Heimasíða Ásgarðs

24.07.2006 00:32

Trilla strand við Garðksagavita

Eitthvað fannst mér vera að þegar að ég kíkti útum stofugluggann í fyrradag en ég sá bát sem var óvenulega nærri landi og stukkum við Hebbi af stað til að athuga með málið.Við Garðkagaflösina var Trilla föst á rifi og Björgunarsveitin Ægir frá Garði tilbúin að veita mönnunum hjálp sem þeir afþökkuðu pent.Ég sem hélt að mannslif væri ekki metið til fjár! Höfðu þeir verið á sjónum eitthvað lengi og voru orðnir þreyttir og slæptir og sofnuðu með þessum afleiðingum.Það var eins gott að veðrið var gott og nánast logn.

Við rúlluðum fyrir Gísla og Siggu á Flankastöðum í gær.Þau fengu vel af heyi af sínum túnum og telja þau að kindaskíturinn hafi gert góða hluti hjá sér.Nóg var minnsta kosti af heyi og bjart framundan hjá þeim næsta vetur:))Sjáiði hvað hún Sigga tekur sig vel út á traktornum:))Við vorum einsog óðar um öll tún og lukum þessu af á mettíma og eftir fengu við kaffi og meðlæti.Sigga var einsog smurbrauðsvél,það var alveg sama hvað maður tróð í sig alltaf bættist á brauðfatið.Takk fyrir okkur:))))

Hebbi sló í dag (23 Júlí) Kothúsatúnið og er vel af grasi þar.Við lentum í því í fyrra að ætla að slá það síðast og gerðum en náðum svo ekki að hirða af því heyið þannig að það lá úti og svo var borið vel af áburði yfir og þvílík spretta á einu túni!Heyið sem var á túninu í vetur og vor hefur hlíft jarðveginum og haldið hita fyrir nýtt fræ að spíra undir með þessum góða árangri.Þetta hefur einu sinni áður skeð hjá okkur með að ná ekki að hirða af síðasta túni og heyið legið úti og þá sumarið eftir varð metuppskera af heyi þannig að eitthvað gott hefur hlotist af þessu.Ég er bara bjartsýn á heyfeng í ár eftir að hafa farið á rúntinn í kvöld með kallinum á milli túna en á flestum túnum hefur grasið tekið góðann kipp í hitunum síðustu daga.

Busla er öll á batavegi og farin að stíga nokkuð vel í fótinn en samt finnst mér að stálnaglinn sem settur var í löppina á henni sé of langur þó ég hafi ekki vit á því.Hann stendur stundum uppúr bakinu aftanverðu og ætla ég að láta líta á þetta eftir nokkra daga.Hún var nú svo brött tíkin í gær að hún ætlaði að hoppa uppá garðbekkinn í gær en var stoppuð af á síðustu stundu:))

Mín er á fullu að gera klárt fyrir smá grillveislu sem ég ætla að vera með á Þriðjudagskvöld.Ég fór í Bónus í kvöld að versla inn og það var ekki lítið sem ég keypti.Það verður nóg af öllu fyrir alla  vona ég en fimm lambalæri hljóta að duga ofaní cirka 25-30 manns.Veðrið átti að vera þvílíkt gott en núna spáir hann (hver sem þessi HANN er!) jafnvel rigningardropum og er ég svo þrjósk að láta EKKERT stoppa af grillveisluna mína og verður keypt stórt tjald yfir herlegheitin og þá má rigna eld og brennistein hehehehehe.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 259
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297256
Samtals gestir: 34223
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 18:54:16