Heimasíða Ásgarðs

04.07.2007 16:09

Allt að skrælna í blíðunni


Hér er allt að skrælna af þurrki og spretta í lágmarki.Sem betur fer þá er enn næg beit handa hrossunum og veðurfréttakallinn á RUV lofar að það muni þykkna upp um helgina og fara að rigna.
Það er alveg furðulegt hve erfitt er að gera manni til hæfis með veður.Í vetur ringdi látlaust með roki svo útigangurinn stóð blautur og erfitt var að halda almennilegum ballans á fóðurgjöfinni.
Heyið vildi fjúka frá þeim í allar áttir og og traktorinn sporaði allt út svo ljót för mynduðust á jörðinni okkar.
Svo kom vorið og sumarið með þvílíkum hita og yndislegu veðri þá veinar maður eftir rigningu og smá andvara!
En það er ekki hægt að kvarta yfir því hve ofboðlega fallegt er að sitja útí seint á kvöldin þegar að sólin er að setjast.

Það var tilkomumikið að sjá þetta risastóra skemmtiferðaskip sigla útúr Faxaflóanum!Þvílíkur risi og það var eins og það skriði eftir túninu! Þegar að ég verð stærri þá kannski fer ég í ferð með einu svona .

Hvolparnir eru farnir að renna út eins og heita lummur.Tveir fara í Sandgerði,einn fer í Þykkvabæinn og einn fær að búa hjá okkur áfram þannig að það eru eintómir strákar eftir.
Það er ekkert smá gaman hjá þeim en þeir eru farnir að vera útí risastórri girðingu á daginn og fannst þeim þetta algjört ævintýri að fá að skottast svona einir um í hinum stóra heimi.Auðvitað er ekki langt í mömmu Buslu og ömmu Töru.Einhver verður að reyna að hafa hemil á þessum orkuboltum.
Mér finnst þetta got vera alveg einstaklega skemmtilegt og fjölbreyttir kartakterar í hópnum.

Blesarnir hennar Deidrie þroskast vel og eru hinir sprækustu.Heljar og Pálmi verða heima í sumar en það er ekki um margar girðingar að velja ef maður vill koma tittum í fóstur.Sérstaklega þegar að maður vill aðeins geta fylgst með og jafnvel tekið þá heim snemma að hausti þegar að veður geta farið að bíta í rassinn á svona ungum og óhörðnuðum tittum.Það skiptir nefnilega svo miklu máli að trippin nái að fita sig vel fyrir veturinn og haustbeitin sé góð og ekkert komi fyrir þau þá pluma þau sig betur yfir veturinn.
Ein vika til eða frá þarsem þau lenda í kalsa rigningu og slyddu getur skipt sköpum fyrir þau hvað varðar fituforða fyrir veturinn.

Jæja elskurnar mínar,hafið það gott og ég er farin út að vinna við dýrin mín bæði stór og smá .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 135
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297132
Samtals gestir: 34197
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 09:46:41