Heimasíða Ásgarðs

25.10.2007 11:11

Meiri rigning:(

Ekki er veðrið að leika við þýskurnar mínar.Þetta er ekki sniðugt!Allan þennan hálfa mánuð sem þær eru hérna hefur ringt uppá hvern einasta dag!
Við höfum þurft að aflýsa td norðurferðinni vegna veðurs en það er til einskis að fara að æða af stað í vitlausu veðri ef ekki er hægt að taka upp camerurnar fyrir utan það að mér finnst persónulega ekki sniðugt að leika sér að því að ana útí ófærur og óvissu þegar að veðrið lætur svona.

Reyndar hafa þær sýnt ótrúlega þolinmæði og reynt að skilja veðurguðina hér á landi en þetta er bara ekki hægt.Við fórum aftur austur að kíkja á Sokkudís og Loka.Hittum Heklu og var gaman að sjá hrossin hjá henni.

Fórum svo í Reiðholtið að reyna að mynda hross en þau eru ansi spök og þyrfti helst að nota fjardráttarlinsu á þau blessuð:)

En þegar að þau voru orðin alveg viss um að ekki leyndist einn einasti brauðbiti í Fagra-Blakk bílnum mínum þá fóru þau að hegða sér eins og hross og fengum við sýningu hjá þeim hvernig best er að velta sér.Hvert á fætur öðru hrundu þau niður á veginum fyrir framan okkur og veltu sér óspart.
Þau voru sko ekkert smá "fín" fyrir myndatöku hehehehehe.........


Mér datt í hug að kíkja á kassann með saltsteinunum sem við Hebbi settum þar fyrir 12 dögum síðan og rak ég á rogastans!


Á tæpum hálfum mánuði voru þau ekki farin að fatta saltsteinana!
Ég kallaði á hana Rjúpu mína og varð ég að setja hendina ofaní kassann svo hún tæki eftir steinunum og upphófust þá slagsmál hjá hrossunum sem á eftir komu.

Allir ætluðu að fá sér salt í einu og úr varð myndalegur haugur af frekjudollum að slást og slást og gáfu þau sér minnstan tíma til að fá sér salt!

Hinir sem höfðu aðeins meira vit í kollinum stóðu hjá og biðu róleg eftir að röðin kæmi að þeim.

Biskup leiðist ekki að fá tugguna .......

Ég er búin að vera með trippi á húsi sem slasaðist í vírgirðingu og auðvitað var Biskupinn tekinn inn með því sem félagsskapur.

Allt hefur gengið vel með trippið en hún er öll að koma til og alveg ótrúlega þolinmóð við mig og sterk að kveinka sér ekki meir í löppinni en hún hefur gert.

Í fyrradag fékk hún að fara smá út með Biskup og fékk ég líka þessa flottu sýningu hjá henni en hún stígur flott í fótinn og greinilegt að allar sinar eru í lagi:)Sem bretur fer:)

Í dag fór hún svo aftur út með Biskup og tókum við þá myndir af henni að montast um hólfið:)

Ég tók inn fleiri hross um daginn en mér var farið að ofbjóða vatnsveðrið á reiðhrossin hér á bæ og setti inn Sudda,Vordísi og Væntingu Hróks líka.
Ég ætla að leyfa þeim að vera inni þartil rigningunni slotar aftur en þá fá þau að fara aftur út.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 397
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 977
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 285108
Samtals gestir: 33355
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 16:30:20