Heimasíða Ásgarðs |
||
10.10.2007 01:11Vetrarhagar opnaðir og ormahreinsunÉg er byrjuð að gefa út litlu tippunum á bænum þeim Aski Stígandasyni,Pálma Silfrasyni og Heljari Ögrasyni.Ekki leiðist þeim það að fá að standa í heyrúllu allann daginn og éta á sig gat.Sem betur fer þá eru þeir voðalega rólegir og þægilegir þarna í litla hólfinu sínu. Ég er líka byrjuð að tína úr hross og setja í vetrahagana.LM-Sokka og litla dóttir hennar hún Embla fengu ormlyf ásamt Halastjörnu og hennar dóttur,Ságu Hróksdóttur.Embla mætti þroskast betur en ég hef móður hennar grunaða um að halda uppteknum hætti og gefa þeim folöldunum sem vilja að drekka með sínu eigin afkvæmi. Sem betur fer þá gerði hún það í fyrra þegar að ein hryssan í hópnum varð bráðkvödd frá sínu folaldi en þá var LM-Sokka fljót að hleypa móðurleysingjanum á spena. Hún ætlar greinilega að halda þessum upptekna hætti því ég sá Sleipnir Hróksson teiga mjólk úr henni á meðan ég stóð við hlið hennar úti! Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta skeður hjá okkur að folöld fari að stela sér aukasopa og er að virðist ansi algengt fyrirbæri. Halastjarna fékk sérmeðferð en tvisvar á ári þarf að greiða niður dautt hár úr faxinu á henni til að létta á henni makkann sem stundum vill hallast undan öllum faxinu.Sú gamla er orðin ansi eitthvað lúin finnst mér.Lét mig mýla sig úti en hún er ekki vön að láta mig taka sig svo auðveldlega og mátti ég strjúka hana alla og meira að segja mjólka hana smá án þess að þessi stygga ótamda hryssa maldaði í móinn! En Sága dóttir hennar er mjög stór og feit og pattaraleg er hún.Hún var spræk í ormahreinsuninni og eina folaldið sem ég lét dingla í gúmmíkallinum góða.En hún var fljót að læra að gefa eftir. Hin voru ekkert nema elskulegheitin og held ég að þetta sé auðveldasti folaldahópurinn sem ég hef kynnst frá því við byrjuðum að rækta hross hér í Ásgarðinum. Hvað haldiði að ég hafi verið að láta gera núna um daginn!Kellingunni datt í hug að láta járna 3 stykki hross.Biskup,Vordís og Suddi voru sett á járn og komu hingað galvaskir drengir úr Borgarfirðinum og voru ekki lengi að smella skeifum undir gripina. Auðvitað lét ég bara setja sumarskeifur undir þau því það er ekkert vetrarveður lengur hérna á Suðurnesjunum fyrir utan það að þau verða nú ekki svo mikið hreyfð frameftir haustinu.Bara svona smá leikaraskaður. Enn eru til 3 hvolpar undan Buslu okkar og eru þessir 3 einstaklega spennandi sem verðandi minkaveiðihundar.
|
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is