Heimasíða Ásgarðs

04.10.2007 23:11

Hrókur vandræðalegur við heimkomuna:)


Hrókur var heldur betur vandræðalegur þegar að ég setti hann aftur niður á tún til meranna sinna eftir tveggja mánaða frí frá þeim.Toppa Náttfaradóttir  lagði hann í einelti enda eina hryssan hér á bæ sem er ekki fylfull og var mikil sveifla á henni og skildi nú Hrókur gera eitthvað fyrir hana.Þó ekki setja í hana folald því hún er hætt öllu svoleiðis veseni,finnst bara svo gaman að æfa að búa til folald henni gömlu .

Hún steig trylltann dans en uppskar bara flótta frá honum enda komið haust í klárinn og þá er hann vanur að draga upp kúlurnar sínar og "breytast í gelding".

Hvað er þetta Hrókur?Lyfti ég ekki nóg fyrir þinn smekk orðin 23 vetra?!!! Þú hefðir átt að sjá mig í denn!


Ég er að drukkna úr hundum þessa dagana en það eru tíu hundar á bænum núna í augnablikinu.Ástandið er nefnilega þannig að ég get ekki sagt "nei við fólk sem á hund frá okkur þegar að það þarf að fá pössun í nokkra daga .Púlli albróðir Buslu er hér í 10 daga og er ekki amalegt að fá svona duglegann og vel þjálfaðann hund til að kenna hvolpunum td að synda og gegna innkalli.Besta ráðið samt við "heyrnaleysi"sem hrjáir stundum hvolpa og þá aðalega rakkana er að láta þá draga nokkurra metra band á eftir sér og þá er nú ekki erfitt að stíga á það en þá yfirleitt fá þeir heyrnina eins oog skot .Og annað "heyrnaleysis" meðal er alveg frábært að nota minnsta kosti á hundana okkar en það er afbrýðissemis meðalið!Ef einn fær hrós og kjass þá veit maður ekki fyrren öll hrúgan er komin í fangið á manni hehehehehehe............

Tobba Anna alveg á fullu á eftir Púlla og Súsý litla að hreða sig uppí að synda og gerði það svo með glæsibrag sú stutta.
Fiskafréttir:

Froskurinn freki var alveg með það á hreinu þegar að ég var að reyna að ná myndum af Skallaseiðunum að hann væri flott myndaefni.Seiðin eru cirka 200 og þroskast alveg geysilega vel.Litlu munaði samt um daginn þegar að Hitaveitan tók heita vatnið af og það kólnaði svo hrikalega í húsinu okkar og vatnið í Fiskabúrinu líka.Sem betur fer þá átti ég hitara sem virkar og setti hann í og eftir smástund þá fóru seiðin á stjá og hegðuðu sér ekki lengur eins og þau væru að sofna á botninum.Seiðin eru enn að borða Artemíu (lifandi fóður:) sem stelpurnar í Vatnaveröld http://pet.is/  í Keflavík redduðu í snarhasti úr R.V.K! Bara góðar........
En hver vill bjóða í þennan Frosk??? Hann endar á því að éta öll seiðin frá okkur því hann komst ofaní litla fiskabúrið um daginn og mátti engu muna að hann æti þau öll!!!! Minni Froskurinn er gjörsamlega horfinn úr búrinu opg veit ég það fyrir víst að sá stóri hefur skóflað honum uppí sig í einu græðgiskastinu .

Veðjar,Hefring,Kvöldroði og Sleipnir rétt náðu að þorna á milli skúra um daginn og þá var hlaupið út að mynda smá.

Það fer að verða erfitt að taka myndir enda þyrfti maður svosem að eiga cameru sem tekur neðansjávarmyndir í allri þessari rigningu.Við erum orðin rosalega pirruð og þreytt á öllu þessu vatni sem smýgur ofaní hálsmál og gegnbleytir okkur á örskammri stundu.Er þetta ekki að verða nóg komið? Ég ætla að panta sól og sælu með Sabine og Íris þegar að þær koma til landsins eftir cirka 10 daga .Jiiiiiiiiiiii...........hvað mig hlakkar til að hitta þær aftur!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 96
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 59948
Samtals gestir: 3075
Tölur uppfærðar: 29.6.2022 09:27:29