Heimasíða Ásgarðs

16.11.2006 22:03

Skítkalt í dag!

Hrikalega er búið að vera kalt í dag! Folöldin frá Ægissíðu eru öll að koma til og róast.Ég er farin að leggja betur nöfnin á þeim á minnið en það er búið að vera pínulítið erfitt að greina hver er hver og hvort hann er hún eða hann.En það er eitt brúnskjótt sem ég var næstum viss um að væri meri en í dag kom það í ljós að þetta er hestfolald.Hann fór um að fínu borkki á ganginum en töltið virðist vera laust í honum.Þetta hestfolald er til sölu því það var tekið aukalega og reddað fyrir horn.Það verður sett fljótlega á sölusíðuna hjá Sabine http://www.gaedingur.com/index.html

Ljóskarnir að fá smá gotti gott útá tugguna.Verða ekki allir stóðhestar framtíðarinnar að vera með góðann prúðleika .Meiri ljóskurnar þeir Glófaxi Parkerson og Stóri-Dímon .

Nú var gott að stóðtittirnir voru komnir inn því þeir hefðu bara frosið fastir einhverstaðar greyin.Þeir hafa ekkert komist út núna í tvo daga vegna veðurs en kuldinn er alveg svakalegur.Það munar ekki miklu að vatnið í hesthúsinu sé alveg frosið en sem betur fer þá er hitaveita þarna sem rétt reddar að allt springi ekki til helv......

Buslufréttir.

Busla fór í bæinn fyrir tveimur dögum og nú var komið að Röntgenmyndatöku til að sjá hvort það væri gróandi í beininu.Auðvitað hefur hún verið dugleg að taka inn Pencillínið sitt og sérstakar beinatöflur til að hvetja beinvöxtinn og það sást greinilega á myndunum að það er mikill beinvöxtur og allt gengur að óskum með það.En því miður þá virðist vera að aðgerðin sem var gerð með plötunni og skrúfunum sé ekki í lagi og verður líklega að opna fótinn hennar Buslu einu sinni enn eða í þriðja sinn.Ástæðan fyrir því að Busla stígur ekki í fótinn er sú að skrúfurnar eru laflausar í beininu og eru að pirra hana.Líklega verða þær teknar eftir tvo mánuði úr henni ásamt plötunni sem átti ekki að gera undir venjulegum kringumstæðum.En svona er nú lífið og vonar maður núna bara það besta.Eftir cirka mánuð á Busla að byrja hjá sjúkraþjálfara og einn liður í endurþjálfun hennar er hundasund .Hún sem er ekki að fíla það að synda!

Busla er samt miklu hressari og mikill munur sjáanlegur á tíkinni.Gerir hún allskonar hundakúnstir og fíflagang sem ég hef ekki séð hana gera í fleiri fleiri mánuði.Það er góðs viti .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 48
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296305
Samtals gestir: 34092
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 02:17:16