Heimasíða Ásgarðs

20.11.2021 21:40

Gjafadagur,hófar klipptir og ormahreinsunGestahryssa að fá kögglana sína

Stórgóður dagur í dag!
Fengum ungann og frískann mann í að klippa hófa á hrossunum hér á bæ.Hann var alveg eldsnöggur að þessu drengurinn og það sem mér finnst sniðugt við aðferðina hans er að hann vill helst að hrossin séu óbundin meðan að hann klippir hófana.
Reyndar eru aðferðirnar svolítið frjálsar líka en það fer eftir því hvaða hross á í hlut hvaða aðferð er notuð.


Rauður Röskvu og Hróksson að fá sér ylvolga mjólkina

Ein hryssan er svolítið viðkvæmt blóm og þarf ég að standa við hana og ræða öll heimsins mál á meðan að hún fær hófsnyrtingu.
Önnur lætur líkt og fáviti en dettur á dúnalogn ef ég stend og moka kögglum í hana svo hún standi nú kjur.
Þriðja er alveg agalega þæg og góð og svo er það auðvitað þægasta hrossið í hópnum hann Hrókur gamli enda mikið taminn hestur.


Rák með vindóttan Hróksson 

Maður bara notar þær aðferðir sem virka og þá eru allir sáttir.
Þegar að búið var að snyrta alla fætur þá gerði ég svolítið sem ég er á báðum áttum hvort rétt hafi verið að gera.
Ég KLIPPTI fax og ennistoppa á merunum og Hrók og nú lítur hann nánast nákvæmlega út og langafi hans Nökkvi frá Hólmi!


Hróksafkvæmi undan Lotningu og Röskvu Astródætrum

Svo stytti ég taglið á öllum og ormahreinsaði alla og náði einnig að ormahreinsa folöldin þrjú.
Síðan gáfum við út rúllur og hleyptum hrossunum út í hólfin sín.

Þá var næst á dagskrá að fara í fjárhúsið að gefa skepnunum og athuga hvort einhver kindin væri tilkippileg við hrútana.
Engin að ganga í dag og allt í rólegheitum.
Við útbjuggum sér stíu fyrir hrútana inni hjá kindunum og núna er gott að geta fylgst með í myndavélakerfinu hvort dömurnar séu að gefa hrútunum hýrt auga.
Ég ætla að byrja að hleypa til í kringum 7 Desember cirka.Hænurnar fluttu inní vetraraðstöðuna sína í gær og urðu þær svo þakklátar að ein var búin að verpa eggi í dag.


Semsagt nýju 7 mánaða gömlu easter egger ungarnir eru að byrja varp svona rétt fyrir jólin svo konan ætti að geta bakað einsog 12 sortir.......... eða ekki lol!


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 169
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213957
Samtals gestir: 24506
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 04:10:42