Heimasíða Ásgarðs

12.02.2010 21:14

Margt skrítið í hryssuhausnum!

Eigum við ekki að byrja á því að reyna að koma inn mynd sem ég var að vinna í Picasa..........já........ég halaði niður eina ferðina enn Picasa því ég get ekki án þess verið!

Sunna og Ýmir í Mánahöllinni.

Ég er ekki sátt við að þurfa að kaupa mér linsu uppá 300-500.000- bara til að taka myndir inní höllinni okkar nýju.

Einsog höllin okkar Mánamanna er nú glæsileg og góð þá er erfitt fyrir okkur þessi með venjulegu camerurnar að ná myndum þar inni nema með rándýrum linsum.

Samt er ég að þrjóskast við og það styttist í hina árlegu Folaldasýningu Mána sem verður með breyttu fyrirkomulagi í ár með því markmiði að gera hana áhorfendavænni.

Ég held að ég verði að nota flassið til að ná einhverjum almennilegum myndum og þá verða það helst uppstillimyndir af framtíðar kynbótabombum okkar Suðurnesjamanna.

Það var nokkuð skondið að koma í ljós varðandi folöld hér á bæ.

Dna sýnataka sýndi það berlega að Laufey Hyllingardóttir er ekki dóttir hennar og Draupnir Pameluson er ekki sonur hennar!

Ég fór að klóra mér í hausnum og það kveiknaði á perunni fljótlega.

Pamela og Hylling köstuðu báðar á sama sólahring,líklega á sömu klukkustund og þær voru fyrstu dagana að gefa báðum folöldunum að drekka til skiptis og á endanum hafa þær víxlað folöldunum sínum alveg!
Eldra blogg með þessum degi HÉR

Laufey Pamelu dóttir stór og stæðileg.

Pamela fór með fóstursoninn í sumarhaga í Hafnirnar en Hylling var með sína fósturdóttur alsæl hér heima í Ásgarðinum og bæði folöldin döfnuðu frábærlega vel.

Forsetinn í haust.

Þetta er ekki búið því að hann Forseti Skjónusonur á engann pabba í augnablikinu en hann er því miður ekki undan Glófaxa vini mínum samkvæmt dna.

En ég veit nú svosem hver er faðirinn en það kemur enginn annar en Hrókur til greina en það á bara eftir að staðfesta það.

Á ég að halda áfram?

Einhver sagði að ég segði allataf frá ÖLLU hér á blogginu svo ég læt það bara vaða.

Fína flotta leirljósa folaldið sem ég gaf honum Hebba mínum er ranglega sagt undan Huginsyni fyrir norðan og þykir mér það mikið miður.

Þannig að ég er heldur betur með því að folöld séu DNA testuð því það er alveg bráðnauðsynlegt,ekki bara vegna föðursins heldur líka vegna mæðranna en það er miklu algengara en við höldum hvað hryssur eru að skiptast á folöldum.

Það væri heldur betur fróðlegt að geta bakkað tilbaka og testað hinar og þessar ættlínur og þá yrði ég nú ekki hissa þó að sitthvað skrítið kæmi í ljós og þá sértaklega á þeim tímum sem ekki voru girðingar á mörgum bæjum en heilmikil ræktun í gangi.

Nýtt kanínublogg fyrir þá sem hafa áhuga.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 261
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 273
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 295028
Samtals gestir: 33868
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 21:20:29