Heimasíða Ásgarðs

19.04.2011 14:19

Beðið eftir lömbum og vorinu


Gullhyrna frá Hrauni að týna í sig fyrstu nálarnar.

Hér á bæ er verið að undirbúa allt sem best fyrir sauðburðinn sem hefst eftir slétta eina viku ef Fjárvís hefur reiknað þetta allt saman rétt út fyrir mig.
Samkvæmt sónar þá eigum við von á ríflega 35 lömbum en eigum við ekki að spyrja að leikslokum og vita hvað kemur.

Einn galli er þó á Fjárvís en ég get ekki nýskráð inn nýja kindur og vantar þær Evru og Sóley inn og er Evra sónuð með tvö en Sóley var sónuð tóm en það er komið undir hann og hún lítur út fyrir að vera með tvö lömb eða þá eitt stórt.

Annar stór galli er einnig á Fjárvís.

Ég skipti í haust á lömbum við nágranna minn en hann er ekki í Fjárvís með sitt fé sem þýðir það að ég get ekki eytt út lambinu hjá mér í Fjárvís!

En annars er þetta kerfi mjög skemmtilegt þegar að maður fer að átta sig á vinnu umhverfinu og er farinn að sjá alskonar útreikninga td hvaða kind er að gefa vel.Þetta auðveldar manni líka mikið við að hafa yfirsýn yfir hópinn og frábært að geta prentað út og haft með sér upplýsingar á blaði td þegar að fósturtalning stendur yfir.
Þá er bara að krossa við nafnið á kindinni á blaðinu hver er með hvað í sér:)

Eitthvað er vorið að láta bíða eftir sér.Hér er ennþá kalt og það meira að segja snjóar af og til en tekur samt upp aftur jafnharðann.

En lömbin koma í heiminn þrátt fyrir að vorið láti bíða eftir sér og það er eins gott að vera búin að gera allt eins fínt og hægt er því ef að hann Kári ætlar að hegða sér svona þá verð ég á harðahlaupum með féð út á daginn og inn á nóttunni þartil óhætt er vegna veðurs að hafa það úti við.

Ætla að skella hér inn að gamni fósturyfirlitin hjá okkur en ég setti þau upp sérstaklega fyrir tvævetlurnar og svo annað yfirlit fyrir eldri ær.

Fósturtalning hjá tvævetlum Ásgarði 2011

 

Heildarfjöldi fósturvísa: 15

Heildarfjöldi dauðra fósturvísa: 0

 

Ær 

Fjöldi

Dauðir

Dagsetning

Áætl.burðd.

Faðir

Athugasemd

09-001 Gráhyrna

2


07.02.2011

26.04.2011

10-517 Frakkur

26 Apríl

09-002 Gullhyrna

1


07.02.2011

26.04.2011

10-516 Toppur

Gekk upp

09-004 Rifa

2


07.02.2011

26.04.2011

10-516 Toppur

26 Apríl

09-005 Stygg

2


07.02.2011

26.04.2011

10-517 Frakkur

26 Apríl

09-006 Lind

2


07.02.2011

26.04.2011

10-516 Toppur

26 Apríl

09-007 Fröken Óþolinmóð

2


07.02.2011

26.04.2011

10-516 Toppur

26 Apríl

09-008 Gata

2


07.02.2011

26.04.2011

10-517 Frakkur

26 Apríl

09-009 Doppa

1


07.02.2011

26.04.2011

10-516 Toppur

26 Apríl

09-010 Rák

1


07.02.2011

26.04.2011

10-516 Toppur

26 Apríl


Fósturtalning hjá eldri ám Ásgarði 2011

 

Heildarfjöldi fósturvísa: 18

Heildarfjöldi dauðra fósturvísa: 1

 

Ær 

Fjöldi

Dauðir

Dagsetning

Áætl.burðd.

Faðir

Athugasemd

03-001 Karen

2

1

07.02.2011

26.04.2011

10-516 Toppur

26 Apríl


04-007 Bondína

2


07.02.2011

26.04.2011

10-517 Frakkur

26 Apríl


06-001 Hermína

2


07.02.2011

26.04.2011

10-517 Frakkur

26 Apríl


07-001 Brynja Beauty

2


07.02.2011

26.04.2011

10-516 Toppur

Gekk upp en sást ekki í sónar


07-003 Forysta

3


07.02.2011

26.04.2011

10-517 Frakkur

26 Apríl


08-001 Sibba Gibba

3


07.02.2011

26.04.2011

10-516 Toppur

26 Apríl


08-002 Kráka

2


07.02.2011

26.04.2011

10-517 Frakkur

Gekk upp


xx-001 Dóra frá Stað

2


07.02.2011

26.04.2011

10-517 Frakkur

26 Apríl



Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 264
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 296057
Samtals gestir: 34047
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 22:17:05