Heimasíða Ásgarðs

30.06.2006 16:14

Æðarvarpið og merarlæti

Mig langaði svooooo.........til aðsetjast niður og rifja upp síðastliðnu daga en þá byrjaði síminn og fullt af fólki að koma.En það er samt gott að eiga vini og vera ekki einsog Palli litli sem var einn í heiminum en þá sögu las amma mín fyrir mig þegar að ég var lítil og leist mér ekkert á það að lenda í hans sporum einn daginn þó svo að ég gæti labbað inní næstu búð og fengið mér allt það nammi sem hugurinn girntist.Við Hebbi erum byrjuð að týna æðardúninn og núna í ár hefur snaraukist hjá okkur í varpinu og miklu fleiri hreiður en undanfarin ár.Kollurnar eru tiltölulega spakar og hleypa mér ansi nærri með cameruna.Enn eru kollur á eggjum og bíðum við í rólegheitum eftir að geta tekið dúninn frá þeim en það gerum við ekki fyrren þær eru farnar með ungana sína.Dúnninn er reyndart ekki eins verðmætur og góður þá er okkur sagt en þarsem þetta er ekki orðið neitt stórt hjá okkur þá skiptir það ekki öllu máli heldur að styggja fuglinn sem minnst svo hann komi nú aftur og aftur.

Blogga meir fljótlega,verð að fara út að afhenda kanínur sem seljast ágætlega þessa dagana.Skelli inn mynd af fallegum kanínuhóp.Þarna eru bæði Lop (holdadýr) og Castor Rex til sölu.Fallegir og vænlegir gripir.

Ekki má ég heldur gleyma því að eftir nokkra daga verður allt fullt af fallegum Landnámshænu ungum til sölu.Faðirinn er virkielga fallegur með fiður á fótum sem er eitt af einkennunum í mínum stofni hér á bæ.Það liggja tvær hænur á einhverjum helling af eggjum.

Og svo er allt að verða vitlaust hjá öndunum og eru þar ansi margir andarungar komnir úr eggjum.Þeir eru líka til sölu ef einhver hefur áhuga.Flestir ungarnir verða/eru hvítir að lit.Þessa mynd tók ég í gærkveldi en sá fyrsti í svakalega stóru hreiðri var að klekjast út en það eru þrjár endur sem sitja sameiginlega á þessum eggjum.Ekkert smá duglegar endur!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 127
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 521
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 285359
Samtals gestir: 33371
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 07:44:53