Heimasíða Ásgarðs

02.11.2021 20:29

Allar skepnur komnar á fulla gjöfÍ dag voru tilfæringar á skepnum milli hólfa og fyrsti alvöru gjafadagur.Kindurnar fóru upp fyrir veg og í rúllu við fjárhúsið.
Voru reyndar búnar að fá tvær rúllur fyrir neðan veg.Hrókur og merarnar ásamt folöldum fluttu sig um hólf og fengu sína fyrstu rúllu en litu ekki við henni heldur fóru beint á kroppið enda nóg sem kindurnar skildu eftir fyrir þau af beit.


Trippin voru tekin af bakkahólfinu og upp að hesthúsi á svokallaða Efri Brunnflöt þarsem þau fengu sína rúllu.

Það var brunagaddur að okkur fannst í dag og gekk ég frá vatninu og lokaði fyrir úr hesthúsinu og niður á bakka áður en það frysi í slöngunni.Reyndar voru þetta bara 0 gráður en í þessum vindi virkaði það mun kaldara fyrir vikið.

Hebbi hélt áfram bambagrindar tað smíðinni og sótti restina af taðinu sem varð eftir í gær.Þá er allt tað komið í hús og í þurrk.

Á næstu dögum kippi ég inn ásetnings gimbrunum og fara þær ekkert út fyrren fer að vora og hlýna.

Þær eru flesta komnar með nöfn ef ekki allar.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 600
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 591
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 50599
Samtals gestir: 2738
Tölur uppfærðar: 28.5.2022 22:35:49