Heimasíða Ásgarðs

18.07.2006 00:59

Busla fótbrotin!

Aumingja Busla mín fótbrotnaði í kvöld.Henni lá svo á að vera fyrst af pallinum á bílnum til að vera fyrst á staðinn þarsem ég taldi að minkur væri að hún lét sig vaða áður en ég gat stoppað alveg.Ræfillinn steig ekki í annann afturfótinn og kom vælandi til mín.Það er mikið að ef að hún Busla lætur í sér heyra.Ég náttúrulega hringdi í Gísla og Hrund og kom Gísli í kvöld á öðru hundraðinu með verkjalyf í sprautu og liggur Busla núna frammí á gangi og bíðum við eftir því að klukkan silist áfram en 5 í fyrramálið á ég að gefa henni annann skammt af verkjalyfi og keyra henni svo uppá Dýraspítala í fyrramálið.Aumingjans tíkaræfillinn er alltof þung í ofanálag og erum við báðar að spekúlera í DDV kúrnum enda veitir okkur báðum ekki af að fara að huga að okkar málum!

Ég sá fyrstu Kríuungana í dag enda þótti mér Krían vera orðin full frek niður á túni í dag þegar að ég var að stússast í stóðinu.Mávurinn er búinn að éta megnið af eggjunum í ár og líklega lenda litlu krílin á kjaftinum á honum síðar meir.Ég hef aldrei séð Flugvöllinn (túnið okkar var Flugvöllur ) svona Kríulausann áður og hefur þetta greinilega mikið að segja fyrir sprettuna sem er ekki góð nema þarsem Krían er sem þéttust en þar er gróðurinn mikill og fallegur.Mávurinn er greinilega að fara í kantana og tína í sig eggin og er þetta mikill skaði fyrir okkur því að Krían er búin að vera litlu skítadreifarararnir okkar í mörg ár en núna verðum við líklega að kaupa áburð á haustbeitina.

Askur fékk að fara í hólfið með þeim Glófaxa,Óðinn og Týr og var sko stuð á drengjunum:))Það sáust margir flottir taktar og var ég eltandi þá um allt með cameruna og náði nokkrum góðum skotum og hér er einn sem fær hátt fyrir stökk í framtíðinni,minnsta kosti umsögnina fyrir stökk: Hátt og skrefmikið!Hvað finnst ykkur gott  fólk!

Og ein af Aski Stígandasyni sem skemmti sér konunglega með yngri deildinni:))

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 309
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 295104
Samtals gestir: 33884
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 00:54:47