Ég hef seint verið talin montin en nú bara verð ég að monta mig
.
Ég lét gamlan draum rætast og keypti mér flokkunargang fyrir sauðfé.
Það verður mikill munur að eiga við kindurnar og lömbin núna en ég er alveg hætt að ráða við að ragast í þeim án harmkvæla og blótsyrða.
Ef þær traðka ekki ofaná ristunum á mér á meðan að ég er td að bólusetja ærnar eða flokka þá pissa þær stígvélin mín full!
Nú er sá kafli í mínu lífi lokið að ég sé hlandblaut í fæturnar útí fjárhúsi blótandi og bölvandi
.
Ég sé í anda féð renna inní rögunarganginn möglunarlaust,standa kyrrar og leyfa mér að bólusetja sig og taka á þeim heilsufars tékk án mótmæla.
Þetta er sko draumurinn en veruleikinn verður kannski annar
.
Líklega þurfa þær að læra að renna í gegnum þetta nýja apparat nokkrar ferðir þartil þær samþykkja hann.