Heimasíða Ásgarðs

26.11.2006 03:29

Margt að ske og gaman

Busla lætur bara fara vel um sig í stofunni á nóttunni og farin að stelast uppí stóla! Hún átti stól frammá gangi sem var tekinn þegar að hún fótbrotnaði svo hún væri nú ekki með neinar hoppuæfingar uppí hann en núna þykist hún vera orðin svo góð í fætinum að hún geti alveg hoppað og skoppað uppí hvaða húsgagn sem er á nóttunni þrátt fyrir að það leyfist ekki hér á bæ! Hebbi náði þessari mynd með því að læðast að henni án þess að hún vaknaði! Ég fann handa henni stól og setti í hann teppið hennar og núna er hún alsæl með stólinn sinn og ég fæ að hafa mína stóla í friði .

Sokkadís Hróksdóttir (Gíslabæ) og Eðja Hróksdóttir (Stærri-Bæ).

Við gáfum útiganginum rúllur og fórum yfir vatnið sem hafði náttúrulega frosið í tveimur hólfum.Ekkert mál að laga það með því að setja slönguna inn í bílskúr frá hólfinu hans Dímonar og þá þiðnaði hún skart og hjá merunum fyrir ofan veg var ekkert annað að gera en að hita vatn í stóra pottinum og bræða slönguna sem þar liggur út til þeirra en hún var frosin föst við jörðina og klaki yfir henni.Allir eru voðalega sáttir og sælir með gjöfina og hreyfast ekki hrossin frá rúllunum.Það er staðið í heyinu og sofið,þau rétt hreyfa sig til að fá sér sopa með.

Dímon Glampasonur er enn úti og fær að vera það blessaður til næstu mánaðarmóta.Hann stendur sig svo vel drengurinn,feitur og rólegur með sínum tveimur merum og folöldum.Hann er alveg hættur að kippa buxum niður um gesti og gangandi einsog hann reyndi við hana Diedrei í haust hehehehehe....Enda er maður farinn að fullorðnast og hættur svona púkaskap

Hrókur og folöldin að borða og borða .

Folöldin frá Ægissíðu eru farin að fara reglulega út og viðra sig með Hrók.Þau eru að verða kjarkaðri með hverjum deginum og í gær voru þau ekkert smá óþekk við okkur Hebba að fara aftur inn! Hrókur var látinn fara margsinnis út og inn um hurðina en nei"inn skildu þau sko ekki fara! Það var þetta fína hey í kari úti og rennandi vatn í tunnu og allt einsog ÞAU vildu hafa það .Það endaði með því að við strengdum kaðal þvert yfir réttina sem var bundinn í karið og svo hinn endinn í lónseringarstaur en það var sko ekkert sem hræddi þau því þau stukku fjórum sinnum á kaðalinn og í seinasta skiptið þá ultu tvö sem voru forsprakkararnir að þessum öllu saman um koll svo illa að þau meiddu sig.Ekkert sjánlegt en þau treystu sér ekki í að gera þetta í fimmta sinn og inn fóru þau öll með tölu! Það var eins gott að ég setti þau ekki í stóra leikhólfið strax einsog ég var að pæla í en þau hlaupa bara á allt sem fyrir verður og hugsa ekki! Ég verð að kenna þeim á rafmagn áður en þau fara í stóra leikhólfið.Best að skella vírnum upp á morgun en hann hefur komið að góðum notum við að kenna þeim á rafmagnsgirðingar.

Skvetta og Móna í leik.

Ég hef ekkert bloggað um hana Mónu hvolp! Hún kom hingað fyrir nokkrum vikum en hana vantaði nýtt heimili og þarsem við erum með minkaveiðihunda þá var alveg gráupplagt að prófa hvort að tíkurnar okkar þær Tara,Busla og skvetta myndu sætta sig við aðkomudýr.Mónu var tekið vel og er alveg merkilegt hvað tíkurnar láta hana komast upp með!Fyrir það fyrsta þá er hún svo spræk að ég á í mesta basli með að ná af henni mynd!!!!! Þetta er eina nothæfa myndin af cirka 20-30 sem ég var að reyna að taka af henni um daginn! Ég þurfti að láta Skvettu sitja og sitja kjura á meðan litla krílið hún Móna ólmaðist í henni einsog vitlaus væri og skildi ekkert í því hvað Skvetta var stillt og prúð.Ég er að vonast til að Móna geti orðið öflug með Töru og Skvettu í minknum í framtíðinni en hún er af Parsons Russell Terrier kyni.Nóg tætir hún og skoðar í hvern krók og kima!

Það komu góðir gestir í gær en hann Sverrir Heiðar "gamli"kennarinn okkar Hebba frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri mætti með nemendur sína í árlega heimsókn í kanínuhúsið okkar.Það er alltaf gaman að fá Sverri Heiðar í heimsókn,hann verður alltaf spenntari og spenntari með hverju árinu að sjá hvaða dýrategund hefur bæst við hjá okkur á milli ára.Það var mikið skrafað og skeggrætt um hinar ýmsu hliðar á kanínubúrekstrinum og kanínur skoðaðar.Ekki leist þeim illa á Fashanaræktina hjá okkur og allir sammála um að þetta yrði bara að virka.Einu vandræðin eru að fá ungana til að lifa eftir að þeir koma úr egginu en Sverrir Heiðar ætlar að forvitnast um þann þátt fyrir okkur og verður gaman að vita hvaða lausn hann kemur með varðandi matarræðið á ungunum fyrstu dagana eftir klak.

Ég er svo ánægð með hvað hún Heilladís stendur sig vel með að mjólka þessum tveimur folöldum sem ganga undir henni að ég ætla að skella inn mynd af henni með dóttur sína hana Sif Hróksdóttur .Er maður ekki að stækka og stækka!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 85
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 59937
Samtals gestir: 3075
Tölur uppfærðar: 29.6.2022 09:05:08