Heimasíða Ásgarðs

16.10.2007 00:09

Sabine og Íris komnar!

Þá eru dömurnar Sabine og Íris lentar á Íslandinu kalda.Mikið var gaman að hitta þær aftur!
Hér fylltist allt af gestum vegna komu þeirra og svo líka annara sem voru hér í öðrum erindagjörðum en alls komu hér 15-20 manns þennan dag.BARA gaman........

Nú erum við að reyna að skipuleggja okkur því ferðinni er heitið norður í land og auðvitað líka austur að hitta Skvísu,SSSól og alla hina hestana í Reiðholtinu.Eins förum við að hitta hana Heklu sem passar vel uppá hana Sokkudís og Loka Dímonarson.

Þær dömurnar voru komnar á fætur í morgun klukkan 6:00!!!!!EKKI ég hehehehehehe...........ég svaf:)

Sabine og Íris í hrikalegum kulda að reyna að mynda eitthvað.

Auðvitað tóku þær stefnuna niður í stóðið að hitta hross sem þær þekkja og sjá hvernig folöldin líta út í ár.Hefring hreif þær og Sleipnir og einnig hann Veðjar að öðrum folöldum ólöstuðum.EN hvað haldiði að hafi skeð!Sabine þurfti endilega að verða svona hrifin af Frystikistu folaldinu!Hann er voðalega kelinn (uppáþrengjandi) og spakur (frekur:) Ég býð spennt eftir því að hún Sabine vinkona mín sjái ganglagið í honum því þá gæti hún kannski fengist til að skella honum í Pítubrauðið sitt hehehehehehe..........

Stórstjarna með Kvöldroða sinn.

Annars erum við bara að vinna svolitla tölvuvinnu með myndir og byrjaðar að vinna fyrir hann Val sem borgaði okkur svo vel fyrirfram í fyrra með vali á fallegum folöldum úr sínu stóði sem fyrirframgreiðslu.Eins gott að standa sig í þessu:)

Veðjar og Kvöldroði keppast um að stækka og stækka.

Folöldin hjá honum Val eru lappalöng og falleg og ætti ekki að vera mikið mál að selja þau.Tvö eru seld og er annar eigandinn í Afríku!Ætli Krissa og Gunni komi til með að flytja það þangað?

Verð að setja inn eina af henni Skjónu minni elskulegu.
Sjáiði tjarnirnar þarna niður á bakka!Svona hef ég aldrei séð hér áður en það hafa komið smá væskilslegir pollar en þetta er tú möts.....Jörðin okkar er nefnilega mjög sendin og ætti vatnið að hripa fljótt niður en í fleiri fleiri vikur eru heilu tjarnirnar hér um allt! 

Alveg rétt gott fólk þið sem nennið að lesa bullið mitt! Endilega sendið mér linka inná áhugaverðar lifandi bloggsíður.Ég set það sem vinsamlegt skilyrði að bloggin séu í notkun en ekki dauð með eldgömlum færslum .Hafiði það sem allra best þangað til næst .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 96
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 59948
Samtals gestir: 3075
Tölur uppfærðar: 29.6.2022 09:27:29