Heimasíða Ásgarðs

10.10.2007 01:11

Vetrarhagar opnaðir og ormahreinsun

Ég er byrjuð að gefa út litlu tippunum á bænum þeim Aski Stígandasyni,Pálma Silfrasyni og Heljari Ögrasyni.Ekki leiðist þeim það að fá að standa í heyrúllu allann daginn og éta á sig gat.Sem betur fer þá eru þeir voðalega rólegir og þægilegir þarna í litla hólfinu sínu.

Eðja með Veðjar Dímonarson að úða í sig tuggunni.

Ég er líka byrjuð að tína úr hross og setja í vetrahagana.LM-Sokka og litla dóttir hennar hún Embla fengu ormlyf ásamt Halastjörnu og hennar dóttur,Ságu Hróksdóttur.Embla mætti þroskast betur en ég hef móður hennar grunaða um að halda uppteknum hætti og gefa þeim  folöldunum sem vilja að drekka með sínu eigin afkvæmi.

Sem betur fer þá gerði hún það í fyrra þegar að ein hryssan í hópnum varð bráðkvödd frá sínu folaldi en þá var LM-Sokka fljót að hleypa móðurleysingjanum á spena.

Hún ætlar greinilega að halda þessum upptekna hætti því ég sá Sleipnir Hróksson teiga mjólk úr henni á meðan ég stóð við hlið hennar úti!

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta skeður hjá okkur að folöld fari að stela sér aukasopa og er að virðist ansi algengt fyrirbæri.


Eðja er ein af uppáhaldshryssunum mínum,vindótt litförótt og skilar flottum folöldum.


Halastjarna fékk sérmeðferð en tvisvar á ári þarf að greiða niður dautt hár úr faxinu á henni til að létta á henni makkann sem stundum vill hallast undan öllum faxinu.Sú gamla er orðin ansi eitthvað lúin finnst mér.Lét mig mýla sig úti en hún er ekki vön að láta mig taka sig svo auðveldlega og mátti ég strjúka hana alla og meira að segja mjólka hana smá án þess að þessi stygga ótamda hryssa maldaði í móinn!

En Sága dóttir hennar er mjög stór og feit og pattaraleg er hún.Hún var spræk í ormahreinsuninni og eina folaldið sem ég lét dingla í gúmmíkallinum góða.En hún var fljót að læra að gefa eftir.

Týr með litlu Löpp mömmu að fá strá út stalli.Nýr eigandi að Týr er búin að gera heimasíðu um hann en hún er læst en þá er bara um að gera að biðja kurteislega um aðgang að henni .www.123.is/Tyr

Hin voru ekkert nema elskulegheitin og held ég að þetta sé auðveldasti folaldahópurinn sem ég hef kynnst frá því við byrjuðum að rækta hross hér í Ásgarðinum.

Hvað haldiði að ég hafi verið að láta gera núna um daginn!Kellingunni datt í hug að láta járna 3 stykki hross.Biskup,Vordís og Suddi voru sett á járn og komu hingað galvaskir drengir úr Borgarfirðinum og voru ekki lengi að smella skeifum undir gripina.
Nú ætti ég að geta boðið Sabine og Íris á hestbak eþgar að þær koma.

Auðvitað lét ég bara setja sumarskeifur undir þau því það er ekkert vetrarveður lengur hérna á Suðurnesjunum fyrir utan það að þau verða nú ekki svo mikið hreyfð frameftir haustinu.Bara svona smá leikaraskaður.
Strákarnir sem komu og járnuðu svo snilldarlega heita Eiður Gsm 869-5233 og Rasmus Gsm 847-1582 og ef einhvern vantar járningu á hrossin sín þá eru þeir meira en tilbúnir að koma fyrir nokkur hross hingað suður í sæluna.Þeir járna allar tegundir af járningum frá gömlu góðu sveitajárningunni uppí kynbótajárningar.

Busla að stelast inn og lítur alltaf út einsog Nunna með gardínuna á hausnum hehehehehehehehe......Ég held að hún viti að hún sé fyndin þegar að hún gerir þetta .Minnsta kosti verður hún voðalega sposk á svipinn og veit að ég fer að hlægja að henni.

Enn eru til 3 hvolpar undan Buslu okkar og eru þessir 3 einstaklega spennandi sem verðandi minkaveiðihundar.
Endilega látið vita af þeim því þetta er síðasta gotið hennar Buslu en hún á skilið að vera bara hún sjálf það sem eftir er því hún er komin á eftirlaun blessunin.
Enn hraust enda bara 8 ára gömul skvísa sem hefur mikið gaman af lífinu þrátt fyrir að vera blind á öðru auga og á þremur fótum eftir vinnuslys:)
Glænýtt blogg sem ég hef mikið gaman af að lesa! Helga hestakona og heilmikið gaman af hennar hugleiðingum og skoðunum hvað varðar mun á milli kynjanna en það stíga nú ekki allir í skóna hennar Helgu þegar að kemur húsasmíðum og hrossabrestum/tamningum .Eða hvað finnst ykkur? http://www.123.is/helgadalshestar/ Bara snilld þessi stelpa!

Jæja er ekki mál að pikki linni,ég er orðin alveg snarvitlaus með disk frá henni dóttur minni en hann bjó hún til handa mömmu sinni svo hún hefði nú almennilega músík til að hlusta á á meðan hún þeytist um með ryksuguna og skúringargræjurnar.
Vitiði hvað stendur utná diskinum? TRAKTORA KONAN ÓGURLEGA. Og svo fyrir neðan..............TAKA TIL!
Þessi elska hefur hitt í mark því þarna eru hrikalega flott lög sem við báðar erum alveg vitlausar í og eitt alveg sértakt "okkar lag".
Það er lagið Hotel California en það er "okkar" uppáhalds lag ever!
Ég gleymi því aldrei þegar að hún tók þátt í söngvakeppni í skólanum og söng það af innlifun með hljómsveit og alles og þegar að ég leit í kringum mig þá voru allra hörðustu karlmenn farnir að þurrka sér um augun .......Þvílíkur söngur og innlifunin var algjör hjá áhorfendum! Enda endaði stelpan mín með fyrsta sætið .


 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 85
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 59937
Samtals gestir: 3075
Tölur uppfærðar: 29.6.2022 09:05:08