Heimasíða Ásgarðs

01.06.2006 13:24

Dýralæknatími og gróðursetning

Ég er alveg orðin óð með myndavélina á smáblómum og öðru skemmtilegu.Þetta blóm er í garðinum hjá mér og veit ég nú ekki hvað það heitir en fallegt er það.Endilega koma með nafnið á því ef þið kannist við það!

Í gær gat ég ekkert bloggað en kerfið var eitthvað ekki í lagi þannig að ég verð að grufla vel í kollinum hvað ég var að bauka í gær hehehe.Ég man allt sem skeði fyrir 30 árum en ekki hvað ég gerði í gær.Eitt sinn vorum við Hebbi á ferð í Skagafirðinum og hafði ég ekki komið að bæ einum þar sem ég var sem barn í sveit sex ára gömul og langaði mig afskaplega til að sjá bæinn aftur.Þaðan átti ég margar góðar minningar þarámeðal um fyrsta alvöru reiðtúrinn minn á húsbóndahestinum sem engum var treystandi á nema honum sjálfum.Þannig var að Skjóni var hafður heimvið í hafti og fékk hann að bíta í kringum bæinn.Hann var rammstyggur og erfitt að ná honum nema að hefta hann vel á framfótum og man ég hvað ég vorkenndi honum að hoppa svona um allt eftir grængresinu.Eitt sinn þegar að bóndinn hafði verið að nota Skjóna þá var ég beðin um að teyma klárinn yfir að næsta bæ (þarna var/er tvíbýli) og binda hann við hesthúsið.Mig dauðlangaði að spyrja hvort ég mætti fara ríðandi á honum en það var hnakkur og alles á klárnum.Ég vissi það svosem að ég fengi þvert nei þannig að ég teymdi hann og þegar að á bakvið hesthúsið var komið þá var ég orðin svo spennt að ég teymdi Skjóna að girðingunni og prílaði upp girðingarmöskvana og í hnakkinn komst ég! En nú voru góð ráð dýr því ég hafði gleymt að setja tauminn upp og var því með tauminn liggjandi á hálsinum á honum hægra megin.Ég tímdi ekki að láta mig vaða niður aftur og ákvað að hafa þetta bara svona og beygja þá bara alltaf til hægri.Svo var hottað á Skjóna og hann óð af stað fangreistur á töltinu og stefndi ég að kirkjunni og reið ég alsæl hring eftir hring í kringum hana.Smiðirnir sem voru að vinna við lagfæringu á kirkjunni góndu úr sér augun og voru eitthvað að kalla á mig en ég þóttist ekkert heyra í þeim alsæl á klárnum.Svona gekk þetta um stund þartil Kristján bóndi á gamla bænum kom út og handsamaði Skjóna í rólegheitum með mig sex ára gamla í hnakknum og var ég heldur skömmustuleg á svipinn þegar að hann náði klárnum loksins.Spurði hann mig hvort ég hefði verið í Reiðskóla og svaraði ég því játandi sem var nú ekki satt því ég hafði aldrei heyrt það orð áður.Vissi ekki einu sinni að slíkt væri til.Þetta var minn fyrsti reiðtúr og hófst hann á Skagfirskum gæðingi í Skagafirðinum og man ég þetta enn einsog það hefði skeð í gær!

En aftur að því þegar að við Hebbi minn vorum á ferð í Skafafirðinum fyrir örfáum árum.Það var komið myrkur og ekki mikil von fannst honum um að ég myndi rata að Reykjum í Lýtingstaðahreppnum en ég bað hann samt að leyfa mér að reyna.Ég hafði ekki farið þetta í 30 ár og vegirnir lágu ekki eins og þeir gerðu þá.EN......mín rataði þetta í myrkrinu án þess að villast eitt eða neitt! Beint að bænum og mundi ég meira að segja eftir Svartánni og hvaða leið við fórum ríðandi upp með fjárreksturinn á vorin.Því eftir Skjónareiðina þá var mér treyst fyrir því að fara ríðandi með hjónunum á bænum með kindurnar til fjalla og það berbakt í fleiri klukkustundir.Ég fékk að fara á eina þrjá hesta sem segir nú margt um það hve geðgóðir þessir hestar hafa verið að hægt var að setja sex ára gamalt barn á þá berbakt langar leiðir.Svona hross langar mig til að rækta.

Einhver var að biðja um mynd af nýja stóðtittinum okkar svo ég tók eina mynd í gær af honujm Aski Stígandasyni.Hann er allur að koma til og spekjast meir og meir.Hann átti að fara í merar eitthvað vestur en kúlurnar láta á sér standa (á ekki eitthvað annað að standa)?Þannig að Askurinn verður heima í tveimur þremur hryssum í sumar á meðan hann er að þroskast betur.Reyndar sá ég um daginn þegar að hann var að velta sér tvær litlar kúlur þannig að þær eru þarna.Askur er háættaður í móðurætt en hann er undan Ösku sem er undan Frosta frá Heiði sem er hálfbróðir Heklu frá Heiði sem er hæst dæmdam klárhryssa í heimin með 8.78 fyrir hæfileika skeiðlaus!

Farin út að vinna gott fólk!!!!!!!!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 296161
Samtals gestir: 34064
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 08:06:28