Heimasíða Ásgarðs

09.07.2006 10:37

Uppskerutími

Jæja gott fólk.Loksins gefur maður sér tíma til að blogga PÍNU því nú er maður að fara að setjast á traktorinn og þá verður maður þar þangað til einhverntímann í haust.Ef þið viljið kíkja á mig/okkur í kaffi þá skuluð þið gjöra svo vel elskurnar mínar að koma þegar að það rignir.

Kallinn minn skrapp til Tenerífe um daginn í heila viku með systkinum sínum og hlaut gott af.Fengu þau gott veður allann tímann mikinn hita og sól.En ég afturámóti var heima að passa allann bústofninn en fékk líka þessa fínu cameru sem hann Hebbi minn keypti úti en hún er BARA 11 milljón pixla!Núna er ég að bröltast um og brjóta heilann hvernig hún virkar best og er vídeóið fínt í henni en ég er ekki alveg að ná tökum á henni hvað varðar hestamyndir.Skelli samt hér inn einni af Hrók mínum sem var að kljást við eina vinkonu sína niður á túni um daginn en hún er undan Hrafninum gamla frá Holtsmúla og get ég ómögulega munað hvað hún heitir blessunin en kala hana alltaf Hrafnsdótturina.En einsog ein sagði réttilega við mig um myndirnar af honum Hrók þá er klárinn fjólublár jarpur á myndinni!

Ein kom hér í gær að kíkja á folaldið sitt sem hún fékk í fermingargjöf frá foreldrum sínum og er folaldið hennar hestfolald,skjótt að lit.Sá stutti er yfirleitt með allt sitt úti og í sólinni í gær þá hékk sá stutti nábleikur niður undan folaldinu og datt mér og móður fermingarbarnsins að gera henni smá hrekk þegar að hún kæmi úr foldlaskoðuninni.Rétti ég dömunni brúsa með sólarvörn númer 20 og sagði henni að nú nennti ég ekki meir að eltast við hann Kóng til að spreyja á bibbann á honum sólarvörn í svona veðri,hún skildi sjá um það þennan daginn! "Ja.....hááá".........og svo rauk uppúr kollinum á henni hvernig hún gæti nú stoppað folaldið og spreyjað sólarvörninni á það allra heilagasta og sagði svo"ég gat snert hann áðan! Og svo hugsaði hún og hugsaði þartil ég sprakk úr hlátri hehehehehehehe.Hún má eiga það að ekki sagði hún þvert nei heldur ætlaði sér að reyna að gera þetta samviskusamlega fyrir folaldið sitt í sólinni svo bibbinn brynni nú ekki undan honum:)))) Er maður púki  .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 224
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 273
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 294991
Samtals gestir: 33864
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 17:57:10