Heimasíða Ásgarðs

30.01.2012 21:19

Endalaus vetur........


Borgfjörð frá Höfnum

Ég er alveg að klepra á vetrinum og er orðin óþreyjufull eftir sólarglætu og yl.


Kindurnar sem áttu að vera við opið hafa meira og minna þurft að dúsa inni og hefðum við alveg eins getað látið rýja þær strax og þær komu á hús og haft þær bara inni.

Við erum að taka til og gera fínt hjá kindunum enda von á fósturtalningar manninum til að telja hve mörg lömb við eigum von á í vor.

Það gekk svona rosalega flott upp í fyrra og niðurstaðan 100% rétt hjá manninum og öll vinna miklu auðveldari og öruggari fóðrun á kindunum þegar að maður veit hvað er í pökkunum:)

Ég veit varla hvort að maður toppar frjósemina núna en í fyrra var talið í 19 kindum og var 2 einlembdar-15 tvílembur og 2 þrílembur.

Kindurnar að úða í sig súrsætu heyinu.

Við breyttum heimasmíðaða garðanum þannig að þær geta núna gengið í kringum hann og þá komast allar vel að en pláss er fyrir 24 á garðann en við erum með 21 kind.


Steingrímur hinn lævísi.

Það verður spennandi að vita hvort að Steingrímur hinn lævísi hafi sett lömb í gimbrarnar mínar en hann gerir ekki mikið af sér núna svona hommalegur og hornalaus í hrútastíunni.


Von hennar Röggu vinkonu

Hrossin eru hress þrátt fyrir allann veðurbarninginn og lætin.

Freisting hans Hebba

Sumar hryssurnar eru farnar að losa hár og þær yngri eru af og til í hestlátum og með hávaða og læti.


Fjalladís (Skjóna mín:) og Máni Hróksson

Einhver hafa samt fengið smá hnjúska en ekkert alvarlega þó.

Lotning að fá sér volgan sopa hjá Freistingu mömmu.

Folöldin dafna alveg rosalega vel enda streymir móðurmjólkin enn ofaní þau.

2 folöld fóru í hvíta húsið um daginn og ein hryssa en hér er skorið grimmt niður ef við erum ekki sátt.
Enda hvorki fjárframlög eða heyforði í gripi sem að standast ekki væntingar.
Við erum reyndar búin að bíða í hátt í 3 mánuði eftir plássi fyrir þau og loksins rann dagurinn upp.

Hænurnar mínar eru komnar í smá pásu en ég slökkti ljósin hjá þeim í þakklætisskyni fyrir öll eggin í Desember.

Reyndar eru Silkihænurnar alveg óðar í varpi og liggja grimmt á og gogga í mann alveg hneykslaðar þegar að við hirðum eggin frá þeim.

Váli, Mímir og Gulltoppur í leik

Stóðhestarnir eru hýstir í verstu veðrunum og eru Hrókur og Suddi farnir uppí stóðhestahús en þeirra var þörf þar til að redda moðinu frá kindunum en þær leggja sér nú ekki hvað sem er til munns og standa yfir hálfkláruðum garðanum og heimta nýtt á hverjum degi.


Kanínurnar eiga nú sína eigin síðu Kanínubúið Ásgarði en það er alltaf sömu fréttirnar af þeim,núna eru þær í hvíld og kynbótadýrin eru 44 talsins í húsinu og nú bíður maður bara eftir góðu veðri svo hægt sé að fara að moka út úr húsunum og þrífa fyrir fyrstu alvöru pörun.
Allar kanínur seldust upp um áramótin og sala hefst ekki fyrren með vorinu þegar að fyrstu ungar eru orðnir 8 vikna og geta hæglega farið frá mæðrum sínum.

Þetta er nú svona það helsta í fréttum úr minni sveit.

Knús á línuna og takk fyrir innlit/útlit elskurnar mínar:)


22.01.2012 17:06

Fyrir útlendingana sem að keyptu hér folöld:)




I took this video yesterday of the foals and horses witch I have sold last autumn.Hope you like to see them in action new owners:)

The are:

Máni frá Ásgarði sold to Germany


Lúna frá Ásgarði sold to Germany

Hamingja frá Ásgarði sold to Germany (is not in the video)

Nótt frá Ásgarði sold to Germany

Þrúður frá Ásgarði sold to Germany

Salan hefur verið frekar þung en þó hafa hrossin verið að týnast útaf söluskránni.

Mín aðferð við söluna er að taka nógu margar myndir og gera mitt besta til að sýna hrossin einsog þau eru best.
Það þýðir ekkert að kasta til hendindinni í þeirri vinnu og slæm mynd kemur bara óorði á gripinn ef illa tekst til.

Nú þegar að hrossin hjá mér eru seld og búið að greiða þau þá er ballið sko bara rétt að byrja!

Vanalega eru þau hér eitthvað áfram og þá reyni ég eftir bestu getu að taka myndir af viðkomandi gripum og senda af og til fréttir af hrossinu til nýs eiganda.

Það er ekkert annað en dónaskapur að hirða aurinn og láta sér svo í léttu rúmi liggja hvernig umhirðan á hrossinu verður eftir að það er komið úr minni eigu og sinna ekki nýjum eiganda sem maður hefur verið í oft á tíðum miklum skrifum við.

Ég er stundum beðin um að setja hross inná sölusíðuna mína og hefur það mest verið vinafólk og ekkert mál með það.

Sérstaklega þegar að fólk er tilbúið með textann og myndir og ættir eru á hreinu.

Hrossin verða að vera skráð í Veraldarfeng (algjört lágmark!) og ekki verra ef að video er til af hrossinu í reið ef það er tamið.

Enga vitleysinga eða fávita takk fyrir,þeir eiga að vera í lofttæmdum umbúðum að mínu mati!

Annars er allt gott að frétta héðan,uhhhhhh........kannski orðum aukið en ég er orðin nánast húsföst (ekki rúmföst enn:) því líklega er ég búin að vera með hælspora í mörg mörg ár án þess að leita mér læknisaðstoðar.

Núna er kellan draghölt ef hún fer eitthvað of geist í útiverkunum og í dag ákvað ég bara að vera inni.

Nú svo var ég að fá niðurstöður úr röntgen en þær líta þannig út að ég er líklega hætt að fara á hestbak (smá kökkur í hálsinum ****gúlp***) nema þá ef ég skildi verða alveg viðþolslaus þá gæti ég kannski komist á hestbak með fötluðum í RVK..........:)

En áhuginn að fara á hestbak hefur nú ekki verið mikill undanfarin ár og líkleg ástæða verkirnir sem hafa verið að læðast svona aftan að mér.

Núna skil ég betur þessa verki um allt og afhverju ég er búin að draga svo mikið úr hinum og þessum verkefnum í lífinu.

Slitgigt var það heillin um allan skrokk,hendur,axlir,hné,hryggjasúlan/hálshrygg og víðar í skrokknum var útkoman.
Mjaðmirnar eru það versta og stundum finnst mér ég vera að liðast í sundur.
Það skiptir ekki máli hvort ég er á feti eða fer hraðar yfir eða hvort ég fer í 20 mínútna reiðtúr eða 7 tíma smal einsog í haust.

Og svo eru fimmgangshestarnir (óhreinir á gangi) verri en fjórgangs.
Þetta endalausa hliðarjag fer alveg með grindina í mér.

Sem betur fer þá er ég á mjög góðum bólguhemjandi/gigtar lyfjum sem að redda alveg dögunum en stundum á ég það til að hætta að taka þau þegar að ég tel mig vera góða en það er fljótt að koma í bakið á mér.

En það þýðir ekkert að vera að þessu væli heldur reyna að gera bara það besta úr þessu öllu saman,lífið er sko bara rétt hálfnað og ég get bara ræktað hross og dundað við að taka myndir af ykkur hinum sem enn eruð með heilsu til að geysast um holt og hæðir á gæðingunum ykkar:)

19.01.2012 20:42

Kindur,veðurfar og draumar


Heba Toppsdóttir með Karen mömmu sinni.

Hér er loksins farið að sjást vel í jörð og allir skaflar farnir heita má.


Þessi vetur er ansi eitthvað langur og erfiður finnst okkur og höfum við heyrt um fleiri sem hafa varla komist af bæ nema rétt á milli veðra til að fylla á ískápana sína.

Mig dreymdi í Nóvember örfáum dögum fyrir fyrstu snjókomuna að ég var stödd niður í heimahesthúsinu.

Útihurðin er opin og inn streymdu kindurnar mínar og hlupu þær beinustu leið í rúllu sem þar var inn á ganginum og fóru að éta.

Lind Brynju Beautydóttir og H-Stað

Ég tók eftir því að þær voru flestar drifhvítar og bara örfáar með einstaka dökkum flekkjum.


Alltíeinu ruku þær útum hurðina sem snýr á móti norðri og stukku í rassaköstum niður á bakka og í fjöruna og hurfu mér augum.

Þegar að ég vaknaði þá lagði ég drauminn á minnið og sagði nokkrum vel völdum vinum frá honum og taldi ég víst að þetta væri fyrir miklum snjó sem að svo tæki upp um síðir og líklega myndi ég þurfa að taka kindurnar á hús og ekki getað leyft þeim að standa við opið með rúllu útí einsog vanalega.

Þessi draumur rættist og það var bara núna fyrir 2-3 dögum sem ég gat sett þær greyin út í rúllu en það fíla þær alveg í tætlur og una sér vel ef þær hafa bara nóg að bíta og brenna og sitt skjól.

Núna um daginn dreymdi mig annan draum sem ég veit varla hvernig ég á að ráða?

Dóra mamma Forystu útí góða veðrinu í dag.

Mig dreymir hana Forystu mína og var hún borin þremur lömbum og tvö fyrri lömbin voru mjallahvít og það síðasta flekkótt eða næstum alveg dökkt.


Skildi vera að við eigum eftir tvo snjóa mánuði og svo einn mánuð þartil við fáum að sjá vorið?

04.01.2012 20:47

Hversvegna á EKKI að rækta kollótt!


Sætt lamb hún þrílita Skita:)

Ég tók frá í haust 3 lífgimbrar ágætlega stigaðar og neyddist ég til að taka þá fjórðu með þeim,kollótta litla sæta gráflekkótta gimbur sem var með svo óstjórnlega skitu að hún var ekki neitt neitt þannig að ekkert varð úr að hún færi í frystikistuna í ár heldur ákváðum við að gefa henni líf í eitt ár í viðbót og fá þá flott hangiket næsta haust.


Þessar dömur fengu svo meiri félagskap en ég tók tvær hátt stigaðar gimbrar í pössun frá vinafólki okkar og var harðorð í garð þeirra fjárbænda sem að eru að hleypa til á gimbrarnar og hamra ég aldrei nógu mikið á því að svona lagað á ekki að gera.

Nóg er nú um kynsvallið í fjárkofunum þó við förum ekki að bæta við gimbrunum í það svall í ofanálag þarsem við erum nú bara að þessu okkur til gamans og fá kjet í kistuna.

Annað er með þessa stóru fjárbændur sem stóla á innkomu haustsins í dilkum og hafa það að lifibrauði sínu.
Þá skil ég mætavel að setja hrúta á bestu gimbrarnar sínar.

En að gimbrunum aftur sem að döfnuðu vel í dekri og fengu gæða hey og köggla og bygg og brauð og kjass og klapp.

Svo var hleypt til fullorðnu kindanna og gimbrarnar fengu bara að góna í gegnum rimlana á lætin.

Svo milli jóla og nýárs sé ég að Skita litla er farin að hömpast á stærstu og flottustu gimbrinni henni Hebu minni.

Heba Karenar/Topps dóttir

Nú ég hafði aldrei séð gimbrar hegða sér svona áður,bara yxna kýr og hugsaði með mér"skildi gimbrar geta orðið yxna"?

Ég held áfram að gefa á garðann hjá fullorðna fénu og enn heldur Skita litla áfram að hömpast á Hebunni.

Djös..........ónáttúra í þessum lömbum hugsaði ég!

Ákvað ég að kalla samt í kallinn svo ég gæti skoðað hana Skitu litlu betur en ég var farin að halda að hún væri tvítóla eða eitthvað vangefin þarna í neðra.

Kallinn grípur Skitu og ég veð undir hana og finn þennan rosa pung!

OMG..........!!

Skita er kollóttur hrútur og ég hafði víxlað honum við systur sína í fjárvís og sent hana sem hrút í SS haft hann með gimbrunum svona lítill pervisinn og hornalausann!

Nú á ég von á lömbum undan lömbum og skammast mín niður í rassgat fyrir allar ræðurnar mínar sem Ég var nýfarin að halda varðandi að lömb séu að búa til lömb.

En þetta segir manni að það á ekki að rækta kollótt fé,í þessu tilviki var hann Skita lambhrútur í gimbragæru bölvaður en mikið er hann búinn að hafa gaman af veru sinni með hátt dæmdum gimbrunum!









31.12.2011 23:43

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Vinkonurnar og Hróksdæturnar Nótt og Þrúður að úða í sig tuggunni í kuldanum og snjónum um jólin.
Annáll kemur síðar!

02.12.2011 22:21

Hrútaþjálfun og kartöflur teknar upp í frostinu


Hér hefur varla verið hægt að ná upp kartöflum úr görðum vegna mikilla rigninga í allt haust og svo frysti duglega og fór að snjóa.
Sem betur fer þá er dúkurinn sem ég setti kartöflurnar niður um götin á að gera heilmikið gagn og heldur moldinni nánast alveg frost frírri undir.


Þessar lágu nánast ofaná moldinni þegar að dúknum var lyft upp og þurfti ég að henda þessum sem voru í kantinum en hinar sluppu.

Ég fékk ágætis uppskeru en það var cirka fimmfalt undir og eru Premier kartöflurnar alveg að standa sig þrátt fyrir að garðurinn minn valdi svolitlum kláða.

Blálandsdrottningin var alin upp í kari og komu þær mér verulega á óvart en þetta er algert met hvað varðar uppskeru.
Undir þessum tveimur grösum sem eftir voru fékk ég 86 kartöflur og þá er smæsta smælkið ekki talið með!

Eina sem mér dettur í hug að hafi skeð er að ég var ansi bráðlát síðastliðinn vetur og setti niður örfáar Blálandsdrottningar í mjólkurfernur útí bílskúr og forræktaði.

Þær voru svo settar út ansi snemma og það gerði þvílíkt óveður og grösin féllu og allt sýndist ónýtt.

En viti menn,upp komu þau aftur og uxu ansi villt og grösin voru alltof stór og rengluleg fannst mér.

En þetta er það sem ég uppskar núna í lok Nóvember,86 kartöflur undan 2 grösum!




Hermína heimalningur leggur höfuðið á grindina og mænir eftir tuggu eða brauðbita.Hennar staður á garðanum er næst rúllunni en hún sér alfarið um birgðarkönnun sem fer fram oft á dag.
Hennar einkunar orð eru,
"ekki er tuggan étin nema á garðann sé komin".



Kraftur Raftsonur frá Halldóri á Bjarnarstöðum í Öxarfirði.

Toppur Sindra-Frosta-Raftsonur tilbúinn í tuskið.

Nauðsynlegur stýribúnaður var settur á hornin á honum um daginn:)


Litlu stubbarnir þeir Örn Raftsonur frá Hólabrekku og Losti Toppsonur frá Ásgarði.

Losti er þrílembingur undan þrílemdu og stigaðist ágætlega.
Móðirin er hún Sibba Gibba sem er undan henni Karen kind en þessi ættlína er soldið uppáhalds:)


Toppur og Kraftur að ræða við dömurnar sínar.


Toppur


Mæðgurnar Sibba Gibba þribbalingur og móðir hennar Karen kind:)


Heba Toppsdóttir og móðirin er Karen kind.

Þessi er orðin svo spök að við verðum að fara að gæta að okkur að gera hana ekki freka en það er voðalega stutt í það.
Nú er spennan farin að magnast og hleypt verður til kindanna fljótlega eftir helgina.


Hrímnir frá Ásgarði til sölu/for sale.

F:Astró frá Heiðarbrún 1 prize

Eðja frá Hrísum 2
Windfarben cholorchanger

Hrímnir is fourgaited.

Price: 900 EUR

Included free food until 1 Apríl beside his mother.
Red colorchanger

Here is Hrímnir album

ransy66@gmail.com

Öll hross eru komin á fulla gjöf en fyrri til voru stóðhestarnir og geldingarnir á bænum til að fá rúllu enda lítil sem engin beit hjá þeim.

Restin af stóðinu fékk sínar fyrstu rúllur í dag þannig að allar skepnur í Ásgarðinum eru komnar á gjöf.

Mér telst til að hey hér á bæ dugi en ekki verður mikill afgangur næsta vor.

Vonandi fáum við betra vor en síðast og gott sprettusumar.

24.11.2011 14:41

Kindur svampaðar og Silkiungar til sölu


Ég er byrjuð að keyra upp fóðrið í kindurnar og voru þær alsælar með fyrstu rúlluna sína út um daginn.Veðrið er nú búið að vera fremur ömurlegt í fleiri vikur,rigning og meiri rigning með dumbung og myrkri og ekkert gaman að taka myndir í svoleiðis veðri.


Hermína búin að háma í sig vel af rúllunni og liggur næstum afvelta.

Við létum svampa þær um daginn og tókum allar kindurnar inn og eru þær komnar á fulla innigjöf með alskyns dekri.Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og nú er verið að dúndra í þær allskyns góðgæti svo að frjósemin haldist jafn vel einsog hefur verið undanfarin ár.



Brún Silkihæna


Hvítur Silkihani


Og ungarnir þeirra:)

Erum með cirka 12-14 Silkiunga til sölu og eru þeir orðnir það stálpaðir að þeir mega fara og þurfa ekki lengur hitaperu.

Nánari upplýsingar um þá er að finna hér.

Farin útí góða veðrið með cameruna en LOKSINS fór að snjóa og birti mikið yfir öllu þannig að nú er hægt að taka myndir án þess að nota alltaf flassið.



06.11.2011 00:11

Risablogg,margra daga yfirferð........!

Jeminn eini hvað ég er púkó við ykkur að hætta bara að blogga í margar vikur!

Bæti snarlega úr því elskurnar mínar og kem með eitt feitt blogg:)

5 Október

Við mæðgur stóðum í ströngu í gær við sögun og pökkun á lambakjötinu okkar og stóðum við í 9 klukkustundir að saga og vacumpakka.Næst er að vacumpakka grænmetinu:)Eitt skyggði þó á annars gleðilegann og góðan dag en enn eina ferðina hefur einhver farið og ætlað að brjótast inn hjá okkur en hætt við eftir að hafa opnað vel lokað hlið.Sem betur fer uppgötvuðu kindurnar ekki að hliðið var galopið.

Hebbi skreppur kallinn minn hefur varla verið heima í haust en hann skrapp tvisvar til útlanda og í tvær veiðiferðir hér innanalands.
Fusssss........ekki kreppa hjá þessum kotbændum seggggðu.....!

En við Krissa höfum aldeilis tekið til hendinni á meðan kallinn skrapp af bæ og máluðum hluta af eldhúsinu og breyttum og bættum hitt og þetta í kringum skepnurnar svo bæði yrði vinnan okkur auðveldari og betri líðan hjá dýrunum.

Nú svo tók dóttlan á bænum sig til og gerði rúllupylsu úr slögunum og ég gerði kæfu.
Þá ætti að vera nóg til af ofanáleggi á brauðið í vetur.

Auðvitað kaupum við líka ost og annað en við nennum ekki að standa í því að vera með baulandi belju hér til að búa til osta þannig að Bónus er það heillin:)

7 Október:

Flottur dagur með sól og næstum logni hér við Garðskagavitann.Fyrsta frostið kom í nótt og frosið var á pollum og nú skal taka nokkrar teygjur og fara svo að mjaka sér í að ná upp kartöflunum hér á bæ.

Myndin er af Radísu sem að óx í moldarkari og varð einsog rófa að stærð!Auðvitað var hún óæt blessunin en fræ hefur fokið úr höndunum á mér í einhverju rokinu í vor og ofaní karið og þarna óx hún ásamt annari vinkonu sinni óáreytt fammá haustið:)


9 Október:

Gulltoppur Hróksson/Freistingar er seldur.

Hann mun samt eiga heima hjá okkur í 1 ár enn en svo fer hann til nýs eiganda í Þýskalandi.
Þetta er mjög sérstakur foli með einstakt geðslag.
Ég á eftir að sjá eftir honum Gulltoppi en það verður að selja það sem kúnninn vill kaupa og hana nú!

Mist/Hamingja
 Hróks/Manardóttir frá Ásgarði Seld


15 Október:
Tekið af FB:

Castor Rex
Nú verð ég að spýta í lófana og fara útí nínuhús og flokka lífdýr og söludýr og merkja.Prenta út ættarskrárnar því að kanínusala er með besta móti þessa dagana.Annars er allt gott að frétta úr Ásgarðinum,bilað að gera og lítið verið í tölvunni.Hrútasýning í gær og takk fyrir góðar móttökur Grindvíkingar,ekki komið að tómum kofanum hjá þeim Víkverjum.Flatbrauðið og Ástarpungar innanum alla hrútspungana,er ekki gaman að lifa!

Litla Skjóna þroskast vel.

Litla Skjóna tekur á sprett:)

Er drulluþreytt eftir frábærann dag í fjár og nínuhúsinu.Það er nú ekki lítið búið að gera á þessum bæ,traktoraðist alveg helling þannig að Hrókur og félagar eru með rúllu og svo opnaði ég fyrir hryssunum og folöldunum inná túnið og færði Sif með Litlu blindu Skjónu í annað hólf og gaf þeim rúllu.


18 Október
Tekið af FB:

Hrútarnir eru komnir inn enda farnir að sýna kindunum áhuga.Er með þennan Frostason í pössun en hann heitir Örn og er með þessi flottu horn og gulur í framan.Gæti sómt sér vel uppá stofuvegg einn daginn.

18 Október
Tekið af FB:Jibbý og gleðihopp.......!!!!Við mæðgur búnar að mála eldhúsið og nú er bara að klára að raða öllu inn aftur og gera fínt því annað kvöld er von á góðum gestum í kvöldverð.Saladmaster dívan Elín Clausen mun dansa yfir pottunum góðu og von er á góðum gestum sem mig hlakkar til að fá hingað í Ásgarðinn:)

Ég fékk rosaflottan pott í gestgjafagjöf að verðmæti 114.000-þúndund krónur:)!Hann verður MIKIÐ notaður þessi enda með hita og tímastilli þannig að auðvelt verður að fara frá honum og út að vinna á meðann mallar í honum maturinn,svo bíður hann með matinn heitann eftir mér:)

24 Október
Tekið af FB:

Góður dýradagur í dag hjá mér og dóttlunni,bjuggum til nýtt og stærra búr fyrir Silkihænu ungana sem að stækka einsog enginn sé morgundagurinn.Útbjuggum stóðhestastíurnar sem hrútastíur og eru þá tveir eldri hrútarnir sér og þeir litlu sér hlið við hlið.Klikktum svo út með því að klippa hana Buslu gömlu með nýju klippunum:)Fengum okkur svo beauty bað og nú bíður lambasteik í ofninum.......slurrrrrp:)!

25 Október
Tekið af FB:
Var að koma ofan úr Leifstöð Eiríks og búin að endurheimta kallinn eftir 10 daga útstáelsi í löndunum.Mikið er nú gott að hann er kominn aftur heim í kotið en verst að hann náði sér í einhverja skítapest og er fullur af kvefi.Hann hefur bara vantað alvöru íslenskt súrefni sem hér æðir um á ógnarhraða og er nóg af:)

27 Október
Tekið af FB:

Frábær dagur að kveldi kominn og gott betur.Dýri leit við og ormahreinsaði folöldin og mæður þeirra,tók dna og örmerkti það sem við átti.Síðan var skundað í fjárhúsið og ásetningurinn fékk Garnaveikisprautuna sína og allar kindur og hrússar fengu sína ormasprautu.Voffarnir fengu svo líka sínar Pavó sprautur og ormalyf og Busla var nú ansi treg að skilja þetta og spýtti seinni töflunni 3xsinnum útúr sér hehehehehe........:)En jeminn eini hvað þetta tók á gigtina!

30 Október
Tekið af FB:

Vinalegur hvíti Shefferinn í Akurgerði:)
Mynd Íris :)

Var að skutla mikið góðri vinkonu minni uppá flugvöll,vakti í alla nótt til að vera alveg örugg á því að hún missti ekki af vélinni sinni.
Takk Íris fyrir skemmtilega heimsókn en veðrið hefði mátt vera betra.
Það sem stóð uppúr fannst mér var heimsóknin okkar að Akurgerði en þar var tekið höfðinglega á móti okkur en við vorum 3 vinkonur á ferð.
Alveg stórkostlegt að sjá dugnaðinn í þeim hjónum og reyndum við Valgerður að falast eftir makaskiptum við hana Sabine og lofuðum henni rólyndismönnum í nokkra daga í skiptum fyrir ofurduglegann manninn hennar sem sleppir vart hendinni af hamrinum nema rétt þegar að hann leggst til svefns:)

Hún var eitthvað treg en við erum ekki alveg búnar að ná samningum en það tekst kannski einn daginn hehehehehe...........:)
Eins var ekkert smá gaman að fara í Lúxus bíóið í Smártalindinni með þér Íris mín og sjá Tin tin og félaga í 3D:)!

1 Nóvember
Tekið af FB:

Gerðum lifrarpylsu úr 6 lifur í gærkveldi ég og dóttla og tók þetta ekki nema rúma 4 tíma með öllum undirbúningi og þrifum í lokin.Er að prófa í fyrsta sinn sniðuga ílanga próteinpoka sem ekkert mál var að troða í og svo bundum við bara fyrir og enginn saumaskapur:)Erum við myndarlegar eða erum við myndarlegar híhíhí.....:)Vogið ykkur ekki að halda öðru fram þið þarna saumavélarnar ykkar!

3 Nóvember

Tókum okkur til og slátruðum 8 hönum af 11 en það var ákveðið síðan að við fengum þessar stóru Ameraukana hænur að framvegis myndum við nýtka kjötið af öllum umfram hönum.

Það er gríðarlegt magna á hverjum skrokk af kjöti en við erum komin uppá lag með að bæði reyta þá,kalóna og svíða og eins ef við erum löt þá hamflettum við þá og hirðum bringur og læri.

Við þurfum reyndar að taka þá aðeins fyrr því að enginn venjulegur pottur dugar undir þá einsog búðarkjúllana sem eru minni og auðvitað miklu yngri þegar að þeir eru látnir fara.

4 Nóvember
Tekið af FB:

Þær voru ánægðar mæðgurnar Busla og Súsý með verðlaunin sín en heima sátu þær að passa húsið á meðan að matmóðirin ég fór að versla.Fengu nagbein:)
Þær fengu líka klippingu með nýju klippununum sem að Íris gaf okkur og næst verða angóru kanínurnar klipptar enda orðnar vel loðnar blessaðar.

Var þetta ekki góð sárabót eftir langa langa blogg bið elskurnar mínar:)?

04.10.2011 16:02

Haustverkin hér á bæ......


Polly frá Víðihlíð.

Hér ganga dagarnir fyrir sig með hverju verkefninu á fætur öðru.



Þrúður og Laufey Hróksdætur.

Hrossin komin á haustbeitina sína og geldingar og stóðhestar komnir saman í rúllu eða við opið hesthúsið en hér hefur ringt ansi mikið undanfarið og Hrókur sem er forkelaðist ungur að árum og er ekki góður eftir það vill komst inní upphitað hesthús þegar að tíðin er svona blaut.

Við erum búin að heimaslátra því sem við þurfum í ár og nú er bara að fara að saga niður og vacumpakka.

Við fórum í höfuðborgina í gær að versla hitt og þetta td sittlítið af hverju fyrir bjúgnagerðina hjá nokk.is og þar á bæ fengum við þær upplýsingar að það væri sprenging í sölu á allskyns vörum til heimamatvæla framleiðslu sem segir mér að það sem ég sagði fyrir nokkrum árum er rétt.

Til að tækla hrunið verðum við að bakka tilbaka eins og kostur er og reyna að bjarga heimlinunum með öllum ráðum og reyna að snúa okkur beint í náttúruna því að ætla sér að versla útúr búð alla þá matvöru sem maður þarf er bara ekki hægt lengur.

Það sem áður þótti sport er nú orðin nauðsyn og finnum við fyrir miklum þrýstingi frá fólki að leyfa því að vera með kindur hjá okkur og er það fólk úr öllum stigum í þjóðfélaginu sem hér bankar uppá og vill annaðhvort fá að hafa kindur með okkar kindum eða setja niður gáma hjá okkur en það er bara ekki svona einfalt og við rétt ráðum við það sem við erum með.

Krissa mín í ham:)

Hér á bæ á að reyna sig við bjúgnagerð í fyrsta sinn og ég og dóttlan á bænum gerðum í fyrsta sinn saman lifrapylsu í gærkveldi og tókst hún bara vel hjá okkur en ég minnkaði nú samt mörinn um 100 grömm í uppskriftinni.


Kartöflurnar bíða upptöku og höfum við átt flott grænmeti í körunum sem nú þarf að fara að klára að taka upp.

23.09.2011 23:26

Kínverskir silkihænuungar til sölu:)


Halló......! Heyrir einhver í mér?

Hér eru komnir úr eggjum nokkrir Kínverskir Silkihænur ungar og flestir eru hvítir að lit en einn alveg dökkur.

Einhverjir eru með smá flekkjum sem benda til þess að þeir geti fengið einhvern skemmtielgann lit td ljósbrúnann.

Sársvangur og stórmóðgaður ungi í vélinni í dag:)

Bara krúttlegur þegar að hann reif gogg við mig....:)

Þeir eru til sölu og mega fara að heiman þessvegna á morgun en við látum fylgja þeim sérstakt ungafóður.


Illa hefur gengið að fá upp frjósemina hjá Silkihænunum en núna virðist sem að þær séu í svaka frjósemis stuði en ég hef verið að lesa mér til um þær en frjósemin hjá þeim er víst í hámarki á haustin þannig að þetta passar allt saman:)

Nánar um Kínverskar Silkihænur

10.09.2011 21:16

Toppur frá Hólabrekku stigaðist vel:)

  Toppur Sindrason frá Hólabrekku spekingslegur í dag.

Við fórum með 12 lömb og tvo veturgamla hrúta í ómskoðun í gær og voru 6 lömb undan Toppi og 6 lömb undan Frakk okkar og kom það okkur svosem ekkrt á óvart að Toppur skildi toppa hann í stigun bæði á þeim sjálfum og svo á lömbunum þeirra.

Toppur stigaðist uppá 83 stig og nú á kjellan fyrstu verðlaunahrút og er bara soldið montin með það.

Það er í það minnsta betra að eiga fyrstu verðlauna hrút úr því maður á ekki fyrstu verðlauna stóðhest:)

Toppur er ættaður frá Halldóri á Bjarnastöðum í Öxarfirði en ræktaður af Arnari og Sollu sem gáfu mér hann sem lamb í fyrrahaust:)

Nú er maður að missa sig í þessum tölum úr ómskoðuninni og verður endanlega brjálaður þegar að vigtarseðillinn kemur frá SS..........Þá fyrst er nú legið yfir tölum og mikið pælt.................:)

Meira um stigun og fleiri myndir birtast á morgun!

Jæja lesendur góðir..........

Nú er ég búin að vera brjáluð yfir vigtarseðlinum en þetta var hrein hörmung og lömbin bæði lítil og létt og flokkuðust mun verr en í fyrra undan sömu kindum sem skiluðu ágætlega þá.

Ástæðan er augljós,hólfið sem þær gengu í og eru vanar að koma með ágætist lömb úr yfirfylltist af aðkomufé sem átti ekki að vera þar og beitin var með lélegasta móti í ár og kindurnar mínar hrundu og mjólkin hefur hrunið í þeim einnig.

Best komu þær út sem að voru lengst heima með þrílembinga og seinfætt en það kom mun vænna og stærra heim.

20 lömb fóru í hvíta húsið og ég læt það bara flakka þessar hörmungartölur:

Meðalvigt:13 kg
Fita:5.60
Gerð:6.20

Í fyrra voru tölurnar ásættanlegri fyrir svona smábændur einsog okkur en ætlunin var að gera aðeins betur í ár:

Meðalþyngd:15.56
Fita:6.20
Gerð 8.00

Nú erum við mikið að pæla hvort við verðum hreinlega að girða hér heima góðann sumarhaga handa þeim en það hefur komið gríðarlega vel út hjá þeim kindum sem voru heimavið í tvö sumur en lömbin voru rosalega væn og falleg um haustið.

Meira að segja heimalningar sem hafa verið aldir hér heima fóru yfir 20 kg skrokkurinn og það þykir okkur gott.

Þetta er rosa svekkjandi að vera búinn að vera vakinn og sofinn allan veturinn og vanda sig við fóðrun og alla umhirðu og taka svo á móti flottum lömbum í góðri fæðingarvigt og senda þau svo væn og pattaraleg með mæðrum sínum í sumarhagann og svo bara hrynur mjólkin í mæðrunum og allt staðnar.

Toppur sekkur sér í salatbarinn:)

Ég beið með þetta blogg þartil ég fékk tölur úr Grindavík til að hafa til hliðsjónar og sjá hvort að kuldinn í vor og þurrkarnir í sumar voru að spila inní en tölurnar í Grindavík segja mér að hólfið hjá okkur var ofbeitt.

Tölur þaðan eru mjög flottar og ef eitthvað er þá eru þær mun betri en í fyrra.

Við hjónin eigum eftir að setjast betur niður og ræða þetta og finna út hvað best sé að gera því að kindurnar mínar eiga þetta ekki skilið að fara héðan í flottu standi með falleg lömb,fullar af mjólk og hrynja svo svona niður en margar hverjar líta ekki vel út og tekur það tíma að fóðra þær uppí viðundandi hold og vonandi truflar þetta ekki fengieldið á þeim.

Ég er bara drullusvekkt og ekkert minna!

Þetta er alltof mikil vinna til að láta þetta fara svona fyrir utan að koma svona fram við skepnurnar.........

Ég reiknaði út um daginn muninn á hvað ein kanína er að gefa á móti einni kind og eru það skuggalegar tölur sem þar koma fram.

Ég var reyndar búin að læra allt um það á Hvanneyri á sínum tíma en þá var ég ekki komin með kindur en núna sé ég það svart á hvítu að 1 kanína er að gefa af sér leikandi einsog 3 kindur!

Fyrir utan það að ég þarf ekki að vaka yfir kanínunni þegar að hún gýtur-þarf ekki að keyra henni á fjall eða sækja eða hlaupa hana uppi-þarf ekki að nota NEIN LYF!

Hún borðar margfalt minna en kind og að handleika hana er létt verk á meðan að maður þarf að handleika kindur og lömb með tilheyrandi marblettum og litadýrð.

Dóra komin heim með Frakksdæturnar.

EN það er samt margt sem að kindin gefur manni og er hún mun meiri og sterkari karakter en kanínan og allt bröltið í kringum kindurnar og félagskapurinn getur verið mjög skemmtilegur.

Við eigum marga góða vini sem eru að stússast með kindur og erum við afar þakklát fyrir þann félagskap:)





Læt þessu lokið í bili með videoi úr Grindavíkursmalinu 2011.

Er farin út að huga að dýrunum á bænum:)


08.09.2011 23:03

Réttað í Kirkjubólsrétt og ómskoðun framundan

6 September.

Hebbi og ég að dáðst að smíðinni/kindunum:)

Hebbi og Gísli eru búnir að smíða aukadilk við réttina og yfirfara réttina og lengja girðinguna eða rennuna sem féð streymir inní og að almenningnum.

Kallinn fór á gröfunni í fyrra skiptið og á traktornum í seinna skiptið og skotgekk þetta hjá þeim.

7 September.

Sjonni á Blesa og ég á Sudda að leggja í hann....

Smöluðum hólfið en það er ekki nema cirka 150 hektarar að stærð þannig að 4 á hestum smöluðu og 7-8 manns stóðu í fyrirstöðu þegar að við komum með kindurnar að og gekk smalið vonum framar og ekki nema ein kind sem fékk þá hugdettu að reyna að snúa við í rennunni og eltumst við við hana á 3 hestum og tveir gangandi og gáfumst ekki upp fyrren hún gafst upp og lét taka sig.

Siggi Garðars og Sjonni sveifla Bondínu á bak Sudda.....

Þetta var hún Bondína okkar eða 007 sem að fékk að fara ríðandi restina á Sudda sem kippti sér nú ekki upp við það að bera kind í staðinn fyrir mig og dóttluna en sá gamli stóð sig miklu betur en ég átti von á í ár og var bara sprækur.


Hluti af safninum......:)

Ágætlega gekk að draga í sundur þrátt fyrir að við lentum í myrkri og voru þá gsm símarnir dregnir upp til að lesa á númerin.

Sjonni og Valgerður í bakgrunni að spjalla og kjellan brosir í gegnum kuldann:)

Við alheimtum en það voru tvö lömb sem ég var svolítið hrædd um að kæmu kannski ekki heim aftur en það var hún Svört litla sem vóg ekki nema 900 gr þegar að hún fæddist og fótbrotnaði vegna brussugangs móðurinnar en hún kom feit og pattaraleg heim.


Hitt lambið var vanið hér undir eina einlembuna en sú bar 6 tímum áður en hún fékk lamb beint frá annari kind úr Sandgerði og var það alveg ókarað og tók hún því strax.

Svona hef ég aldrei séð áður gert og bjóst nú við því að kindin myndi nú bara berja það í kássu en hún skilaði honum Jóni litla (skírð í höfuðið á Jóni bónda ræktandanum:) heilum og fínum heim aftur:)

8 September.

Búin að fara yfir lömbin og flokka og merkja þau sem eiga að fara í ómskoðun á morgun.Er ekkert alveg í skýjunum með þau blessunin enda vorið kalt og sumarið þurrt með eindæmum og komu þau mjög misjöfn heim.En samt sá ég nokkur í hópnum í dag sem glöddu mitt hjarta:) 6 undan Topp frá Hólabrekku,5 undan Frakk frá Ásgarði og 1 undan Einhamar frá Kiðafelli fara í ómskoðun og Toppur og Frakkur ætla að fylgja börnunum sínum líka.

Svo er bara að krossa putta og vona að maður sé réttu megin við meðaltalið og sé frekar að fara í rétta átt en hitt.
Reyna við E og U.........:)
Eða kannski bara U........:)

30.08.2011 21:37

Ótitlað

Þetta sumar hefur gengið alveg glimrandi vel og mikið af ungum komst á legg og mikið hefur selst af þeim.

Þó finn ég aðeins fyrir kreppunni en aðalsalan hefur verið til kúnna sem hafa keypt áður kanínur hjá mér.

Verðið er það sama og undanfarin ár enda tel ég mig ekki þurfa að hækka það.

Um daginn skeði það leiðinda atvik að brotist var inní útihúsin hjá okkur og farið innum allt og í gegnum kanínusalinn og inná kaffistofu og tóku innbrotsþjófarnir nýju fínu kanínuklippurnar mínar  og dýralyfjakassann minn sem ég var með og var hann fullur af sprautum og sprautunálum sem hafa heillað.
Einnig var þar ormalyf handa kindum og hestum þannig að þjófarnir ættu að vera lausir við orma skulum við vona.

Ég var svoooooooooo............sár!

En ég er búin að panta mér aðrar klippur frá Þýskalandi sem að koma í Október.

Oster Power Max sem eru með tveimur hraðastillingum og fæ ég tvær tegundir af kömbum með henni.

Hér eru myndir af þeim söluungum sem eru tilbúnir til að fara að heiman og orðnir mjög sprækir og lífvænlegir.


Móðir:9503
Faðir:Sprelli Angóra

Fæddir 24 Apríl 2011


Móðir:7615
Faðir:9532

Fæddir:28 Apríl 2011


Móðir:9546
Faðir:9532

Fæddir:23 Júní


Móðir:8420
Faðir:Ópal

Fæddir:22 Maí 2011


Móðir:9566
Faðir:Ópal

Fæddir:14 Mars

Þeir sem eiga pöntuð dýr eru vinsamlega beðnir um að drífa sig og sækja þau:)


12.08.2011 01:09

Þýskaland/Austurríki heimsótt:)

1 Ágúst

Askur með veturgömlum vini úti að borða:)

Mér var boðið út til Þýskalands og og Austuríkis í eina viku og nú skildi sko berja íslenska og útlenska gæðinga augum og hafa gaman af.


Auðvitað lá leið mín fyrst til hans Asks frá Hraunsnefi sem við seldum út fyrir fáeinum árum en hann býr í góðu yfirlæti á búgarði þarsem Kirsten vinkona ríður rækjum.....úppps....ræður ríkjum átti þetta að vera gott fólk:)

Kirsten að gefa Elisabeth banana:)

Þarna var gaman að koma enda mörg dýr á búgarðinum og margt að sjá.


Lísa á íslenskum hesti og teymir Pony við hlið sér:)

Mér var tekið opnum örmum og það leið ekki á löngu þartil allar mæður,frænkur og systur starfsfólksins þar voru farnar að baka alskyns eplapæ og kökur handa mér,enda lít ég svo mikið út fyrir að vera í stórhættu á að verða hungurmorða þá og þegar.


Fyrsti dagurinn fór nú í að jafna sig eftir flugið og átta sig á hlutunum en hitinn var rosalegur og sólin ekkert að hlífa manni neitt sérstaklega.

Ég var hálffegin þegar að dagur var kominn að kveldi og sú gula farin að hátta og dagurinn endaði á fínu veitingahúsi og smá létt í glasi og svo í bólið enda mikil og góð dagskrá framundan alla vikuna.

Er að vinna myndir og mun ég bæta við þetta blogg hverjum degi enda á hver dagur sína skemmtilegu minningu.

2 Ágúst

Annan daginn minn var ég orðin betri af flugferðinni og búin að sofa svolítið og var orðin hin hressasta þrátt fyrir allan hitann.

Það var margt að skoða á búgarðinum og gaman að segja frá því að þarna er hugsað vel um að nota ekki kemísk efni eða eitt eða neitt sem getur skaðað náttúruna.

Allt fóður í dýrin á bænum er framleitt án eiturefna og þarna er ræktað ógrynni af allskonar gómsætum ávöxtum og grænmeti sem ég gat gengið í úti að vild og týnt upp í mig:)

Pia og Lísa voru að temja/þjálfa hrossin og ekki var það dónaleg aðstaðan til taminga,reiðhöll og alskonar gerði og hjálpartæki á staðnum.

Reiðhöllin er með úðunarkerfi til að rykbinda gólfið.

Kirsten bauð mér niður að Chiemsee vatni til að sulla en ég íslendingurinn kunni nú ekkert á þetta og þorði varla útí!

En útí óð ég og tók myndir í gríð og erg en veðrið var geggjað og gaman að sjá alla þessa fegurð þarna,vatnið,fjöllin í fjarska og allan þennan fallega gróður.

Mér bauðst a meira að segja að fara í Loftbelg!

Úffffff......ég lak næstum niður af hræðslu við tilhugsunina og afþakkaði kurteislega.

Ofboðslega fallegt:)

Húsin þarna eru meira og minna skreytt með ofboðslega fallegum málverkum og varð mér starsýnt á þau.

Við fórum svo út að borða og auðvitað fékk ég mér banasplitt í eftirrétt:)

3 Ágúst

Við vöknuðum snemma (ég klukkan 06:00 á íslenskum tíma:)og drifum okkar af stað útí ævintýri dagsins.

Stefnan var tekin á eyju útí Cheimsee vatni en þar var hann König Ludwig II í höll sinni og ekki biðum við boðanna og hoppuðum um borð í ferju sem flutti okkar yfir á eyjuna fögru.

Þar vorum við fluttar einsog prinsessur í hestvagni sem að stórir klárar drógu uppað höllinni.

Spennan var rafmögnuð þegar að við stigum út og skoppuðum inní höllina en viti menn!

König Ludvig var ekki heima og hafði ekki verið heima síðan árið 1886 en þá dó hann blessaður kallinn.

Við vorum "aðeins" of seinar.......

En við fengum að skoða höllina hans sem er gríðarlega falleg!

Maður bara varð orðlaus af undrun yfir öllu sem þarna var inni.

Við fórum svo tilbaka með hestvagninum og fengum að sitja fremst og spjalla við ökumanninn sem að einsog svo margir aðrir krafðist þess þegar að ég sagðist vera frá Íslandi að ég segði EYJAFJALLAJÖKULL!

Ég þurfti alveg endalaust að segja það og er gosið í fyrra greinlega búið að auglýsa okkur rækilega.

31.07.2011 11:28

Folöldin Ásgarði 2011

Folöldin Ásgarði 2011

Ég er búin að fá reglulega kvartanir vegna lítilla frétta og mynda af folöldunum í Ásgarði í sumar.Bæti hérmeð snarlega úr því og skelli inn myndum sem ég tók í gær:)




Lotning frá Ásgarði


Lotning frá Ásgardi

Móðir:Freisting frá Laugardal

Faðir:Astró frá Heiðarbrún



Lúna frá Ásgarði merfolald til sölu/for sale.

Móðir:Embla frá Ásgarði
Faðir:Astró frá Heiðarbrún


Amor frá Ásgarði

Amor frá Ásgarði til sölu/for sale.

Móðir:Fjalladís frá Drangshlíð
Faðir:Hrókur frá Gíslabæ



Mist frá Ásgarði til sölu/for sale
Bay/colorchanger

Móðir:Mön frá L-Ásgeirsá
Faðir:Hrókur frá Gíslabæ



Hrímnir frá Ásgarði
Rauðlitföróttur
Red/colorchanger

Móðir:Eðja frá Hrísum
Faðir:Astró frá Heiðarbrún



NN frá Ásgarði hestfolald

Móðir:Stórstjarna frá Ásgarði
Faðir:Hrókur frá Gislabæ



Elding frá Ásgarði



Elding frá Ásgarði til sölu/for sale

Móðir:Hylling frá Ásgarði
Faðir:Hrókur frá Gíslabæ

Fleiri myndir í albúmi Folöldin Ásgarði 2011.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 446
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 284
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 502526
Samtals gestir: 55219
Tölur uppfærðar: 7.2.2025 22:42:27