Heimasíða Ásgarðs

09.02.2006 23:59

Fúlt að vera lasin.

Eitt er það sem ég þoli ekki og það er að vera lasin með flensudrullu föst inni.Ég missti algerlega af gærdeginum og öllu fólkinu sem að kom og var að hrossast hérna.Boggi og Eygló komu og sóttu nokkur hross sem að ég var að passa fyrir þau á meðan þau spókuðu sig í löndunum.Svo kom Öddi og hann og Hebbi fylgdu Hring síðustu sporin niður á bakka þarsem hann var felldur í gröf.Tveir hestar voru felldir og ég lasin inni og gat ekki kvatt þá með brauðsneið sem ég er vön að gera.En svona er lífið og ekkert við því að gera.

Rasskellir-Rauður er seldur og fer hann norður í land til nýs eiganda og er það besta mál að klárinn fari að vinna fyrir mat sínum svona hraustur einsog hann er.Svo eru stelpurnar hjá Framtíðarræktun að koma í fyrramálið að versla sér Castor Rex kall fyrir hana Fríðu Opal Rex kerlingu.4 kanínur eru að fara á sveitabæ rétt fyrir utan Selfoss og einnig eru að fara kanínur á bæ á Skeiðunum.Endur í Fljótshlíðina og einn hvolpur undan Skvettu.Og svo ligg ég einsog drusla uppí rúmi og allt að verða vitlaust í sölu á dýrum!

Á morgun skal ég svoleiðis sparka í rassinn á mér og rífa mig uppúr þessum sleni.Taka inn lýsi og vola..........ný og hraustari manneskja:))))

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297005
Samtals gestir: 34178
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 00:25:47