Heimasíða Ásgarðs

02.11.2021 20:29

Allar skepnur komnar á fulla gjöfÍ dag voru tilfæringar á skepnum milli hólfa og fyrsti alvöru gjafadagur.Kindurnar fóru upp fyrir veg og í rúllu við fjárhúsið.
Voru reyndar búnar að fá tvær rúllur fyrir neðan veg.Hrókur og merarnar ásamt folöldum fluttu sig um hólf og fengu sína fyrstu rúllu en litu ekki við henni heldur fóru beint á kroppið enda nóg sem kindurnar skildu eftir fyrir þau af beit.


Trippin voru tekin af bakkahólfinu og upp að hesthúsi á svokallaða Efri Brunnflöt þarsem þau fengu sína rúllu.

Það var brunagaddur að okkur fannst í dag og gekk ég frá vatninu og lokaði fyrir úr hesthúsinu og niður á bakka áður en það frysi í slöngunni.Reyndar voru þetta bara 0 gráður en í þessum vindi virkaði það mun kaldara fyrir vikið.

Hebbi hélt áfram bambagrindar tað smíðinni og sótti restina af taðinu sem varð eftir í gær.Þá er allt tað komið í hús og í þurrk.

Á næstu dögum kippi ég inn ásetnings gimbrunum og fara þær ekkert út fyrren fer að vora og hlýna.

Þær eru flesta komnar með nöfn ef ekki allar.

01.11.2021 19:56

Taðið tekið inn fyrir lokaþurrkun

Tók inn hrútana í dag þá Blævar og Halla Hár,þeir eru eitthvað orðnir spenntir og farnir að skoða girðingar og glápa í allar áttir eftir dömum.
Ég skil ekki afhverju í ósköpunum það kveiknar svona snemma á hormónunum hjá fénu í ár.Ein kindin hún Fröken Elsa var blæsma 22 Október síðastiliðinn og hrútarnir og hún stunduðu trylltann dans í fjárhúsinu þegar að ég kom um kvöldið í gegningar.
Veður hefur verið skrítið hér hjá okkur síðan að gos hófst og frekar dimmt yfir í allt sumar.Lítil sem engin sól og bara ömurlegt veður til ræktunar matjurta sem þurfa mikla birtu.
Kannski að það hafi áhrif á féð þetta mikla birtuleysi í sumar/haust og það gangi fyrr?

Nú fer að styttast í að reykkofinn fari í gang og ekki seinna vænna að kippa taðinu inn til endanlegrar þurrkunar.Nóg er búið að rigna í það í sumar!

Við Hebbi drifum í að keyra heim taðinu í kari og röðuðum því í bambagrindur sem kallinn útbjó.

Ansi vel gert hjá honum og það ætti að lofta vel um flögurnar.Settum svo stóra blásarann í gang þannig að hitinn og blástur flýtir mikið fyrir þurrkuninni.

31.10.2021 21:19

Ný gimbur í fjárhúsið og fleiraFriðmunda frá Melabergi

Ég mátti til að bæta við einni gimbur í fjárhúsið og það í lit.
Fékk gefins (mátti ekki borga) þessa fallegu móbotnóttu fegurðardís en hún kemur frá Melabergi.Friðbjörn vinur minn gaf mér hana og er ég himinlifandi með gripinn.
Hún er undan Bíld sem kom frá Herdísi Leifs en sá hrútur hefur verið að gefa góð lömb hér á Suðurnesjunum.
Móðir hennar er undan Glampa frá Hjarðarfelli sem ég hefði viljað nota meira en hann fór alltof snemma sá hrútur.
Ég á einungis eina kind undan honum og er mjólkurlagnin þar mjög góð.
Gimbrin fékk nafnið Friðmunda því þeir félagar Friðbjörn og Eymundur lögðu saman genin í þennan grip en Eymundur á Bíld og átti einnig Glampa. 
Þannig að hún er skírð í höfðuðið á þeim vinunum.Bjartur frá Ásgarði

Bjartur stígahæðsti hrúturinn á bænum í haust fer að fara til nýs eiganda á næstu dögum.Hann er kominn í mútur og farinn að kíkja í kringum sig en veit enn ekki alveg að hverju hann er að leita.
Hann á alltof mikið af systrum,frænkum og fleiri skyldmennum hér þannig að við höfum ekki not fyrir hann.Easter Eggert haninn á bænum

Nú er rólegt í hænsnakofanum og engin egg,vetur genginn í garð hjá hænunum og þær í fríi.
Eflaust endar það með að maður þarf að versla sér egg í búðinni en það gerist ekki nema einu sinni á ári sem betur fer.
Það er svo mikill munur á þeim eggjum og hænum sem fá að fara út daglega þegar að veður leyfir.
30.10.2021 20:10

Kryddjurtir og laukar í þurrk

Púrrulaukurinn komin á þurrkgrind
 
Tiltekt í góðurhúsinu stendur enn yfir og tók ég upp laukana og þreif,skar niður og setti í þurrkofninn.Skar þá frekar smátt niður þannig að þeir urðu þurrir á mjög stuttum tíma.

Rósakálið er alveg að verða tilbúið til neyslu en ég býð með það aðeins lengur

Kryddin komin í merktar krukkur

 
Ég gat ekki á mér setið og gerði fátækrarsúpu sem ég hef ekki smakkað í mörg herrans ár.
Við vinkonurnar í gamla daga gerðum þessa súpu ef þröngt var í búi.
Það grænmeti sem til var notað í það og það skiptið í hana.

 
Í dag notaði ég það sem ég uppskar úr gróðurhúsinu og matjurtakörunum :
Hvítkálshaus 
Skessujurt
Hvítlauk
Púrrulauk
Vorlauk
Avakadó olíu til að steikja grænmetið
Mjólk
Súpukraft frá Oscar
Maizinamjöl til þykkingar eða hveiti ef vill
 

28.10.2021 20:19

Gróðurhús og tilfæringar

Open photo
Ronja aðstoðaði mig við að kíkja undir eitt gras að gamni


Við Ronja Rós vorum komnar út í fyrra fallinu og hleyptum út hænunum,kíktum á lambhrútana sem nú eru reyndar orðnir að sauðum eftir að þeir voru geltir um daginn.

Hólý Mólý og Litli Valur eru hinir hressustu og virðast ekki muna eftir neinu enda voru þeir steinsofandi á meðan á þessum aðgerðum stóð.

Eftir að við vorum búnar í morgunverkunum fórum við í að gera klárt fyrir flutninginn á gróðuhúsinu en ég fékk þá hugmynd að drífa í að rífa út gömlu hellurnar og dýpka það aðeins og láta helluleggja uppá nýtt allt gólfið með stórum gangstéttarhellum sem við eigum.
Gamla hellulögnin er orðin svo sigin og leiðinleg og núna höfum við góðan tíma í að gera þetta.

Næst æddum við Ronja niður í  matjurtakörin niður við hesthús og gróf ég upp kirsuberjatréð mitt af tegundinni Sunburst en hún fær engann frið þar utandyra fyrir vindi og veðrum auk þess sem fuglarnir náðu þessum örfáu kirsuberjum sem komu í haust.
mér tókst að drösla því uppá pikkupinn og inn útfrá þarsem hebbi og Boggi gerðu fyrir mig snilldarinnar gróðuhús þarsem ég fæ frið fyrir öllu veðri inni við með plönturnar mínar.
Þar kom ég trénu í  stóran stamp og vökvaði svo vel.
Ég var svo heppin að fá gefins kirsuberjatré um daginn sem kallast "Sætsúlukirsi "Helena" og standa þessi tvö núna hlið við hlið í sitthvorum stampinum.

Eldaði snemma,lax með kartöflum og miklu smjöri!

27.10.2021 22:53

Haustverkin


Þá er búið að saga dilkana og koma þeim ofaní kistu fyrir veturinn.
Við ákváðum í ár að saga allt alveg niður þannig að engar stórsteikur verða í ár enda erum við bara tvö í heimili.

Lærin fóru því öll í lærisneiðar,hryggirnir í einrifjur og frampartarnir í grillsneiðar og súpukjötsbita og bitasteik/togarasteik.
Grillsneiðarnar voru forkryddaðar með hvítlaukskryddi sem keypt var hjá Samhentum Garðabæ.

Af fullorðnu tókum við lundir og file sér sem við kryddum með heimaræktuðu timian og rósmarín.

Restin var hökkuð og hluti af hakkinu breyttist í hamborgara sem gott er að grípa á þegar að mikið liggur við.

Dóttirin gerði það gott og breytti slögunum í dýrindis rúllupylsur og einnig hakkaði hún þau niður og forsteikti bollur sem hún frysti svo.


25.10.2021 00:14

Opnaði síðuna aftur!

Ég gafst upp,saknaði ykkar allra hérna megin og opnaði þessa gömlu síðu aftur.
En ég mun reyna að verða duglegri,lofa!

30.01.2021 18:59

Glæný heimasíða

Það kom að því að ég fyndi góða lausn varðandi nýja heimasíðu.
Gjörið svo vel að kíkja á þá nýju.
Þessi síða lokar um miðjan Febrúar!

Hér er sú nýja :

https://asgardurinn.wordpress.com/

21.11.2020 16:28

Jæja...............


Það er aldeilis að góðir hlutir gerast hægt hjá manni.
Lítið sem ekkert að gerast á nýju síðunni sem ég startaði fyrir tæpu ári síðan en aftur á móti þá eru heimsóknir inná þessa síðu alveg merkilega margar á hverjum sólahring.
Ætla að athuga hvort ég nenni ekki að pikka hér inn eitthvað af og til og jafnvel birta myndir ef hægt er en þessi síða virðist vera að missa einhvern mátt og erfitt að koma myndum inn og ef þær koma inn þá stundum hverfa þær.
Takk fyrir að líta hér inn þó ég sé ekki að standa mig varðandi bloggið gott fólk.


25.12.2019 18:29

Gleðileg jól


Tvíreykt hangilæri frá Skiphólsbændum
Það er aldeilis að tíminn flýgur,komin jól og haustverkunum nánast lokið.
Enn er verið að reykja bjúgu,hangirúllur,læri og bóga í nýja reykkofanum hér á bæ.
Þetta er samstarfs verkefni þriggja bæja,Ásgarðs,Hólabrekku og Skiphóls.
Reyndar er Skiphóllinn einnig með sinn eigin reykkofa þannig að hér er mikið reykt.

Ég nældi mér í flensu stuttu fyrir jólin,kvefpest sem var við það að enda sem lungnabólga en ég á svo yndislegann lækni sem að skrifaði uppá fyrir mig sterkt pensillin sem ég má leysa út ef ég er að fá lungnabólgu.
Fjórum dögum fyrir jól fann ég að varð að láta leysa út fyrir mig pensillínið góða sem eru 3 rótsterkar töflur.Auðvitað svínvirkaði það og ég komst til RVK á Þorlák með Hebba mínum til að versla inn gjafir,mat og kíkja á Þóru og Kalla.
Það er alltaf svo mikill jólafílingur að kíkja á þau og spjalla yfir drykk og góðgerðum.
Þessi jól voru fín þó ég hafi verið hálf orkulaus en ég komst í föt og eldaði aligæs með alles en krakkarnir komu frá Skiphól og Krissan mín aðstoðaði mig við restina á eldamennskunni.
Eftir matinn er hefð að ganga frá í eldhúsinu og lesa síðan á jólakortin en Krissa hefur lesið þau hin síðari ár.
Núna brá svo við að aðeins eitt jólakort kom en flestir eru farnir að senda sínar kveðjur á internetinu.
Takk fyrir jólakortið Magga mín,góðar kveðjur tilbaka.
Síðan voru opnaðar jólagjafir sem vöktu mikla lukku eins og endranær.
Næst horfðum við saman á skemmtilega grínmynd og fengum okkur ís.
Hebbi hafði keypt vinettuna (ísterta) góðu og hér var líka tobleron ís sem að Siggi besti frændi ásamt sonum kom óvænt með um daginn!
Ísinn frá frænda sló rækilega í gegn hjá okkur öllum og nú þarf ég að suða út uppskriftina af þessum yndislega ís.
Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs með þökk fyrir það gamla elskurnar mínar.
Knús og kossar frá okkur í Ásgarðinum.13.10.2019 16:29

Framtíð frá Ásgarði til sölu SELD/SOLD

 
SELD/SOLD

IS2017225860 Framtíð frá Ásgarði

Fleiri myndir af Framtíð í albúmi/More pictures click HÉR

08.03.2019 18:32

Tók hressilega til á síðunni

Það kom að því að ég tók til og henti út þeim síðum sem eru löngu útrunnar eða ekki búnar að vera virkar svo árum skiptir.
Það væri gaman að fá inn linka að síðum sem eru virkar svo ég geti sett hér inn.
Það frískar verulega uppá síðuna hjá mér en ég var farin að sakna þess að vafra hér á milli heimasíða og skoða hvað þið hin eruð að bardúsa.
Endilega hendið á mig pósti eða skilaboðum ef þið viljið að ég setji inn heimasíðurnar ykkar elskurnar mínar.

20.07.2018 22:53

Sumar
Sæl og blessuð öllsömul.
Ég hef ekki bloggað hér inn í óratíma og stæðsta ástæðan er bloggleti minni um að kenna.
Það tekur hreinlega alltof langann tíma að koma myndum hingað inn og síðan er svo hæg að ég er að hugsa um að skipta um síðu og útbúa nýja síðu.
Er að prófa þessa síðu hér fyrir neðan þessa dagana ef þið viljið kíkja þar inn elskurnar mínar.22.02.2017 23:03

Súrdeigs dellan mikla


Brauðkind
Nú er enn ein dellan búin að grípa mig og það er súrdeigsbrauðgerðar dellan.
Ég fékk súrdeigsmóður hjá góðri konu og í gær eignaðist ég keramik disk sem er í raun pizzasteinn en með honum fylgdi pizzahnífur og risastór spaði sem mér datt í hug að væri frekar til að rasskella óþekka krakka eða einhvern sem óþekkur er.

Nú ég smellti mér í gær í undirbúninginn og með hjálp you tube og Kitchen Aid hrærivélinni minni varð til þetta flotta brauðdeig sem lyfti sér með látum.
Svo var næst að slá það saman aftur og láta það hefa sig á hlýjum og góðum stað yfir nótt.Setja plast fyrir skálina svo að deigið tapaði nú ekki rakanum.
Þetta gerði ég svo samviskusamlega að aumingjans brauðdeigið leit út eins og það hefði lent í stórátökum við plastið um nóttina (sem það gerði reyndar) og var það eins og fangi í spennutreyju.

Nú ég bar mig bara vel og hélt áfram með þessa deigklessu mína og var nú að reyna að biðja hana afsökunar á þessum mistökum mínum í von um að deigið myndi sína smá líf.

Allt kom fyrir ekki en inn fór klessan á nýja fína pizzasteininn og ég krossaði putta og eftir 30 mínútur kom ilmandi brauðið útúr ofninum.
Það leit út fyrir að vera afkvæmi einhvers sem hefði átt að verða pizzubotn og brauðhleifs,semsagt mitt á milli,hálfgerður brauð bastarður.

En ilmurinn af þessu var góður og mjög stökk skorpa þannig að eitthvað tókst!

Svo kom að því að skera pizzubotnahleifinn en líklega hefði vélsög gagnast betur við verkið í stað brauðhnífsins.
Ekki tók betra við þegar að tyggja átti herlegheitin.
Við hjónin þjösnuðumst við að tyggja og gátum ekki talað neitt við hvort annað á meðan.
Stökkt að utan og seigt að innan.
Þetta var sannkallað haltukjaftibrauð og við erum enn ekki farin að geta talað saman fyrir harðsperrum í kjálkunum.

Framhald á morgun í súrdeigsbakstrinum því ég gefst ekki svona auðveldlega upp sko!

20.02.2017 22:23

Fjárhús partý hjá kindunumHebbi minn var ekkert glaður maður í dag þegar að hann kom í fjárhúsið.
Við sem skildum svo fallega við allt í gær og allt var svo fínt og ný ilmandi rúlluð opnuð og svo bara var partý í alla nótt!

Það gleymdist að loka einu hliði og þær voru ekki lengi að átta sig á því kindurnar og streymdu þær frammá gang og dönsuðu stríðsdans í kringum rúlluna,tættu hana niður og skitu og migu í hana.
Trilluðu sér svo inn allan gang og skitu meira og lögðu sig og voru svo ekkert nema brosið og ropið þegar að kallinn kom í fjárhúsið að gæta að þeim.

Ekki nóg með það þá voru þær búnar að rífa niður kaðla og dót og dreifa um allt og skoða allt sem nef þeirra náði í dæssssssssss..................

Þetta er ekki í fyrsta og líklega síðasta skiptið sem þetta gerist.

Jæja,ég þreif og tók til eftir þær og kallinn gaf út tvær rúllur í kindahólfið og svo gáfum við útiganginum líka.

Allir sáttir og sælir og við komumst heim á skikkanlegum tíma í fréttir og mat þrátt fyrir ævintýri dagsins í fjárhúsinu.

Öll hin dýrin á bænum voru til fyrirmyndar...............skrans...............!

Nei nei nei hvaða vitleysa!


Englavængur

Endurnar voru reyndar líka með óþekkt,þær hafa verið að koma inn síðustu 3 daga haltrandi og með siginn rass og ekki borðað neitt voðalega vel fóðurskammtinn sinn.
Ein kellan lét bera sig inn og það munaði litlu að það þyrfti að bera hana út líka á morgnana.Svo allt í einu kveiknaði á perunni hjá kallinum,hann strunsaði útí gerðið þarsem aligæsirnar fá sitt daglega brauð og viti menn!
Endurnar voru búnar að átta sig á leiðinni þangað og átu á sig gat og sér til óbóta.
Þær þola illa mikið brauð og þá sérstaklega Pekin endurnar en þær virðast verða haltar og skakkar af of miklu brauðáti blessaðar.


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 848
Gestir í dag: 163
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208533
Samtals gestir: 23188
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 16:44:31