Heimasíða Ásgarðs

23.10.2007 01:53

Rigning og rok!

Rigning og rok alla daga og ekkert myndavélaveður fyrir okkur stelpurnar.Aðalega er maður nú að pæla í henni Sabine sem kom nú í þeim erindagjörðum að ná sem flestum hestamyndum af okkar yndislega gæðing sem íslenski hesturinn er,úti í guðgrænni náttúrunni.

En það sem helst hefur á daga okkar drifið er þetta:

Föstudagurinn 19.

Þá var nú glatt á hjalla og skemmtilegt fólk í meira lagi sem kom í Ásgarðinn að fá sér að borða úr pottunum góðu og renna því niður með bjór af öllum tegundum.
Ég nefnilega hóaði saman nokkrum pörum sem eiga það öll sameiginlegt að hafa gaman af hestum,góðum mat og drykk og ekki síst samvistum við annað skemmtilegt fólk.

Pottakonan "mín" kom og eldaði hvern réttinn á fætur öðrum og flugu spurningar á víxl og aðalega var það eldhress gaur úr Borgarfirðinum sem sendi óspart spurningu úr "sal"en eldhúsið mitt rúmaði ekki allt þetta fólk þannig að við vorum nokkur svolítið aftarlega eða í "salnum":)
Siggi þú varst langflottastur þarna í "salnum"og mun ég koma til með að panta þig í alla viðburði stóra sem smáa framvegis:) Laddi má bara fara að vara sig hehehehe.......
Já"og takk innilega fyrir blómin Sibba mín og ég er enn að máta hvort þú eða Siggi séuð flottari að aftan eða framan!Hvort heldur þú að sé betra að hafa Sigga fyrir aftan eða?? Þú hefur reynsluna ekki satt?

Ég vil þakka öllum fyrir komuna þetta kvöld,það var ekkert smá gaman að fá ykkur elskurnar mínar!

Laugardagur 20

Æddum uppí Grindavík með lömbin okkar fjögur því nú átti sko að rústa Grindjánum á Hrútasýningunni!Mín var með sigurglampa í augum þegar að þau voru dregin uppá vigtina EN............hvað skeði eiginlega!Sá sem var á vigtinni var ekkert að hafa fyrir því að setja upp gleraugun eða á ekki gleraugu og vigtuðust mín lömb alveg niður fyrir öll sigurmörk!Þar fór bikarinn!

Ég ætla nú ekki að fara nánar útí það hvernig hans lömb vigtuðust en líklega voru þau gerð úr gulli þannig að ég mæli með því að maðurinn sá arna selji einsog eitt stykki gullamb og kaupi sér gleraugu á nefið:)Eða bara stjörnukíki................!

Þarsem ég er keppnis manneskja mikil OG mér lá við hreinlega köfnun af hneykslan yfir þessari vitlausu mælingu þá dröslaði ég tveimur hrússum aftur á vogina og hafði mér til halds og traust ábyrgann mann til að vigta og þá kom hið sanna í ljós!

Annar Hrússinn minn var vigtaður 39 kg en var tæp 50 kg!

Hinn var vigtaður 30 kg en var 45 kg!!!!!

Þeir stiguðust ágætlega og var ég sátt við allar tölurnar sem þeir fengu og hann Flanki minn frá Gísla og Siggu á Flankastöðum fær að lifa um ókomin ár sem aðal stöddinn í mínu fjárhúsi:)

Einhvernveginn held ég að ég leyfi þessum sjóndöpru Grindjánum að halda áfram að rækta sín gull lömb í friði framvegis.
Ég mun hinsvegar leita til annara Grindvíkinga ef mig vantar eitthvað að vita um fé því það leynast innanum Grindjánana Grindvíkingar sem eru að rækta af miklum áhuga og metnaði:)

EN líklega fær einn af Grindjánunum send gleraugu í pósti fljótlega frá mér hehehehehehehe.........Taki þeir það til sín sem eiga:)

Eftir Hrútasýninguna var mér enn heitt í hamsi(tólginni:)og gerði ég allt vitlaust sem ég mögulega gat.Við vorum boðin í mat til Sillu og Nonna og vorum við orðin svolítið sein fyrir en okkur hafði langað mikið til að hitta þau í hesthúsinu fyrst því að þar inni eru tveir drengir sem ég "á" nokkur strá í.Glófaxi og Völusteinn voru komnir inn en því miður þá gátum við ekki barið þá augum í þetta skiptið.

En hvað um það,ég hentist í sturtu og í föt og í skó og útí bíl.Svo var brunað af stað í bæinn ég Hebbi,Sabine og Íris.Ég var eitthvað svo ómöguleg í fótunum og bölvaði sjálfri mér í hljóði fyrir að hafa keypt svona stóra skó sem voru ekki að virka nema í ullarsokkum.
Auðvitað var mín ekki í ullarsokkum í matarboði en ég lét mig hafa það og skakklappaðist upp og niður tröppurnar í Grafarvoginu en leið nú einsog ég væri hann Fedmúli í Andrés Andarblöðum.Rak tærnar allstaðar í!

Dísus kræst!Ég er fáviti! Haldiði ekki að ég hafi verið í skónum hans Hebba míns númer 46!!!!!Ég nota sko 39!!!!
Keyptum nefnilega alveg eins skó.....svo fínir nema sitt hvor stærðin of course:)

Nonni og Silla!Tókuð þið ekki eftir neinu?

Aumingja Sabine og Íris fannst ég svolítið skrítin í þessum skóm en þorðu ekki að móðga mig með athugasemdum um stærðina á þeim hehehehehehehehehehehe...........Héldu að íslenskt kvenfólk væri bara svona lappastórt!

Sunnudagurinn 21

Elsku "litla"dóttir mín er orðin 18 ára í dag!

Innilega til hamingju með daginn rúslan mín:)Mér líður nú ekki eins og hún hafi poppað útúr mér fyrir 18 árum!Það gæti verið styttra því mér er það enn í fersku minni þegar að hún loksins kom í heiminn eftir 23 stunda baráttu því henni leið nú bara ágætlega sem kúlubúa og ætlaði sko ekkert út!En út kom hún blessuð og er orðin 18 dama og ekkert smá barn lengur:)

Boggi,Eygló,Högni og frú birtust hér um hádegið með fulla kerru af gæðingum sem voru að koma í vetrapössun í Ásgarðinn.Gaman gaman hjá okkur og sú gula farin að skína eftir smá stund.

Pamela kom með sinn son hann Hug frá Höfnum en hann er vindóttur stjörnóttur Dímonar Glampasonur:)

Sif í fótsnyrtingu hjá Högna.
Svo komu þær stöllur Vænting Glymsdóttir og Sif Hróksdóttir eftir góða sumardvöl í Höfnunum.Þær eru vægast sagt hnöttóttar af spiki!Enda fengum við enga almennilega sýningu hjá þeim því allir voru svo önnum kafnir við að éta og leggja sig.
Þær fóru í fótsnyrtingu og fengu ormalyf og svo beint niður á Vinkil á beit.

Sabine var ekki lítið ánægð að hitta "dóttur" sína hana Væntingu en Sabine Sebald er ræktandinn að hryssunni.


Verð að setja inn eina mynd af henni Emblu Hróksdóttur svona í lokin.Ég er eiginlega að renna á rassinn með það að selja hana frá mér.Hún er öll að blása út og verða svo flott að ég tími bara ekki að láta hana frá mér.Þannig að ég tek hana hérmeð af sölulistanum og ætla að spekúlera í henni sem arfaka móður sinnar sem er farin að eldast og ekki er ráð nema í tíma sé tekið með að velja undan henni álitlegt merfolald.Hún gæti átt það alveg eins til að koma með eintóm hestfolöld í restina.Annað eins hefur nú gerst á bestu bæjum.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 85
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 59937
Samtals gestir: 3075
Tölur uppfærðar: 29.6.2022 09:05:08