Heimasíða Ásgarðs

31.10.2007 01:12

Sabine og Íris farnar-Hylling heim og Hrókur tekinn inn

Er ekki kominn tími á eitt gott blogg.Er enn að jafna mig á því að stelpurnar séu farnar,þær Íris og Sabine.
En það jafnar sig og nóg hefur reyndar verið að gera síðan þær fóru þannig að hugurinn hefur um nóg að hugsa.

26 Október:

 Átti kallinn stórafmæli,varð sextugur.Innilega til hamingju gullið mitt:)
Segist hann loksins vera kominn á þann aldur sem kallast grái fiðringurinn aldurinn en ég er ekki sammála honum.Hann er búinn með þann aldur og kominn á "með stálgráa firðinginn aldurinn:) Skiljist á þann hátt sem hver vill:)

Dagurinn var samt ósköp venjulegur en Sabine og Íris fóru í heimsókn að Hrauni í Grindavík og undu sér þar frameftir degi með henni Valgerði vinkonu.

Við Hebbi fórum í verkin okkar og dunduðum heil ósköpin í skepnunum á bænum.Extruðum voðalega vel enda veitti kannski ekki af því eftir allt flandrið á kellingunni mér undanfarnar daga.

Við færðum kindurnar í betri stíu því nú fer að koma að því að stóðhestar fari að koma hingað til vetravistunar og þá er nú gott að það séu ekki kindur í stóðhestastíunum:)

Lömbin blása út þau sem fæddust núna í haust í óþökk fyrrverandi eiganda en ég gekk á milli hnífs og skinns þegar að átti að fara að fella þau greyin:)Alveg merkilegt hvað ég er orðin viðkvæm fyrir kindum! Reyndar er fyrrverandi eigandi kindarinnar og lambanna alveg miður sín þegar að ég er að fara að fella folöld hjá mér hehehehehehe............Það finnst mér hinsvegar ekkert mál enda löngu búin að skoða ganglag,byggingu og geðslag og búin að sættast á það að viðkomamdi gripur búi yfir meiri hæfileikum sem steik í ofni:)

Eftir að öll verk voru búin þennan dag þá mætti Magga á svæðið og við brunuðum útí búð og ýmislegt keypt fyrir afmælis"barnið":)Við snöruðum fram þessari líka fínu kökuveislu og reyndar gerði ég þennan flotta heita rétt í ofninum líka:)Sko mig þetta gat ég:)Uhhhhh........takk kærlega fyrir hjálpina Magga mín!

27 Október.

Vöknuðum á ókristilegum tíma eða klukkan 5:45 um morguninn og nú skildi brunað vestur á Mýrar.
Ég var með kaffibrúsa í bílnum sem ég þambaði til að halda mér vakandi á veginum!Hmmmmm.........ekki alveg minn tími skal ég sko segja ykkur:)

Fyrst fóru Sabine og Valgerður galvaskar LENGST útí mýri að skoða hross en við Íris og Hörður driver sátum í bílnum funheitum á meðan:)Þvílíkar hetjur þessar stelpur!
Enda komu þær hundblautar í fæturnar til baka en alsælar.

Næst var farið í Borgarfjörðinn og stoppað í Skipanesi en þar er hann vinur minn Dímon Glampasonur að stíga sín fyrstu skref með knapa.

Ekki hefur veðrið leikið þar við hann né knapa hans.Allt á floti úti og allt á floti inni líka en innitamingar aðstaðan á floti vegna vatnsveðurs undafarnar vikur!

En góðir hlutir gerast hægt og Dímon er að verða búinn með fyrsta áfangann og næst kemur hann í smáhvíld í Ásgarðinn:) Hlakkar til að fá drenginn til mín:)

Síðan var brunað áfram og stefnan tekin á Neðra-Skarð.

Sigurður (yngri) bóndi að leiða hópinn rétta leið .

Þar var fríður flokkur af fólki að smala saman stóðinu sem var að koma inn í ormalyfsgjöf og hófsnyrtingu.
Þar var eitt folald sem hreinlega er stingandi fallegt og er það hún Perla Keilisdóttir!!Vá........ef þetta verður ekki græja þá skal ég hundur heita! Hún er akkúrat með þennan fallega höfuðburð sem ég (ásamt fleirum:) kalla sjálfberandi og þarf ekki að hafa fyrir því að koma þessu hrossi í fallega höfuðburð í framtíðinni.
Ég skora á Neðra-Skarð bændur að fara með þetta flotta folald á folaldasýningu!

Við keyrðum svo Hvalfjörðinn heim og var gríðarlega fallegt að sjá hann svona við það að fara í vetrarbúninginn.

Skrítið að það þyrfti manneskju frá útlöndunum (Sabine) til að opna augum mín fyrir Hvalfirðinum en í mínum huga var hann kvalræði sem gott var að sleppa við og ekkert nema beygjur og ælupokar.
Ég fór nokkrar ferðir í den í rútu á vorin eftir að skóla lauk en þá var maður auðvitað rokinn norður í land til að hjálpa til við sauðburðinn og hvað annað sem fylgdi sveitalífinu.
Núna þótti mér fjörðurinn miklu styttri en vanalega!

28 Október

Vaknaði aftur á þessum líka ókristilega tíma 5:00!
Ætti nú samt að skammast mín pínulítið en ég veit ekki hvað stelpurnar halda eiginlega:)EN núna voru þær að fara aftur heim til Þýskalands og auðvitað voru þær svo vænar að taka með sér eitthvað af rigningunni frétti ég:)

Reyndar var engin smá snjókoma þennan morgunn!

Aumingja Sabine sem ætlaði að ná snjómyndum af hrossum var að fara og ekkert hægt að gera.
Við fórum hægt og rólega á litla bílnum mínum en með réttu hefði ég átt að fara á Black Beauty.
í Sandgerði keyrðum við framá fólksbíl sem hafði runnið uppá gangstétt í hálkunni og farið á umferðaskilti og í gegnum grindverk og stóð hálfur í gegnum trjárunna inní garði.Ég dró enn úr hraðanum við að sjá þetta!

Við komumst heilu og höldnu alla leið en á heimleiðinni var ég næstum farin útaf en ég fór aðeins hraðar eftir að ég varð ein og missti vald á bílnum í hálkunni en tókst að rétta hann aftur við á veginum sem betur fer!

Ég skreið aftur uppí og svaf til hádegis en þá komu galvaskar dömur úr Borgarfirðinum þær mæðgur Gro og Gunnhildur frænka og ein úr Höfuðborginni hún Inga frænka.
Með þeim í för var hún Hylling Brúnblesadóttir með Hróksbarnið Rán en Hylling var hjá stóðhesti í sumar langt frá heimahögunum.

Við drifum hrossin inní hesthús og fórum svo og fengum okkur kaffi.

Í dag skildi fækka Öndunum svo um munaði.Við rákum þær inní hesthús og flokkuðum það sem átti að fara til lífs og það sem á að stækka og fitna meir og svo var brunað með þær greyin útí sláturhús og þar fengu þær að hanga á meðan við fengum okkur smá meira kaffi.

Ég plataði hana Gunnhildi frænku mína til að fara niður á tún að sækja hann Hrók en nú átti að setja kall inn enda gestahross farin að streyma í Ásgarðinn og ekki gott að ofra neinu með stóðhest úti þó rólegur sé.

Gunnhildur átti bágt með að finna hann en hann var einsog einn af stóðmerunum að hennar sögn hehehehe.......

Hrókur var rétt kominn á hús þegar að Felix hennar Huldu Geirs mætti á svæðið.Felix átti að fara niður á Vinkil en þar verða ellismellirnir í vetur.
Felix var í lopapeysu!!!!Dekur dekur!

Dimmt var orðið og ekki gott að setja hann útí myrkrið á ókunnugum stað þannig að hann var settur inn við hliðina á Hróksa.
Felix varð svo "ástfanginn"af Hrók að ég lenti í vandræðum með hann næsta dag en Hrókur fór einn út og þrátt fyrir að Felix væri inni með fjórum öðrum hrossum þá varð hann alveg vitlaus í stíunni sinni!

Hann hneggjaði og spólaði í hringi í stíunni og varð ekki  rótt fyrren Hrókur kom aftur inn og ekki var viðlit að fá hann Felix til að éta heyið sín megin heldur tróð hann hausnum í gegnum milligerðina og át svo hæstánægður tugguna með Hrók:) Bara krúttlegir vinir:)


Myndina tók Íris um daginn .

Af öndunum er það að segja að þær tíndu tölunni og voru teknar 44 þennan dag og munar um minna að fóðra skal ég segja ykkur:)
Og hvað haldiði að hafi verið í kvöldmatinn hjá frúnni??


Tvær komnar í Saladmaster pottinn flotta.  http://www.eldamennska.is/

Nammi namm..............

Smá viðbót við þessa bloggfærslu vegna dagatala sem Sabine Sebald er að láta prenta fyrir sig.Hún er að velja hestamyndir núna í þessum töluðu orðum fyrir hestadagatalið og eins verður hún með dagatal með landslagsmyndum.Allar myndirnar eru teknar núna síðustu vikur hér á Íslandi.Margir koma til með að þekkja sín hross á þeim og hross annara.Borgarfjörður-Suðurnes og Rangárvallarsýsla spila sitt hlutverk í landslags dagatalinu.

Ég ásamt fleirum keyptum í fyrra dagatöl og eru þau alveg glimrandi falleg og mjög svo nýtileg en það er gert ráð fyrir að maður geti skrifað inná dagana atburði sem væntanlegir eru hjá manni svona til minnis.Mjög þægilegt.
Klikkið á þetta netfang info@skinfaxa.de  og pantið dagatal í tíma og það er ekkert mál að skrifa henni Sabine á íslensku,hún skilur hana mjög vel og er meira að segja farin að tala hana líka!
Skemmtileg viðbót í jólapakkann .
 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 85
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 59937
Samtals gestir: 3075
Tölur uppfærðar: 29.6.2022 09:05:08