari Þór tamningarmanni og er nú háskólamenntaður hestur.

Reyndar var ég í vafa þegar að við komum heim með hann hvort þetta væri réttur hestur! Svei mér þá ef að Magga hefur bara ekki fengið annan rauðskjóttann hest afhentann inní Gusti! En minnsta kosti þá líst mér mjög vel á þennan hest og til hamingju með hann Magga og látum Agnar ekkert vita að hann lét okkur hafa vitlausann hestJ.Þessi er svo rólegur og yfirvegaðurJ.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 290
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 309
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 295366
Samtals gestir: 33942
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 14:45:43