Heimasíða Ásgarðs

01.11.2021 19:56

Taðið tekið inn fyrir lokaþurrkun

Tók inn hrútana í dag þá Blævar og Halla Hár,þeir eru eitthvað orðnir spenntir og farnir að skoða girðingar og glápa í allar áttir eftir dömum.
Ég skil ekki afhverju í ósköpunum það kveiknar svona snemma á hormónunum hjá fénu í ár.Ein kindin hún Fröken Elsa var blæsma 22 Október síðastiliðinn og hrútarnir og hún stunduðu trylltann dans í fjárhúsinu þegar að ég kom um kvöldið í gegningar.
Veður hefur verið skrítið hér hjá okkur síðan að gos hófst og frekar dimmt yfir í allt sumar.Lítil sem engin sól og bara ömurlegt veður til ræktunar matjurta sem þurfa mikla birtu.
Kannski að það hafi áhrif á féð þetta mikla birtuleysi í sumar/haust og það gangi fyrr?

Nú fer að styttast í að reykkofinn fari í gang og ekki seinna vænna að kippa taðinu inn til endanlegrar þurrkunar.Nóg er búið að rigna í það í sumar!

Við Hebbi drifum í að keyra heim taðinu í kari og röðuðum því í bambagrindur sem kallinn útbjó.

Ansi vel gert hjá honum og það ætti að lofta vel um flögurnar.Settum svo stóra blásarann í gang þannig að hitinn og blástur flýtir mikið fyrir þurrkuninni.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 84
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 273
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 294851
Samtals gestir: 33829
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 06:34:26