Heimasíða Ásgarðs

07.09.2010 14:32

Kálið tekið upp og smal


Blómkálið og hvítkálið.

Mín er búin að vera á kafi í sultu og hlaupgerð með dótturinni sem kom hingað færandi hendi með allskonar ber sem hún týndi fyrir austan.


Rifsberjahlaup er komið á krukkur,krækiberjasaft og sulta.

Sólberja/bláberjasultan er hreint út sagt himnesk hjá okkur og tókst langbest af öllu.

Síðastliðna helgi dreif ég mig útí kálgarð til að bjarga restinni af grænmetinu en ég er búin að vera í hörkusamkeppni við sníglana í sumar.

Hvítkálið blanserað og frosið.

Sigga á Flankastöðum nágranna kona mín er alveg snillingur í ræktun hverskonar matjurta og með alla sína 10 putta fagurgræna kenndi mér að blansera grænmetið svo hægt sé að frysta það með góðum hætti og nota nánast ferskt uppúr frystikistunni í vetur.

Blómkálið komið í umbúðir.

Þetta tók dágóðann tíma en tókst að ég held með ágætum.


Eitt appratið lofa ég hástöfum á mínu heimili á haustin en það er vacum pökkunarvélin mín góða sem ég hreint út sagt elska.
Þessa vél keypti ég í Esjugrund.

Sykurbaunirnar tilbúnar í kistuna.

Ég er komin uppá lag með að láta hana stoppa rétt áður en hún er alveg búin að lofttæma pokana en þannig þarf það að vera með lausfrysta grænmetið svo það fari ekki í klessu.


Ég er komin með glænýja tölvu!

Loksins eftir að hafa verið að tjasla endalaust uppá gömlu tölvuna sem keypt var árið 2000 þá var keypt ný núna sem ég er voðalega ánægð með.

Siggi besti frændi er búin að sýna frænku sinni í sveitinni ómælda þolinmæði með þá gömlu en hann er búinn að taka hana reglulega á gjörgæslu og blása nýju lífi í hana og kannski bara endurnýja hana smátt og smátt og kannski var þetta ekki lengur gamla talvan sem fór héðan út um daginn með honum heldur fullur turn af samtýningi og varahlutum:)

En nú þrælvirkar nýja talvan sem var sett upp með það fyrir augum að ég geti unnið á hana við allt sem ég er að gera varðandi hestasölu,vinna myndir og annað slíkt.

Við erum búin að smala hóflið sem við erum með ásamt 3 öðrum bæjum.

Kjarkur og Þjarkur Kráku/Forksynir 17 Júní.

Þetta átti að taka örskotstund enda hólfið ekki stórt (cirka 150 hektarar)en allt frá því við vorum mætt á svæðið og komin heim með okkur skjátur liðu 5 klukkustundir og var bæði mér og kallinum mínum oft hugsað til Svans í Dalsmynni og smalahundana hans!


Dísus kræst................ hvað nokkrar voru óþekkar!

Ég sem skildi Buslu mína eftir inní bíl dauðsá eftir því þegar að ég sá nokkra af hinum smölunum með hunda (í bandi:) en rolluskjáturnar virtu smalana miklu betur sem voru með hunda en okkur hin hundlausu.

Auðvitað voru þetta allskonar hundar sem vart höfðu séð kind áður en þarna var einn sem bar af öðrum en það var Springer Spaniel sýningarhundur en hann stóð fastur fyrir þegar að óþekkustu ullarpöddurnar ætluðu að smeygja sér framhjá okkur smölunum!

Við tókum öll lömb heim og tvær óþekktar skjátur sem þurfti að eltast við en það voru þær Sibba Gibba og Kráka með sitthvorum 2 lömbunum.

Þetta var líka svona í fyrra,tvævetlurnar voru einnig með óþekkt þá við okkur.Ætli það geti verið að þær séu of spakar hjá okkur og þori þessvegna að brúka sig við okkur smalana?

Já..............Sjaldan launar kindin okkur ofeldið:)


Eða var það kálfurinn?
 emoticon

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 253
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 521
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 285485
Samtals gestir: 33384
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 12:00:51