Heimasíða Ásgarðs

06.11.2011 00:11

Risablogg,margra daga yfirferð........!

Jeminn eini hvað ég er púkó við ykkur að hætta bara að blogga í margar vikur!

Bæti snarlega úr því elskurnar mínar og kem með eitt feitt blogg:)

5 Október

Við mæðgur stóðum í ströngu í gær við sögun og pökkun á lambakjötinu okkar og stóðum við í 9 klukkustundir að saga og vacumpakka.Næst er að vacumpakka grænmetinu:)Eitt skyggði þó á annars gleðilegann og góðan dag en enn eina ferðina hefur einhver farið og ætlað að brjótast inn hjá okkur en hætt við eftir að hafa opnað vel lokað hlið.Sem betur fer uppgötvuðu kindurnar ekki að hliðið var galopið.

Hebbi skreppur kallinn minn hefur varla verið heima í haust en hann skrapp tvisvar til útlanda og í tvær veiðiferðir hér innanalands.
Fusssss........ekki kreppa hjá þessum kotbændum seggggðu.....!

En við Krissa höfum aldeilis tekið til hendinni á meðan kallinn skrapp af bæ og máluðum hluta af eldhúsinu og breyttum og bættum hitt og þetta í kringum skepnurnar svo bæði yrði vinnan okkur auðveldari og betri líðan hjá dýrunum.

Nú svo tók dóttlan á bænum sig til og gerði rúllupylsu úr slögunum og ég gerði kæfu.
Þá ætti að vera nóg til af ofanáleggi á brauðið í vetur.

Auðvitað kaupum við líka ost og annað en við nennum ekki að standa í því að vera með baulandi belju hér til að búa til osta þannig að Bónus er það heillin:)

7 Október:

Flottur dagur með sól og næstum logni hér við Garðskagavitann.Fyrsta frostið kom í nótt og frosið var á pollum og nú skal taka nokkrar teygjur og fara svo að mjaka sér í að ná upp kartöflunum hér á bæ.

Myndin er af Radísu sem að óx í moldarkari og varð einsog rófa að stærð!Auðvitað var hún óæt blessunin en fræ hefur fokið úr höndunum á mér í einhverju rokinu í vor og ofaní karið og þarna óx hún ásamt annari vinkonu sinni óáreytt fammá haustið:)


9 Október:

Gulltoppur Hróksson/Freistingar er seldur.

Hann mun samt eiga heima hjá okkur í 1 ár enn en svo fer hann til nýs eiganda í Þýskalandi.
Þetta er mjög sérstakur foli með einstakt geðslag.
Ég á eftir að sjá eftir honum Gulltoppi en það verður að selja það sem kúnninn vill kaupa og hana nú!

Mist/Hamingja
 Hróks/Manardóttir frá Ásgarði Seld


15 Október:
Tekið af FB:

Castor Rex
Nú verð ég að spýta í lófana og fara útí nínuhús og flokka lífdýr og söludýr og merkja.Prenta út ættarskrárnar því að kanínusala er með besta móti þessa dagana.Annars er allt gott að frétta úr Ásgarðinum,bilað að gera og lítið verið í tölvunni.Hrútasýning í gær og takk fyrir góðar móttökur Grindvíkingar,ekki komið að tómum kofanum hjá þeim Víkverjum.Flatbrauðið og Ástarpungar innanum alla hrútspungana,er ekki gaman að lifa!

Litla Skjóna þroskast vel.

Litla Skjóna tekur á sprett:)

Er drulluþreytt eftir frábærann dag í fjár og nínuhúsinu.Það er nú ekki lítið búið að gera á þessum bæ,traktoraðist alveg helling þannig að Hrókur og félagar eru með rúllu og svo opnaði ég fyrir hryssunum og folöldunum inná túnið og færði Sif með Litlu blindu Skjónu í annað hólf og gaf þeim rúllu.


18 Október
Tekið af FB:

Hrútarnir eru komnir inn enda farnir að sýna kindunum áhuga.Er með þennan Frostason í pössun en hann heitir Örn og er með þessi flottu horn og gulur í framan.Gæti sómt sér vel uppá stofuvegg einn daginn.

18 Október
Tekið af FB:Jibbý og gleðihopp.......!!!!Við mæðgur búnar að mála eldhúsið og nú er bara að klára að raða öllu inn aftur og gera fínt því annað kvöld er von á góðum gestum í kvöldverð.Saladmaster dívan Elín Clausen mun dansa yfir pottunum góðu og von er á góðum gestum sem mig hlakkar til að fá hingað í Ásgarðinn:)

Ég fékk rosaflottan pott í gestgjafagjöf að verðmæti 114.000-þúndund krónur:)!Hann verður MIKIÐ notaður þessi enda með hita og tímastilli þannig að auðvelt verður að fara frá honum og út að vinna á meðann mallar í honum maturinn,svo bíður hann með matinn heitann eftir mér:)

24 Október
Tekið af FB:

Góður dýradagur í dag hjá mér og dóttlunni,bjuggum til nýtt og stærra búr fyrir Silkihænu ungana sem að stækka einsog enginn sé morgundagurinn.Útbjuggum stóðhestastíurnar sem hrútastíur og eru þá tveir eldri hrútarnir sér og þeir litlu sér hlið við hlið.Klikktum svo út með því að klippa hana Buslu gömlu með nýju klippunum:)Fengum okkur svo beauty bað og nú bíður lambasteik í ofninum.......slurrrrrp:)!

25 Október
Tekið af FB:
Var að koma ofan úr Leifstöð Eiríks og búin að endurheimta kallinn eftir 10 daga útstáelsi í löndunum.Mikið er nú gott að hann er kominn aftur heim í kotið en verst að hann náði sér í einhverja skítapest og er fullur af kvefi.Hann hefur bara vantað alvöru íslenskt súrefni sem hér æðir um á ógnarhraða og er nóg af:)

27 Október
Tekið af FB:

Frábær dagur að kveldi kominn og gott betur.Dýri leit við og ormahreinsaði folöldin og mæður þeirra,tók dna og örmerkti það sem við átti.Síðan var skundað í fjárhúsið og ásetningurinn fékk Garnaveikisprautuna sína og allar kindur og hrússar fengu sína ormasprautu.Voffarnir fengu svo líka sínar Pavó sprautur og ormalyf og Busla var nú ansi treg að skilja þetta og spýtti seinni töflunni 3xsinnum útúr sér hehehehehe........:)En jeminn eini hvað þetta tók á gigtina!

30 Október
Tekið af FB:

Vinalegur hvíti Shefferinn í Akurgerði:)
Mynd Íris :)

Var að skutla mikið góðri vinkonu minni uppá flugvöll,vakti í alla nótt til að vera alveg örugg á því að hún missti ekki af vélinni sinni.
Takk Íris fyrir skemmtilega heimsókn en veðrið hefði mátt vera betra.
Það sem stóð uppúr fannst mér var heimsóknin okkar að Akurgerði en þar var tekið höfðinglega á móti okkur en við vorum 3 vinkonur á ferð.
Alveg stórkostlegt að sjá dugnaðinn í þeim hjónum og reyndum við Valgerður að falast eftir makaskiptum við hana Sabine og lofuðum henni rólyndismönnum í nokkra daga í skiptum fyrir ofurduglegann manninn hennar sem sleppir vart hendinni af hamrinum nema rétt þegar að hann leggst til svefns:)

Hún var eitthvað treg en við erum ekki alveg búnar að ná samningum en það tekst kannski einn daginn hehehehehe...........:)
Eins var ekkert smá gaman að fara í Lúxus bíóið í Smártalindinni með þér Íris mín og sjá Tin tin og félaga í 3D:)!

1 Nóvember
Tekið af FB:

Gerðum lifrarpylsu úr 6 lifur í gærkveldi ég og dóttla og tók þetta ekki nema rúma 4 tíma með öllum undirbúningi og þrifum í lokin.Er að prófa í fyrsta sinn sniðuga ílanga próteinpoka sem ekkert mál var að troða í og svo bundum við bara fyrir og enginn saumaskapur:)Erum við myndarlegar eða erum við myndarlegar híhíhí.....:)Vogið ykkur ekki að halda öðru fram þið þarna saumavélarnar ykkar!

3 Nóvember

Tókum okkur til og slátruðum 8 hönum af 11 en það var ákveðið síðan að við fengum þessar stóru Ameraukana hænur að framvegis myndum við nýtka kjötið af öllum umfram hönum.

Það er gríðarlegt magna á hverjum skrokk af kjöti en við erum komin uppá lag með að bæði reyta þá,kalóna og svíða og eins ef við erum löt þá hamflettum við þá og hirðum bringur og læri.

Við þurfum reyndar að taka þá aðeins fyrr því að enginn venjulegur pottur dugar undir þá einsog búðarkjúllana sem eru minni og auðvitað miklu yngri þegar að þeir eru látnir fara.

4 Nóvember
Tekið af FB:

Þær voru ánægðar mæðgurnar Busla og Súsý með verðlaunin sín en heima sátu þær að passa húsið á meðan að matmóðirin ég fór að versla.Fengu nagbein:)
Þær fengu líka klippingu með nýju klippununum sem að Íris gaf okkur og næst verða angóru kanínurnar klipptar enda orðnar vel loðnar blessaðar.

Var þetta ekki góð sárabót eftir langa langa blogg bið elskurnar mínar:)?

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 310
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297307
Samtals gestir: 34232
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 22:47:02