Heimasíða Ásgarðs

09.11.2021 22:50

BrottförBjartur Halla Hársson farinn heim til sín

Nýr eigandi Bjarts kom um daginn og sótti hann.
Nú fer að styttast í fengitíð og ég farin að raða niður á blað hvaða hrútur fær hvaða kind.
Tíminn alveg hendist áfram og það styttist í maður skutli upp nokkrum jólaseríum enda veitir ekki af í þessu myrkri sem skellur á núna milli klukkan fimm og sex.


Ronja farin heim eftir vist í sveitinni


Ronja er búin að vera hér í pössun á meðan að hún var að lóða.Hún hélt okkur Hebba alveg við efnið,leik og hlaup.Það er alveg endalaus orka í þessari tík og þarf hún mikla hreyfingu.
Mest spennandi fannst henni að fara með mér í fjárhúsið að gefa kindunum.
Og sérstaklega spennandi að lauma sér inn fyrir og keppast við að stela fóðurbæti kögglum frá þeim.Ingibjörg Aþena að leggja sig eftir sopann sinn í afa hægindastól.

Ingibjörg Aþena ömmustelpan okkar blæs út og stækkar og þroskast.Maður sér engann smá mun á henni bara á nokkrum dögum.
Hún er farin að babla við okkur afa og er með sínar skoðanir á hlutunum.
Vill sinn graut og engar refjar takk fyrir pent!
Foreldrarnir mata ungann sinn af miklum móð og pelann á milli.
Svo sofnar þessi litla prinsessa alsæl og það heyrist ekkert í henni.
Algjört draumabarn og fær mann til að brosa og hlægja enda ræðin með afburðum og skemmtileg .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 848
Gestir í dag: 163
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208533
Samtals gestir: 23188
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 16:44:31