Heimasíða Ásgarðs

23.02.2010 00:14

Rjúpa Hróksdóttir komin heim:)


Fékk Rjúpuna mína aftur heim eftir mánaðar tamningu og gangsetningu hjá Ólöfu sem er alveg snilldarinnar knapi og umsetin í því starfi.


Þær mæðgur skiluðu henni einni tönninni fátækari en það hefur greinilega háð henni verulega að hafa haft þessa Úlfstönn í munninum.
Bara frábær uppgötvun bæði fyrir hryssuna og knapann.


Brokkið..............

Er hennar aðall og mesta furða hvað hún er þýð miðað við skref og svif!


Töltið er komið en þarfnast þjálfunar og meiri styrks vegna stærðar hryssunnar sem er rosaleg sleggja!

Það var ekki vegur að ég gamla gigtveika konan færi að hamast við að hreinsa hana útúr hliðarsveiflunni sem hún var komin í en mér tókst þó að fá betra jafnvægi í hana á brokkinu síðastliðið sumar/haust.


Össssssss...................Þykist maður vera orðinn alltof gamall og stirður fyrir þessa vinnu og ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég var fegin á fá merina komna í gegnum þennan hluta í gangsetningunni,farin að stíga töltið hreint og nú er bara að halda áfram að þjálfa hryssuna............Þegar að hlýnar aðeins meir:)


Ólöf að sýna mér fíflaganginn sem að Rjúpa lærði líka:)

Rjúpan er ekki bara fimmgangshross heldur sexgangs með fíflaganginum:)

Ég á allskonar afsakanir í pokahorninu til að fara ekki á bak,síðustu dagar hafa verið svo kaldir að ég hreinlega treysti mér ekki á bak strax.


Fór nú reyndar á Hrók um daginn með Sudda gamla í taum með og ég var nett frosin þegar að heim kom!

En ég var í skýjunum með Hrókinn,hann er nú miklu ferskari utandyra áfram heldur en inní reiðhöll líkt og með mörg önnur hross.

Klárinn er frábær í beisli og gerði allt sem hann var beðinn um þrátt fyrir að trippadraslið í haganum færi á flug við hliðina á okkur í myrkrinu og stóð mér nú ekki á sama á tímabili.

Ég er nú svo rosalega gamaldags í hugsun í þessari hestamennsku en þrátt fyrir það þá getur maður nú alveg hlustað á þá sem yngri eru (búin að hlusta á þá eldri:) og þegar að járningarmaðurinn minn hann Lindi stakk uppá því að setja Hrókinn á tíur að framan þá leist mér nú kannski ekki á það að hann færi að tölta betur og myndi síður henda sér í brokkið einso hann var að gera í fyrra.

En viti menn............!Klárinn er bara frábær og töltir útí eitt og er miklu síður að klingja saman á brokkinu.

Ég finn það líka að hann er allt annar í framfótunum og höfum við komist í gegnum bólgurnar með frábærri hjálp Björgvins dýarlæknis og hófarnir eru nánast að vaxa eðlilegir niður aftur hófsperruna.
Sem betur fer þá seig beinið ekki niður í hófbotn,ég lét athuga það með röngen í fyrra.
I raun var þetta bara snertur af hófsperru og svo bólgnaði aðeins kvíslband á öðrum framfætinum en ekkert af þessu finn ég í dag og klárinn bara fínn og kveinkar sér ekkert.

Ekki veit ég hvernig Ólöf fór að því að komast á bak Rjúpunni risastóru berbakt!

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga og þá fer ég á bak og læt kallinn mynda mig í bak og fyrir á Rjúpunni minni:)


En takk kærlega fyrir Rjúpuna mína,alla tamninguna,dekrið og frábæra umönnun Ólöf og Svala:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 200
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 273
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 294967
Samtals gestir: 33857
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 15:49:33