Áramótin hér á bæ voru róleg enda við bara tvö í kotinu.
Við gáfum öllum vel í gær og skildum eftir ljós í fjárhúsinu svo kindurnar yrðu síður varar við flugeldana og lætin ef einhver yrðu.
Hér er enn mikill snjór og fýkur hann jafnaharðann í skafla aftur og hefst varla undan að moka.
Nú er Steinar á Hólabrekku búinn að koma hingað fjórum sinnum og moka til að við getum gengt skepnum hér á bæ!
Þar áður kom Tryggvi líka og mokaði.
Þessi vetur verður eitthvað ef fer ekki að hlýna aðeins svo eitthvað af þessum snjó bráðni aðeins niður.