Heimasíða Ásgarðs

10.04.2011 00:16

Folaldasýning Mána 2011


Funi frá Heiðarbrún 1 sæti og valinn glæsilegastur.

Í gær var haldin folaldasýning Mána og var fyrirkomulaginu breytt aðeins en gríðarlegur áhugi er hjá Mánamönnum í ræktun og metnaðurinn mikill.

Binni og Ásdís ekki óvön að sækja sér bikar á folaldsýningum:)

Folaldasýningin var farin að taka ansi mikinn tíma og hætt að vera eins áhorfendavæn og hún á að vera og var sá háttur hafður á að Maggi Lár var pantaður og fór hann á milli hesthúsa og forskoðaði gripina og gaf þeim einkunnina frá 1-5 fyrir þá þætti sem skipta máli varðandi bæði byggingu og hreyfingar.

Svenni síkáti:)

Ég heyrði töluna hátt í 70 folöld hafi verið skoðuð sem er alveg gríðarlegt magn af folöldum.

Flott feðgin með tvo gullmola.

Tek það fram að folöld hjá Brimfaxa í Grindavík voru einnig með en þeir eru afar harðir í Grindavíkinni og gefa sko ekkert eftir í ræktun og margir flottir gripir hafa komið á sýningar og hreppt bikara í bunum:)

Maggi í útskýringarham......:)

Maggi Lár er mörgum kunnur fyrir góða fyrirlestra og hef ég farið á líklega  5 fyrirlestra hjá honum og einnig á námskeið þarsem unnið var með hross og ungviði.

Það var gaman að hlusta á hann og sjá hve fyrirlestrarnir hjá honum hafa verið að þróast áfram en eitt stendur samt í stað og það er hesturinn hans á teiknitöflunni:)

Ég á svona hest.....:)

Mig grunar að margir í salnum hafi getað rétt upp hönd og sagst eiga svona hest eftir því sem Maggi teiknaði og teiknaði hestinn fram og til baka.
Minnsta kosti sá ég hest frá mér þarna á töflunni en þagði því hann er ekki alveg innan rammans sem leitast er eftir í dag hehehehe......:)

En eftir frábæra kjötsúpu og fyrirlestur var skundað inní salinn og gripirnir streymdu inn sem öðlast höfðu rétt til að mæta í úrslit.

7 Hestfolöld og 5 merfolöld mættu til leiks og nú vantar mig úrslitin!!!

Folaldið sem vann hestflokkinn er hann Funi frá Heiðarbrún undan Klett frá Hvammi og Sóllilju frá Feti.

Erpur frá Heiðarbrún frændi hans var einnig í verðlaunasæti.

Erpur er undan Héðinn frá Feti og Fjöður frá Heiðarbrún.

Funi var svo valinn glæsilegasta folald sýningar!

Þess má geta að Astró frá Heiðarbrún sem hér var síðastliðin tvö sumur í merum er í eigu Tóa og Sigrúnar og er  Fjöður móðir hans og Sóllilja amma hans.
Gríðarlega góður árangur hjá Sigrúnu og Tóa og innilega til hamingju með árangurinn.

Allar skárstu myndirnar af folaldasýningunni eru komnar í albúm
Folaldasýning Mána 2011

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 135
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 273
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 294902
Samtals gestir: 33839
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 10:04:04