Heimasíða Ásgarðs

01.07.2006 16:39

Folöldin blása út!

Folöldin hreinlega blása út og er virkilega skemmtilegt hvað folaldahópurinn er skemmtilega litríkur.Það hafa verið að koma hingað hestaljósmyndarar frá Hollandi og Þýskalandi og hreinlega æpa þegar að þeir sjá hann Heljar svona ægilega blesóttan og sokkóttan.Ég var nú ekki alveg að átta mig á því um daginn en þá kom ein sem er víst voðalega fræg og bað um að fá að taka myndir af litadýrðinni hér og hafði hún frétt um litaræktunina hér á bæ frá honum Viðeyjar-Hjálmskjótta vini mínum honum Ómari.En hann sendi hana Chantal Jonkergrouw til mín og sendi ég hana beint niður á bakka í stóðið og hélt ég svo bara áfram að vinna mína vinnu.Þar var hún dágóða stund að taka myndir og svo var hún hreinlega gufuð upp og ég gat ekki einu sinni gefið henni kaffi! En fyrir þá sem eiga blaðið Eiðfaxa þá tók hún myndasyrpuna af henni Sif Kormáksdóttur frá Flugumýri þegar að hún var að kasta.Núna bíð ég bara spennt eftir því að sjá einhverstaðar birtar myndir úr stóðinu mínu en verst að það verður í einhverjum erlendum blöðum sem ég hef ekki hugmynd um hvað heita.

Dímon Glampasonur er duglegur að fylja merarnar sínar og verður spennandi að vita hvað kemur undan honum og Eðju en Eðja er vindótt/litförótt og Dímon er jarp-blesóttur-vindóttur.Hann er svakalega vel fextur miðað við að vera aðeins tveggja vetra gamall.

Við fórum með hana Freistingu hans Hebba í útskolun um daginn en hún hefur ekki fest fang undanfarin ár og þótti Agli ástæða til þess að hún færi í þessa meðferð núna en hann sá eitthvað "rusl"í leginu á henni í fyrrahaust.Hún var voðalega stillt á meðan á þessu stóð og stóð sig einsog hetja.Við fengum að setja hana í gerðið hjá Björgvin dýralækni á meðan Hebbi skaust til Giktarlæknisins og í blóðprufu.Ég var bara að dóla mér á meðan um höfuðborgina og hundleiddist.Ætlaði að kíkja í eina dýrabúð en það er alveg gjörsamlega vonlaust að fá bílastæði í höfuðborginni nú til dags þannig að ég keyrði bara um einsog allir hinir sem ekki fundu stæði.Gatnakerfið í borginni er greinilega löngu sprungið og ekkert gaman að koma og ætla sér að stoppa einhverstaðar.

Freisting greyið lá í gerðinu þegar að við komum tilbaka og virtist vera við fyrstu sýn í sólbaði en það var greinilegt að hún fann til.En hún stóð upp blessunin og heim fór hún.Setti ég hana beint í sveltihólfið svokallaða því hún átti að fá frið fyrir stóðhestinum fyrst um sinn á meðan hún var að jafna sig og ég að sprauta hana með penicillíninu.Ég hefði allt eins getað sett hana beint í stóðhestinn því að geldingarnir breyttust í algjörar stóðhestamaskínur þegar að þeir fundu lyktina af henni og Biskup minn hann varð alveg vitlaus og hegðaði sér á allann hátt einsog stóðhestur með allt á lofti og það var sko ekkert í hálfa stöng hjá kalli! Fyrir það fyrsta þá vorum við Bjöggi ekki sammála með að hún væri í hestalátum en ég virðist hafa haft rétt fyrir mér því hún stóð undir Biskup.Og þeim fannst læknalyktin bara mjög svo spennandi af henni en Bjöggi hélt nú að stóðhestinum þætti nú joðlyktin ekki spennandi.Mig er farið að gruna að Björgvin hafi sett eitthvað allt annað en joð í merina..........getur verið að hann hafi sett Hesta Víagra í hana????????

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 357
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296614
Samtals gestir: 34137
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 09:46:07