Heimasíða Ásgarðs

07.11.2006 22:02

Bölvaður aumingjaskapur!

Snúður í fanginu á Eygló "mömmu"!

Það er nú meiri aumingjaskapurinn í manni þessa dagana,ég er búin að vera í bælinu fárveik og asnaðist svo til að fara á Sjúkrahúsið í Keflavík síðastliðinn Sunnudagsmorgunn fárveik og alveg einsog drusla.ég man ekkert voðalega mikið eftir þeirri heimsókn en ekki fékk ég Pencillín enda greinilega ekki með þá tegund af hálsbólgu sem pencillín ræður við eða svo skildist mér á lækninum.Ég fékk hinsvegar verkjalyf til að getað kyngt niður vökva og munnvatni og til að lækka hitann.Eitthvað er mín að hressast enda sest við tölvuna og er að komast í pikkhaminn .

Ég var orðin veik síðastliðinn Laugardag en það stoppaði mig ekkert í því að fara og sjá Hringinn minn á Sölusýningunni í Víðidalnum.Skellti ég bara í mig nokkrum Ibúfen og komu Boggi og Eygló með okkur.Núna gekk drengnum mínum svakalega vel og var ég mjög ánægð með sýninguna á honum hjá Stjána.Hringur hefur aukið yfirferðina á töltinu og lagað höfuðburðinn og er hinn prúðasti í reið.Hann má bæta brokkið en það kemur allt saman enda er hesturinn í mikill framför núna og ég tími ekki að hætta með hann hjá Sigga Matt og Stjána.Mér er eiginlega farið að standa á sama hvort hann selst eða ekki,þó manni vanti nú auðvitað peninginn .

Næst var ferðinni heitið uppí Hvalfjörð að sækja Fagra-Blakk sem Sveinn var auðvitað búinn að laga óbeðinn drengurinn.Við fengum okkur kaffi hjá Sveini og svo var lagt af stað með hrossin hennar Möggu í bæinn en þar beið tamningarmaður eftir þeim.Ekki leist honum á okkur í veðrinu sem var að bresta á en allt gekk þetta vel og við komumst heim með kerruna og bílinn heim í heilu lagi.

Boggi og Eygló voru svo almennilega að keyra á eftir okkur allann tímann ef að eitthvað skildi klikka aftur en sem betur fer þá gekk þetta allt saman upp.Fengum við okkur kjúlla saman á Kentucky í Keflavík enda orðin svöng eftir alla keyrsluna.

Næsta dag komu Boggi og Eygló til okkar í Ásgarðinn og einsog hendi væri veifað skutluðu drengirnir upp eldhúsinnréttingunni eftir að hafa hækkað sökkulinn upp þá lítur eldhúsið mitt allt öðruvísi út! Núna er komið bæði heitt og kalt vatn í eldhúsið mitt aftur og allt að verða einsog það á að vera

"Loksins loksins fáum við grjótvarnargarð og eru framkvæmdirnar komnar á fullt skrið.Ekki veitir af enda þegar að norðanáhlaupin gerast sem verst hér þá fýkur ljós skeljasandurinn yfir allt hérna hjá okkur og stórskemmir vorbeitina fyrir okkur.Við höfum ekki haft undan að draga girðingarstaurana upp á vorin og laga það sem aflaga hefur farið um veturinn.Líklega getum við tekið upp girðinguna meðfram fjörubakkanum og þá á garðurinn að vera hestheldur.Við báðum reyndar um að á einum stað yrði gert ráð fyrir að Æðarfuglinn komist upp úr fjörunni og var það ekkert mál þannig að gerð verður slétt renna fyrir fuglinn að labba upp og þar verðum við að setja hlið svo hrossin fari nú ekki í fjöruferð.

Nýja Cameran mín er svo flókin að ég er í mesta basli með að læra á hana.En hún er samt mjög góð að sögn Sabine sem veit ALLT um Camerur! Það er sérstök stilling fyrir börn og dýr og tók ég myndina af honum Snúð þeirrar Bogga og Eyglóar hér að ofan með þeirri stillingu og er ég voðalega ánægð með þá mynd! Svo hef ég greinilega stillt á draugastillingu eða hvað haldið þið hehehehehe,sjáið þennan gelludraug á þessari hér fyrir neðan!.

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 61
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 59913
Samtals gestir: 3075
Tölur uppfærðar: 29.6.2022 08:16:30